Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 17
 mm^KÉ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 17 LANDSBANKINN ríkisendurskoðandi hafði greint þeim frá því að fyrri upplýsingar væru rangar, óskaði viðbótarathug- ana af hálfu ríkisendurskoðanda og hefur nú komið nánari skýringum á framfæri. Þá hefur bankaráð nú horft til framtíðar með ráðningu nýs aðalbankastjóra. Þá spurði háttvirt- ur þingmaður hvort eftirliti endur- skoðunardeildar bankans, kjörinna endurskoðenda eða bankaeftirlits hafi verið ábótavant. Það er mat rík- isendurskoðanda að skort hafi á að eftirlitsaðilar hafi sinnt eftirlits- skyldu sinni gagnvart viðskiptaráð- herra og bankaráði varðandi eftirlit með kostnaðarliðum sem eru til um- fjöllunar í skýrslunni. Það ber að taka skýrt fram að með undirbúningi að stofnun hlutafélags um bankana var stjómskipulag bankans skýrt verulega frá því sem var á þeim tíma þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar er tekin saman. Undirbúningsnefnd um stofnun hlutafélags lagði á það ríka áherslu að tryggja sjálfstæði innri endurskoðunardeildar gagn- vart bankastjóm en stjómskipulag bankans hafði ekki verið nægjanlega skýrt með tilliti til þessa. Eg tel því að því er innri endurskoðunardeild- ina varðar að nú hafi orðið breyting- ar frá því tímabili sem var hér til umfjöllunar. Bankaráðið hefur jafn- framt gert mér grein fyrir að það hafi ákveðið að gera sérstakar ráð- stafanir til að tryggja að upplýsingar sem bankanum ber að veita opinber- um aðilum um rekstur sinn séu yfir- farnar og staðfestar af innri endur- skoðanda sem beri ábyrgð í þeim efnum. Þannig verði valdsvið innri endurskoðenda skýrt og sjálfstæði hans gagnvart bankastjórn tryggt enn frekar. Þá verði lagður af sá háttur að halda risnu og ferðabók- haldi utan fjárhagsdeildar sem fer með almennt bókhald bankans. Ég vil að síðustu ítreka í þessu sam- bandi að ég tel mildar breytingar hafa orðið til batnaðar samhliða breytingum á rekstrarformi bankans að því er varðar kostnaðareftirlit og endurskoðun í því sambandi. Nefna má að stjómskipulag hefur verið skýrt auk þess sem settar hafa verið reglur um risnukostnað og greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga banka- stjóra eins og þinginu hefur áður verið gerð grein fyrir. En vitaskuld má alltaf gera betur og ég tel að stjórnendur bankans muni hafa vak- andi auga fyrir þessum atriðum í framtíðinni." Finnur Ingólfsson vék að lokum að breytingunum sem orðið hafa á yfirstjóm bankans. „í athugasemd- um bankaráðs við greinargerðina kemur fram að Jóni Steinari Gunn- laugssyni hæstaréttarlögmanni hafi verið falið að kanna réttarstöðu bankans að því er varðar hugsanleg- ar endurkröfur á hendur bankastjór- unum. Bankaráðið hefur ákveðið að ráða Halldór J. Kristjánsson í starf aðalbankastjóra. Þeir sem þekkja til verka Halldórs geta vitnað um hæfni hans sem stjómanda og til þess að leiða erfið mál til lykta. Ég tel því að vel hafi verið ráðið í starf aðalbanka- stjóra Landsbankans á erfiðleika- tímum í starfi bankans. Það er mitt mat að þessar breytingar hafi tekist vel. Ég tel að óhjákvæmilegt hafi verið að gera þessar breytingar eins og málum var komið og ég fagna því sérstaklega að bankastjóramir skuli sjálfir hafa haft frumkvæði að því að víkja til hliðar í því skyni að tryggja hagsmuni bankans til framtíðar. Herra forseti, ég tel að nú hafi skap- ast aðstæður til þess fyrir Lands- bankann að efla hag sinn og ímynd og að ná betri árangri í rekstri sínum en áður. Með því eykst samkeppni á hinum íslenska fjármagnsmarkaði en það er einmitt það sem við þurf- um nú á að halda ef við ætlum að halda okkur í hópi velmegandi þjóða.“ Skýrslan skelfileg hrollvekja Jóhanna Sigurðardóttir tók þessu næst til máls og sagði skýrslu Ríkis- endurskoðunar kolsvarta og vera skelfilega hrollvekju. „Hún er hreint áfall og blaut tuska framan í þjóðina. Þessi gegndarlausa spilling, græðgi og ofsalega misnotkun á fé skatt- borgaranna til persónulegs ávinn- ings og eigin hagsmuna er hræðileg. Mér blöskrar þetta og ofbýður. Stjómendur stærsta banka þjóðar- innar hafa nú endanlega gengið fram af fólki. Hvílíkt hamstur, hvílík mis- notkun á almannafé, hvemig er þetta hægt, herra forseti? Oútskýrð áfengiskaup hjá tveimur bankastjóram uppá 2,5 milljónir króna, óútskýrð risna uppá 4,8 millj- ónir hjá tveim bankastjórum, þar af endurgreiddar um 800 þúsund hjá einum bankastjóra. Utanlandsferðir bankastjóra með maka sem ekki verður séð að tengist með nokkrum hætti erindrekstri þeirra segir Rík- isendurskoðun. Alvarlegar athuga- semdir við risnukostnað vegna utan- landsferða bankastjóra, risnukostn- aður í utanlandsferðum nam 50 til 140 þúsund krónum og segir Ríkis- endurskoðun að sterkar vísbending- ar séu um að risnuútgjöld tengist í mörgum tilvikum aðeins bankastjór- unum sjálfum og mökum þeirra. Samt fá þeir fulla dagpeninga og makamir hálfa og greitt að fullu fyr- ir gistingu þeirra en makarnir fylgja þeim oftast í utanlandsferðum, segir Ríkisendurskoðun. Taka þessir menn aldrei upp buddu sína? Skýringar vantar á 19 milljónum af 68 milljónum í risnu eða tæplega þriðjung. Um- boðsmenn áfengis afhentu áfengi beint í veiðihús. Slíkt er bannað með lögum. I risnu tveggja bankastjóra era þriggja milljóna króna áfengiskaup af einu veitingahúsi, þar af er aðeins skýrt um 440 þúsund. Ganga þarf úr skugga um að lögformlega hafi verið staðið að skattskilum vegna ferða- hlunninda bankastjóra, segir Ríkis- endurskoðun. Brot á hvaða lögum er hér á ferðinni, heraa forseti? Stönd- um við frammi fyrir því, herra for- seti, að þessi skýrsla sem hvíla mun eins og skuggi yfir þjóðinni um lang- an tíma, kalli á lögsókn og lögreglu- rannsókn. Herra forseti, ég spyr ráðherrann um það, verður það skoðað? Erum við á íslandi eða í bananaþjóðfélagi þar sem valdhafar maka krókinn á kostnað fólksins? Spumingin er áleitin, herra for- seti, eram við á bekk með siðspilltum þjóðum eða þjóðum þar sem siðgæði ríkir? Er hér að koma upp á borðið ein ástæða þess að ein af ríkustu þjóðum heims getur ekki búið öllum þegnum sínum sómasamlegt viður- væri vegna bruðls og sóunar og hvernig hyldjúp gjá er að skapast og myndast milli ríkra og fátækra í ís- lensku samfélagi? Reiði fólksins er að brjótast fram af meiri þunga og meiri krafti en við höfum áður séð. Fátækt fólk sem telja þarf hverja krónu í buddu sinni til að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum, sem greiðir samviskusamlega sín bankalán er allt í senn; sárt, undrandi en þó lang- mest, herra forseti, ævareitt. Því svíður, herra forseti, því hreinlega svíður undan þessari græðgi topp- anna sem treyst hefur verið til trún- aðarstarfa. Manna sem fá eina millj- ón í mánaðarlaun eða sem svarar einum árslaunum verkafólks en vh'ð- ist samt ekki geta tekið upp buddu til að greiða fyrir einkaneyslu sína eins og skemmtanir og hvers konar fríðindi, fólk hefur kallað þetta þjófnað, ég lái þeim það ekki, herra forseti. Hinn venjulegi launamaður í þessu landi er hundeltur af kerfinu, skattinum og bönkunum ef hann greiðir ekki sína skatta og skuldir. Fær hann afskrifuð sín bankalán eða „Erum við á Is- landi eða í ban- anaþjóðfélagi?“ _ °9solskinsfö Bolir fra Buxur fra /yVvíW' O 1 > o O P Pils fra im Skyrtur fra 1.495 Sumarjakkar fra HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.