Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI0691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 7» Skýrsla um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls á ferðaþjónustu Sérstaða Islands minnkar og sam- keppnin eykst VERÐI ráðist í virkjun vatnsfalla á hálendinu norðan Vatnajökuls má gera ráð fyrir að sérstaða íslands sem ferðamannalands minnki og samkeppni við önnur ferðamanna- lönd á norðurslóðum harðni. Þetta er á meðal niðurstaðna í skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur landfræðings, sem unnin var fyrir samstarfsnefnd iðnaðarráðuneytisins og Náttúru- verndarráðs um orkumál. I skýrslunni kemur fram að ýms- um rökum megi tefla fram bæði með og á móti fyrirhuguðum virkj- unarframkvæmdum þegar hags- munir ferðaþjónustu séu annars vegar. Skýrsluhöfundur segir að há- lendið norðan Vatnajökuls sé eitt stærsta samfellda náttúrulega svæði landsins og hinar miklu víð- áttur hafi mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn og séu mikilvæg auðlind fyrir ferðamennsku. Þessi auðlind sé takmörkuð í heiminum og því sé líklegt að verðmæti henn- ar muni aukast verulega í framtíð- inni. Ósnortið svæði minnkar en verður aðgengilegra „Ef af virkjun verður mun þetta náttúrulega svæði minnka til muna. A móti kemur að svæðið yrði að- gengilegra en áður og þar með yrðu útivistarmöguleikar á svæðinu fjöl- breyttari og svæðið myndi höfða til fleiri tegunda ferðamanna en áður. Ef af virkjun yrði þyrftu þeir sem leituðu eftir ósnortinni náttúru og öræfunum að aka lengra inn í land en væru hins vegar fljótari í fórum á góðum vegum og kæmust fyrr í snertingu við jökulinn, Fagradal og Grágæsavatn svo dæmi séu tekin,“ segir í skýrslu Önnu Dóru. Meirihluti íslendinga myndi frekar ferðast um svæðið I könnunum, sem gerðar voru vegna skýrslugerðarinnar, kom fram að um þriðjungur ferðamanna, sem nú ferðast um hálendið norðan Vatnajökuls, myndi síður leggja leið sína um svæðið ef þar væru komin miðlunarlón vegna vatnsaflsvirkjana. Um helmingur ferðamannanna telur hins vegar að virkjunarframkvæmd- ir breyti engu um aðdráttarafl svæð- isins og 7% telja þær auka það. Þá kom fram að um 60% íslend- inga, sem ekki hafa ferðast um svæð- ið, telja sig frekar myndu leggja leið sína um það ef vegir væru betri vegna virkjunarframkvæmda. ■ Virkjanir/24-25 Skóburstun í Kolaportinu ÁSGEIR Eggertsson skóburstari var önnum kafinn við iðju sína í Kolaportinu í gærmorgun og pússaði skó Guðmundar G. Krist- jánssonar svo hægt yrði að spegla sig í þeim. Hann hefur burstað skó í tæp tvö ár, ýmist í Kolaportinu eða á götum úti í miðbænum á sumrin þegar gott er veður. Ásgeir segir að vel sé hægt að lifa af skóburstun á sumrin og mest sé að gera um sumarnætur þegar fólk streymi út af böllunum og vilji láta hressa upp á skóna eftir að hafa verið troðið um tær á þröngum dansgólfum. Ásgeir stofnar sennilega ekki stéttarfélag á næstunni; hann segir að næsti skóburstari sé á aðaljárnbrautar- stöðinni í Kaupmannahöfn. Bandarísk einka- þota í erfíðleikum Lenti á síðustu drop- unum BANDARÍSK einkaþota með tvo menn innanborðs lenti í erfiðleikum á milli íslands og Grænlands vegna skorts á eldsneyti eftir hádegi í gær. Vélinni var snúið við frá Narsassuaq um hádegi vegna veðurs og taldi flugmaðurinn standa mjög tæpt að þotan hefði nægilegt eldsneyti til að ná inn til lendingar í Keflavík. Skv. útreikningum flugmannsins átti vél- in eftir eldsneyti til 5-6 mínútna flugs er hún lenti farsællega í Kefla- vík kl. 15.35. Samkvæmt upplýsingum flug- stjómar hélt þotan, sem er tveggja hreyfla af gerðinni Falcon, frá Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærmorgun. Þegar ljóst varð að vélin gæti ekki lent í Narsassuaq vegna veðurs sneri hún við til íslands. Flug- maðurinn lýsti yfír neyðarástandi um kl. 13 og fékk þá aukna flughæð á leiðinni til Keflavikur. Áætlaði hann lendingu kl. 14.30 og taldi sig hafa eldsneyti til flugs í sex mínútur fram yfír þann tíma. Lenti vélin hins vegar í þungum og vaxandi mótvindi. Þyrla Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar voru send- ar á móti vélinni upp úr kl. 14 og fylgdu þær henni síðustu 20 mínút- urnar inn til lendingar í Keflavík. Einnig var bátum á svæðinu gert viðvart og þeir beðnir að vera til að- stoðar ef vélin færi í sjóinn. Vélin lenti svo í Keflavík kl. 14.35. -------------- Talið víst að hvalrekinn sé gáshnallur TALIÐ er öruggt að stærri hvalur- inn sem rak á land á Búlandsnesi við Djúpavog sé svonefndur gáshnallur. Séra Sigurður Ægisson hvala- áhugamaður skoðaði rekann í gær- morgun og sagði í samtali við Morg- unblaðið að því loknu að ekki léki vafí á að hvalurinn væri gáshnallur. MorgunblaðictÁmi Sæberg Islenski fáninn blakti á Pólnum ÍSLENSKU suðurskautsfararnir; Ólafúr Örn Haraldsson, Haraldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjarnason, era allir við góða heilsu við suðurpólinn. Þangað náðu þeir, eftir 51 dags göngu, á nýársdag. Skilaboð bárust frá suðurskautsförunum í fyrrinótt. „Við náðum takmarki okkar, Suðurpólnum, á nýársdag um kl. 21 að ís- lenskum tíma. Þetta var stórkostleg stund fyrir okkur alla. Við drógum upp íslenska fánann sem blakti fallega í hægum vindi. Suðurpóllinn er syðsti staður jarðarinnar og þar blása allir vindar úr norðri. Við get- um á nokkrum sekúndum farið yfir öll tímabelti jarðarinnar. Hér er bandarisk rannsóknarstöð, Amundsen-Scott stöðin, og fengum við mjög góðar móttökur þar. Við höfum gengið samfellt í 51 dag. Einn dag héldum við þó kyrru fyrir vegna veðurs. Þá var 25 stiga frost og 10-12 vindstig. Leiðin frá Patriot Hills til Suðurpólsins er 1.100 km löng og var meðalhraðinn því 22 km á dag. Frostið var oftast á bilinu 20-30 stig á Celsius. Vindurinn blés alltaf á móti okkur, að jafnaði 4-8 vindstig. Kælingin var því oft mjög mikil. Oft var erfítt að verjast kali í andliti og á höndum. Allir fengum við minni háttar kal.“ Rifskaflar mesti farartálminn „Mesti farartálminn á leiðinni voru miklir rifskaflar á leið okkar. Oft var erfítt að draga 100 kg þunga sleðana yfír skaflana. Snemma í ferðinni fórum við yfir sprungu- svæði. Seinna tókst okkur að sveigja fram hjá þremur öðrum sprungusvæðum án vandræða. Á seinni hluta leiðarinnar var snjórinn oft mjög stífur þannig að sleðarnir runnu illa og virtust hafa þyngst um helm- ing. Líkja má þessum aðstæðum við að draga sleða á sandi eða í hveiti. Vegna lítils loftþrýstings á Suðurpólnum fundum við mikið fyrir súrefnisskorti þeg- ar við nálguðumst 3.000 metra hæð. Allur búnaður reyndist mjög vel og engar alvar- legar bilanir komu upp. Við gátum lagað allt sem bilaði. Alvarlegasta vandamálið sem kom upp var bensínleki. Bensi'n komst í hluta af matnum sem eyðilagðist við það. Þrátt fyrir þetta höfðum við nægan mat.“ Suðurskautsfararnir höfðu fengið skila- boð um að flugvél væri væntanleg að sækja þá um kl. 3 eftir miðnætti 3. janúar 1998 að íslenskum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.