Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
Sögulegt
afrek
Með heildarútgáfu íslendingasagna
á ensku rætist þjóðardraumur. Sjálf-
gefið sýnist að Jóhann Þingeyingur
hljóti hjartsýnisverðlaun Brostes
fyrir áræði sitt.
Fyrir fáum árum ösl-
aði Þingeyingur
nokkur snjóinn um
sveitir Borgarfjarð-
ar og seldi bændum
Islendingasögur í nýrri heildar-
útgáfu. Hann hafði sjálfur alist
upp með sögunum, drukkið
þær í sig á æsku- og unglings-
árum sínum norður í Ljósa-
vatnshreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Og nú kynntist hann því
að þjóðararfurinn var ekki síð-
ur lifandi í brjóstum borgfiskra
bænda.
Þingeyingurinn, sem var
kokkur að iðn, fór að velta fyrir
sér af hverju í ósköpunum ekki
væri til samskonar heildarút-
gáfa á Islendingasögunum á
ensku.
VIÐHORF Fornar bók-
----— menntir okkar
Eftir Jakob F. Voru það eina,
Asgeirsson fyrir utan
sjálfa náttúr-
una, sem við höfðum að bjóða
útlendum fyrirmennum sem
komu til landsins, það var alltaf
farið fyrst með þau í Arna-
stofnun að skoða handritin - en
við gátum ekki gefið þeim sög-
urnar sjálfar, það eina sem
raunverulega gerði okkur
gjaldgeng í heimi menningar-
þjóða!
Þessi maður sem svo hugsaði
heitir Jóhann Sigurðsson.
Hann ákvað með sjálfum sér að
þetta skyldi hann gera. Hann
fékk í lið með sér vin sinn og
læriföður, Sigurð Viðar Sig-
mundsson, sem því miður lést
áður en verkinu var lokið. Sam-
an stofnuðu þeir útgáfufélagið
Leif Eiríksson hf.
Þeir félagar gerðu sér litla
grein fyrir því hversu viðamik-
ið verkefni þeir höfðu tekist á
hendur. Þegar upp var staðið
hafði á sjötta tug fræðimanna
komið að verkinu. En það er
merkilegt að það tók ekki
nema 4-5 ár að vinna allt verk-
ið, þýðingar á 89 sögum og
þáttum og alla prentsmiðju-
vinnuna.
Aðalritstjóri verksins er Við-
ar Hreinsson, en aðrir helstu
ráðgjafar Jóhanns við útgáfuna
voru Jónas Kristjánsson, Vé-
steinn Olason og Örnólfur
Thorsson.
Við höfum heyrt eitt og ann-
að af þessu framtaki í fjölmiðl-
um, en það gerir sér eiginlega
enginn grein fyrir því hversu
stórkostlegt afrek hér hefur
verið unnið fyrr en hann hefur
allan kassann með bindunum
fimm fyrir framan sig og hand-
leikur bækurnar, einstaklega
smekklega útgefnar, og glugg-
ar í þær og gleymir sér, því
þýðingarnar eru svo læsilegar
og trúar frumtextanum.
Ymis fyrirtæki og ráðamenn
hafa veitt þeim félögum í bóka-
útgáfunni Leifi Eiríkssyni hf.
myndarlegan stuðning.
Þar má t.d. nefna Björn
Bjarnason menntamálaráð-
herra sem stutt hefur fyrirtæk-
ið með ráðum og dáð, Davíð
Oddsson forsætisráðherra sem
ákvað að ríkið keypti 200 ein-
tök af safninu til gjafa, og Ólaf
Ragnar Grímsson forseta sem
hefur gert allt sem í hans valdi
stendur til að kynna útgáfuna
útlendingum.
En betur má ef duga skal.
Stjórnvöld og fyrirtæki þurfa
að styðja enn frekar við bakið á
þessum ofurhugum sem með
frumkvæði sínu hafa gert lang-
þráðan draum þjóðarinnar að
venjleika.
íslendingasögurnar hafa í
rauninni aldrei komist inn í
heimsbókmenntasöguna. Ymis-
legt hefur auðvitað verið reynt
í gegnum tíðina til að koma
sögunum á framfæri í útlönd-
um. Þar höfum við þó í flestu
reitt okkur á framtak ýmissa
velviljaðra útlendinga.
Aldrei fyrr hefur a.m.k. verið
um verulega markvissar að-
gerðir af hálfu Islendinga að
ræða. Gott dæmi er að það tók
okkur hálfa öld að koma Is-
lenskri menningu Nordals á
ensku og það tókst aðeins
vegna dugnaðar og mikilla
áhrifa sonar hans.
Kristján Albertsson sagði
mér frá því að hann hefði á sjö-
unda áratugnum fengið heimild
Bjarna Benediktssonar forsæt-
isráðherra og Gylfa Þ. Gísla-
sonar menntamálaráðherra til
að bjóða W. H. Auden laun frá
íslenska ríkinu fyrir að skrifa
bók um Islendingasögurnar.
Kristján hafði þá nýverið les-
ið fræga bók J.B. Priestleys,
Literature and Western Man,
þar sem íslenskra fornbók-
mennta var að engu getið.
Kristjáni blöskraði að vonum
og taldi að jafnfrægur maður
og Auden gæti e.t.v. rétt okkar
hlut. En Auden treysti sér því
miður ekki til að skrifa slíka
bók.
Með stórvirki Jóhanns og fé-
laga vakna vonir til þess að
sögurnar fái loks þann sess á
alþjóðavettvangi sem þær eiga
skilið. Hin nýja heildarútgáfa
hefur fengið geysigóðar
viðtökur bókmenntamanna víða
um heim og nýju þýðingarnar
verið mjög lofaðar.
En það stingur óneitanlega í
augu að heildarútgáfa Islend-
ingasagna á ensku væri alls
ekki orðin að veruleika, ef Jó-
hann Sigurðsson hefði ekki tek-
ið af skarið.
Hvar voru allar stofnanirnar
sem dælt er í milljónatugum af
skattfé landsmanna? Af hverju
hafði enginn á þeim bæjum
slíkt frumkvæði?
Nei, það þurfti þingeyskan
kokk til að láta þennan menn-
ingardraum þjóðarinnar ræt-
ast.
Þetta er hin sígilda saga um
úrslitaþýðingu einstaklings-
framtaksins. Framtak Jóhanns
Sigurðssonar er, eins og
Hamsun orðaði það, „sigur at-
hafnamannsins sem er uppris-
inn úr fortíðinni og markar
stefnuna inn í framtíðina".
MENNTUN
FJarfcennsla Aðferðir fiarkennslunnar gera þekkingu aðgengi-
lega án tillits til landamæra. Hildur Gróa Gunnarsdóttir og
Steinimn Egílsdóttir spurðu: Hvernig er fjarkennslan í HI? Er-
um við að missa af alþjóðalestinni í markaðssetningu hugvits?
Mun fjarkennsla ger-
breyta háskólanámi?
• Aðgangur nemenda að upplýsingum
breytir hlutverki kennarans. Hefð-
bundnir fyrirlestrar verða fátíðari.
• Fjarkennslunefnd Háskóla Islands var
lögð niður í sparnaðarskyni. Fjarkennsl-
an hvílir á áhugasömum kennurum.
RÖGNVALDUR Ólafsson
er dósent við eðlis-
fræðiskor og ráðgjafi rekt-
ors _ í fjai’kennslumálum.
Hann segir ísland gott dæmi um
land þar sem fólksfæðin setji námi á
háskólastigi þröngar skorður. „Það
er sífellt meiri þörf fyrir þekkingu,
dýpri og breiðari. Við erum ekki
nema kvartmilljón manns og í Há-
skólanum endurspeglast þetta
vandamál í því að á sumum stigum
og í sumum greinum eru mjög litlir
hópar nemenda. Samt er þörf fyrir
ennþá meiri sundurgreiningu náms
en boðið er upp á. Fjölbreytt og gott
nám er geysilega dýrt. Við eigum í
stöðugri baráttu við fjárveitingavald-
ið. Hagræðing skiptir því miklu máli
og fjarkennsla er ein leið til að
samnýta kennslu og sameina dreifða
nemendur. Það er t.d. mikill skortur
á raungreinakennurum. Ef hægt er
að nota þá til að kenna nemendum á
fleiri en einum stað er það af hinu
góða. Okkur dreymir um háskóla þar
sem allt landið er samtengt og að
sama skapi getum við náttúrulega
boðið kennslu erlendis.“
Rögnvaldur telur Islendinga búa
yfir sérþekkingu á mörgum sviðum
sem kenna megi erlendis í gegnum
fjarnám. I öðrum greinum séu þeir
betur settir sem þiggjendur. „Skólai’
víðsvegar um heim eru að fara út í
fjarkennslu af mai’kaðsástæðum.
Um daginn var hér maður frá Nova
Scotia í Kanada. Þar er verið að und-
irbúa þriggja til fjögurra ára BS-
nám í meðferð auðlinda, fyrst og
fremst sjávar. Þeir eru búnir að fá
eina milljón dollara til þess að þróa
það og ætla sér að selja allt frá ís-
landi til Hawai. Þetta gefur okkur
nýja möguleika en skapar líka sam-
keppni fyrir Háskóla Islands sem
hann verður að bregðast við.“
f deiglunni
Við Háskóla íslands eru einstaka
kennarar farnir að þreifa fyi’ir sér
með fjarkennslu. Á liðnu hausti var í
fyrsta sinn haldið námskeið um fjar-
menntun og fjallað um hugmynda-
fræði, kennsluaðferðir og stöðu fjar-
kennslu á íslandi. Rögnvaldur segir
stærsta verkefnið í fjarkennslu til
þessa vera tveggja og hálfs árs rétt-
indanám kennara. Það hafi einu sinni
verið kennt í tilraunaskyni og þótt
takast vel. Þá hafi Póstur og sími
lánað Háskóla íslands og Háskólan-
um á Akureyri myndsímabúnað.
Verið er að prófa þann búnað í fyrsta
skipti í námskeiði í bókasafns- og
upplýsingafræðiskor. Að öðru leyti
segir Rögnvaldur lítið hafa verið
gert en ýmsar hugmyndir séu að
gerjast.
Verið er að kanna möguleika á því
að bjóða upp á fjarnám í rekstrar-
fræði við Endurmenntunarstofnun.
Þá tekur Háskólinn um þessar
mundir þátt í Evrópuverkefni um
not á gagnvirku sjónvarpi. Auk þess
hafa Háskóli íslands, Háskólinn á
Akureyri og Póstur og sími ásamt
Ríkisspítölum sótt um styrk til að
prófa notkun breiðbands. Markmiðið
með því væri að tengja saman skóla
á háskólastigi, heilsugæslustofnanir
og aðrar rannsókna- og mennta-
stofnanir um allt land. Það myndi
styrkja samstarf Háskóla Islands og
annarra skóla á háskólastigi sem og
auka möguleika almennings um allt
land á símenntun. „Þetta er það sem
verið er að gera í öllum öðrum lönd-
um, þ.e. að koma á laggirnar neti
sem tengi saman helstu rannsókna-
og menntastofnanir. Þessi net eru
svo að tengjast saman um alla Evr-
ópu og það sama er að gerast í
Bandaríkjunum. Þetta var hugsað
sem tilraun í þessa átt en okkur var
neitað um styrkinn svo ég veit ekk-
ert hvemig þetta fer.“
Fjarkennslan ekki ódýr lausn
I Háskóla íslands eiga menn fullt í
fangi með að halda grunnnáminu í
horfinu enda peningar af skornum
skammti. Rögnvaldur segir að fjar-
kennslan sé ekki ódýr kostur. Hún
kalli á breytta kennsluhætti, endur-
mennta þurfi kennara, auk þess sem
búnaðurinn kosti sitt. Við Háskólann
hefur verið starfandi fjarkennslu-
nefnd en hún var lögð niður í fyrra-
haust í sparnaðarskyni. Nefndin
hafði kannað möguleika á fjar-
kennslu og notkun nýrrar tækni inn-
an Háskólans. Hún taldi ákveðinn
tæknilegan grunn skorta innan skól-
ans. Hún ályktaði að fyi’sta skrefið
væri að skapa aðstöðu með kaupum
á tækjabúnaði til að ýta undir verk-
lag í kennslu sem síðar gæti nýst í
fjarkennslu.
„Menn ættu að hugsa þetta sem
nýja tækni í kennslu. Það er munur á
því að hugsa um fjarnámið sem eitt-
hvert nýtt og afmarkað fyrirbæri og
því að breyta kennsluháttum. Með
því að nýta nýjar aðferðir við það
sem þegar er verið
að kenna skapast
tækifæri jafnt fyrir
fólk hér á Melunum,
í Austurbænum, á
Selfossi og alveg
vestur á Isafjörð.
Það er þegar komin
reynsla á þetta er-
lendis. Fjarkennsla
hefur einkum í fór með sér aukið
framboð, þjónustu og möguleika.
Kostnaðurinn er þó síst minni. Yfir-
leitt verður að ganga betur frá efni,
það kallar á meiri vinnu kennara,
auk þess sem samskipti kennara og
nemenda vilja verða meiri og tíma-
frekari í fjarnámi. Það virðist dálítill
misskilningur á ferðinni um að fjar-
námið sé ódýrt og við getum farið að
framleiða nemendur á færibandi
með litlum tilkostnaði. Hugmynda-
fræðin á bak við þetta er sú að auka
aðgengi að menntun og bæta
kennslu. I Bandaríkjunum þar sem
töluvert framboð hefur verið á fjar-
kennslu hefur það sýnt sig að nem-
endur í staðbundnu námi hafa sótt í
þá kennslu líka og það byggist á því
að þeir eru ekki eins bundnir af
stundaskrá. Menn taka þá gjaman
hluta af sínu námi í þessu formlega
kerfi, kannski 2-4 af 5 áföngum og
hafa hina svo meira í hendi.“
Leiðir til Iausna
Rögnvaldur sér þá möguleika
helsta til að þróa fjarkennslu að
nýta sér það sem þegar hefur verið
gert í Endurmenntunarstofnun. Þó
hefur engin formleg umræða farið
fram um það. „Starfsfólk Endur-
menntunarstofnunar er vant því að
sjá um nemendur utan skóla og
ganga frá kennsluefni á annan hátt.
Þau vinnubrögð sem þar tíðkast
samræmast fjarkennslutækni að
mörgu leyti miklu betur. Ef vel
tekst til við að þróa öflugt fjarnám
við Endurmenntunarstofnun, hefur
Háskólinn fyrirmynd og efth’leikur-
inn ætti þá að verða auðveldari."
Rögnvaldur segir að það verði þá
líka að fylgja málinu eftir og ekki
láta staðar numið við Endurmennt-
unarstofnun. Það eigi ekki að skilja
fjarkennsluna og aðra starfsemi
skólanna of mikið í sundur. „Þetta
mundi líka gera skólunum kleift að
auka þjónustu almennt séð og það
er pólitísk krafa í dag. Það hefur
sýnt sig í Kennaraháskólanum að
fjarnámið er nauðsynlegur kostur
fyrir fólk úti á landi sem ekki hefur
aðstöðu til eða áhuga á að taka sig
upp og flytjast búferlum. Þeir sem
flytjast á höfuðborgarsvæðið vegna
náms eru líklegir til að ílendast þar
og menntunin skilar sér þar af leið-
andi ekki nógu vel heim í byggð.“
Fjarkennsla á frumstigi
Guðrún Geirsdóttir kennari í
kennslufræðum hefur með einum
eða öðrum hætti komið að flestum
formlegum tilraunum til fjarkennslu
í Háskólanum. Hún hefur umsjón
með myndsímabúnaðinum sem
Póstur og sími lánaði Háskólanum í
tvö ár til að byggja upp fjarkennslu
og er að skoða hvernig slík tæki
gagnast best frá sjónarhorni
kennslufræðinnar. „Mitt hlutverk er
m.a. að hvetja fólk til að nota tækin
og aðstoða við að finna í hvaða námi
þau henta best en búnaðurinn hent-
ar ekki öllu námi.“ Guðrún hefur
líka með höndum það verkefni að
kanna grundvöll fyrir fjarnámi með-
al kennara Endurmenntunarstofn-
unar. „Mér finnst spennandi hvernig
hægt er að nota þessa fjarkennslu-
tækni í staðbundnu námi. I hefð-
bundnum áfanga hér í Háskólanum
heldur kennari fyr-
irlestur og nemend-
ur lesa efnið og
spyrja spurninga.
Sumir kennarar
hafa verið með til-
raunir til að færa
sig aðeins út fyrir
þetta með því að
nota tölvupóstinn til
samskipta við einstaka nemendur
eða tengja nemendur saman með
póstlista. Nokkrir kennarar hafa
líka búið til vefsíðu fyrir sín nám-
skeið þar sem þeir leggja fram allar
upplýsingar og öll gögn. Sumir taka
á móti verkefnum í gegnum vefsíð-
urnar eða í tölvupósti. Þetta eru í
raun fjarkennsluaðferðir sem eru
notaðar til hægðarauka í stað-
bundnu námi. Fjarkennslan við Há-
skólann er þessu stigi að það vex
eitthvað í kringum einstaka áhuga-
sama kennara. Það er dálítið tilvilj-
unarkennt hvernig það gerist."
Kostir og gallar
Það eru mjög mismunandi út-
færslur á fjarkennslu til og hver hef-
ur sína kosti og galla. Guðrún segist
aðhyllast þá hugmyndafræði að nám
sé því betra því gagnvirkara sem það
sé. „Mér finnst mikilvægt að nem-
endur fái svörun, geti komið fram
með sínar hugmyndir og haft áhrif á
námið. En það er ekki öllum neitt
sérstaklega annt um það. I fjai’-
kennslu eins og tíðkast í bréfaskól-
um er mikil fjarlægð milli kennara
Kennarar ekki
vanir að útbúa
námsefni til
fjarkennslu