Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 33

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 33 + Anders Iiuldén fæddist í Jakob- stad í Austurbotni í Finnlandi 16. júlí 1924. Hann lést á sjúkrahúsi í Borgá 11. desember síð- astliðinn. Hann lauk pol. mag. prófi frá Ábo Akademi 1952 og starfaði sem blaðamaður, fyrst við Ábo und- errattelser og Morgon-Tidningen í Stokkhólmi, en varð 31 árs gamall ritsljóri Jak- obstads Tidning. 1962 varð hann blaðafulltrúi við sendiráð Finnlands í Stokkhólmi og starfaði víða fyrir utanríkis- Anders Huldén var ekki fyrsti sendiherra Finnlands í Reykjavík. Hann var annar í röðinni þeirra fjögurra finnsku sendiherra sem hér hafa starfað. En að mörgu leyti var eins hann hann væri sá fyrsti. Þeg- ar hann kom 1985 var allt í einu kominn maður sem frá upphafi vissi hvað hann vildi, tók nýja stefnu og skipti um gír. Allt í einu urðu allir varir við finnska sendiráðið hér og samskipti þjóðanna stórjukust á skömmum tíma. Ég hefði ekki trúað því fyrr að slíkt væri til, en hér var kominn maður sem var sendiherra af hugsjón. Anders var ekki kominn til að láta sér líða vel, sitja veislur og bijóta heilann um hvernig ætti að raða til borðs. Hann var kominn til að tengja saman tvær þjóðir sem vissu hvor af annarri, sem alltaf hafa hugsað hlýtt hvor til annarrar og í raun verið undarlega líkar um margt, þrátt fyrir fjarlægð i tima og rúmi og ólíkan uppruna. Samt þekkti hann ísland ekki vel af eigin raun, og komst snemma að því. Þau hjónin festu bíl sinn síðla kvölds á leið milli Krýsuvíkur og Þorláks- hafnar í frosti og brugðust skakkt við að öllu leyti. En allt fór þó vel, og oft rifjaði Anders upp þessa eld- skírn, sem hann sagði að hefði kennt sér meira um Island og ís- lendinga en flest annað. Kannski var Anders svona óvenjulegur sendiherra af því að hann kom ti! utanríkisþjónustu lands síns úr stétt blaðamanna. Hann var athugull áhorfandi sam- tíðar sinnar og óragur við að ýta við henni með beinskeyttum at- hugasemdum, maður starfs sem krefst skjótra viðbragða og vill sjá árangur erfiðis síns. En hann sagði mér að það hefði verið gæfa sín, að skömmu eftir komuna hingað kynntist hann Vigdísi forseta og bast henni sterkum vináttuböndum. Af henni sagðist hann einkum hafa lært tvennt: að sönn manneskja hreykir sér ekki og gleymir aldrei uppruna sínum. Ef til vill hefur þessi vinátta orð- ið til þess að Anders gerðist i raun tvöfaldur sendiherra. Hann var ekki aðeins sendiherra Finnlands í Reykjavík, heldur einnig ötull tals- maður íslands í Finnlandi, þar sem ekkert íslenskt sendiráð var. Ég held að enginn hafi farið erindis- leysu til Anders, og finnskir vinir mínir, sem hingað komu, sögðust aldrei hafa fyrirhitt þvílíkan sendi- fulltrúa þjóðar sinnar. Embættis- færsla hans var óaðfinnanleg, hann var óþreytandi að skrifa til Finn- lands um málefni okkar íslendinga, og hann var síspyijandi um íslensk- ar aðstæður, líkt og hann þyrsti að kynnast landi og þjóð sífellt betur. Það var þess vegna ákaflega skemmtilegt að ferðast með þeim hjónum, Anders og Ritu, um landið, því að áhugasvið hans var svo vítt: náttúran, gróðurfar, jarðfræði, saga, þjóðsagnir, persónusaga, listalíf og önnur menning, atvinnu- líf og almennir lífshættir, allt vakti óseðjandi forvitni hans. Það er til dæmis um áhuga hans á íslending- ráðuneytið. Hann var aðalræðismað- ur í Hamborg 1979-85 er hann var skipaður sendi- herra í Reykjavík 1985-1989. Hann samdi fimm bækur, síðast En smástads- redaktörs bekann- elser (1994). Eiginkona And- ers var Rita Elm- gren-Huldén og eiga þau einn son, Michael. Bálför Anders hefur farið fram, en aska hans verður jarð- sett í fjölskyldugrafreit Huld- én-ættarinnar í Munsala í Aust- urbotni á sumri komanda. um, að hann las minningargreinar hér í MorgunblaðinU og ræddi oft um, hve þær bæru vott um einstakl- ingsvirðingu, sem væri fátíð með öðrum þjóðum. Þegar Anders hvarf héðan og lét af embætti fyrir aldurs sakir, var hans strax sárt saknað af fjölmörg- um íslenskum vinum hans. En hann settist ekki í helgan stein. Þau hjón bjuggu sér nýtt heimili í Villa Biaudet í Lovisa, sem er heiðursbú- staður fyrir rithöfunda, og þar sat hann við skriftir. Nú síðast hafði hann nýlokið við handrit að bók sem byggðist á reynslu hans af berkla- veiki á yngri árum, og hann var einnig með íslandsbók í smíðum. En best undi Anders sér samt á æskuslóðum sínum í Austurbotni, þar sem hann átti lítið sumarhús á Nörrokers við Mono, nálægt strönd- inni fyrir norðan Vasa. Þar var hann frá því snemma vors langt fram á haust, í nágrenni við frænda sinn Lars Huldén, skáld og prófess- or. Frá húsum þeirra liggur Vigdís- arstígur inn í skóginn. Og fyrir þremur árum sýndi Anders okkur Antti Tuuri væntanlegan legstað sinn í kirkjugarðinum skammt frá, ættargrafreitinn þar sem hann sagðist ætla að safnast til feðra sinna. Nú tekur mjúk moldin í Aust- urbotni við þessum syni sínum sem vann ómetanlegt starf við að tengja saman bræðraþjóðirnar tvær, Finna og íslendinga. Við íslenskir vinir hans kveðjum hann með söknuði og sorg, og sendum Ritu og Mike innilegustu samúðarkveðjur. Njörður P. Njarðvík. Mitt á jólaföstunni barst frá Finnlandi frétt um að Anders Huld- én, fyrrum sendiherra Finna á ís- landi hafi látist 11. desember á sjúkrahúsi í Borgá, 73 ára að aldri. Andlát Anders kom á óvart, en þó samt ekki svo mjög, því að nokkur ár eru síðan hann fékk blóðtappa. Áhyggjur Anders beindust þá að því að hafa ekki nægilegan tíma fyrir sig, því að næsti blóðtappi gæti reynst örlagafullur. „Fjögur til fimm ár í viðbót", sagði hann. „Þau þarf ég til að Ijúka því sem ég hef ætlað mér.“ Hann var þá önnum kafinn við að safna efni í nýja bók. Hann hafði m.a. hugsað sér að skrifa bók um ísland en hafði einnig tvær aðrar í huga. Við andlát sitt var hann að vinna að bók um Ulla Bjerne, finnlands- sænskan rithöfund, og mann henn- ar, Leon Biaudet lækni, en hafði jafnframt því haldið áfram að safna efni um ísland. Þegar hann féll frá, hafði hann í tölvu sinni geysilegan fróðleik um allt sem varðar Island auk blaðaúrklippa sem hann hafði haldið til haga í fleiri ár. Þetta efni var tilbúið til úrvinnslu, en bíður nú eftir öðrum til að ljúka verkinu. Á Islandsárum sínum gaf Anders út bókina Finlands kungaáventyr 1918 og fékk sú bók mjög góða dóma. Hún var gefin út 1989, bæði á sænsku og finnsku og er til í bókasafni Norræna hússins. Þýsk útgáfa þessarar bókar er væntanleg á næstunni. Á þessum árum hafði Anders enn ekki lært á tölvu og nefndi ánægður hve hann sem fyrr- verandi blaðamaður væri fljótur að skrifa á ritvél. Seinna fór hann að fá aðra þanka, því að þegar ég hitti hann þremur árum síðar, var hann með ferðatölvu á borðinu. Árið 1994 kom út endurminningabók sem íjallaði aðallega um þau ár sem Ánders starfaði sem ritstjóri blaðs- ins Jakobstads tidning (1954-62) í sænskumælandi Austurbotni. Bók- in hét En smástadsredaktörs bekannelser og er hana einnig að finna í Norræna húsinu. Þegar við Anders hittumst í sein- asta sinn var fagur haustdagur hér í Reykjavík; loftið var hreint og tært og gulu og rauðu laufín feykt- ust til við gangstéttina. Hann var nýbúinn að nefna ósk sína um auka- árin; hann vissi að það haustaði, en vonaði að veturinn léti bíða eftir sér um sinn. Með léttleika sem var honum eðlislægur spurði hann mig: „Ætlar þú að skrifa minningarorð um mig í Moggann, þegar ég er farinn?“ „Að sjálfsögðu," ansaði ég og hló við. — - Nú er kominn tími til að efna loforðið. En hvað á að segja? - Finnska blaðið Hufvudsstadsbladet tók þannig til orða að Anders Huld- én hafi innan utanríkisþjónustunnar orðið goðsögn í lifanda lífí. Hann var maður sem hlustað var á og sem virðing var borin fyrir. - Ég held að enginn, sem hitti Anders Huldén á lífsleiðinni, hafi gleymt honum. Hann var einn af þessum mönnum, sem manni fínnst að maður hafí þekkt alla sína ævi. Hann var óþvingaður, blátt áfram, en jafnframt kurteis og tillitsamur. Hann geislaði af lífsgleði og hafði einlægan áhuga á öllu í kringum sig. Hann fylgdist vel bæði með stjórn- og menningarmálum og var viðræðuhæfur um flest milli himins og jarðar. Það var aldrei nein logn- molla kringum hann. Anders Huldén var sendiherra Finna hér á landi frá árinu 1985 til 1989, eða þangað til hann fór á eftirlaun. Þó að svo mörg ár séu liðin frá því að hann og kona hans Rita kvöddu ísland, muna margir íslendingar enn eftir þeim hjónun- um, hafa verið í reglulegum sam- skiptum við þau og sumir hafa heimsótt þau í Finnlandi. Eftir að Anders Huldén gerðist sendiherra hér vann hann af kappi við að efla tengsl Finna og íslend- inga. í starfi sínu naut hann stuðn- ings konu sinnar Ritu Elmgren- Huldén, en hún hafði þegar unnið sér þjóðarhylli sem söng- og leik- kona í Finnlandi áður en þau hjónin giftu sig. Rita, eins og svo margir makar diplómata, varð að yfírgefa eigin starfsframa til að geta fylgt manni sínum til útlanda. Bæði voru þau hjónin vel menntuð og hógvær. Þau voru vingjarnleg og gestrisin og það var gott að heimsækja þau, hvort sem það var í opinberum eða einkaerindum. Huldén-hjónin ræktuðu sérstak- lega sambönd við listafólk og unnu að því, að gagnkvæmar heimsóknir listamanna þessara tveggja landa urðu að veruleika. Bæði komu þau frá menningarheimilum, en kynnt- ust einnig listamönnum af eigin raun. Á árum sínum í Jakobstad kynntist Anders m.a. bræðrunum Ágren, en einn þeirra, Gösta, fékk eimitt bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1989 fyrir ljóðabók sina Jár, en hann notar sænska mállýsku Austurbotninga í ljóðum sínum. Sú mállýska er mjög svip- mikil og fornleg en öðrum sænsku- mælandi mönnum oft torskilin. Anders var mikill myntsafnari og hér á Islandi fann hann marga sálufélaga. I safni sínu átti hann margar fágætar myntir og sýndi það bæði hér í Reykjavík og einnig í Nuuk á Grænlandi. Einnig tefldi hann mikið og átti fasta taflfélaga. Eftir að Anders hætti sem sendi- herra settust þau hjónin fyrst að í Kauniainen (Grankulla), sem er lít- ill bær með sænskumælandi meiri- hluta skammt frá Helsinki, en 1994 fengu þau inni í íbúðarhúsi fínn- landssænska rithöfundasambands- ins, Villa Biaudet í Lovisa, en Lo- visa er lítill vinalegur bær austur af Helsinki. Bærinn Lovisa fagnaði þeim hjónunum, ekki síst vegna þess að Rita, kona Anders, hafði alist þar upp, þó að hún sé fædd í Helsinki. Bæjarbúum þótti yndis- legt að fá „söngdrottningu" sína og manninn hennar til baka. Þó að Anders Huldén hafí lengi verið diplómat, blundaði blaða- mannseðlið alltaf í honum. Hans mottó var: Að lifa það er að skrifa. Hann skildi mátt fjölmiðlanna og um leið það vald sem fjölmiðlamenn hafa. Sem fréttamaður stærsta blaðs Finna, Helsingin Sanomat, naut ég oft góðs af þar sem And- ers var. Ef hann frétti um eitthvað, var hann fljótur að hringja og gefa vísbendingu. Við blaðafulltrúa ís- lenska utanríkisráðuneytisins kvartaði hann, að ekki væri til neinn listi yfir fréttamenn erlendra fjöl- miðla hér á landi. Slíkan lista og dreifíngu hans taldi hann bráðnauð- synlegan: Þannig gætu þeir sem vildu fá umfjöllun í erlendum fjöl- miðlum, bæði listamenn, stjórn- málamenn og fólk úr viðskiptalíf- inu, nálgast þessa aðila beint. And- ers fannst óskiljanlegt, að íslenska utanríkisráðuneytið hafði ekki skilið mikilvægi þessa máls. Eina svarið sem hann fékk var að hvorki væri til mannskapur né peningar til að vinna slíkan lista. Anders Huldén var sannur Finni, en hann var sænskumælandi Finni. Sænskan var honum tamari, þó að hann hafí einnig talað fínnsku reip- rennandi. Fjölskylda hans kom frá Austurbotni, en sjálfur ólst hann upp í Turku (Ábo), tók stúdentspróf 1943, nam stjórnmálafræði við há- skólann og lauk meistaraprófi það- an árið 1952. Þegar á námsárum sínum starfaði Anders sem blaða- maður, fyrst við Ábo Underráttelser en síðar við stokkhólmskt blað Morgontidningen. Haustið 1954 var hann ráðinn ritstjóri Jakob'stads tidning, en Jakobstad var fæðingar- bær hans í Mið-Austurbotni, og var hann þar næstu átta árin. Ráðning Anders markaði tímamót fyrir Jak- obstads tidning, sem innan fárra ára reis úr ládeyðu landsbyggðar- blaðs til að verða blað sem vitnað var í. Með beinum samböndum tókst Anders oft að birta fréttir stjórn- málalegs eðlis sem ekki einu sinni höfuðborgarritstjórnir höfðu hug- mynd um. Einnig leiddi hann fram ýmsar nýjungar sem mæltust vel fyrir í blaðaheiminum. Á þessum árum var harður slag- ur um forsetaembættið, sem lauk með því að Urho Kekkonen náði kjöri árið 1956. Sem fijálslyndur vinstrimaður hafði Anders Huldén skipað sér í stuðningsmannahóp Kekkonens og var talið að forsetinn hafí launað honum með því að skipa hann sendifulltrúa fjölmiðla- og menningarmála í Stokkhólmi. En sú staða var talin mjög mikilvæg. Anders - og þau hjónin bæði - sýndu fljótt að þau voru starfi sínu vaxin og heilluðu alla sem þeim kynntust. Diplómatar mega ekki stoppa lengi á hveijum stað: Á eftir Stokk- hólmi fylgdu Vín, Bern, Bonn og Hamborg og síðast Reykjavík. Á millitíðinni var Anders fímm ár (1974-79) heima, þá sem yfírmaður fjölmiðla- og menningarmáladeildar utanríkisráðuneytisins. Það er óhætt að segja að þau Anders og Rita létu engan ósnort- inn. Bæði voru þau heillandi per- sónuleikar, en sem tvíeyki studdu þau hvort annað og unnu sér orð fyrir að vera „húmanistar“ í orðsins bestu merkingu. Þeirra var sárt saknað, þegar þau hurfu úr sendi- herrabústaðnum við Hagamel. „Maður kemur í manns stað“ er sagt, en það er skarð fyrir skildi þar sem Ánders var. Ég votta Ritu, syni þeirra Mike, og allri ijölskyldu þeirra mína dýpstu samúð. Marjatta ísberg. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúp- móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR kennari, Engihjalla 17, Kópavogi, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu krabbameinssjúkra og minningarsjóð Blindrafélagsins. Steingrímur Þórisson, Margrét B. Eiríksdóttir, Kristinn 6. Magnússon, Jón H. Steingrímsson, Valgerður L. Sigurðardóttir, Bergur Þ. Steingrímsson, Steinunn Másdóttir, Þuríður A. Steingrímsdóttir, Óli H. Þórðarson, Guðrún B. Steingrimsdóttir, Ármann Hallbertsson, Þórir Steingrímsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Stefán Steingrímsson, Margrét Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, vinur, bróðir og mágur, GUNNAR GUÐSTEINN ÓSKARSSON húsasmíðameistari verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Ólöf Gunnarsdóttir, Baldur Magnússon, fvar Þór, Stefán Óli, Gunnar Örn, Óskar Gunnarsson, Vilborg Guðsteinsdóttir, Erlín Óskarsdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Finnur Óskarsson, Þórunn Óskarsdóttir, Óskar Guðmundsson, Ástráður Stefán Guðmundsson, Steinberg Ríkarðsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Stefán Guðmundsson og systkinabörn. ANDERS HULDÉN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.