Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 62
, 62 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM • • Frá A til O: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? Skemmtileg blanda Dags daglega leggja ungir sem aldnir leið sína á Café Karolínu á Akureyri, þótt ungt fólk að skemmta sér hafí verið þar í meiri- hluta, þeffar Hildur Loftsdóttir leit þar inn á páskada^snótt. ÞAÐ hefur lengi þótt upplagt að leggja í skemmtiferð til Akureyrar hvort sem Hlíðarfjall, Samkomu- húsið eða Akureyringar sjálfir eru aðalaðdráttarafl ferðalanga. Gestir bæjarins hafa nú úr mörgu að velja þegar á að bregða undir sig betri fætinum í höfuðstað Norðurlands því skemmti- og veitingastaðimir eru orðnir fjölmargir. Café Karolína stendur við Kaup- vangsstræti, sem flestir þekkja sem Gilið, og heitir eftir gistihúsinu Caroline Rest, sem lengi stóð á svipuðum stað. Um síðustu aldamót reysti Þjóðverji nokkur húsið og nefndi í höfuðið á móður sinni. Hann hafði einnig gerst svo sniðug- ur að setja á fót hesthús fyrir bænd- ur sem höfðu erind- ____________ um að sinna I kaup- staðnum. Vigni Má Þormóðssyni eig- anda og fram- kvæmdastjóra Café Karolínu fannst upp- lagt að nefna kaffl- húsið sitt eftir gisti- húsinu sem á sínum tíma setti mikinn svip á bæinn, og nú þykir Café Karolína ómissandi hluti af bæjarlífinu jafnt fyrir bændur sem aðra. Café Karolína skiptist í tvo hluta; uppi og niðri og eru stílar hæðanna mjög ólíkir. Uppi er dekkra yfirlitum; þykkir og djúpir leðursófar hvíla lúna skíðarassa og aðra í rómantískari hugleiðingum. Stór motta er á gólfinu og dökklökkuð antikborðstofuborð og stólar em upplögð fyrir konur með tertur á daginn og en nú sátu þar strákar að spila. Dökkgrænir vegg- ir bera ámálaðar kúlur eftir lista- manninn Sigurð Arna Sigurðsson, og Leikfélag Akureyrar hafði feng- ið að færa sér efri hæðina í nyt og skreytt með ýmsu skemmtilegu til að minna á sýningu sína á „Söngva- seið“. Niðri er léttari blær yfir hlutunum þar sem dæmigerð kaffi- húsastemmning ræður ríkjum og nóg að gera á barnum. Um þessar mundir sýnir Hallgrímur Ingólfs- son innanhússarkitekt og grafískur hönnuður verk sín, en skipt er um sýningu á mánaðar fresti. Það er setið við öll borð og flestir gest- anna eru ungt fólk úti á lífinu. Vignir Már segir viðskiptahópinn mjög fjölbreyttan. „Ætli megi ekki segja að ýmiskonar listafólk og listunnendur séu stærsti hópur við- skiptavinanna. Skólafólk setur líka mikinn svip á staðinn, og er t.d. Myndlistaskóli Akureyrar hinum megin við götuna, auk Menntaskól- ans og Verkamenntaskólans sem eru ekki langt undan. Annars er þetta allskonar fólk á öllum aldri, og þannig þarf það að vera í bæ af þessari stærð. Þetta er skemmtileg blanda." Og það var ekki hægt að segja annað en að viðskiptavin- irnir væru ánægðir með stemmninguna og þjónustuna sem ríkir á Café Karolínu því þegar blaðamaður spurði hvers vegna þeir kæmu þangað fékk hann eftirfar- andi svör; „Mér þykir rósemdin hér á efri hæðinni góð, og kem hingað alltaf til að reykja og spila, bæði um helg- ar og virka daga. Þetta er fastastað- urinn, hann er „chillo", sagði spila- strákurinn. „Þetta er langþægilegasti staður- inn til að vera á, hér er maður látinn í friði og getur spjallað við félag- ana,“ sagði námsmaðurinn. „Eg kem hingað út af félags- skapnum, hingað koma allir. Það er ekki spuming að þetta er svalasti staðurinn í bænum“, sagði unga konan. „Hér er svo heimilislegt, það er svo gott,“ sagði listamaðurinn. KRISTJÁN Bergmann og Sigurður Árni Svanbergsson spiluðu kana. AKUREYRI • Café Karolína opnaði 10. júní 1993 og verður því fímm ára í sumar. • tírval léttra rétta á viðráðan- legu verði fæst á Café Karolfnu. Kökuúrvaiið þykir einstaklega mikið og ijúffengt og er mar- engskaka hússins nú fræg norð- an heiða. Allir fá ábót af venju- Iegu kaffí þótt þeir hafi verið að drekka eitthvað annað á undan. • Stór bjór á krana kostar 500 krónur en sá minni 400. • Allar kökur sem eru á boðstólum á Café Karolínu eru heimabakaðar. • í hádeginu er boðið upp á súpu dagsins ásamt brauði og osti eins og hver hefur magarúm fyrir gegn 400 krónum. • Á sumrin er innangengt í Deigluna þar sem eru djasstón- leikar hvert fimmtudagskvöld í samvinnu við Listasumar. • Café Karolína er opin frá 10-1 virka daga en til 3 um helgar. Ræðulið Verslunarskóla íslands 0G VAKANDI , Morgunblaðið/Golli Á NEÐRI hæðinni á Karólínu er gott að tylla sér niður í mesta hversdagsamstrinu, fá sér eitthvað í gogginn og virða fyrir sér nýjustu afsprengi listamanna bæjarins sem kjósa að setja upp sýningar á kaffihúsinu. Menntaskóladömurnar Berglind Ragnarsdóttir og Tinna Rún Einarsdóttir segjast koma á Karolínu á hverjum degi. „Ræðukeppni Morfis er mjög krefjandi, þess vegna notuðum við Rautt eðal- gingseng þegar reyndi á athygli og þol. Þannig komumst við í andlegt jafnvægi og jukum úthaldið." Sigurvegarar í Morfis 1997 og 1998. RAUTT EÐAL GINGSENG - Það er vit í því Hvert hylki inni- heldur 300 mg af hreinu rauðu eðalgingsengi. CAFÉ KAROLÍNA JÓN Laxdal, Kristján Pétur Sigurðsson og Þröstur Ásmundsson voru að fá sér kaffi og vildu ekki láta taka mynd af sér. ELFA Þórólfsdóttir með kræsilegar heimabakaðar kökur á Karolínu. mSmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.