Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. AJPRÍL 1998 49
SIGURÐUR RANDVER
SIGURÐSSON
+ Sigurður Randver
Sigurðsson var
fæddur í Reykjavík,
28. febrúar 1951.
Hann varð bráðkvadd-
ur við kennslustörf á
Selfossi 1. april síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Selfoss-
kirkju 11. apríl.
Það er undarlegt að
hugsa til þess að fyrir rétt
rúmlega þremur mánuð-
um, að kvöldi nýársdags,
sat ég við eldhúsborðið
heima með Sigga frænda
mér til vinstri handar og Kollu til
þeirrar hægri, og leitaði ráða hjá
þeim varðandi spurningalista sem
er hluti af doktorsritgerð minni um
unglinga og fjölmiðla. Eg kom ekki
að tómum kofunum. Ráðleggingar
þeirra, og margra ára reynsla af að
kenna börnum og unglingum, urðu
til þess að ég gat sannfært prófess-
or við virtan háskóla í Bandaríkjun-
um um að betra væri að orða
ákveðnar spurningar eins og þau
lögðu til heldur en hann hafði upp-
ninalega viljað að ég orðaði þær.
Ég held að ég hafl aldrei náð að
segja Sigga frænda frá því að ég fór
að ráðum hans.
Mig setti hljóða þegar ég fékk
þær fréttir að Siggi frændi væri dá-
inn. Hvað getur maður sagt? Þó að
afi Sigurður hafi látist 59 ára gam-
all, skömmu eftir að ég fæddist, þá
átti ég aldrei von á því á þessum
tímum læknavísindanna að einhver
af frændfólki mínu yrði svo brátt
kvaddur úr þessum heimi að hann
næði ekki að halda upp á fímmtugs-
afmælið. Manni er orða vant. Minn-
ingarnar, hins vegar, lifa að eilífu -
og þær eru margar og ógleyman-
legar.
Ég man t.d. ennþá eftir Steinald-
armannagrímunum sem Siggi
frændi bjó til handa mér og Sigga
Eyþórs frænda okkar - svo mikið
fannst mér til þeirra koma, eins og
alls annars sem Siggi frændi, þá
enn á unglingsaldri, dundaði sér við
að búa til. Hef ég þó varla verið
nema þriggja eða fjögurra ára þeg-
ar þetta var.
Og hver getur gleymt gömlu bíl-
skrjóðunum hans Sigga frænda sem
stundum var að kvikna í við ólíkleg-
ustu kringumstæður? Oft mátti
ekki miklu muna. Gott og traust
farartæki var á þessum árum enn
aðeins fjarlægur draumur.
Siggi frændi gat verið einstak-
lega skemmtilegur og mér leið
ávallt vel í návist hans. Hann átti
sinn þátt í því að ferð um Dýrafjörð
og Arnarfjörð um verslunarmanna-
helgina ‘93 varð eins skemmtileg
fyrir mig og raun bar vitni. Það var
ekkert verið að vaða áfram heldur
ekið hægt um hlykkjóttar og snar-
brattar heiðamar og stansað reglu-
lega til að njóta landslagsins.
Ég hef sjálfsagt ekki séð Sigga
frænda nema einu sinni á ári undan-
farin fjögur ár, en hann var alltaf
eins. Það flögraði aldrei að mér að
mér gæfist aðeins eitt tækifæri á
síðari áram til að ná Siggunum fjór-
um í fjölskyldunni saman á mynd.
Það tækifæri gafst fyrir nákvæm-
lega fímm árum og ég greip það.
Þarna sátu þeir fjórir saman í ald-
ursröð á sófanum heima, og við
hlógum öll svo mikið að ég gat varla
haldið myndavélinni stöðugri. Þetta
var dýrmæt stund sem aldrei verð-
ur endurtekin en myndimar segja
sína sögu um þá glaðværð sem ríkti
þennan dag.
Guðbjörg Hildur.
Elsku frændi minn er látinn langt
fyrir aldur fram. Orð mín týnast í
sorginni og því sendi ég ykkur,
Kolla, Gerður, Kata, Guðbrandur,
Þórhildur, Benni og Axel, þetta ljóð,
í von um að þessar línur veiti ykkur
einhverja huggun.
Sú heimsvon öll, sem hjarta mannlegt ber
skal hjaðna í ösku. Rætist hún fer ver.
Sem snjór og ryk í ásýnd
eyðisands
um eina litla stund hún skín
- og þver.
I æsku sjálfur heyrði eg
þenna og hinn,
þá helgu og lærðu, um jörð
og himininn,
- hvað finnst þar í og á - en
sjerhvert sinn
út sömu dyr jeg fór, sem
jeg kom inn.
í þennan heim til hvers, það
enginn sjer,
nje hvaðan, vatn sem nauð-
ugt, viljugt fer.
Úr þessum heim, sem vindur yfir auðn,
og óþekkt hvert, mig nauðugt viljugt ber.
(Einar Ben.)
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir.
Látinn er hrífandi leiðtogi kenn-
ara og nemenda á Suðurlandi. Sig-
urður Randver Sigurðsson hafði
tekið marga upp að hjarta sínu og
veitt þeim stuðning og hvatningu í
leik og starfi. Hann átti auðvelt með
að setja sig í spor nemenda sinna og
vissi að lífsleikni er lykill að fram-
haldi.
Sigurður Randver var formaður
Kennarafélags Suðurlands um ára-
bil og þekkti vel réttindi og skyldur
kennarans. Fyrst og síðast var hann
mannvinur sem gaf og þáði í félagi
við aðra. Hann hafði mörg járn í
eldinum og hugur hans flaug víða.
Stefnan var tekin á bætt mannlíf,
innan skóla og utan.
Eldhuginn vissi að símenntun er
nauðsynleg þeim sem vilja endur-
meta markmið og leiðir. Jafnhliða
fullu starfi lagði Sigurður Randver
stund á mastersnám í sérkennslu-
fræðum við Kennaraháskóla Is-
lands.
Undirrituð tók við starfi skóla-
stjóra Sandvíkurskóla haustið 1995.
Sigurður Randver var í hópi elsku-
legs starfsfólks sem ég vann með
skólaárið 1995-1996. Þetta ár tóku
gildi lög um grunnskóla en ýmis
ákvæði voru í lögunum sem gerðu
nýjar kröfur til stjórnenda og ann-
ars starfsfólks skólanna.
I kjölfar skoðanaskipta á kenn-
arafundi þar sem fjallað var um
stefnumótun í starfi skólans dró
Sigurður Randver saman í eina
málsgrein hnitmiðaða skilgreiningu
á sérstöðu skólans og meginstefnu
sem auðvelt var að sameinast um og
hafa að leiðarljósi í skólastarfinu.
Hann hafði heildarsýn og skilning á
margþættu hlutverki skólans og leit
á þjónustu hans frá sjónarhóli
barnsins.
Sigurður Randver miðlaði mér af
reynslu sinni, studdi við bakið á mér
og hvatti mig til dáða. Hann var
einnig óhræddur við að segja hug
sinn ef honum fannst við ekki vera á
réttri leið. Slíkir starfsmenn eru
stjórnendum mikils virði.
Samfélag Sandvíkurskóla hefur
átt og misst mikið.
Elsku Kolbrún, Guð gefi þér og
fjölskyldu þinni styrk í sorginni.
Megi þið öll sjá ljósið. Blessuð sé
minning Sigurðar Randvers Sig-
urðssonar.
Guðbjörg Þórisdóttir.
Vinur og skólabróðir er látinn,
langt um aldur fram. Hann fékk
blóðtappa í hjarta og hneig niður við
starf sitt í grunnskólanum á Selfossi
1. apríl sl. Mér barst fréttin um and-
lát hans nokkrum stundum siðar.
Við Sigurður Randver vorum
bekkjarfélagar frá því við vorum
drengh-, er ég kom í 8 ára bekk í
Langholtsskóla í Reykjavík. I
bekknum voru um 30 krakkar, eins
og þá var algengt, við Siggi sátum í
sömu röðinni, ég á fremsta borði og
hann á því aftasta, en þá þekkti ég
hann ekki. Einn af strákunum fyrir
aftan mig tók upp á því að koma oft
í tímum fram að borðinu hjá mér,
rýna þaðan á töfluna og hlaupa síð-
an aftur í sætið sitt. Kennarinn átt-
aði sig fljótlega á hvers kyns var og
breytti sætaskipan og sat Siggi síð-
an á fremsta borði og ég á því
aftasta, en Siggi þurfti líka að fá
gleraugu. Einhver hópverkefni í
bekknum, sem venjulega var valið í
eftir borðaröðum, leiddu okkur síð-
ar saman og við urðum nánir vinir
og brölluðum margt. Minnisverðust
er útgáfa bekkjarblaðs sem við gáf-
um út mánaðarlega í þrjá vetur, í
11-13 ára bekk, ásamt tveimur öðr-
um bekkjarfélögum, undir ritstjórn
Sigga. Ekki var hefð fyrir blaðaút-
gáfu á vegum nemenda í barnaskól-
um á þessum árum en hún var um
tíma gróskumikil í Langholtsskóla
og stundum fleiri en eitt blað í
hverjum bekk. Þá reyndi á hug-
myndaflugið við að finna efni og
viljann til að þrauka sem lengst í
samkeppninni. í þessu tómstunda-
starfi okkar nutu sín vel eiginleikar
Sigga, því hann var hugmyndarík-
ur, áræðinn, úrræðagóður þegar
kom að vandamálum, þrautseigur
þegar á reyndi og síðast en ekki síst
hörkuduglegur. í skólanum var
hann góður í öllum fógum og eftir
að við kynntumst naut ég oft góðs
af samvinnu við hann við heimanám,
sem við oftast unnum heima hjá
honum.
Siggi var yngstur sex systkina og
voru þau flest orðin fullorðin og
sum farin að heiman, þegar ég kom
fyrst heim til hans. Fjölskylda hans
bjó á Langholtsvegi 24, í litlu ein-
býlishúsi, sem ég held að pabbi
hans hafi byggt, en hann var múr-
arameistari. Frá því fyrir fermingu
vann Siggi á sumrin við handlang
hjá pabba sínum, enda var hann
sterkur sem strákur og um tíma
líka stærstur í sínum bekk. Eftir að
pabbi hans lést, en þá var Siggi 16
ára, vann hann síðan við ýmis störf
á sumrin, oftast við verklegar fram-
kvæmdir, meðal annars múrverk.
Við vorum bekkjarfélagar upp í 1.
bekk í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, skólafélagar eftir það til stúd-
entsprófs og vinir alla tíð síðan.
Siggi fór í náttúrufræðideild því
hann hafði lengi haft hug á að læra
læknisfræði en ekki leist honum á
þegar í Háskólann kom og sneri sér
um tíma að námi í íslenskum fræð-
um og fleiru. Um sumar starfaði
hann síðan sem safnvörður við
byggðasafnið á Reykjum í Hrúta-
firði. Þar kynntist hann verðandi
konu sinni, Kolbrúnu Guðnadóttur
frá Arbæ í Ölfushreppi, sem einnig
var í sumarstarfi, við hótelið á
staðnum, en hún var við nám í
Kennaraskólanum í Reykjavík.
Kolbrún og Sigurður (eins og mér
fannst réttara að ávarpa hann eftir
að við urðum fullorðnir) fluttu til
Selfoss eftir að hún lauk kennara-
námi og stunduðu þar bæði
kennslustörf. Jafnframt starfi sínu
sótti Sigurður síðan nám við Kenn-
araháskóla íslands og lauk þaðan
kennaraprófi og aflaði sér síðan ým-
issa annarra réttinda á sviði
kennslu.
Þegar vinur og æskufélagi er svo
skyndilega kvaddur brott, án nokk-
urs aðdraganda, er manni orða
vant. Eftir lifa minningar um góðan
dreng sem alltaf var blátt áfram og
sjálfum sér samkvæmur. Upp kem-
ur í hugann þakklæti fyrir að hafa
átt hann sem félaga en einnig sökn-
uður þess að eiga þess ekki lengur
kost að hittast, en þeim skiptum
hafði fækkað með árunum. Okkur
fannst sjálfsagt báðum, að við
myndum hafa ótal tækifæri í fram-
tíðinni. Fjölskyldu Sigurðar, Kol-
brúnu, börnum og öðrum aðstand-
endum, sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Einar Ingimarsson.
Þeir sem starfa í forystu stéttar-
félaga vita hve mikilvægt það er að
forystusveitin sé samhent og að
hver einstaklingur sé tilbúinn að
leggja sitt lóð á vogarskálina í bar-
áttunni fyrir því að ná settu marki.
Þegar við kveðjum nú félaga okkar
Sigurð Randver Sigurðsson hinstu
kveðju erum við rækilega minnt á
þessa staðreynd þar sem stórt
skarð hefur verið höggvið í forystu-
sveit íslenskra kennara.
Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að starfa með Sigurði Randver
í forystu Kennarasambands Islands
um nokkurt skeið. Fyrst sem for-
manni Kennarafélags Suðurlands
og síðar sem kjararáðsmanni og
stjórnarmanni í stjórn Kennara-
sambandsins. Mig setti því hljóðan
þegar mér bárust þau hörmulegu
tíðindi að kvöldi fyrsta apríl sl. að
þessi góði félagi, vinur og sam-
starfsmaður hefði látist fyrr þann
sama dag langt um aldur fram. Það
getur stundum verið erfitt að sætta
sig við raunveruleikann og þannig
var því háttað þegar andlát Sigurð-
ar Randvers spurðist. Við höfðum
setið fund í kjaranefnd grunnskóla-
kennara nokkrum dögum áður og
ekki hvarflaði það að mér þá að það
væri okkar síðasta samverustund í
þessu lífi. En það sannast enn og
aftur að enginn veit sína ævina fyrr
en öll er. Kennarasamband Islands
hefur nú misst einn af sínum mikil-
hæfustu forystumönnum, mann sem
setti hagsmuni félagsins og félags-
manna í öndvegi og var ætíð tilbú-
inn að takast á við krefjandi verk-
efni, mann sem vann af heilindum
að hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur. Skarð Sigurðar Randvers
verður vandfyllt á vettvangi Kenn-
arasambands Islands og hans er
sárt saknað af vinum og samstarfs-
fólki.
Um leið og ég vil fyrir mína hönd
og Kennarasambands íslands
þakka Sigurði Randver fyi'ir sam-
fylgdina, vináttuna og samstarfið
sendi ég eiginkonu hans, Kolbrúnu
Guðnadóttur, börnum þeirra og öðr-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur. Ég veit að missir þeirra
er mestur. Ég bið þess að algóður
guð vaki yfir ykkur og veiti ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum og
vona jafnframt að minningin um
góðan dreng megi verða ljós á vegi
ykkar í framtíðinni.
Guð blessi minningu Sigurðar
Randvers Sigurðssonar.
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Islauds.
Hann Sigurður Randver Sigurðs-
son, fyrrverandi kennari minn, var
frábær maður. Hann var gáfaður og
með mjög góðan húmor og hann var
einnig alltaf fullur af lífsorku sem
dreif hann áfram í að hvetja nem-
endur sína áfram. Hann var þátt-
takandi í nánast öllu sem gerðist í
skólanum og er það mikill missir
fyrir okkur öll-að hafa misst hann.
Ég mun aldrei gleyma því sem hann
kenndi mér, því að hann kenndi
manni margt um lífið og tilveruna.
Guðmundur Eggertsson.
• Fleiri mianingargreinar um Sig-
urð Randver Sigurðsson bíða birt-
ingar og munu hirlast ( blaðmu
næstu daga.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR,
Skagabraut 9,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
14. apríl.
Einar Jón Ólafsson, Erna Guðnadóttir,
Einar Gunnar Einarsson, Guðni Kristinn Einarsson.
t
Systir okkar og fóstursystir,
KRISTÍN HÓLMFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Þórufelli 16,
Reykjavík,
andaðist föstudaginn 3. apríl síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hugborg Benediktsdóttir,
Egill Benediktsson,
Munda Fríedel,
Magrét Guðbrandsdóttir.
Minningarathöfn um systur okkar,
ÞORGERÐI SIGRÚNU JÓNSDÓTTUR
frá Vopnafirði,
fer fram í Fossvogskapellu á morgun, föstu-
daginn 17. apríl, kl. 10.30.
Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánu-
daginn 20. apríl kl. 14.00.
Einar Jónsson,
Gísli Jónsson.
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR KRISTJÁN GISSURARSON,
Kirkjuvegi 59,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum laugardaginn 18. apríl ki. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á knattspyrnudeild ÍBV,
reikningsnúmer 1850 í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Þórarinn S. Sigurðsson, Guðrún R. Jóhannsdóttir,
Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson,
Pétur L. Marteinsson, Áslaug Árnadóttir,
Kari G. Marteinsson, Svandís M. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.