Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 27

Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANIJAR 1998 27 I framtídinni held ég að fólk kaupi sér bíla til að eiga í langan tíma. Menn vanda betur valið í dag vegna þess að það er orðið svo kostnaðarsamt að skipta um bíl. menn gerist lærlingar hjá meistara og útskrifíst frá þeim. „Það hefur lengi verið áhugamál og draumur bílgreinarinnar í land- inu að eignast fullkomna aðstöðu til menntunar starfsmanna sinna,“ segir hann. „Sá draumur hefur nú ræst með tilkomu Bílgreinaskólans sem hefur tekið til starfa með að- stoð margra fyrirtækja í greininni. Hann er tvímælalaust í fremstu röð slíkra skóla á Norðurlöndum. Þar er hægt að mennta ungt fólk vel, þannig að eftir námið og á meðan á því stendur fái það verklega kennslu á verkstæðunum. Menn koma ekki lengur úr 10. bekk og fara á samning á verkstæðum eins og áður var. Vinnulöggjöfín hefur líka haft áhrif til batnaðar. Hér áður íyrr gátu menn hætt fyrirvaralaust til að fara til starfa við virkjanir, í síld eða loðnu, til að ná sér í mikla peninga á stuttum tíma, og komið síðan aftur. Maður gat lítið annað gert en að klappa þeim á baldð og óska þeim velfamaðar. Þetta hafði þó sína kosti og tíðkaðist í mörgum grein- um; menn fengu þjálfun og voru gjaldgengir á ný, því verkefni voru oft næstum óþrjótandi. Nú þurfa menn hins vegar að segja upp með lengrifyrirvara og það er gagn- kvæmt.“ Fjöldi þeirra sem hafa hlotið menntun sína hjá Birgi hefur starf- að hjá honum til lengri og skemmri tíma og starfsandi ávallt verið góð- ur. „Ég hef ávallt lagt mig fram um að fá það besta út úr hverjum starfsmanni," segir hann, „þannig að allir; starfsmaðurinn, viðskipta- vinurinn og fyrirtækið njóti þess besta. Það er engin starfsemi betri en starfsmennirnir sem starfa við fyrirtækið. Það er góð regla að reyna helst að finna starfsmenn sem geta tekið að sér starf næsta manns með litlum eða engum fyrir- vara og treysta honum, án þess að fara yfir mörkin í álagi og ábyrgð. Enginn starfsmaður má vera ómissandi til lengdar" Starfsaðstaðan hefur gerbreyst „Starfsaðstaða bifvélavirkja og bílamálara hefur líka breyst mikið. Efni í burðarvirki og boddýhluta hefur breyst það mikið að ekki er hægt að nota gömlu hefðbundnu viðgerðaraðferðimar, heldur verður í vaxandi mæli að skipta þeim út. Það sama á við um málninguna sem hefur breyst mikið til batnaðar. Áð- ur urðu menn að handblanda liti og hræra þá saman en í dag er þetta unnið með nákvæmri tölvuvigtun og án þess að menn hafi eitthvert inn- grip í þetta. Síðan er það lyktin. Eins og allir vita, hefur sterk lykt einkennt starfsaðstöðu bílamálara og vafa- laust hafa margir borið skaða af vinnu við slíkar aðstæður til margra ára. Þetta gerbreyttist með tilkomu vandaðra sprautuklefa og skilnings málara á notkun hlífðaráhalda og á næstu árum verða vatnsleysanleg efni notuð í auknum mæli til bíla- málunar. I staðinn fyrir að þynna málninguna með þynni, verður not- að vatn. Það er verið að þróa þessa aðferð sem verður bylting fyrir bíla- málara, ásamt öðrum mengunar- vömum.“ Hvað með útblástursmengun? „Miðað við tækniþróunina sem orðið hefur á undanfömum ámm á eftir að verða algengara en ekki að bílar skili útblæstri sínum hreinni en andrúmsloftið er í sumum stór- borgum nú til dags.“ Nú hefur þú farið í gegnum nokkrar stórar sveiflur í rekstri Bflakringlunnar, einkum á árunum 1995-1997 - og ljóst að gríðarlegar breytingar eiga sér stað í allri þjón- ustu við bíla. Hvernig er staðan í dag? „Fyrirtækið heldur áfram í þjón- ustu eins og verið hefur en með minni bflasölu en áður. Rekstrar- grundvöllurinn er góður, þrátt fyrir þá erfiðleika sem við höfum farið í gegnu.. Við munum í auknum mæli leggja áherslu á verslunina en hún hefur verið efld til muna, bæði hvað varðar varahluti, verkfæri og máln- ingu. Hún var upphaflega innkaupa- deild fyrir fyrirtældð en hefur þró- ast yfir í að vera þjónusta fyrir aðra. Meginstarfsemi fyrirtækisins mun þó áfram vera í réttingum og bflamálun. Við höfum yfir að ráða meira en 3000 fm. húsnæði sem nýta þarf betur og er áhugi fyrir að leigja út hluta sýningarsalarins undir bílasölu, verslun eða bflaþjón- ustu.“ IMuddnám Kvöld og helgarnám Hefst þann 12. janúar næstkomandi. ■ Nómiðlekur l'/iár. ■ Kennt er klassískt nudd, slökunarnudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. ■ Útskriftarheiti: Nuddfræðingur. ■ Námið er viðurkennt af Félagi islenskra nuddfræðinga. ■ Kynningarkvöld mánudaginn 5. janúar næst- komandi kl. 20.30. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar alla virka daga kl. 13 -17 í símum 567 8921 og 567 8922. NuddskóLi Guðœunöan dQ£ rOfnasmiöjan ... á réttri hillu GRIFFILL Skeifunni, Reykjavík SPORTBÚÐ GRAFARVOGS Reykjavík APÓTEK Smiðjuvegi, Kópavogi •«YU» GULLSÓL Mörkinni, Reykjavík MAWA TÖLVU OG RAFEINDAÞJÓNUSTAN Selfossi B.T. TÖLVUR Grensásvegi, Reykjavik SMranzf S p a c e w (TTlNor-Dan 1^0*4 Gluqqar-Hurðir Verslanir þessar eru í hópi þeirra sem völdu innréttingar frá H. F. Ofnasmiðjunni á nýliðnu ári. H. F. Ofnasmiðjan er umboðsaðili fyrir fjölmörg heimsþekkt vörumerki og erum við jafnframt stolt af því að geta komið til móts við væntingar viðskiptavina okkar með íslenskri hönnun, sérsmíði og þjónustu. H. F. Ofnasmiðjan þakkar viðskiptin á árinu 1997 og óskar viðskiptavinum farsæls komandi árs. Verslun Háteigsvegi 7 - Sími 511 1100. Verksmiðja Flatahrauni 13 - Sími 555 6100. CONSTRUCTOR GROUP GLOBAL STORAGE SOLUTIONS [UPerstorp ftmm’ HL DISPUY iipergo Lundia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.