Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Samvirkni í
hugsun og túlkun
TOJVLIST
Listasafn Sigurjóns
ðlafssonar
KAMMERTÓNLEIKAR
Guðrún Óskarsdöttir og Kolbeinn
Bjarnason fluttu fjögur verk eftir
Leif Þórarinsson. Föstudaginn 8. apr-
íl 1998.
ÖLL tónskáld eiga sér einhvern
afmarkaðan tíma á lífsleiðinni sem
hefur haft sérstaka þýð-
ingu fyrir sköpunarstarf
hvers og eins og svo á
við um þau fjögur verk,
sem flutt voru á kamm-
ertónleikum Guðrúnar
og Kolbeins sl. skírdag í
Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar. Verkin fjög-
ur eru samin til flutn-
ings á sumartónleikun-
um í Skálholti, árin
1989, ‘79 og ‘87 og ætluð
leiksnillingunum Manu-
elu Wiesler og Helgu
Ingólfsdóttur.
Fyrsta verk tónleik-
anna ber nafnið Sónata
með „Da“ fantasíu og er
yngsta verkið frá 1987
og er fyrir sembal, „Da“ fantasían
sjálf er samin sex árum fyrr (1979)
en það er þó margt sameiginlegt,
bæði er varðar stefgerðir og sam-
skipan radda en þama má heyra
sterka tilfínningu Leifs fyrir
kontrapunktískum vinnubrögðum,
með tilvísan til gamalla tóntegunda
og stefbrota er minna á forn-ís-
lenska helgitónlist. Verkin eru al-
varleg og sterkt íhugandi tónlist,
tónlist sem gerir kröfur til hlust-
andans og sem ein heild er líklega
ein bestu verk Leifs.
Leikur Guðrúnar Óskarsdóttur
var glæsilegur og náði hún að
skerpa þá alvöru sem
er baksvið verkanna,
sérstaklega þar sem
skírskotað er til fornr-
ar helgitónlistar og má
segja að flutningur
hennar á þessum erf-
iðu og löngu verkum,
sé hennar stórskírn
sem sembalista.
Þriðja verkið á tón-
leikunum var Sónata
per Manuela (1978),
sem líklega er þekkast
þessara verka og hefur
það verið flutt víða um
heiminn. Það sem
heyra má í þessu verki,
sem er samið fyrir ein-
leiksflautu og Kol-
beinn lék af sinni alkunnu snilld, er
sú hamingja gleðinnar, eins konar
sumarfógnuður, sem þó blómstraði
í lokaverki tónleikanna, Sumarmál-
um, frá sama ári. Kolbeinn er
galdramaður á flautuna sína og
náði að undirstrika þá sérkennilegu
samskipan gleði og alvöru, sem rík-
ir í þessu verki, gleðina í skemmti-
legum langferlisfléttum og alvör-
una í hægferðugum tónhendingum
og náði þessi stórkostlega túlkun
hans hámarki í lokaverkinu, þar
sem hann og Guðrún skópu eftir-
minnilegan samleik í hinu frábæra
verki Sumarmálum, sem er líklega
eitt allra besta og heildstæðasta
verk Leifs.
Öll fjögur verkin eru að mörgu
leyti samstofna en það er auðvitað
ekki aðeins bundið við notkun
stefja, heldur er öll vinnan unnin á
sama verkstæði og nokkuð á svip-
uðum tíma og við þær aðstæður,
sem ef til vill áttu sérlega vel við
Leif, verandi austur í Skálholti, í
samstarfi við flytjendur, þ.e. að
skapa og skynja í sömu andrá. Slíkt
á ekki við öll tónskáld en Leifur var
þarna í essinu sínu og trúlega verða
þessi Skálholtsverk hans talin með
bestu verkum hans, er fram líða
stundir.
Guðrún og Kolbeinn hafa með
þessum tónleikum birt okkur þann
sannleik, að langunnið samspil gef-
ur ekki aðeins af sér samtaka leik,
heldur samvirkni í hugsun og túlk-
un, sem stendur ofar því að spila
réttar nótur og er efamál að nokk-
urt íslenskt tónskáld hafí verið flutt
af eins mikilli alúð og listfengi og
átti sér stað í samspili Guðrúnar og
Kolbeins á þessum sérstæðu „vor-
tónleikum“ í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar.
Jón Asgeirsson
Leifur Þórarinsson
tónskáld
S0REN Kierkegaard
námskeið, hið síðara,
verður haldið í Norræna
húsinu sunnudaginn 19.
apríl kl. 14 til 18, en
fyrra námskeiðið var
haldið miðvikudaginn
15. apríl og var það
hugsað sem inngangur
að því síðara.
I kynningu segir: „A
velja eða velja ekki, það
er spumingin". Danski
heimspekingurinn
Soren Kierkegaard
spurði endurtekið þess-
arar spurningar í yfír-
gripsmiklum ritverkum
sínum og öðlaðist vegna
þessa frægð, er náði
langt út fyrir fósturland
hans og samtíð.
Jon Hoyer lektor í
dönsku við Háskóla Islands fjallaði í
framsöguerindi sínu um ritverkin í
heild og dró sínar ályktanir, einkum
varðandi tilvistarstefnuna.
Síðara námskeiðinu
er skipt í þrjá hluta.I
upphafi mun Sigríður
Þorgeirsdóttir, lektor
við Háskóla Islands,
vera með stutt yfirlit á
íslensku um Kier-
kegaard-námskeiðið,
einkum heimspekilega
og guðfræðilega þætti
þess.
Síðan mun Joakim
Garff, lektor við Kaup-
mannahafnarháskóla
kynna verk Spren Kier-
kegaards: Að skrá lífs-
hlaup sitt í . ritverk.
Grunnhugmyndin er að
ritsmíðin er bæði krefj-
andi og gefandi lesning,
ekki aðeins heimspeki-
lega og guðfræðilega
heldur einnig tilvistar-
lega, því að lesandinn er stöðugt
minntur á sín eigin viðhorf og at-
hafnir. Aðalatriðið er að berjast fyrir
skoðunum sínum. Kierkegaard
kunni sjálfur þá list að láta verkin
tala, jafnvel í bókstaflegri merkingu
þeirra orða. Hann nýtti lífsreynslu
sína til fulls. Líf hans og ritverk víxl-
verka: Raunveruleikinn verður
skráður og ritverkið verður raun-
verulegt.
Að lokum mun Finn Hauberg
Mortensen, prófessor við Háskólann
í Odense, fara í gegnum hið stór-
merka verk hans „Annaðhvort-Eða“.
Fyrirlesturinn kallar hann: Val og
raunveruleiki. Táldráttur og skulda-
játning. Kierkegaard er einmitt
þekktur fyrir áherslu sína varðandi
það að taka afstöðu. Meðvitað val
vai'ðandi Iífsskilning rífur einstak-
linginn frá hefðum og venjum, en
gefur einnig til kynna mikilvægar
skuldbindingar. Fyrirlesturinn mun
varpa ljósi á tema ritverksins „Ann-
aðhvort-Eða“ ásamt fjölda dæma er
tengjast því úr heimspeki og bók-
menntum. Áhersla verður lögð á að
skýra Don Juan út frá þeim hluta
verksins er gengur undir nafninu
„Dagbók táldragarans“. Sá sem er
táldreginn og selur sig missir mögu-
leikann á að velja.
Joakim Garff og Finn Hauberg
Mortensen eru auk þess meðritstjór-
ar af heildarútgáfu verks Soren
Kierkegaards. Heildarútgáfan er 55
bindi, þar af hafa 7 hin fyrstu verið
útgefín. Þau verða lögð fram og
kynnt í sal Norræna hússins.
Soren Kierke-
gaard-námskeið
S0REN Kierke-
gaard námskeið
verður haldið í Nor-
ræna húsinu á
sunnudaginn kemur.
Nálægð eða
fíarlægð?
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
MARKÚSARGUÐSPJALL
Leikari: Aðalsteinn Bergdal.
Leikstjóri: Trausti Ólafsson.
Leikmynd: Manfred Lemke.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Renniverkstæðið 13. apríl
EFTIR ÓFYRIRSÉÐAR tafir
frumsýndi Leikfélag Akureyrar að
kvöldi annars páskadags einleikinn
Markúsarguðspjall sem eins og tit-
illinn bendir til er samansettur af
nokkuð styttum texta Markúsarguð-
spjalls Nýja testamentisins. Þar
með féll saman frumsýning á verk-
inu og hátíðarsýning í tilefni af 30
ára leikafmæli Aðalsteins Bergdals
sem er eini leikari sýningarinnar.
Trú og leiklist hafa löngum átt
samleið, enda talið að upphaf leik-
listar sé að fínna í trúarlegu ritúali
og helgileikjum. Leiklist var oft
framin í kirkjum hér áður fyrr á öld-
um og einnig voru biblíusögur löng-
um mikill brunnur fyrir efni í leik-
sýningar. Það mun þó ekki, svo vitað
sé, vera algengt að textar guðspjall-
anna hafi verið búnir í leikrænan
flutning, líkt og í þeirri sýningu sem
hér er til umræðu. (Nema maður
vilji líkja athæfi prestsins fyrir
framan altarið og í ræðustólnum við
leiklist.)
Eins og nærri má geta er hér um
að ræða mikla áskorun fyrir leikara,
að læra þennan mikla texta, að vera
einn á sviðinu allan leiktímann, að
túlka þessa mestu frásögn vest-
rænnar menningar: frásögnina af
lífí, starfí, dauða og upprisu Krists.
Aðalsteinn Bergdal rís vel undir
þessu erfíða verkefni. Hann fór fag-
mannlega og af öryggi með textann
og fípaðist aðeins örsjaldan sem
telja má eðlilegt á frumsýningu. Að-
alsteinn hefur sterka og hljómmikla
rödd sem barst vel um allan sal,
jafnvel þótt hann sneri baki í áhorf-
endur. Hitt er annað mál að textinn
sem hér um ræðir er ekki mjög leik-
rænn, hann er fyrst og fremst í frá-
sagnarformi: frásagnir af starfí
Jesú, kraftaverkum hans og
dæmisögum. Það reynir því mjög á
leikarann og leikstjórann að finna
leiðir til að lífga þessar frásagnir á
leikrænan hátt.
Trausti Ólafsson leikstýrir hér í
fyrsta sinn eftir að hann tók við leik-
hússtjórastarfí hjá LA fyrir tveimur
árum síðan. Eðli verksins sam-
kvæmt er honum nokkur vandi hér á
höndum því einleikurinn býður ekki
upp á mikinn fjölbreytileika í flutn-
ingi. Lausnir Trausta felast fyrst og
fremst í mismunandi staðsetningum
og hreyfingum leikarans í því ein-
falda og fremur takmarkaða rými
sem hann hefur til umráða, ásamt
því að virkja látbragð og svipbrigði
sögumannsins. Til lengdar urðu
hreyfíngar og staðsetningar leikar-
ans nokkuð endurtekningarkenndar
og fyrirséðar - enda möguleikarnir
takmarkaðir. Enginn er skrifaður
fyrir búningi Aðalsteins og því skrif-
ast sú ákvörðun að hafa hann
klæddan upp á nútímavísu - í svört-
um gallabuxum og peysu - líklega
einnig á leikstjórann. Þetta að því er
virðist smáa atriði er síður en svo
smávægilegt. Með því að klæða
sögumanninn á þennan hátt er frá-
sögnin tekin úr því samhengi sem
við þekkjum hana í, líklega í þeim
tilgangi að gefa henni yfirbragð
tímaleysis og algildis. En þetta at-
riði, ásamt þeirri staðreynd að túlk-
un Aðalsteins Bergdal var heldur
ekki í þeim „biblíulega anda“ sem
við tengjum frásögnum guðspjall-
anna, gerði það að verkum að nokk-
ur fjarlægð myndaðist á milli text-
ans og boðskaps hans, svo að segja.
Þegar ég segi að túlkun Aðal-
steins hafí ekki verið í þeim „biblíu-
Iega anda“ sem allir þekkja á ég
fyrst og fremst við túlkun hans á
Kristi. I túlkun Aðalsteins fór nefni-
lega lítið fyrir þeirri mildi sem við
tengjum við Krist framar öðru, jafn-
vel er fremur hægt að segja að
Kristur í túlkun Aðalsteins hafi virk-
að ögn stærilátur, jafnvel full sjálfs-
ánægður. Þessi túlkun er kannski í
anda þess skilnings að Jesú hafi
fyrst og fremst verið uppreisnar-
maður sinna tíma, risið upp gegn
pólitísku valdi og kúgun. En þótt
slík túlkun sé athyglisverð þá fellur
fagnaðarerindi Jesú, fyrirgefningin,
mildin og fórnin í skuggann. Afleið-
ingin er sú fjarlægð sem ég nefndi
hér að ofan milli texta og boðskaps.
Eins og fram er komið er áhersla
uppsetningarinnar fyrst og fremst á
flutning leikarans og umgjörð því öll
einfölduð. Sviðsmynd Manfreds
Lemke er einföld en stílhrein og
ljósahönnun Ingvars Björnssonar að
sama skapi hófleg. Ljósin gegna þó
stóru hlutverki í að kaflaskipta frá-
sögninni og tókst slík beiting þehra
ágætlega. Einnig var notkun Ijóss
og skugga áhrifarík í einstaka atriði
og hefði jafnvel mátt nota skugga-
myndir á meiri og markvissari hátt.
í heild er þessi uppsetning at-
hyglisverð og fagmannlega unnin.
Hins vegar truflaði mig sú túlkunar-
leið sem Trausti og Aðalsteinn velja
að fara. Önnur, kannski hefðbundn-
ari, túlkun á Kristi hefði að mínu
mati skapað meiri nálægð milli flytj-
anda og áhorfenda og því verið
áhrifaríkari.
Soffía Auður Birgisdóttir
Götóttur glæpavefur
KVIKMYNDIR
R i* g n b o g i n n,
Sambíóin Álfabakka
JACKIE BROWN ★★%.
Leikstjóri Quentin Tarantino.
Handrit Tarantino, byggt á bókinni
Rum Puncheftir Elmore Leonard.
Kvikmyndatökustjóri Guillermo Na-
varro. Aðalleikendur Pam Grier.
Samuel L. Jackson, Robert De Niro,
Robert Forster, Bridget Fonda,
Michael Keaton. 154 mín. Banda-
rfsk. Miramax 1997.
AF og til koma upp kvik-
myndagerðarmenn sem vekja
meiri athygli en aðrir, einn þeirra
er leikstjórinn og handritshöf-
undurinn Quentin Tarantino.
Fyrsta myndin hans, Reservoir
Dogs, (‘91) var fima sterk og
frumleg, að maður tali ekki um
frá hendi nýliða. Tarantino bætti
jafnvelv um betur með næstu
mynd,AF’u/p Fiction, (‘94), menn
gerðtr'því skóna að snillingur
væri Upp risinn meðal hinna ungu
og frísku kvikmyndargerðar-
manna í Hollywood. Eftir vel-
gengni Pulp Fiction leyfði Tar-
antino sér að galgopast dálítið,
lék í nokkrum misjöfnum mynd-
um, einsog Girl 6, Destiny Turns
on the Rndio og From Dusk till
Dawn, sem hann skrifaði að auki.
Tarantino hefur orðið samnefn-
ari þeima sem vilja fá ferska
vinda frá kvikmyndaborginni,
enda ekki vanþörf á. Þeim verður
Jackie Brown lítið annað en fag-
mannleg vonbrigði. Ef hann er
hinsvegar tekinn einsog hver
annar, efnilegur, ungur maður,
sem uppskar erfiði áralangi'ar
vinnu í tveimur fyrstu myndunum
sínum, þá er sama Jackie Brown,
fagmannleg , dálítið frumleg
mynd, sem er þó á mörkum þess
að drekkja sér í hömlulausri
lengd.
Aðalpersónan í þessum glæpa-
og gamanmálum er J.B. (Pam
Grier), flugfreyja, sem er búin að
lifa sitt fegursta, líkt og vélar-
kosturinn sem hún flýgur á - á
milli L.A. og Mexíkó. Til að
drýgja láglaunin og safna í sarp-
inn til eftirlaunaáranna, hefur
hún tekið að sér aukabúgrein;
peningaflutninga fyrir Ordell
(Samuel L. Jackson), smákrimma
sem vill vera stórkrimmi, og á
hálfa milljón dala í illa fengnu fé
niðri í Mexíkó. Löggan er búin að
fá veður af þessum hæpnu „milli-
færslum“, einnig skilorðsgæslu-
maðurinn Louis (Robert Forst-
er), auk hjásvæfu Ordells, hinnar
gufurugluðu og bólglöðu Melanie
(Bridget Fonda) og seinheppins
hjálparmanns hans (Robert De
Niro). Allir reyna að snúa á alla,
en aðeins einn stendur uppi að
lokum, með fúlguna í höndunum.
Elmore Leonard er greinilega
einn af æðstu prestum Tarantin-
os. Með allar sínar skrautlegu og
lánlausu persónur, sem allar eru
mismunandi miklar minnipoka-
manneskjur. Uppákomumar með
ólíkindum, flétturnar margar og
snúnar og atburðarásin jafnan
meinfyndin. Tarantino er svo
heillaður af sögumanninum að
hann gerir bókinni Rum Punch
þann vafasama heiður að mynda
hana nánast spjaldanna á milli.
Utkoman er langhundur með
firna skemmtilegum persónum,
sem undantekningarlaust eru í
fínum höndum stórskemmtilegs
leikhóps. Utsjónarsemi Tarantin-
os í Jeikaravali er það helst sem
minnir á fyrri myndir kappans,
auk nokkurra góðra kafla, sem
sumir minna á mynd annars læri-
meistara leikstjórans, The KiIIing
eftir meistara Kubricks.
Þrátt fyrir alla sína lengd er
Jackie Brown prýðileg skemmt-
un, glórulaust ofbeldið sem ein-
kenndi fyrri myndir Tarantinos
nánast horfið, nema sem nauð-
synlegt krydd í þessa gráglettnu
jaðartilvera. Robert De Niro er
óborganlegur sem einskisnýtur
aulabárður og þá er gaman að sjá
tvær smástjörnur frá sjöunda
áratugnum, Robert Forster og
Pam Grier, með fullri reisn.
Sæbjörn Valdimarsson