Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 85. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR16. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Borgar- stjóri Teheran látinn laus Teheran. Reuters. ÍRÖNSK yfirvöld slepptu í gær úr haldi borgarstjóranum í Teheran, sem setið hefur í varðhaldi síðan 4. apríl, sakaður um spillingu. Hand- taka hans dró fram í dagsljósið valdabaráttu milli hófsamra og íhaldssinna í íranska stjórnkerfinu. Iranska fréttastofan IRNA greindi frá lausn borgarstjórans, Gholamhossein Karbaschi, í gær en greindi ekki frekar frá málavöxtum. Ahmad Bourghani, aðstoðarmenn- ingarmálaráðherra landsins, stað- festi í samtali við Reuters að Kar- baschi hefði verið látinn laus. ■ Lagði Rafsanjani/26 -------------- Pol Pot sagður látinn SJÓNVARPSSTÖÐIN CNN greindi frá því í nótt að Pol Pot, fyrrverandi leiðtogi Rauðu Kmer- anna, væi-i látinn. Hann mun hafa fengið hjartaáfall og var á áttræðis- aldri. Pol Pot hefur jafnan verið tal- inn bera mesta ábyrgð á fjöldamorðum sem framin voru í Kambódíu 1975-1979. Pol Pot leiddi þá stjórn kommúnista sem myrti fjölda þegna sinna og olli gífurlegri hungursneyð. Er talið að um tvær milljónir manna hafi látist á fjög- urra ára valdatíma Pots. Eftir inn- rás Víetnama í Kambódíu flýði Pol Pot tii fjalla. Stjórnarher Kambódíu hefur viljað koma höndum yfir Pot og sögðust leiðtogar Rauðu Kmer- anna síðast í fyrradag tilbúnir að láta hann af hendi. * 0 Oraníureglan mælir gegn samþykkt friðarsamkomulags á N-Irlandi Stuðningur almennings virðist vera afgerandi Reuters. KLERKURINN Ian Paisley á blaðamannafundi í gær þar sem kynnt var kosningaherferð gegn samþykkt samkomulagsins á N-Irlandi. Paisley var ómyrkur í máli á fundinum. Belfast. Daily Telegraph og Reuters. ÓRANÍUREGLAN, sem er eins konar heildarsamtök sambands- sinna á N-írlandi, kaus með afger- andi meirihluta á fundi í gær að mæla ekki með friðarsamkomulag- inu sem náðist fyrir helgi að svo stöddu. Stjórnmálaskýrendur túlka niðurstöðuna sem ósigur fyrir Da- vid Trimble, leiðtoga Sambands- flokks Ulster (UUP), sem beitt hef- ur sér fyrir samkomulaginu, en hann lét engan bilbug á sér finna í gær og niðurstöður skoðanakönn- unar sem birt er í dagblaðinu The Irish Times í dag gefa til kynna að 73% íbúa N-írlands styðji sam- komulagið. Aðeins 14% íbúa virðast mótfallin samkomulaginu og 13% hafa ekki gert upp hug sinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram 22. maí næstkomandi og er hér á ferðinni fyrsta vísbending um af- stöðu almennings. Hlýtur hún að glæða vonir stuðningsmanna samn- ingsins og styrkja stöðu Trimbles. Fyrr um daginn hafði sambands- sinninn Ian Paisley og flokkur hans (DUP) hafið kosningaherferð gegn samkomulaginu. Paisley sagði á blaðamannafundi að breska og írska ríkisstjórnin væru sekar um „svik, lygar og þjösnaskap" og taldi víst að þær myndu nota „öll sín lúaleg- ustu brögð“ til að fá samninginn samþykktan í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Paisley telur samninginn leiða til sameinaðs Irlands, sem hann hefur ávallt verið mótfallinn, og hvatti íbúa N-írlands til að segja nei við honum. Hann sagðist njóta yfir- gnæfandi stuðnings meðal sam- bandssinna, ekki síður innan UUP, þrátt fyrir að flokkurinn hefði stað- ið að samkomulaginu. Joel Patton, einn harðlínumanna innan Óraníu- reglunnar, sagði í gær samninginn alger svik og taldi Óraníuregluna verða að leiða andstöðu gegn hon- um. „David Trimble hefur selt Ulst- er í hendur andstæðinganna." Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti hins vegar íbúa N- Irlands í gær til að hlusta fremur á raddir þeirra sem vilja bjartari framtíð til handa N-írlandi, og sem samþykkja ætla samninginn. Það er kannski kaldhæðnislegt en Paisley á í herferð sinni heldur óvenjulega skoðanabræður því inn- an raða lýðveldissinna (IRA, INLA) eru margir sem ekki vilja sam- þykkja samninginn. Þessir „skoð- anabræður" Paisleys voru viðfangs- efni auglýsinga sem DUP birti í dagblöðum í gær en þar var því haldið fram að friðarsamkomulagið leiddi til þess að „morðingjum" yrði sleppt lausum úr fangelsi. Þar er vísað til ákvæðis í samkomulaginu um að föngum sem nú sitja inni í breskum og írskum fangelsum fyrir glæpi á vegum öfgasamtaka verði sleppt lausum innan tveggja ára. Irsk yfirvöld tóku fyrsta skrefið í þessa átt í fyrrakvöld þegar þau slepptu úr haldi níu IRA-mönnum, en enginn þeirra var að afplána dóma fyrir morð. Lausn fanganna vakti mikla reiði Paisleys og félaga, sem sögðu ákvörðunina „skammarlega og fyr- irlitlega" og vísi að því sem koma skyldi. Reuters Mafíuforingi í járnum ÍTALSKA lögreglan hefur haft hendur í hári Vito Vitale en talið er, að hann hafi tekið við af Sal- vatore Toto Riina sem „foringi foringjanna" í mafíunni á Sikiley. Hér er verið að færa hann í fang- elsi í Palermo en lögreglan sat fyrir honum við búgarð skammt frá borginni þar sem hann hefur verið í felum. Enn deilt um stöðu rússneska minnihlutans í Lettlandi Persson lýsir stuðningi við ákvarðanir Letta Almaty, Riga. Reuters. GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lýsti því yfir eftir fund með ráðamönnum í Riga í gær að hann styddi þær aðgerðir sem lett- nesk stjórnvöld hefðu ákveðið að grípa til í því skyni að koma til móts við óánægju fólks úr rússneska minnihlutanum í landinu. Sagði Persson þessar aðgerðir bæta horf- ur Letta á að hljóta aðild að Evrópu- sambandinu. Öryggis og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, gagnrýndi í gær efnahagslegar refsiaðgerðir Rússa gegn Lettlandi, sem þeir hafa ákveðið að grípa til í mótmælaskyni við þá meðferð sem hinn fjölmenni rússneski minnihluti í Lettlandi hef- ur sætt, en stór hluti hans hefur ekki fengið lettneskan ríkisborgara- rétt. ÖSE ósátt við þvinganir Rússa „ÖSE er ekki sátt við þessa refs- ingastefnu gagnvart Lettlandi," sagði Bronislav Geremek, sem fer með forsæti í stofnuninni um þessar mundir, á blaðamannafundi í Kazakstan, þar sem hann er staddur í opinbei-um erindagjörðum. „Okkur finnst að viðbrögð Rússa hafi ekki verið í sanngjörnu sam- ræmi við það sem hefur verið að gerast í Lettlandi," sagði Geremek. Stjórnvöld í Moskvu, sem hafa kosið að tala ekki um þvinganir í þessu sambandi, hafa lýst því yfir að þau muni beita „hnitmiðuðum efnahagslegum aðgerðum" gegn Lettlandi vegna þess sem þau kalla brot á réttindum rússneska minni- hlutans þar, en hann er meira en fjórðungur íbúa landsins. Frá því Sovétríkin hrundu 1991 og Lettland endurheimti sjálfstæði sitt hafa margir hinna 700.000 Rússa sem þar búa ekki fengið full borgara- réttindi. Lettland þénar árlega hundruð milljóna Bandaríkjadala á því að flytja útflutningsolíu frá Rússlandi um sitt yfirráðasvæði og á því að selja Rússum matvæli og fleiri vör- ur. Rússlandsstjórn hefur hótað að hætta að notast við lettneskar hafnir til útflutnings á rússneskri olíu. Sem talsmaður ÖSE, sem 54 Evr- ópuþjóðir eiga aðild að, hvatti Ger- emek í gær rússnesk og lettnesk stjórnvöld að leita leiða til að leysa ágreining sinn með samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.