Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 21 NEYTENDUR Sffellt er algengara að konur fái ofnæmiseinkenni undan úrakeðjum og dlum. Ofnæmi undan úrakeðjum og olum algengara SÍFELLT er algengara að konur fái ofnæmiseinkenni undan úrakeðj-- um og ólum hér á landi og erlendis. Oskar Oskarsson, úrsmiður hjá Jóni og Óskari, segir að sérfræðingar reki ofnæmið til vaxandi notkunar á rotvarnarefnum í fæðu. Óskar sótti nýlega fyrirlestur hjá þýska úrakeðjuframleiðandanum Pfisterer í Pfortzheim í Þýsklandi. „Á fyrirlestrinum kom fram að al- gengt væri að leifar af húðkremi og ilmvötnum og öðru slíku söfnuðust fyrir í úrakeðjum og ólum. Þegar konurnar svo svitnuðu og sýra blönduð rotvarnarefnum losnaði úr líkamanum og kæmist í snertingu við efnin myndaðast ofnæmi, roði og jafnvel sár á húðinni," sagði hann og tók fram að engu skipti þó að keðj- urnar væru nikkelfríar að 999 hlut- um af 1.000. Hann sagði að stundum kæmi of- næmið fram við líkamsbreytingar hjá konum. „Eg hef tekið eftir því að ofnæmið virðist frekar koma fram þegar konur verða óléttar og dæmi eru um að konur hafa fyrst fundið fyrir ofnæminu á breytingaskeiðinu. Ef konur hafa þurft að taka inn sterk lyf í kjölfar veikinda virðist hættan á ofnæminu aukast.“ Balsam- ico edik NÝLEGA var hafinn innflutn- ingur á svokölluðu Balsamico- ediki. Edikið er notað út á sal- at, í súpur og á pönnuna þegar verið er að steikja kjöt. Edikið er ítalskt og kemur frá Modena á Italíu. Innflytjandi er Kísill en varan er fáanleg í Nóatúni. Ekki fara með úrið í eróbikk Ef einkennin eru komin fram sagðist Óskar mæla með að komið væri með keðjurnar til úrsmiðs. „Eg sýruþvæ keðjurnar í hljóðbylgju- tæki, þurrka keðjurnar upp og ber að lokum á þær sótthreinsiefni," sagði hann og tók fram að ef skaðinn væri ekki skeður væri eðlilegt að hafa nokkur atriði í huga. „Ekki er gott, eins og ég hef tekið eftir að margar ungar konur gera, að fara með úrið i eróbikk eða aðra leikfimi. Ekki aðeins eykst hættan á ofnæm- inu heldur hefur svitinn beinlínis nið- urbrjótandi áhrif á efnin í keðjunni. Af sömu ástæðu er heldur ekki mælt með að sofið sé með úr og ástæða er til að hafa í huga að úrkeðjan eða ól- in sé ekki spennt of fast á úlnliðinn,“ sagði hann. Hann tók að lokum fram að úr- smiðir væru afar óhressir með að keypt væru úr með nikkeli fyrir böm enda losnuðu börn ekki við nikkelof- næmi ef þau hefðu einu sinni fengið ofnæmið. Almennt væri eðlilegt að hafa í huga að velja fremur úr viður- kenndra tegunda og væru yfirleitt til úr í öllum verðflokkum. PCl lím og fúguefni isíhft Ití Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 BMW 3 línan INNRA ÖRYGGI BMW 3 línan með 2 loftpúðum % Q B&L Suðurlandsbraut 14, sími 575 1210 Yngra útlit dögum AGE MANAGEMENT INTENSIVES er mjög kröftugt AHA ávaxtasýrukerfi. Það er nýtt - það er framtíðin. Það tekur við þar sem önnur AHA-kerfi hætta að virka. Skyndilega er skaðinn, sem þú hélst að væri varanlegur, á bak og burt. KYNNING í dag og á morgun, föstudag. 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. UwrrvU H Y G E A jnyrtivöruverdlun Austurstræti Gæddu þér á ljúffengu lambakjöti um páskana. Á veitingahúsum okkar Nú er súrmjólkin komin í nfjar eins lítra umbúðir. Jafnframt hefur vinnslu- m ferlið verið endurbœtt sem skilar sér í meiri og jafnari gceðum. www.mbl.is verður ferskt og ófrosið lambakjöt í sérstöku öndvegi dagana 7.-26. apríl. Njóttu þess að borða betra lambakjöt í hlýlegu umhverfi. Bordapantanir Argentína 551 9555 Hótel Saga 552 9900 Lækjarbrekka 551 44JO Óðlnsvé 552 5090 Perlan 562 0203 www.argentina.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.