Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR + Jóhanna Stef- ánsdóttir var fædd á Fossi í Suð- urfjörðum við Bíldudal 13. mars 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 23. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Hannes- dóttir og Stetan Krisljánsson, sjó- maður, bæði ættuð frá Snæfellsnesi. Jóhanna var yngst sex systkina sem öll eru látin, en þau voru Hannes, Þórunn, Guðbjartur, Sigrún og Elinborg. Jóhanna fluttist ung með foreldrum sínum í Stykkis- hólm og síðar ung stúlka til Reylgavíkur og átti heimili hjá Þórunni systur sinni. Hún fór á Húsmæðraskólann á Löngu- mýri í Skagafirði og stundaði einnig tónlistarnám. Jóhanna giftist Jón Birni El- íassyni skipsljóra 13. október 1928. Jón Björn var fæddur 14. janúar 1890 og Iést 27. mars 1959. Seinni eiginmaður Jó- hönnu var Franz Andersen, endurskoðandi. Þau voru gift frá 1962 þar til Franz lést, 31. október 1966. Jóhanna og Jón Björn bjuggu fyrstu hjúskapar- ár í Viðey, síðan á Sólbergi á Elsku amma. Undanfama daga hafa óhjákvæmilega riQ'ast upp alls kyns minningar um allar þær sam- verastundir sem við áttum saman. í mínum huga varst þú ekki bara hin hefðbundna amma því þú varst líka góður félagi og vinur. Til dæm- is er það nánast óskiljanlegt hvemig þú hafðir þolinmæði í að spila við okkur bræðuma á Báragötunni. En við spilamennsku-gátum við skemmt okkur allan daginn og langt fram á nætur. Og sama var hvemig við Seltjarnarnesi, en yfir 50 ár var heim- ili hennar að Báru- götu 15 og þar bjó Jóhanna þar til fyr- ir tveimur árum að hún flutti á Hrafn- istu í Reykjavík. Börn Jóhönnu og Jóns Björns eru: 1) Þórunn, fyrrv. menningarfulltrúi lýá Menningar- stofnun Bandaríkj- anna, hennar mað- ur var Robert Bo- ulter sem lést 1986. Þau eignuðust fjögur börn. 2) Árni, skipstjóri í Kanada, kvæntur Hönnu Ragnarsdóttur. Þeirra börn eru þijú. 3) Guð- björg, starfsmannastjóri Ríkis- útvarpsins, gift Skúla Ólafs, hagfræðingi. Þau eiga þijú börn. 4) Rakel, húsmóðir, d. 22. apríl 1997. Hún var gift Marinó P. Hafstein, lækni og áttu þau tvö börn. Jóhanna starfaði í áratugi með Thorvaldsensfé- laginu og var sæmd gullmerki félagsins fyrir störf í þágu þess. Einnig var hún um árabil í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reylgavíkur. Utför Jóhönnu fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 5. janúar og hefst at- höfnin klukkan 15. ærsluðumst í stiganum, hlupum um, börðum á hurðir og létum öllum ill- um látum eins og sannir óþekktar- angar, öllu tekið með stóískri ró. Toppurinn var svo að þegar búið var að ærslast allan daginn gaukaðirðu að okkur smápening til að kaupa Spur, og síðan byijuðum við að spila aftur. Sannarlega era minningamar af Báragötunni margar og manni hlýnar um hjartarætumar þegar þær ritjast upp. Einnig man ég vel þegar þú pass- MINNINGAR aðir okkur bræðurna. Já, foreldr- arnir í fríi og við bræðurnir lifðum í vellystingum á Hótel Ömmu. Pönnukökur, fiskibollur og annað góðgæti á borðum á hveijum degi. Ef mamma og pabbi hefðu vitað af þessu hefðu þau aldrei farið í frí. Þá gafst góður tími til að kynn- ast betur og hafði ég mjög gaman af sögum þínum af afa, Jóni Bimi, sem ég kynntist aldrei en sá hann fyrir mér ljóslifandi í þínum skemmtilegu frásögnum. Hin seinni ár vora ekki minna minnisstæð. Sannarlega hafðir þú gaman af því að skemmta þér, ekki minna en aðrir fjölskyldumeðlimir. Margar á ég minningarnar frá þeim stundum og efast ég um að margir hafi dansað við ömmu sína undir dúndrandi músík langt fram á nnótt eins og við gerðum á 85 ára afmæl- inu þínu. Slík kvöld voru nokkur og á slíkum kvöldum kynntust fé- lagar mínir nýrri hlið á ömmum þegar þú tókst þátt í gleðistundum með okkur, og era þær ógleyman- legar í minningu okkar allra. Já, það var alltaf gaman að vera með þér enda gleðigjafi mikill. Ég á eftir að sakna þeirra samvera- stunda mikið en á í staðinn ótal margar skemmtilegar minningar og sögur um þig sem ég mun segja strákunum mínum frá í komandi framtíð. Bless, elsku amma. Jón Björn Skúlason. Nú er hún elsku amma okkar farin, farin til Guðs eins og hún sagði sjálf við okkur þegar við spurðum sem böm, hvert við færam eftir dauðann. Hún amma okkar átti langa og viðburðaríka ævi, og við erum henni þakklátir fyrir að hafa fengið að fylgja henni stuttan spöl á hennar lífsferli. Hún var lífs- glöð kona og minnti okkur á að njóta augnabliksins og þannig öðl- ast þá lífsfyllingu sem svo margir fara á mis við. Við áttum margar góðar stundir hjá ömmu á Bárugötu 15. Þar safn- aðist fjölskyldan saman og oft var margt um manninn enda ættin stór. Þar héldum við alltaf jól og var það fastur liður í okkar tilveru. Minn- ingar um þessar stundir era okkur mjög kærar og okkur hlýnar um hjartarætur við tilhugsunina. Þegar fjölskyldan fór í sumarbústaðinn á Þingvöllum kom amma oft með okkur. Hún naut þess að upplifa þá náttúrufegurð sem sá staður er annálaður fyrir. Afi og amma dvöldu sumarlangt á Þingvöllum til margra ára og minningamar um þann tíma voru henni afar hugleikn- ar. Það var yndislegt að fá að njóta þessara stunda með henni. Minningin um ömmu mun ætíð lifa, vegna þess að barnabömin og bömin þeirra munu segja frá þeim góðu þáttum í fari forfeðranna sem einkenna ættina og binda hana saman. Guð blessi minningu hjart- ans ömmu Jóhönnu. Fred, John, Róbert og Stefán Boulter. Mig langar að rninnast Jóhönnu Stefánsdóttur en hún var gift móð- urbróður mínum, Jóni Birni Elías- syni skipstjóra. Hanna hefur verið hluti af fjölskyldu minni alla mína tíð. Ég minnist heimsókna á heim- ili þeirra, fyrst í húsi þeirra á Sól- bergi og síðar á Báragötu. Alltaf var það mikið tilhlökkunarefni að koma á heimili þeirra um jólin og hitta Tótu og Árna og seinna Guð- björgu og Rakel, svo og ættingja beggja, sem boðið var á jóladag á heimili þeirra. Ríkti þar mikil gleði og jólastemmning. Hanna spilaði á píanó undir söng, gengið var í kringum jólatréð og farið í jóla- leiki. Á nýársdag komu Jón Björn, Hanna og bömin heim til okkar. Ég minnist þess, að alltaf klæddi Elísabet móðir mín sig upp 13. mars ár hvert. Var hún þá að fara í afmæli Hönnu og held ég að hún hafi ekki misst af einum einasta afmælisdegi fram að þeim tíma að hún lést í sept. 1989. Móðir mín og Hanna vora vinir alla tíð þótt lífs- hlaup þeirra hafi verið mjög ólíkt. Þegar aldurinn færðist yfir treystist vinátta þeirra enn. Jóhanna kom í heimsókn á heimili mitt og foreldra minna og seinna okkar móður minnar þegar hún fór í heilsurækt. Síðustu árin sem móðir mín lifði spiluðu þær tveggja manna bridge af miklum ákafa, en báðar voru þær miklir spilamenn og áttu ekki alltaf létt með að tapa. Á þessu tímabili kynntist ég Hönnu á annan hátt en fyrr á árum og var það mér mjög mikilsvert. Alltaf fylgdi Hönnu gleði og léttleiki og voru það mér dýrmætar stundir þegar ég settist hjá mágkonunum við eldhús- borðið þar sem þær sátu og spiluðu af kappi en gáfu sér tíma til að skiptast á glensi og gamanyrðum. Oft furðaði ég mig á því hve góðar þær voru saman, móðir mín og Hanna, eins ólíkar og þær voru. Síðasta ár hefur verið Hönnu og fjölskyldu hennar erfitt, þar sem Rakel lést langt fyrir aldur fram í vor. Eftir að Hanna kom á Hrafn- istu hef ég litið til hennar reglu- lega. Alltaf þekkti hún hver var að tala við hana og spurðist fyrir um líðan fjölskyldunnar. Við systkinin kveðjum Jóhönnu með þökk fyrir góðar stundir. Fjóla. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Með söknuði og eftirsjá kveðjum við kæra félagskonu, Jóhönnu Stef- ánsdóttur, er lést á Þorláksmessu. Jóhanna gekk í Thorvaldsensfélagið árið 1951. Hún var mikil og góð félagskona, sótti vel fundi og starf- aði af áhuga fyrir félagið sitt á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Jó- hanna var m.a. fulltrúi félagsins í mæðrastyrksnefnd um langt árabil og henni þótti mjög vænt um það mikilvæga starf sem þar er unnið. Fyrir nokkrum áram var Jóhanna sæmd gullmerki Thorvaldsensfé- lagsins í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf. Jóhanna átti ákaflega fallegt heimili á Bárugötu 15. Þar hélt hún upp á 90 ára afmælið sitt með mikl- um höfðingsbrag fyrir tæpum tveimur árum. Að leiðarlokum þökkum við sam- fylgdina og minnumst Jóhönnu með þökk og virðingu. Ástvinum hennar sendum við samúðarkveðjur. Þóra Karitas Árnadóttir. + Ninna Björk (f. Jóninna Pét- ursdóttir) fæddist. að Urðarbaki í Þverárhreppi, Vestur-Húnavatns- sýslu hinn 28. jan- úar 1923. Hún Iést í Tiiby í Svíþjóð hinn 14. desember síðastliðinn. For- eldrar: Láretta Stefánsdóttir, f. á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal, og maður hennar Pétur Jóns- son frá Vest- urhópshólum í Þverárhreppi. Fósturforeldrar: Sigríður Jóns- dóttir, systir Péturs, og maður hennar Guðmundur Guðmunds- son á Þorfinnsstöðum í sömu sveit. Systkini: Þorbjörn Ást- valdur, f. 8. september 1917, d. 19. júní 1933, Hrefna, f. 28. nóv. 1919, d. 14. okt. 1984. Fyrri maður Hrefnu: Jón Ólafsson frá Reynisvatni, þau skildu. Þeirra dóttir: Margrét Edda, Hún Ninna frænka er dáin. Hún Ninna, sem ég kallaði fóstursystur þótt ég væri ekki fædd þegar hún fór frá foreldram mínum suður til móður sinnar. Hún var vissulega meiri fóstursyslir systra minna, sem voru á líkum aldri og hún. Það var mikið tilhlökkunarefni þegar Ninna var að koma norður á sumrin. Hún kom með bjarta brosið sem fylgdi henni alla tíð. Þá var hátíð í bæ þegar Ninna var komin. Frá henni fékk ég mitt fyrsta jóla- kort og minn fyrsta jóiapakka. Einu f. 10. okt. 1949, býr í Noregi, hennar maður er Halvard Arne Fjallheim og eiga þau þrjú börn. Seinni maður Hrefnu: Tryggvi Karlsson frá Stóru- Borg, þeirra sonur er Guðmundur, f. 9. jan. 1966. Ninna giftist In- gemar Dunér 1947, en hann lést af slys- förum 7. nóv. 1948. Þeirra dóttir: Inger, f. 27. júlí 1949, full- trúi. Hennar maki: Mats Gull- ers, forstjóri. Þau búa í Taby í Svíþjóð. Þeirra sonur: Marcus, f. 7. maí 1987. Seinni maður Ninnu: Gösta Björk, efnaverk- fræðingur, f. 9. nóv. 1927. Þeirra dóttir: Marie Louise, deildarstjóri, f. 21. sept. 1965, maki: Thomas Ericsson dómari. Þau búa í Stokkhólmi. Útför Ninnu fór fram frá Taby-kirkju 2. janúar. jólapakkarnir sem ég fékk í bernsku voru frá Ninnu og Lárettu, móður hennar. Eftir að Ninna flutti til Svíþjóðar var það meiriháttar við- burður í fjölskyldunni þegar hún kom í heimsókn. Hún var einmitt í heimsókn þegar ég stóð á krossgöt- um, hafði lokið landsprófi og vissi ekki hvað ég vildi. „Farðu í mennta- skóla,“ sagði Ninna, minnug þess að hún hafði farið á mis við mennta- skólanám. Og það varð, sem ég hef aldrei séð eftir. Ég minnist minnar fyrstu utan- landsferðar eftir stúdentsprófíð 1958. Þá heimsótti ég Ninnu, Inger og Tora í Gössáter. Ég var feimin við þessa stórskornu konu, moster Tora, fannst að hún hlyti að vera afskaplega ströng. Komst fljótt að því að hún var fyrst og fremst góð. Það er í mínum huga óhugsandi að nokkurn tíma félli styggðaryrði á því heimili. Hið sama get ég sagt um heimili Ninnu og Gösta, sem ég heimsótti bæði í Hállekis og Skövde. Þar var gott að vera. Á jólakortinu sem barst nú fyrir jólin bauð Ninna okkur hjónum að koma til Táby. Ekki verður nú af þvi, heldur flýgur hugurinn þangað til Gösta og dætranna og þeirra fjöl- skyldna, sem við hjónin og frænd- fólkið allt vottum dýpstu samúð. Elínborg Guðmundsdóttir. Faðir Ninnu lést þegar hún var tæplega tveggja mánaða og fór hún þá til afa síns og ömmu í Vestur- hópshólum. Þar var þá móðir okk- ar, Sigríður Jónsdóttir, til heimilis hjá foreldrum sínum og Péturs, föð- ur Ninnu. Þegar móðir okkar giftist Guðmundi Guðmundssyni á Þor- finnsstöðum og fluttist þangað tók hún Ninnu með sér, en hún var þá á öðra ári. Þar með var stóra syst- ir fyrir á bænum þegar við fædd- umst og var hún sem systir okkar alla tíð. Láretta, móðir Ninnu, hafði Þor- björn Ástvald hjá sér og fluttu þau til Reykjavíkur en Þorbjörn lést þar, eftir erfið veikindi, tæpra 16 ára. Þá var Ninna 11 ára og varð það að ráði að hún var eftir það hjá móður sinni á veturna yfir skóla- tímann, en á Þorfínnsstöðum á sumrin. Það voru alltaf erfiðir tímar á haustin um það leyti sem Ninna fór suður. Hrefna, systir Ninnu, ólst upp hjá góðu fólki í Ásbjarnarnesi, og var hún einnig hjá móður sinni á veturna. Haustið 1946 fór Ninna til náms á hússtjórnarskóla í Svíþjóð. Sum- arið 1947 vann hún á búgarði á Vestur-Gautlandi og þar kynntist hún fyrri manni sínum, Ingemar Dunér. Þau giftu sig svo seinna á árinu og bjuggu í Málmey. Eftir tæplega árs sambúð lést Ingemar af slyföram. Sumarið 1949, þann 27. júlí, fæddist svo dóttir þeirra, Inger, sem kom eins og sólargeisli inn í líf Ninnu. Málið hefur þó varla verið mjög einfalt, móðir með nýfætt barn í ókunnu landi, en örlögin láta ekki að sér hæða. Kona ein að nafni Tora Undén, af hinni þekktu Undén-ætt, bjó á Gautlandi. Hún hafði stórt hjarta og hlýjan hug. Hún var móðursyst- ir og fósturmóðir Ingemars. Tora tók sig til einn daginn og brá sér til Málmeyjar. Erindið var að bjóða móður og barni að koma til sín til eins langrar dvalar og þeim hentaði og var boðinu tekið fegins hendi og flutt heim til Toru. Þetta boð var heldur ekki til að sýnast. Tora tók þá litlu, þ.e. Inger, að sér og annaðist hana meðan Ninna var við störf sín á skrifstofu í nágrenninu og virtist þarna vera ein fjölskylda, barn, móðir og amma. Óhætt mun að fullyrða að Ninna hafi reynst henni sem sönn dóttir. Á þessum tíma var fólk ekki eins oft á ferðinni milli landa og nú er. Varla talast við í síma, nema eitt- hvert alveg sérstakt tilefni væri til. Samskipti fólks milli landa voru því að mestu með sendibréfum. Það þótti alltaf ástæða til að koma sér notalega fyrir þegar bréfið frá Ninnu barst. Það var alltaf langt, og í því var oftast gleði að finna. Til dæmis um stijál ferðalög milli landa kom Ninna fyrst með Inger dóttur sína til íslands þegar hún var fimm ára og hafði Ninna þá ekki komið hingað til lands í sjö ár. Síðar fór ferðum að fjölga á milli landa, við systurnar fórum í heim- sóknir þangað og Ninna og Inger komu af og til hingað til lands. Einnig fór móðir okkar í heimsókn til þeirra og var það hennar eina utanlandsferð. Um það bil 15 árum eftir lát Ingemars giftist Ninna svo eftirlif- andi eiginmanni sínum, Gösta Björk, miklum ágætismanni, og hafa þau oft komið til íslands. Þau hafa lengst af búið á Vestur-Gaut- landi, fyrst í Hallekis og síðar í Skövde, hefir Gösta verið yfirverk- fræðingur við sementsverksmiðjur á þessum stöðum. Fyrir nokkram árum keyptu þau svo fallegt einbýl- ishús í Táby, sem er rétt norðan Stokkhólms, og áttu þar indælt heimili. Það kom alltaf nýr og ferskur andblær með þessum vinum okkar frá Svíþjóð, þegar þeir komu í heim- sókn, dæturnar Inger og Marie Louise, þau eldri og „strákarnir“. Heimili Ninnu voru alla tíð hin myndarlegustu og fann maður sig velkominn í húsum hennar og Gösta. Minnumst við samskipta við þau og þeirra fólk með þakklæti. Við söknum þess að heyra ekki glaða hláturinn hennar Ninnu fram- ar, eða að hlýða á rök hennar til varnar veikum og þurfandi. Við samhryggjumst Gösta og fjölskyld- unni. Einnig samhryggjumst við „barninu þeirra“ á Indlandi. Við ljúkum þessum minningar- orðum með söknuð í huga. Þótt okkur þyki lát Ninnu ekki tíma- bært, þá verðum við að sætta okk- ur við að það er annar sem ræður. Blessuð sé minningin um hana Ninnu. Anna og Þorbjörg Guðmundsdætur. NINNA BJÖRK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.