Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDSBANKINN FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 15 sera upplýsingarnar byggðust á og að leita hefði átt nánari skýringa ráðherra á forsendum fyrirspurnar- innar hafi þær þótt óljósar. Svo sem áður hefur komið fram nemur mismunurinn á umræddu 5 ára tímabili samtals kr. 28.358.000,-. Greinist hann nánar á eftirfarandi hátt: • Mismunur vegna kostnaðar við veiðiferðir sem farnar voru á veg- um dótturfélaga bankans, samtals að fjárhæð 16.428.521. Gjaldfærður kostnaður hjá dótturfélögunum sjálfum, vegna þessara ferða, nam kr. 10.708.438 eins og fram kom í síðara svari bankans. Pessu til við- bótar er kostnaðarhlutdeild bank- ans vegna þessara sömu ferða sam- tals kr. 5.720.083. Þessi kostnaðar- hlutdeild í ferðum á vegum dóttur- félaga var í síðara svari bankans til- greind sem veiðikostnaður bankans sjálfs. Er hér fyrst og fremst um að ræða hlutdeild í kostnaði Lands- bréfa hf. en í þeim ferðum tóku jafnan þátt einn bankastjóri Lands- bankans, sem stjómarformaður Landsbréfa hf. auk eins aðstoðar- bankastjóra, sem stjórnarformaður sjóða Landsbréfa. • Mismunur vegna kostnaðarhlut- deildar Landsbankans í veiðiferð- um á vegum hlutdeildarfélags og vegna sameiginlegra ferða, sam- tals að fjárhæð 2.496.711. Kostnað- arhlutdeild bankans í veiðiferð sem farin var á vegum eins af hlutdeild- arfélögum hans, nam kr. 1.196.330. Auk þessa var kostnaðarhlutur Landsbankans í ferðum með öðrum bönkum kr. 1.300.381. • Mismunur sem á sér aðrar skýr- ingar, samtals að fjárhæð 4.432.768. Stærsti einstaki liðurinn hér er kostnaður sem bókfærður hafði verið í útibúi bankans á Húsa- vík samtals að fjárhæð 1.307.520 sem ekki var tekinn með í upphaf- legu svari bankans. Annar mismun- ur á þessum lið er m.a. vegna ferða þar sem ekki var um að ræða að yf- irstjórn bankans væri með í fór og kostnaðar tengdum veiðiferðum sem var vantalinn í fyrra svari bankans m.a. vegna vöntunar á nægilega ítarlegri sundurliðun í bókhaldi bankans. í bréfi ráðherra er einnig að því vikið, að ekki hafi í svari bankans verið fyllilega greint frá því í hvaða veiðiár hafi verið farið hvert hinna tilgreindu ára, auk þess sem félög sem bankinn hafi keypt veiðileyfi af hafi verið vantalin. Bankaráðið vís- ar til greinargerðar Ríkisendur- skoðunar til bankaráðs Landsbanka íslands hf. vegna veiðiferða, risnu o.fl., þar sem svör við þessu koma fram. Um innra eftirlitskerfi bankans, sem nefnt er í bréfi ráðherra, tekur bankaráðið fram, að venjan sé sú að öll veigameiri upplýsingagjöf til op- inberra aðila sé yfirfarin af innri eða ytri endurskoðendum bankans, áður en bankinn sendir hana frá sér. I þessu tilviki virðist ekki hafa verið talin þörf á slíkri yfirferð. Það eru ekki ásættanleg vinnubrögð. í desembermánuði sl. gerði bankaráð Landsbanka Islands hf. ráðstafanir til að tryggja, að ráðinu yrðu reglulega fengnar upplýsingar um sérstaklega upptalin efni í því skyni að ráðið geti betur en áður sinnt eftirlitshlutverld sínu. (Sjá meðfylgjandi bréf.) I tilefni þessa máls hefur bankaráðið ennfremur ákveðið að gera sérstakar ráðstaf- anir til að tryggja, að upplýsingar sem bankanum ber að veita opin- berum aðilum um rekstur sinn verði yfirfarnar af innri endurskoðanda, sem beri jafnframt ábyrgð á rétt- mæti þeirra. Þá hefur bankaráðið í hyggju að skýra valdsvið innri end- urskoðanda með það fyrir augum að tryggja með ótvíræðum hætti sjálf- stæði hans gagnvart bankastjóm- inni. Loks mun umsjón með risnu og ferðabókhaldi bankans framveg- is verða í höndum fjárhagsdeildar, sem fer með almennt bókhald í bankanum. Virðingarfyllst, Bankaráð Lands- banka Islands hf. Helgi S. Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Anna Margrét Guð- mundsdóttir, Jóhann Ársælsson og Birgir Þór Runólfsson." Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Islands Halldór Guðbjarnason fyrrverandi bankasljóri Landsbanka Islands Bankaráðið reyn- ir að bjarga sínu pólitíska skinni Ber ekki ábyrgð á þessu máli Landsbankans SVERRIR Hermanns- son, fyrrverandi bankastjóri Lands- banka Islands, segir augljóst að bankaráð Landsbanka Islands sé með bréfum sínum til Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra í gær, sem andsvör við skýrslu Ríkisendur- skoðunar, að reyna að bjarga sínu eigin póli- tíska skinni. „Eg er þrumu lostinn yfir málatilbúnaði banka- ráðsins í dag, ég verð að játa það,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, „en ég er ekki hræddur við hann.“ Sverrir sagði: „Það sýnir sig nú að þetta er óhæft ástand. Þeir í bankaráði hafa tekið svo slaklega á þessu málefni fyrir hönd bankans sem fyrirtækis að með endemum er. Þeir hafa allir verið í ani við það að bjarga því sem þeir álíta sitt pólitíska skinn.“ Sverrii' var spurður hvemig hann myndi bregðast við þeirri ákvörðun bankaráðsins frá í gær að fela Jóni Steinari Gunnlaugs- syni hæstaréttarlögmanni að kanna hver væri réttarstaða hinna þriggja fyrrverandi bankastjóra gagnvart bankanum að því er varð- aði hugsanlegar endurkröfur bank- ans á hendur þeim og að hann kannaði einnig hver kynni að vera ábyrgð bankastjóranna lögum samkvæmt í þeim atriðum sem fjallað væri um í greinargerð Rík- isendurskoðunar: „Ég hef ekkert brotið af mér og þess vegna geta þeir reynt að fara þessa lögsóknarleið ef þeim sýnist. Ætla þeir í bankaráðinu að fara að lögsækja okkur fyrir framkvæmd á reglum, sem þeir þykjast nú ekki kannast við og vita ekki hverjar eru? Hvar á þetta að enda? Mér er óskiljanlegt hver getur verið ráð- gjafi mannanna í þessum efnum. Þama er hérinn á sprettinum að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Ég ætla ekki að dæma um það hvort þeir eru ábyrgir. Það er Al- þingis og ríkisstjómar að gera það.“ vegna þess að ég hef alla tíð fylgt þeim risnureglum sem gilt hafa í Landsbankanum frá því að ég kom þangað til starfa. Hann getur ekki komið hér, eftir dúk og disk, eftir að hafa verið ábyrgðar- maður að reikningum Landsbankans í öll þessi ár og sagt, svona áttu reglurnar að vera. Af hveiju sagði hann þetta ekki fyrr?“ Sverrir segir að eng- ar sérstakar reglur hafi verið settar um ferðalög og risnu fyrr en um síðustu áramót, þegar Landsbanki íslands varð Lands- banki íslands hf. „Ég fékk ekki einu sinni ráðningarsamning við þennan banka fyrstu níu árin sem ég var þar, þótt margsinnis væri beðið um hann,“ sagði Sverrir. Sverrir var spurður hvort hann hefði rætt þessa nýju stöðu að því er varðar mögulega endurkröfu bankans og lögsókn við fyrrverandi kollega sína, þá Björgvin Vilmund- arson og Halldór Guðbjamason og hvemig þeir þrír myndu hugsan- lega bregðast við. Braut engar reglur „Nei, ekki orð. Ég hef enga trú á því héðan af að við munum ráða ráðum okkar. Hann Björgvin er sjúkur maður, en hann er sá fróð- asti okkar þriggja um þessi mál og mér sýnist einhvem veginn öðru vísi sprettur á Halldóri Guðbjarna- syni en sá, að ég hafi við honum,“ sagði Sverrir. Hvað með þær tæplega tvær milljónir í risnu hjá þér, sem Ríkis- endurskoðun segir enn óútskýrðar, eftir að hún hefur fallist á skýring- ar þínar upp á um fjórar milljónir króna? „Sú upphæð er ekki óútskýrð. Ríkisendurskoðandi tekur skýring- ar mínar bara ekki gildar. Ég hafði fullt leyfi til þessarar risnunotkun- ar, samkvæmt þeim reglum sem við höfum starfað eftir. Eg hef engar reglur brotið,“ sagði Sverrir Her- mannsson. HALLDÓR Guðbjarna- son, fyrrverandi banka- stjóri Landsbanka Is- lands, kvaðst í gær eklri vita til þess að Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri Lands- bankans, hefði neitað að skrifa undir svar bank- ans við fyrirspurn um laxveiðikostnað, sem lögð var fram á Alþingi, vegna þess að hann hefði fengið tölur upp- gefnar um laxveiðar 1997 og þeim hefði ekki borið saman við þá tölu, sem komin hefði verið í bréfið. Halldór kvaðst ekki bera ábyrgð á þessu máli. Halldór, Sverrir og þriðji banka- stjórinn, Björgvin Vilmundarson, sögðu af sér stöðu bankastjóra Landsbankans á mánudag. í viðtali í Morgunblaðinu í gær sagði Sverrir að í svarinu, sem Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fyrir Alþingi vegna fyrirspumar Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns jafnaðarmanna, í mars, hefði sagan aðeins verið hálfsögð og því yrði „ekkert komist hjá því, annað en játa, að þama blekktu menn“ og bætti við: „Ég neitaði að skrifa undir þetta, vegna þess að ég vildi ekki standa svona að málum.“ Björgvin Vilmundarson og Halldór skrifuðu undir bréfið. Kvaðst Halldór ekki kannast við þessi viðbrögð Sverris. „Segir hann það, blessaður?" sagði Halldór í gær. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifar ekki undir. Ég kannast ekki við neitt af þessu svari Sverris." Samdi ekki bréfið - sá sem býr til svarið ábyrgur Halldór lagði áherslu á að hann hefði ekki samið bréfið. „Af gamalli hefð, sem kann að vera jafn gömul bankanum, 111 ára gömul, hafa tveir bankastjórar eða bankastjóri og aðstoðarbankastjóri undirritað bréf,“ sagði hann. „Annar þeirra er náttúmlega sá, sem býr til svarið, og er ábyrgur fyrir efnisinni- haldi - að vinna svarið. Hinn stað- festir með undimskrift sinni að gengið hafi verið formlega frá bréfi frá viðkomandi banka.“ Hann sagði að það væru engin vinnubrögð ef staðan væri sú þegar fleiri en einn þyrfti að skrifa á öll bréf, sem færu frá bankastjórn, að hver og einn krefðist þess að fá viðkomandi skjalabunka inn á borð til að enduryfirfara málið. „Það var ekki í mín- um verkahring að svara bréfinu,“ sagði hann. „Bréfið kom bara inn á mitt borð frágengið og undirritað. Ég ber ekki ábyrgð á innihaldi svarsins og hef ekki komið nálægt því.“ Sverrir sagði einnig í viðtalinu að bankastjórarnir bæru allir þrír „fulla og sameiginlega ábyrgð á þessum málum, undan því mun ég aldrei skorast". Halldór kvaðst líta málið öðrum augum: „Hann hlýtur að hafa lesið erindisbréf bankastjórnarinnar. Það er erindisbréf fyrir hvem og einn bankastjóra. Þar kemur annars veg- ar fram sérstök ábyrgð hvers og eins vegna þess starfs, sem bankaráðið úthlutar honum, og sameiginleg ábyrgð." Ákveðin svið væru á ábyrgð við- komandi manns og síðan væru sam- eiginleg mál, sem værú sameiginlega á ábyrgð bankastjórnarinnar. „Hann hlýtur að geta lagt fram er- indisbréf máli sínu til staðfestingar,“ sagði hann. „Ef því ber ekki saman við það, sem hann hefur sagt, hlýtur að vakna spurning hvernig standi á því.“ Halldór kvaðst hafa séð drög að greinargerð Ríkisendurskoðunar þegar rætt var við hann fyrir birt- ingu hennar í gær. Hann sagði að engin atriði hennar hefðu verið borin undfr sig. „Ég hef kosið að svara ekki neinu fyrr en endanleg skýrsla er komin,“ sagði hann. „Og ég svara náttúru- lega aðeins fyrir mín atriði. Ég ætla ekki að fara að svara fyrir aðra. En í sjálfu sér ætti ég ekki að þurfa að tjá mig um hana vegna þess að ég er klár á því að í skýrslunni komi fram að þetta mál sé mér ekki viðkomandi eins og ég sagði í minni uppsögn. Ég hef ekki getað borið ábyrgð á og ég ber ekki ábyrgð á þessu máli.“ Sverrir Hermannsson Taka hráar allar meiningar ríkisendurskoðanda „Þeir í bankaráðinu taka hráar allar meiningar ríkisendurskoð- anda - mannsins sem skrifað hefur athugasemdalaust upp á alla reikn- inga Landsbankans og líka nú síð- ast, þar sem allar þessar tölur hafa komið fram,“ sagði Sverrir. „Nú býr ríkisendurskoðandi allt í einu til nýjar reglur, að sínum smekk og segir: Eftir þessum reglum dæm- um við nú. Landsbankinn og stjóm- endur hans hafa í áratugi fai'ið eftir allt öðrum reglum. Ríkisendurskoð- andi fer í lúsaleit, tekur hvert plagg sem hann finnur og hrúgar upp í hrognkelsapýramída, til þess, að því er virðist, að sverta nógu mikið einstaka menn. Hann hrúgar allri risnu bankaráðsins, hátíðahöldum þeirra og dansiböllum inn á minn einkarisnureikning og fer þannig upp í einhverjar sex milljónir króna. Neitar að taka skýringar Sverris gildar Hann neitar að taka mínar skýr- ingar góðar og gildar, nema að hluta. Mig varðar ekkert um það, SPLENDISSIMA Skin Revolution - Bylting til húöarinnnar frá MARBERT Við 25 ára aldur hægir verulega á starfsemi collagen (húðinni, en við það missir hún teygjanleikann og húðin verður slöpp. En MARBERT hefur nú komið með byltingu í þessum efnum með nýju meðferðarprógrammi Skin Revolution - Ambúlum, kremi og Lifting Balmi. Ambúlurnar notast sem meðferð, annan hvem mánuð. Þessi kraftmikla meðferð fær húðina til að blómstra á aðeins 14 dögum. 24 tíma Skin Revolution Cream inniheldur ASC III, MAP Complex og antiaging effect. Árangur í baráttunni við ótímabærar línur og slappleika húðarinnar er sjáanlegur á örskömmum tíma. Með daglegri notkun á Skin Revolution Cream verður húðin stinnari, línur hverfa og húðin endurheimtir æskuljómann á ný. 24 tíma Lifting Balm inniheldur ASC III. MAP Comples og Glycine Soya sem er sérstaklega öflugt Lifting effect. Með daglegri meðferð á notkun á Skin Revolution Lifting Batm verður húðin fallegri strax, árangur sem endist dag eftír dag. Velkomin á kynningu í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag. 10% kynningarafsláttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.