Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDSBANKINN FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 11 Tafla 3 Viðskipti Landsbanka íslands og dótturfélaga við Bálk ehf. 1994 -1997 Árið 1994______________ 15.01.94 Landsbanki íslands keypt veiöileyfi í Hrútafjarðará kr. 232.650 31.01.94 Reginn hf. keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará 405.550 31.01.94 Rekstrarfélagið hf. keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará 424.050 18.07.94 Landsbanki íslands keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará 180.000 Samtals 1.242.250 Arið 1995______________t____________________________ " ~= 02.02.95 Landsbanki íslands keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará kr. 1.194.000 Samtals 1.194.000 Arið 1996______________t____________________________ ~ 01.02.96 Landsbanki íslands keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará kr. 1.194.000 Samtals 1.194.000 Arið 1997______________t____________________________ ~ 08.01.97 Landsbanki íslands keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará kr. 1.097.000 21.04.97 Hömlurhf. keypt veiðileyfi í Hrútafjarðará 360.000 Samtals 1.457.000 Tafla 4 Risnukostnaður Landsbanka íslands 1994-1997 (íþús. kr.) Ár V. veiðiferða Önnur risna Risna samt. Skýringa óskað 1994 5.403 9.710 15.113 6.363 1995 7.428 10.228 17.656 3.184 1996 4.964 11.393 16.357 2.602 1997 5.226 13.955 19.181 6.796 Samtals 23.021 45.286 68.307 18.945 Tafla 5 Risnukostnaður, sem Ríkisendurskoðun óskaði eftir nánari skýringum á Björgvin Halldór Sverrir Ósamþykkt Ár Vilmundarson Guðbjarnason Hermannsson Aðrir greiðsluskjöl Samtals 1994 kr. 1.259.452 489.990 2.122.420 1.195.556 1.295.255 6.362.673 1995 653.216 86.470 998.915 793.996 651.448 3.184.045 1996 681.405 168.795 1.213.971 509.361 28.120 2.601.652 1997 2.602.382 511.323 2.271.936 1.275.989 134.430 6.796.060 Samtals 5.196.455 1.256.578 6.607.242 3.774.902 2.109.253 18.944.430 Tafla 6 Risnukostnaður tengdur Sverri Hermannssyni Hóte|og Ár Áfengi veitingastaðir Annað Alls 1994 796.362 582.762 408.896 1.788.020 1995 466.554 323.809 51.592 841.955 1996 646.270 215.692 352.009 1.213.971 1997 1.336.017 624.405 311.514 2.271.936 Samtals 3.245.203 1.746.668 1.124.011 6.115.882 Tafla 7 Risnukostnaður tengdur Björgvini Vilmundarsyni Hóte|og Ár Áfengi veitingastaðir Annað Alls 1994 230.730 333.305 170.060 734.095 1995 451.630 356.471 2.075 810.176 1996 261.750 375.135 44.520 681.405 1997 777.283 398.924 0 1.176.207 Samtals 1.721.393 1.463.835 216.655 3.401.883 Tafla 8 Risnukostnaður tengdur Halldóri Guðbjarnasyni Hótel og Ar Afengi veitingastaðir Annað Alls 1994 67.690 45.790 74.700 188.180 1995 46.280 40.190 0 86.470 1996 157.400 11.395 0 168.795 1997 34.330 249.720 0 284.050 Samtals 305.700 347.095 74.700 727.495 dalsá og Laxá í Aðaldal, Stóru- Laxá, Þverá og Laxá í Dölum. Arið 1996 var farið í Hrútafjarðará, Straumfjarðará, Selá, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal og Grímsá. Loks var árið 1997 farið í Hrútafjarðará, Straumfjarðará, Selá, Víðidalsá og Laxá í Aðaldal. Sundurliðun eftir fjölda veiðiferða í hverja á liggur ekki fyrir. í svari bankans til viðskiptaráð- herra, dags. 3. mars sl., í tilefni af fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, til ráðherrans um veiðiferðir stjórnenda ríkisvið- skiptabankanna og Seðlabanka, voru birtar upplýsingar um kostnað bankans vegna slíkra ferða (sbr. töflu 2). Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, sýna hins vegar að kostnaður bankans var umtalsvert hærri en áður hafði komið fram og munar þar allt að helmingi sum ár- in. [TAFLA 2] Kostnaður Lands- banka Islands vegna veiðiferða skv. svari bankans til viðskiptaráðherra II.2 Kaup Landsbankans og dótturfélaga á veiðileyfum af Bálki ehf. Landsbankinn og þrjú dótturfyr- irtæki hans, Hömlur hf., Reginn hf. og Rekstrarfélagið hf., hafa átt við- skipti við einkahlutafélagið Bálk vegna kaupa á veiðileyfum í Hrúta- fjarðará, en það félag mun vera leigutaki árinnar. Fram hefur kom- ið að einn barnkastjóri Landsbank- ans, Sveirir Hermannsson, er tengdur Bálki ehf. Tengslin eru með þeim hætti að eiginkona Sverr- is, Gréta Kristjánsdóttir, og sonur hans, Kristján Sverrisson, eru skv. upplýsingum frá Hlutafélagaski'á stofnendur félagsins og stjórnar- menn. Kristján er jafnframt fram- kvæmdastjóri og prókúruhafi fé- lagsins. Viðskipti bankans og dótturfé- laga hans við Bálk ehf. á þeim ár- um, sem til skoðunar voru, námu samtals 5.087.250 kr. í öllum tilfell- um var um að ræða kaup á veiði- leyfum í Hrútafjarðará, sem sund- urliðast þannig: [tafla 3] Viðskipti Landsbanka íslands og dótturfélaga við Bálk ehf. 1994-1997 Tekið skal fram að kjörinn endur- skoðandi Landsbankans á þeim ár- um, sem hér um ræðir, Árni Tómas- son, lögg. endursk., upplýsti Ríkis- endurskoðun um að hann hefði áður gert athugasemdir vegna viðskipta þessara við bankastjórnina og að sá bankastjóri, sem hlut átti að máli, hafí undirritað svofellda yfirlýsingu þann 27. febrúar 1997: ,,Áí7i] Tómasson, endurskoðandi. Með vísun til samtals milii þín og okkar Björgvins Vilmundarsonar í dag, staðfestist hér með, að meðan undirritaður gegnir störf- um hjá Landsbanka Islands munu engin frekari viðskipti gerð milli bankans og Bálks eh f. Sverrir Hermannsson Ljósrit: Bj. Vilm.s." Samkvæmt upplýsingum frá Hömlum hf. höfðu kaup félagsins á veiðileyfi vegna ársins 1997 verið gerð í nóvember 1996, þ.e. áður en ofangreind yfirlýsing var gefin, enda þótt greiðsla ætti sér ekki stað fyrr en í apríl 1997. „f skýringum Sverris Hermanns- sonar á þessum viðskiptum við Bálk ehf. kemur fram að upphaf viðskipt- anna megi rekja til þess að á árinu 1989 hafi meirihluti bankaráðsins, m.a. þáverandi formaður og vara- formaður, ákveðið að keypt skyldu veiðileyfi í Hrútafjarðará. Athugun á þessum viðskiptum gefur ekki tilefni til að ætla annað en að verð, sem bankinn hefur greitt Bálki ehf. fyrir veiðileyfi, sé í samræmi við markaðsverð á slíkum leyfum í sambærilegum ám. Einnig skal tekið fram að viðskiptin hafa verið staðfest, með áritun aðal- bankastjóra Landsbankans á reikn- inga, en ekki af Sverri Hermanns- syni sjálfum. Engu að síður telur Ríkisendurskoðun afar óæskilegt vegna hættu á hagsmunárekstrum að bankinn eigi viðskipti með þeim hætti, sem hér er lýst, við aðila svo nátengda einum af æðstu yfirmönn- um hans. II.3 Tilefni veiðiferða Almennt verður að telja að Landsbankinn geti lagt í kostnað vegna veiðiferða í sama tilgangi og þegar stofnað er til annars kostnað- ar vegna gestamóttöku og risnu, þ.e. fyrst og fremst til þess að sýna gestrisni eða þakklæti í því skyni að afla, treysta eða viðhalda viðskipta- samböndum. Slá má því föstu að óheimilt sé að stofna til annars kostnaðar vegna gestamóttöku og risnu, en sem beint þjónar hags- munum bankans. Til hliðsjónar í þessu sambandi er jafnframt eðli- legt að hafa í huga ákvæði 4. töluliðs 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994 um frádrátt frá tekjum af atvinnu- rekstri og sjálfstæðri starfsemi, varðandi heimildir og skilyrði í þessum efnum ef kostnaður af þessu tagi er dreginn frá skatt- skyldum tekjum skattskylds rekstr- araðila. Þar sem upplýsingar um þátttak- endur í veiðiferðum lágu ekki fyrir hjá bankanum óskaði Ríldsendur- skoðun eftir því við bankastjórn Landsbankans, að hún upplýsti um þátttakendur í þessum ferðum. Tveir bankastjórar, Halldór Guð- bjamason og Sverrir Hermannsson, veittu umbeðnar upplýsingar. Svar hefur ekki borist frá Björgvini Vil- mundarsyni, en hann hefur að und- anfórnu verið frá störfum sökum veikinda. Eftir að hafa farið yfir fyrirliggj- andi upplýsingar og skýringar er það mat Ríkisendurskoðunar, að verulegur hluti veiðiferða á kostnað bankans, amk. þriðjungur, verði vart rökstuddur með vísan til ofan- greindra sjónarmiða um viðskipta- hagsmuni. Tekið skal fram að at- hugasemd þessi á ekki við um veiði- ferðir á vegum Halldórs Guðbjarna- sonar, bankastjóra. Tekið skal fram að Ríkisendur- skoðun mun ekki birta nöfn þátttak- enda í veiðiferðum á vegum Lands- bankans og dótturfélaga hans, þar sem slík birting snertir að mati stofnunarinnar einkahagsmuni við- komandi manna og hefur hún m.a. í því efni hliðsjón af 43. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði nr. 43/1993 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. III Risnukostnaður, bifreiða- kostnaður og ferðakostnað- ur Landsbankans III.l Athugun á risnukostnaði Landsbankans 1994-1997 Ríkisendurskoðun kannaði kostn- að Landsbankans vegna gestamót- töku (risnu) á árunum 1994-1997 með það fyrir augum að meta hvort kostnaður þessi tengist starfsemi bankans á eðlilegan hátt og til að ganga úr skugga um að skráning og frágangur bókhaldsgagna væri full- nægjandi. Einnig var gengið úr skugga um hvort fullnægjandi grein hefði verið gerð fyrir þessum kostn- aði í bréfi bankans til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins frá 23. októ- ber 1997. Ekki gafst tími til þess að kanna sambærilegan kostnað dótt- urfélaga bankans með hliðstæðum hætti. Athugun Ríkisendurskoðunar fór fram með þeim hætti, að hreyf- ingarlistar bókhalds vegna reikn- ingslykilsins „274000 Móttaka gesta“ voru yfirfarnir af starfs- mönnum stofnunarinnar og tekin út öll fylgiskjöl vegna gestamót- töku innanlands, sem lágu að baki bókunarfjárhæðum, er voru 10.000 kr. eða hærri. Síðan var kannað hvort um væri að ræða lögformleg greiðsluskjöl, hvort þau hefðu ver- ið árituð (samþykkt) til greiðslu af til þess bærum aðila innan bankans og hvort fram kæmi með hvaða hætti útgjöldin tengdust rekstri bankans. Bankastjórninni var gefinn kost- ur á að koma á framfæri athuga- semdum og frekari skýringum vegna þeirra bókhaldsgagna, sem að mati Ríkisendurskoðunar voru talin ófullnægjandi. Það var gert með þeim hætti að útbúnir voru list- ar yfir öll bókhaldsgögn, sem köll- uðu á frekari skýringar, og þeir sendir bankastjórninni ásamt ljós- ritum af viðkomandi skjölum. Skjöl- in voru flokkuð eftir þeim starfs- mönnum, sem árituðu þau. III.2 Athugasemdir vegna risnu- kostnaðar Heildarkostnaður Landsbankans, sem færður var á gestamóttöku (risnu), nam alls 68,3 m.kr. á árun- um 1994-1997. Þar af eru rúmlega 23 m.kr. vegna veiðiferða, en fjallað er sérstaklega um þann kostnað hér að framan. Samtals námu risnuútgjöld, sem Ríkisendurskoðun taldi ástæðu til að spyrjast nánar fyrir um, 18,9 m.kr. eða um 28% af kostnaði vegna risnu á þessum árum. [TAFLA 4] Risnukostnaður Lands- banka íslands 1994- 1997 (í þús. kr.) Skv. meðfylgjandi yfirliti tengdist stærstur hluti þessa risnukostnaðar bankastjórunum þremur eða tæpar 13 m.kr. [tafla 5] Risnukostnaður, sem Ríkisendurskoðun óskaði eftir nán- ari skýringum á Ósamþykkt greiðsluskjöl námu samtals 2,1 m.kr. Utgjöld sam- kvæmt greiðsluskjölum vegna ann- arra en bankastjóra námu tæpum 3,8 m.kr. Hér á eftir verður m.a. fjallað nánar um risnuútgjöld hvers bankastjóra fyrir sig. A) Sverrir Hermannsson, bankastjóri Alls nema risnuútgjöld sam- kvæmt fylgiskjölum, sem snerta Sverri Hermannsson, 6,6 m.kr. Ef litið er framhjá fylgislqölum, sem tengjast veiðiferðum, stendur eftir 6,1 m.kr. á árunum 1994-1997. [tafla 6] Risnukostnaður tengd- ur Sverri Hermannssyni Eftir að hafa yfirfarið þær skýr- ingar, sem Sverrir Hermannsson hefur gefið, telur Ríkisendurskoðun að ennþá hafi ekki verið gerð full- nægjandi grein fyrir útgjöldum að fjárhæð 2.813.012 kr., en þar af hef- ur Sverrir nú endurgreitt bankan- um 853.950 kr. Eftir standa þá 1.959.062 kr. Hér þykir rétt að birta orðrétta yfirlýsingu, sem Sverrir hefur gefið af þessu tilefni: „Allt frá þyí að ég hóf störf í Landsbanka Islands kom það öðr- um fremur í hlut minn úr hópi bankastjóra að standa fyrir marg- víslegum móttökum og bjðða fram veitingar í nafni bankans og banka- stjórnar. I samræmi við þetta sinnti ég um að árita reikninga vegna þessa og þar var einnig í nokkrum mæli um að ræða kaup á áfengi til veitinga á vegum bankastjóra. Þeg- ar dregnar höfðu verið saman upp- lýsingar vegna útgjalda bankans við kaup á áfengi á síðasta ári varð mér Ijóst að þar hafði keyrt svo verulega úr hófí að ekki var við un- að. Þar áttu hins vegar fíeiri hlut að máli heldur en ég. Aðstæður voru með þeim hætti að ég átti þess ekki kost að ræða þessi mál við aðaI- ÖLFUSHREPPUR ÚTBOÐ Menningar- og skrifstofuhús í Þorlákshöfn — nýbyggingarhluti 1731 m2 Ölfushreppur óskar eftir tilboðum í Menningar- og skrifstofuhús í Þor- lákshöfn. Útboðið nær til þess að fullgera húsið að utan en að innan sé byggingarstigið fokhelt. Á byggingartímanum verður norðurhluti byggingarinnar boðinn út, tilbúinn til innréttingar. Nýbygging þessi byggist við og yfir eldri byggingu, sem er 517m2. Nýbyggingarhluti er 1731m2. Húsið verður tveggja hæða. Húsið verður steypt upp, einangrað að utan, pússað og steinað. Milli- bygging/anddyri er að hluta glerbygging. Aætluð verklok byggingarstiga er að húsið sé uppsteypt 15. desem- ber 1998 og verklok þessa áfanga 1. júlí 1999. Útboðsgögn verða afhent gegn 20.000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn, sínii 483 3800, og hjá Arkitektar sf., Skógarhlíð 18, Reykjavík, sími 551 1010, frá og með þriðjudeginum 7. apríl nk. Tilboð verða opnuð í félagsheimilinu Hafnarbergi 1, þriðjudaginn 28. aprfl nk. kl. 11.00. Sveitarstjóri Ölfushrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.