Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM S l-'.l NN Mag'mísdóttir silng' af mikilli innlifmt í Arseli ú diiíi'uuum. Listafólk framtíðarinnar ► LISTAVIKA var haldin fyrir skömmu ífélagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá var í boði og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfí. Krakk- arnir sýndu hæfí- leika sína á lista- sviðinu og greini- legt að þar á meðal voru margir upp- rennandi listamenn sem komu frain. Af því sem boðið var upp á má nefua stuttmyndagerð, fatahönnun, leiklistar- UTVARP Seeli meðaI^rTslTþtXaIkffum! °S ^ HeÍða námskeið, dúkristun, listförðun auk þess sem útvarp Sæla var starfrækt alla vikuna. Rúsínan í pylsuendanum var svo kaffihúsakvöld þar sem afrakstur vikunnar var sýndur með glæsilegri tísku- sýningu, lifandi tónlist spiluð og sungið. Lesin voru upp ljóð og smásög- ur eftir unga höfunda í Árseli og boðið var upp á kakó og kökur. MYNDBÖNP Sannleikur- inn falinn Náið samband (Intimate Relations)_ Gamanmynd ★★★ Framleiðandi: Boxer Films/Paragon Entertainment. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Philip Goodhew. Kvik- myndataka: Andrés Garréton Tónlist: Lawrence Shragge. Aðalhlutverk: Julie Walters, Rupert Graves og Laura Sadler. 99 mín. Bretland. 20th Century Fox/Skífan. Útgáfud.: 17. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. UNGUR maður kemur í smábæ á Englandi og leigir herbergi hjá hjón- um með unga dóttur. Húsmóðirin er ófullnægð og er fljót að tæla unga manninn til fylgilags. Þegar dóttirin heimtar að fá sömu athygli og móðir sín flækjast málin og allt end- ar með hryllileg- um glæp. Þetta er sönn saga frá 1956 og það virðist hálf- skrýtið að gera grínmynd um sorglega atburði, en leikstjórinn gerir það vel og út- koman er bæði fyndin og átakanleg. Enskir smáborgarar verða óspart fyrir barðinu á honum og notar hann tónlist og myndatöku til að undir- strika fáránleikann. En gamanið gránar og seinni helmingur myndar- innar er mun alvarlegri og lang- dregnari um leið. Það kemur dálítið furðulega út að skipta algjörlega um stíl. Persónurnar eru mjög lifandi og leikaramir eru vægast sagt frábær- ir. Julie Walters nær einstökum tök- um á mömmunni sem sér hlutina eins og hún vill að þeir séu. Hún sýn- ir það enn og aftur hversu góð leik- kona hún er. Hin unga Laura Sadler er einnig mjög sannfærandi sem furðuleg unglingsstúlka með mikla kynhvöt sem hún blygðast sín ekki fyrir. Rupert Gi’aves leikur unga manninn. Mér hefur alltaf fundist hann mjög skemmtilegur og skil ekki af hverju hann fær ekki meira að gera. Það er vai’la að hann hafi sést síðan í „Maurice“ árið 1987. Hann er mjög góður en angist hans og vanlíðan í seinni hluta myndar- innar kemur ekki nógu vel fram, hvort sem það er honum eða handrit- inu um að kenna. Saman eru þessu- leikarar óborganlegir og einstaklega eftirminnilegur þríhyrningur. Náið samband er sérkennileg og skemmtileg mynd um alvarlega hluti. Hún er sneisafull af gráu gamni, djúpum tilfinningum og höfð- ar sjálfsagt til breiðs áhorfendahóps. Hildur Loftsdóttir SAMWÍi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.