Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Illt er að selja
sál fyrir auð
✓ /
Akvörðun ríkisstjórnar Islands að af-
henda viðkvæmar og persónulegar
heilsufarsupplýsingar landsmanna í
hendur óviðkomandi aðila í formi
einkaleyfis vekur furðu, segir Margrét
Þorvaldsddttir. Hún telur brýnt að
settar verði reglur um öflun og
meðferð persónulegra upplýsinga
í heilbrigðiskerfínu.
RÍKISSTJÓRN eða stjórn-
málamenn (þjónar fólksins) hafa
engan rétt til að ráðstafa heilsu-
farsupplýsingum almennings til
einkaaðila að fólki forspurðu.
Læknar eiga heldur ekki að hafa
rétt til að ráðstafa upplýsingum
sem þeim er trúað fyrir til óvið-
komandi aðila. Persónulegum
upplýsingum á ekki að vera hægt
að ráðstafa á neinn hátt nema
samþykki viðkomandi liggi fyrir.
Þetta er sett fram að gefnu tilefni.
Heilsan er fólki mjög dýrmæt
og því er viðkvæmt mál hvernig
farið er með þær upplýsingar sem
fólki er gert að gefa upp við hinar
ýmsu aðstæður. Heilsufarsupplýs-
inga hefur verið afiað hér af mik-
illi elju af heilbrigðisstofnunum á
undanförnum árum. Raunar hefur
oft verið komið aftan að fólki við
að ná fram mjög persónulegum
upplýsingum sem ekki væru gefn-
ar upp við venjulegar aðstæður.
Við komu á ýmsar heilbrigðis-
stofnanir er fólki gert að fylla út
heilbrigðisskýrslu áður en þjón-
ustan er veitt. Skýrslur þessar
hafa oft verið mjög ítarlegar og
farið inn á viðkvæm mál, oft langt
umfram það sem koma á stofnun-
ina gefur tilefni til. Fólk hefur þó
látið slíkt yfir sig ganga í þeirri
trú að upplýsingarnar færu ekki
lengra, enda er oft látið að því
liggja að þær séu aðeins formsat-
riði.
Stundum hefur verið gengið
fram af talsverðri hörku við upp-
lýsingaöflun. Eg minnist tilviks
fyrir um tveim áratugum, er
hringt var frá ákveðinni heilbrigð-
isstofnum hér í borg og mér til-
kynnt að ég ætti að mæta þar í
rannsókn á ákveðnum uppgefnum
tíma.
„Koma hvað?“ Ég sagðist ekki
hafa pantað neina rannsókn hjá
þessari stofnun. Kvenröddin í
símanum tilkynnti mér með tals-
verðri mekt að mér bæri að koma
vegna þess að minn árgangur
hefði verið valinn til rannsóknar.
Ég bað forláts og sagðist ekkert
erindi eiga á staðinn. Þegar kraf-
ist var skýringa sagði ég einfald-
lega að ekkert amaði að mér!
Þegar svo á síðasta á ári leika
átti svipaðan leik, brást ég hin
versta við. Þá hafði framhalds-
skólanemi verið fenginn til að
hringja og fara fram á þátttöku í
rannsókn sem byggð var á upplýs-
ingum, sem gefnar höfðu verið á
heilbrigðisstofnun og voru komn-
ar í hendur óviðkomandi aðila, án
þess að leitað hefði verið leyfis.
Án efa taka margir aðilar þátt í
hinum ýmsu rannsóknum í nafni
vísinda og jafnvel alls mannkyns-
ins af áhuga og ánægju og er það
hið besta mál. En svo eru aðrir
sem kæra sig ekkert um slíkt né
að þeirra málum sé flíkað að þeim
forspurðum, enda hefur hvergi
komið fram hvemig tryggja eigi
rétt fólks til verndunar trúnaðar-
upplýsinga.
Heilbrigðisáðherra hefur sagt
að ef handhafar gagnagrunns ger-
ist brotlegir verði leyfíð tekið af
þeim. Slík fullyrðing er varla
raunhæf. Ef kvörtun yrði lögð
fram væri það vegna þess að við-
kvæmar upplýsinga hefðu lekið
út. Fólki yrði þá gert að leggja
fram rök fyrir kvörtuninni og yrði
það varla gert nema með því að
opinbera þessi viðkvæmu mál.
Hver myndi kæra sig um slíkt?
Líti hver í eigin barm.
Hvort sem síðustu atburðir, þ.e.
tilraun til að láta heilsufarsupp-
lýsingar landsmanna í hendur
óviðkomandi aðila, verður að
veruleika eða ekki, kallar þetta
„upphlaup“ á uppstokkun í sam-
skiptum almennings við lækna og
heilbrigðiskerflð. Reglur verða að
vera skýrar. Á heilbrigðisstofnun-
um þarf að vera til staðar plagg,
undirritað frá viðkomandi stofn-
un, þar sem fram kemur að upp-
lýsingar sem fólk lætur læknum
eða öðru starfsfólki í té fari ekki í
hendur utanaðkomandi aðila
nema með skriflegu leyfi viðkom-
andi. Þessar reglur þurfa að vera
lögfestar svo einstaklingar geti
leitað réttar síns telji hann á sér
brotið.
Hvað varðar þær upplýsingar
sem nú þegar eru til staðar í heil-
brigðiskerfinu, þá eiga sömu regl-
ur að gilda þar líka þ.e. að engar
upplýsingar fari út af stofnunum
eða í hendur óviðkomandi aðila án
skriflegs samþykkis viðkomandi
einstaklinga.
Nú, þegar erlend tryggingafé-
lög eru farin að leita fyrir sér með
viðskiptavini hér á landi, verða all-
ar upplýsingar um heilsufar
þeirra og ættarsögu verðmæt
söluvara, í viðleitni til að sneiða
hjá „óæskilegum", kostnaðarsöm-
um viðskiptavinum. Persónulegar
upplýsingar gætu því orðið þeim
aðilum sem ráða yfir slíkum upp-
lýsingum, drjúg tekjulind.
Það er ekki rétt sem haldið hef-
ur verið fram að slíkar persónu-
upplýsingar hafi ekki verið mis-
notaðar. í erlendum blöðum og
tímaritum hafa ítrekað birst grein-
ar um þessa þróun, fólki hefur ver-
ið gert að fara í genapróf og einnig
hefur fólki verið neitað um trygg-
ingar vegna þess að hjá þeim leyn-
ist brenglað gen sem gæti e.t.v.
leitt til krabbameins eða annarra
sjúkdóma síðar á lífsleiðinni.
Það skýtur skökku við að ríkis-
stjóm, sem talar fjálglega um
frelsi einstaklingsins, skuli tala
fyrir einokun sem gæti reynst
þjóðinni fjötrar, ekki aðeins þess-
ari kynslóð heldur einnig framtíð-
arkynslóðum. Þetta á sér stað í
landi þar sem varla má velta við
steini nema að undangengnu ítar-
legu umhverfismati þar sem fjöl-
margir aðilar eru kallaðir til að
skoða málin frá öllum hliðum áður
en ákvörðum er tekin.
Ef þetta mál kemur til umræðu
á þingi, verðum við, almenningur í
landinu, að geta treyst á siðferðis-
legan styrk þingmanna hvar í
flokki sem þeir standa. Þingið er
okkar brimvöm. Treysta verður
því að þingmenn gæti þess að
réttarstaða almennings sé tryggð
og að lög sem tryggja eiga þennan
rétt séu til staðar og verði virt.
Höfundur er blaðamaður.
I DAG
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakklæti til Ágústs
og Bjarna Ara
á Aðalstöðinni
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og vildi
hún koma á framfæri
þakklæti sínu til þeirra fé-
laganna Bjarna Ára á Að-
alstöðinni og Ágústs
Magnússonar sem var á
Aðalstöðinni. Segist hún
sakna Ágústs mikið og vill
að hann komi aftur. Einnig
segir hún að lagaval
Bjarna Ara sé alveg frá-
bært. Hún vill hvetja alla
aðra aðdáendur Ágústs til
að láta skoðun sína i ljós.
Foreldrar,
börn og áfengi
LÍTIL saga frá Sviþjóð.
Þrettán ára stúlka kemur
heim úr skóla og segir
móður sinni að börnin í
bekknum hafi verið spurð
um áfengisneyslu sína:
„Og hvað sagðir þú?“ spyr
móðirin.
Ég sagði eins og satt er
að ég hefði tvisvar drukkið
áfengi" svarar telpan.
Þá er eins og móðirin
átti sig ekki á þessari
skýrslu svo telpan bætir
við:
„Þegar ég stalst í glasið
hans pabba og þegar við
villtumst á glösunum svo
ég saup á víninu þínu í
staðinn fyrir ávaxtasafann
minn.“
Lítil saga en mætti vera
til umhugsunar.
En í sambandi vikð
áfengisneyslu barna, sem
öllum ofbýður að mér virð-
ist, minnist ég þess sem
Jónas Hallgrímsson kvað
um þorskinn:
Hvað mundi hugsa þessi þorri
þiljusemaðundirvorri
háskatólin hremma fer?
Þótt þeir sjái, séu dregnir
synir þeirra beitu fegnir
gamlir þorskar gleyma sér.
Fátt einkennir nú um
stundir áfengismálin á Is-
landi betur en þetta:
„Gamlir þorskar gleyma
Sér“' H.Kr.
Tapað/fundið
Drengjaúr í óskilum
DRENGJAÚR fannst við
æfingadeild kennarahá-
skólans á miðvikudag í sl.
viku. Uppl. í síma 553 5997
eftir kl. 17.
Poki týndist
við Laugarnesveg
RÓSÓTTUR poki með
hálfprjónuðum vettlingi í
týndist við Laugamesveg
og á leið að Skjóli. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 568 5876.
Hálsmen týndist
í miðbænum
HÁLSMEN týndist í mið-
bæ Reykjavíkur miðviku-
daginn 8. apríl síðdegis.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 552 8593.
Fundarlaun.
Brúnt seðlaveski
týndist í miðbænum
BRÚNT leðurveski með
gylltri áletrun inm', týndist
um páskana, sennilega í
miðbænum. Skilvís finn-
andi hafi samband í sima
557 6515. Fundarlaun.
Lyklakippa í óskilum
2 UNGAR stúlkur fundu í
nágrénni Fífuhvammsveg-
ar í Kópavogi lyklakippu
sem á eru 2 lyklar. Á kipp-
unni er nokkurs konar
bein. Upplýsingar í síma
554 6184.
Dýrahald
Gulbröndóttur
högni týndur
GULBRÖNDÓTTUR
högni týndist frá Laufás-
vegi 5. apríl. Hann er
eyrnamerktin- F-7H128.
Þeir sem hafa séð hann
hafi samband í síma 552
5064. Fundarlaun.
Ormur leitar
að fósturheimili
ORMUR sem er ll/> árs
norskur skógarköttur leit-
ar eftir fósturheimili til
haustsins vegna ferðalags
eiganda. Ormur er inni-
köttur. Upplýsingar í síma
551 9870.
Páfagaukur í óskilum
í Kópavogi
PÁFAGAUKUR, hvítur
með bláu í stéli, er í
óskilum í Hlíðarhjalla í
Kópavogi. Fuglinn er bú-
inn að vera þar í rúma
viku. Þeir sem kannast
við fuglinn hafi samband
í síma 554 4062.
SKÁK
bmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
Hoogovensmótinu í
Hollandi í janúar. Rússinn
Vladúnir Kramnik (2.790)
hafði hvítt og átti leik
gegn heimamanninum
Paul Van der Sterren
(2.555).
32. Rxe5! og
svartur gafst upp,
því 32. - Hxcl 33.
Rf7+ er vonlaust.
Besta tilraunin er
32. - Bxd5, en eft-
ir 33. exd5 - fxe5
34. Hxc5 - bxc5
35. Dxe5 er hann
peði undir og stað-
an ein rjúkandi
rúst.
Það stendur nú
til að þeir
Kramnik og
Aleksei Shirov tefli einvígi
á Spáni í maí um áskorun-
arréttinn á Gary Kasp-
arov, stigahæsta skák-
mann heims og heims-
meistara eigin atvinnu-
mannasamtaka. Shirov,
sem varð annar í Linares
um daginn, kom í stað An-
ands, sem vildi standa við
samning sinn við FIDE
um að tefla ekki í heims-
meistarakeppni annarra
samtaka.
HÖGNI HREKKVÍSI
»S</artur dcxgar fiyrir fóocígers
oq //amnnersíej/a,."
Víkverji skrifar...
LESANDI Morgunblaðsins á
Skeiðum skrifaði ritstjóra
blaðsins bréf, þar sem lýst er póst-
samgöngum á íslandi á árinu 1998.
Bréf lesandans er svohljóðandi:
,;Ágæti ritstjóri.
I dag, þriðjudag 14. apríl, síðdeg-
is, var að berast til okkar, hér á
Skeiðum, póstur frá fimmtudegin-
um 9. aprfl. Þessi póstur er orðinn
ansi gamall en upplýsingar um
fermingar sem fóru fram um páska
voru auglýstar í þessu blaði.
Undanfarnar helgar hafa ferm-
ingaupplýsingar verið í blöðum sem
komið hafa hér eftir helgi svo það
er ekki fyrir landsbyggðarfólkið
sem þessar upplýsingar eru í blað-
inu.
Þetta er ef til vill angi af stærra
máli. Pósturinn er ekki borinn út
nema þrisvar í viku og það síðdegis
hjá okkur. Þannig að við sitjum
ekki við sama borð og aðrir hvað
auglýsingar varðar. Það er ekki
gott fyrir okkur að hringja eftir
auglýsingu í þriðjudagsblaði þegar
blaðið kemur á miðvikudagskvöld
eftir lokun fyrirtækja.
Ég tek bara dæmi af Morgun-
blaðinu, en allar rukkanir og póstur
sem maður þarf að standa skil á á
ákveðnum tíma lendir í þessu líka
Við munum kunna vel að meta
þegar Morgunblaðið gerir kröfu um
betri póstútburð á landsbyggðinni.
Skeiðin eru í Ámessýslu og hafa
hingað til ekki verði talin afskekkt,
en svona er þjónustan við okkur.
Virðingafyllst,
Valgerður Auðunsdóttir.“
xxx
GEÐBRIGÐI í skapi rússneskra
stjómmálamanna em ekki
minni en veðrabrigði geta verið nú
á þessum síðustu og verstu tímum
E1 Ninjo hafstraumsins í Kyrra-
hafi, sem kennt er um allt óvenju-
legt, sem gerist á sviðið veðurfræði.
Skemmst er að minnast geðbrigða
Borís Jeltsíns, forseta Rússa, er
hann rak alla ríkisstjórnina í einu
vetfangi og stjómmálamennimir
kysstu á vöndinn og létu sér gott
þykja, samanber forsætisráðherr-
ann.
Um helgina gerðist það svo að
aUt í einu tók að snjóa þvert gegn
veðurspám, sem Veðurstofa Rúss-
lands hafði gefið út. Varð kafalds-
snjór, sem olli því að menn þurftu
um miðjan apríl að fara að moka
snjó af götum Moskvuborgar. Á
sunnudag var jafnfallinn snjór í
Moskvu 16 sentímetrar og fulltrúi
borgarstjóra Moskvu, Júrís
Lúsjkov, sem er einn þeirra, sem
þykja líklegir að bjóða sig fram til
forsetaframboðs árið 2000, varð
öskuillur út í Veðurstofuna og hót-
aði að stofna eigin veðurstofu ef
slíkar falspár endurtækju sig. Tal-
aði hann um að stofna veðurstofu
Moskvuborgar.
Rússneskir veðurfræðingar báru
hönd fyrir höfuð sér og bentu á að
þetta „páskahret“ hefði komið fleiri
veðurstofum að óvörum en Veður-
stofu Rússlands, en veðrið, sem
gekk yfir olli m.a. miklum umferð-
artöfum í Frakklandi og flóðum á
Englandi.
En hvað um það, fulltrúi borgar-
stjórans í Moskvu vill góðar veður-
spár og ekkert annað!