Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 35
MINNINGAR
+ Hans Kr. Ey-
jólfsson fædd-
ist í Bjarneyjum á
Breiðafirði 15.
okt. 1904. Hann
lést á Droplaugar-
stöðum 15. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Hansdóttir og Ey-
jólfur Eyjólfsson,
sem bjuggu í
Bjarneyjum. Hálfs
árs gamall var
hann tekinn í fóst-
ur til Margrétar
Magnúsdóttur og Sigurvins
Hanssonar sem var skipstjóri
á ísafirði. Hjá fósturforeld-
rum dvaldi hann til fjögurra
ára aldurs, en þá slitu þau
samvistir. Flutti fóstra hans
þá til Reykjavíkur til dóttur
sinnar Steinunnar Sigurðar-
dóttur sem gift var Sveini
Hjartarsyni bakarameistara
á Bræðraborgarstíg 1. Þar
ólst Hans upp með fóstur-
börnum þeirra hjóna.
Þegar Hans var 13 ára hóf
hann störf í bakaríi Sveins og
nam þar bakaraiðn. Að námi
loknu í Iðnskóla Reykjavíkur
fór hann til frekara náms í
kökugerð og dvaldi hann í
Kaupmannahöfn í þrjú ár hjá
brauðgerðarhúsi í
eigu Aage Hansen,
sem einnig var
aðalkennari Hans
við fagskólann. Ut-
skrifaðist hann úr
skólanum með
fyrstu verðlaun, en
verðlaunin voru
silfurbikar áletrað-
ur. Að námi loknu
kom hann aftur til
starfa í bakaríi
Sveins og starfaði
eingöngu við köku-
gerð.
Eftir að Sveinn
lést í nóv. 1944 sljórnaði Hans
bakaríinu og starfaði þar sem
yfirbakarameistari. Eftir 53
ára starf sem bakari hóf Hans
starf sem móttökustjóri í for-
sætisráðuneytinu og starfaði
þar til ársins 1990. Hann tók
virkan þátt í félagsstarfi iðn-
greinar sinnar. Ennfremur
var hann félagi í Oddfellow-
reglunni.
Hinn 24. maí 1930 kvæntist
Hans Olöfu Jónsdóttur frá
ísafirði, f. 26. febrúar 1910,
d. 9. september 1994. Eignuð-
ust þau þijú börn.
Útför Hans Kr. fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun,
mánudag, og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Við sem unnum á Tjaldanes-
heimilinu fyrir nokkrum árum
munum vel eftir þeim hjónum Hans
Kr. Eyjólfssyni og konu hans Ól-
öfu Jónsdóttur. Dóttursonur
þeirra, Kristinn Már, býr á Tjalda-
nesi og komu þau hjónin oft til
að heimsækja Kidda, og raunar
alla piltana sem þar bjuggu. Þegar
hjónin óku í hlaðið var Kiddi van-
ur að kalla „afi Hansi og amma
Lóa!“ og rétt á eftir tók allur skar-
inn undir. Hans og Ólöf tóku því
vel að vera afi og amma allra pilt-
anna og stóðu sig óaðfinnanlega í
því hlutverki.
Dóttir þeirra, Lára Hansdóttir
kennari, var oft í för með þeim.
Hún var einn af stofnendum heimil-
isins og hefur stutt það dyggilega
frá byijun. Lára annaðist foreldra
sína frábærlega vel þegar elli tók
að mæða þau. Ólöf dó fyrir rúmum
þremur árum eftir erfið veikindi og
nú Hans, 93 ára að aldri. Hann bjó
síðustu árin að Droplaugarstöðum
við gott atlæti. En Lára var þó
ætíð nálæg og hélt í hönd hans á
dauðastundinni.
Ég bið guð að blessa þessi mætu
hjón, sem nú eru farin, og sömuleið-
is Kidda, Láru, Braga, Grétar svo
og aðra aðstandendur.
Birgir Finnsson, fyrr-
verandi forstöðumaður
Tjaldanesheimilisins.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
fV. Briem.)
HANS KR.
EYJÓLFSSON
+ Þórður G. Jóns-
son var fæddur
16. október 1916.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Selfoss 8. des-
ember siðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Guðfinnu
Andrésdóttur og
Jóns Þórðarsonar,
bónda á Miðfelli í
Hrunamannahreppi
í Árnessýslu. Börn
þeirra hjóna voru
fimm, þau voru:
Þóra, Helga, Þórð-
ur, Steinunn og
Þórður. Þau eru öll látin. Eina
hálfsystur áttu þau, þeim sam-
mæðra, Þórunni Kristjánsdótt-
ur, sem er látin eins og hin
Hann virtist hafa unnið sigur á
veikindum er gerðu vart við sig
fyrir nokkrum vikum. Leiðin lá
heim að Miðfelli, en áður en hann
hélt austur fyrir fjall vildi hann
skoða tvær kirkjur, Hallgríms-
kirkju og Grafarvogskirkju. Kirkj-
urnar voru skoðaðar og sýndist
mér að Þórður, sem var í lífinu
mikill atorku- og dugnaðarmaður,
hafa náð sér af þeim veikindum
er hann háði baráttu við.
Þó að enginn okkar þekkti
stundina, þá hina hinstu, bjóst
fjölskyldan ekki við því, hvorki ég
eða þeir sem þekktu hann manna
best, að kallið kæmi svo undur-
fljótt.
Þau systkinin voru mjög sam-
rýmd, það var því mikill missir
fyrir hann er Þóra systir hans lést
árið 1990, en hún var fædd 14.
janúar árið 1912.
Búskaparhættir breyttust mjög
í búskapapartíð Þórðar. Segja má
að Þórður hafi breytt mýrlendi og
móum í græn tún og akurlendi.
Þórður var með blandaðan bú-
skap, nautgripi, kindur, og á fyrri
hluta búskaparins hafði hann yndi
af hestamennsku, og var með
nokkra hrossarækt. Var því oft
fyrr á árum farið á fjall og um
systkinin. Upp-
eldisbróðir Þórð-
ar er Andrés
Blomkvist Helga-
son, búsettur
ásamt fjölskyldu
sinni á Miðfelli III.
Þórður var al-
inn upp af for-
eldrum sínum
ásamt systkinum
að Miðfelli II. Síð-
ar tók Þórður við
búi foreldra sinna
að Miðfelli. Bjó
hann þar myndar-
búi ásamt systur
sinni Þóru.
Útför Þórðar fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna 16.
desember.
afrétti til að smala.
Þórður og systir hans Þóra tóku
við búinu árið 1950. Þórður var
ákaflega dugmikill bóndi, atorku-
samur. Hann bjó yfir ágætri
skipulagsgáfu, skipulagði starf
sitt vel. Hann vissi ávallt hvert
hann stefndi og hvað hann vildi.
Hann var nákvæmur, stundvís,
gerði kröfur til sín og oft þá líka
til samferðafólksins einkum hvað
varðaði vinnu og vinnuframlag.
Hann gat verið prakkari í sér,
átti til að stríða frændfólkinu, sem
svo mörg voru hjá honum til lengri
eða skemmri tíma. Öll áttu þau,
eins og ég sjálfur, góðar stundir
hjá Þórði og Þóru, nutu þess að
vera hjá góðu fólki í sveitinni,
hvar sem oft ríkir friður og kyrrð,
sem sveitin ein getur framkallað.
í Miðfellshverfinu var og er
gott samband á milli bænda,
reyndar einstakt samband, að
mínu áliti, hvar oft var gripið inn
í verk hvors annars. Þar eignuð-
ust menn gott og gefandi samfé-
lag.
Þórður hafði mikið yndi af því
að spila brids. Greip hann í spil
hvenær sem tími gafst til. Síðustu
árin spiluðu hann og vinir hans
saman, áttu góðar stundir saman.
Þórður var greindur maður.
Fylgdist hann vel með mönnum
og málefnum. Fréttirnar í útvarpi
og sjónvarpi voru efstar á lista,
og ekki má gleyma því að íþróttir
voru ofarlega á baugi hjá honum.
Hann bjó yfir miklum lífskrafti
allt fram á það síðasta.
Okkur fjölskyldu hans er
minnisstætt hve mikill kraftur
hans og atorka var síðastliðið
sumar þá er unnið var að fram-
kvæmdum við Miðfell. Þá lagði
hann gangstéttarhellur, gróf
skurði, á þann hátt að ungur vel
gerður maður hefði mátt vera
stoltur af. Hann ræktaði bæði lík-
ama og sál, tók þátt í morgunleik-
fimi fyrir tilstilli ljósvakamiðla,
og hann átti sína trú.
Hann vildi ljúka verki sínu áður
en hinsta stundin varð að raun-
veruleika. Skoðaði kirkjur eins og
áður sagði, en ekki aðeins þær
heldur og aðrar merkar byggingar
í Reykjavík einsog Ráðhúsið og
Perluna.
Ávallt kom hann sínu í verk.
Að Miðfelli tók hann upp nýtízku-
leg vinnubrögð. Gerði Miðfell nr.
2. að myndarbýli á mælikvarða
þess tíma sem verkið var unnið.
Fyrir rúmum áratug seldi hann
jörðina og allan bústofn. Sjálfur
bjó hann að Miðfelli, hélt eftir
íbúðarhúsnæði og jarðarskika í
kringum býlið. í sláturtíðinni vann
hann eins og margir bændur á
hans svæði í Sláturhúsi Suður-
lands á Selfossi. Það var því aldr-
ei setið auðum höndum, ávallt
hafði hann eitthvað fyrir stafni.
Með þessum orðum vil ég þakka
þér, ágæti frændi, fyrir allar góðu
stundirnar að Miðfelli. Þær þakkir
eru bornar fram fyrir hönd okkar
allra úr fjölskyldunni sem fengu
að njóta samvista við þig og hana
Þóru frænku.
Guð blessi minninguna um þig,
blessi minninguna um góðan
dreng.
Sigurður Kjartansson.
Elsku frændi. Það verður mjög
skrítið að geta ekki skroppið af
og til í heimsókn í sveitina og fund-
ið kyrrðina og friðinn sem alltaf
einkenndi andrúmsloftið hjá þér.
Mitt fyrsta heimili var einmitt
í Miðfelli hjá ykkur Þóru og Jóni
ÞÓRÐUR G.
JÓNSSON
Nú kveðjum við öðlinginn hann
afa, besta vin og riddara mann-
gæskunnar, hinn dáða dreng.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Það var heiður að eiga þig fyrir
afa og langafa og það að hafa átt
svo margar yndislegar samveru-
stundir með þér, glaðværð þinni,
og sönggleði. Ekki gleymir maður
kökunum þínum enda fagmaður
af fyrstu gráðu og oft sungið
„Kanntu brauð að baka“ á danska
vísu þar sem hluti af Danmörku
varð eftir í hjarta þínu eftir náms-
dvölina þar.
Afi Hansi, leiðtogi og fyrirmynd
alls hins besta, var höfðingi heim
að sækja og ekki síður á heima-
velli í Stjórnarráðinu. Þar var hann
réttur maður á réttum stað en
tíminn leið og þú varðst frá að
hverfa og njóta ævidaga með
ömmu Lóu, sem nú bíður eftir þér,
elsku afi minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það eru fá orð til að lýsa svo
góðum manni eins og honum afa
en við mæðgur kveðjum hann og
geymum í minningunni.
Lóa Lára og Sara.
langafa og var það fyrstu þrjá
mánuðina, síðan vorum við með
annan fótinn hjá ykkur.
Frá sjö ára aldri og framundir
fermingu var ég svo í sveitinni hjá
ykkur á hveiju sumri. Það er
reynsla sem ég hefði ekki viljað
missa af. Það var oft líflegt hjá
ykkur í sveitinni, enda ófáir kaupa-
mennirnir sem voru hjá ykkur og
við þijú, ég, Helga systir mín og
Kjartan frændi okkar. Þær eru
ófáar minningamar sem ég á úr
sveitinni, en sterkust er sú minning
að það var alltaf regla sem brást
sjaldan að fimmtudagskvöldin voru
spilakvöld, þá var spilað og hlustað
á útvarpsleikritið.
Kannski er það vegna þess að
spilamennskan átti svo sterk ítök
í þér. Ef við duttum niður í spila-
mennsku nú á seinni árum gat það
teygst frameftir kvöldi, jafnvel
þótt um ólsen ólsen væri að ræða.
Einnig var það hlutur sem þú helst
ekki slepptir nú síðustu ár að fara
og spila brids tvisvar í viku á Flúð-
um, jafnt sumar sem vetur.
Álltaf var stutt í glettnina hjá
þér, en þú gast líka verið ákveðinn
og vissir hvað þú vildir og fylgdist
vel með öllum nýjungum í kringum
þig-
Annars finnst mér það lýsa þér
best að börnin mín, Daníel og El-
ísabet, sáu ekki sólina fyrir þér
þegar þau voru nálægt þér. Elsku
frændi minn, við yljum okkur við
allar góðu minningarnar sem við
eigum um þig.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur. Blessuð sé minning
þín.
Þuríður Guðjónsdóttir.
Sælir eru hógværir því þeir
munu landið erfa. Þessi orð, ein
af upphafsorðum fyallræðunnar,
eiga einkanlega vel við þegar
minnast skal Þórðar Jónssonar í
Miðfelli. Hann kom fram á kurteis-
an og hógværan hátt og laus við
allar orðræður. Við vorum svo
lánsamar að fá að kynnast honum
hin síðari ár er við réðumst til
hans sem heimilishjálp. Ef ekki
hefði til þess komið hefðum við
aldrei kynnst mannkostum hans
né eignast hann að vini.
Þórður var einstakt snyrtimenni
bæði utanhúss sem innan og lét
Sumarmorgunn.
Sólin lítur við,
og sér að þú ert hér.
Kaffiilmur.
Kannski er sopi með
af kærleika frá þér.
Kvöld um vetur
vindur þú þér burt
og veist samt ekki hvert.
Lóusöngur
læðist eins og vor
og hvíslar hvar þú ert.
(Sigurður Ingólfsson.)
Elsku afi okkar, afí Hansi, maður
sem hefur lifað langa og góða ævi,
er látinn. Maður sem hefur gefið
fuglunum er farinn burtu með
söngnum, maður sem bakaði forðum
lífsins brauð er farinn burt með ilm-
inum. Stundarkom af lífinu er liðið
og fyrir þetta kom emm við þakk-
lát. Maður sem lifír gleði heimsins
í hjarta sér er góður maður og þann-
ig maður var afi Hansi. Sérhver
stund var honum ríkidæmi þess sem
kann að njóta, þess sem elskar og
þess sem leggur lífið að fótum sér
með hveiju brosi, hveiju dansspori
og hveiju glasi af lífsins veig.
Afi Hansi er genginn sína leið,
farinn til fundar við lóusönginn í
hjarta sér, farinn að finna sumarið
í eigin sál. Honum þökkum við allar
þær stundir sem hann skilur eftir
í okkar minningu, fyrir brotin af
honum sem í okkur verða heild,
fyrir ilm sem stöðugt angar og fyr-
ir gleði sem aldrei deyr.
Petra Bragadóttir,
Ólöf Björk Bragadóttir,
Hilmar Örn Bragason
og fjölskyldur.
sér annt um að halda húsinu sínu
og garðinum sem best við og það
tókst honum svo sannarlega. Nú
síðastliðið sumar réðst hann í all-
miklar framkvæmdir á húsi sínu
með aðstoð frændfólks og góðra
vina.
Okkur breyskum mönnum hætt-
ir alloft til að vanþakka það sem
okkur er úthlutað í lífinu. í þeim
efnum var Þórður undanskilinn og
margt hægt af honum að læra.
Orðið „ómetanlegt“ var honum
tamt í munni. Honum fannst ómet-
anlegt að búa í vel upphituðu húsi.
Honum fannst ómetanlegt að eiga
góða nágranna og einnig fannst
honum ómetanlegt að geta ekið
bíl sínum kominn á þennan aldur
og hugsað um sig sjálfur. Síðast
og ekki síst var honum það ómet-
anlegt að eiga góða félaga, sem
spiluðu saman brids tvisvar í viku
allt árið um kring og vitum við að
í þeim hópi verður hans sárt sakn-
að.
Þórður átti ekki stóra fjölskyldu
en fyölskyldu sem reyndist honum
vel, fólk sem hann kunni vel að
meta.
Nú er vinur okkar kominn til
fyrirheitna landsins. Hann fékk þá
ósk sína uppfyllta að þurfa ekki
að liggja lengi sjúkur og farinn
að kröftum.
Á kveðjustund viljum við þakka
Þórði ómetanleg kynni og biðjum
algóðan Guð að blessa minningu
hans.
Lýstu þeim héðan
er lokast brá
heilaga Guðsmóðir
himnum frá.
(Stefán frá Hvítadal)
Guðbjörg og Katrín.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess (minning(a)mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar
má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg
tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.