Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
MINNINGAR
+
Eiginmaður mínn,
GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Miðbraut 4,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 14. apríl sl.
Oddný Sigtryggsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og unnusti,
ÞÓRÐUR BJARKAR ÁRELÍUSSON
hafnarstjóri,
Sandgerði,
lést á heimili sínu mánudaginn 13. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju þriðju-
daginn 21. apríl kl. 13.30.
Hilmar Þórðarson,
Árelíus Þórðarson, Sesselja Jörgensen,
Ragnar G. Þórðarson, Birna Kemp,
Ingi Ólafur Þórðarson, Anja Liisa Perdomo,
Elsa Hildur Halldórsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR SÆMUNDSSON
f. THORSTEINSON,
lést á Landakoti miðvikudaginn 8. apríl sl.
Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík á morgun, föstudaginn 17. apríl,
kl. 15.00.
Helga Jóhannsdóttir, Jón Marinó Samsonarson,
Gyða Jóhannsdóttir, Haukur Arnar Viktorsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
ÁRNI ÞORKELSSON
sjómaður,
Skólabraut 6,
Hellissandi,
lést af slysförum að morgni mánudagsins
13. apríl.
Útför hans verður gerð frá Ingjaldshólskirkju
laugardaginn 18. apríl kl. 14.00.
Þorkell Árnason, Gunnar Þór Árnason,
Kolbrún Guðjónsdóttir, Valdimar Einarsson,
Þorkell Árnason, Anna Sobolwska,
Eygló Anna Þorkelsdóttir, Kristmundur Einarsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
JÓNA GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Bústaðavegi 85,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 6. apríl sl.
Útför Jónu fer fram frá Áskirkju föstudaginn 17. apríl nk. kl. 13.30.
Sigurður Brynjólfsson, Guðborg Olgeirsdóttir,
Margrét Karlsdóttir, Herbert Svavarsson,
Guðmundur Valur Sigurðsson,
Ólafía Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við frá-
fall elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa,
GUNNARS N. JÓNSSONAR
vélvirkja,
Laugarnesvegi 112.
Jóhanna Sveinsdóttir,
Margrét Gunnarsdóttir, Baldvin Reynisson,
Lára I. Ólafsdóttir
og barnabörn.
EWALD E.
BERNDSEN
+ Ewald Ellert
Berndsen fædd-
ist á Blönduósi 30.
ágúst 1916. Hann
lést á sjúkrahúsi
Reykjavíkur 8. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigurð-
ur Berndsen og Mar-
grét Pétursdóttir.
Systkini hans voru:
Guðný, Pétur (lát-
inn), Hermann (lát-
inn), Margrét (látin),
Brynhildur og Sól-
veig. Ewald var tvíkvæntur.
Með fyrri konu sinni, Jóhönnu
Baldvinsdóttur, eignaðist hann
tvo syni, Baldvin og Sigurð.
Seinni kona hans var Hulda
Knútsdóttir og lifir hún eigin-
mann sinn. Þau eignuðust þrjá
syni, Ellert Friðrik,
Björgvin Ragnar og
Birgi Stefán. Barna-
börnin voru 13 og
eru þau: Baldvin, Jó-
hanna, Ragnar, Mar-
grét, Ewald, Halla,
Kristín, Guðmundur,
Stefanía, Jóhann,
Sigurður, Davíð og
Viðar. Barnabarna-
börnin voru þrjú.
Ewald stundaði
heildverslun á fyrri
árum og síðar gerð-
ist hann forstöðumaður líknarfé-
lagsins Skjaldar, Ránargötu 6 í
Reykjavík.
Utför Ewalds Berndsen fer
fram í dag frá Dómkirkjunni í
Reykjavík og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Sumir menn eru þeirrar ein-
stöku gerðar, að þó holskeflur
heimsins kaffæri þá á fertugu dýpi
um stund þá skýtur þeim upp tví-
efldum - og þeir endurríða lífsnet-
ið svo þétt að allt umhverfið nýtur
ævintýrisins. Slíkur var Lilli
Berndsen.
Reyndar var æviferill Ewalds
Berndsen samfellt ævintýri því-
líkra andstæðna, að jafnvel
nóbelskáldi væri hugsunin ein of-
viða. Gælunafnið eitt sér var þver-
sögn; maðurinn var mikill á velli,
vel byggður og hafði svo sterka
návist að jafnvel í þéttsetnum sal
var sem hann sæti þar einn - og
þagði þó oftast utan á hann væri
yrt; fæddur heimsmaður og hvergi
lítill. Lífshlaupið var eins og tón-
verk í abstraksjón; skalinn
sprengdur upp og niður - öllu
kerfl gefið langt nef. Islandsmeist-
ari í knattspymu, ungur með fé-
lögum sínum; golfmeistari Islands
á sínum tíma; bridsmeistari litlu
síðar; ryksuga á listir og menningu
alla, efnaður athafnamaður með
bjarta framtíð og fríða fjölskyldu
sér við hlið - og rennir sér svo full-
ur á rassinum niður í ystu myrkur
mannlegrar óhamingju: utan-
garðsmaður, King of the Road.
Lilli var fullur lengi. Mörg ár.
Þjóðfélagið hafði löngu afskrifað
hann og gott ef hann hafði ekki
sjálfur afskrifað þjóðfélagið; hold-
gervingur Rónans með stórum staf
- og mæður af betra standi sögðu
unglingum sínum að svona færi ef
þeir væru að dandalast úti á kvöld-
in og fikta við brennivín. Engir
vildu það en gerðu samt - og ekk-
ert breyttist. Þar til haustið 1975.
Þá gerðist eitthvað - og þjóðfélag-
ið stöðvaðist eina andrá: Lilli
Bemdsen var hættur að drekka.
Ymsir létu segja sér tvisvar.
Sögurýnar segja Freeport exó-
dus hefjast 1. ágúst 1975, en þann
dag leitaði Hilmar heitinn Helga-
son sér hjálpar á litla sjúkrahúsinu
í Freeport á Long Island. Að visu
höfðu tveir landar komið þar við á
árum undan, en þeir fóm hljótt -
og Hilmar kom heim með Stóra-
sannleik í farteskinu og setti upp
loftbrú til Ameríku. Vinur okkar
fylgdi í spor Binna frænda síns
vestur um - og þar með hófst
lokakafli ævintýrisins „Lilli
Berndsen".
Freeportfarar fóra geyst við
heimkomu og villtu ekki á sér
heimildir; þeir höfðu rifið leikritið
vestur í Ameríku og höfðu allt að
vinna en engu að tapa - og þjóðin
fylgdist með. Komst raunar ekki
hjá því. Menn höfðu hátt. Boð-
skapurinn var einfaldur: viður-
kennum sjúkdóminn umbúðalaust,
styðjum sjúka til sjálfshjálpar með
fræðslu um eigið ástand - og
ávinningurinn er þjóðfélagsins.
Steinum var velt, ormar skriðu út
og eftirleikinn þekkir þjóðin: fyrst-
an Freeportklúbbinn, þá SAA,
Vog, Vík, Staðarfell o.s.frv., o.s.frv.
Engin auglýsingastofa hefði get-
að hannað þá auglýsingu og for-
dæmi, sem Lilli Berndsen var
þessari hreyfingu. Það eitt að hann
gekk reistur og ódrukkinn um
stræti sló öll vopn úr höndum úr-
tölumanna. Slík var návistin.
Vinstrivængjaðir pólitíkusar
sem gagnrýndu „bruðl“ heilbrigð-
iskerfisins í stuðningi við „hvít-
flibbaróna" fengu snögga af-
greiðslu hjá Gunnari heitnum
Möller, er þá stýrði Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur, en hann lýsti því yfir
í heyrenda hljóði að svo lengi sem
Lilli gengi um ódrukkinn greiddi
Sjúkrasamlagið Ameríkumeðferð-
ir; sú staðreynd sýndi það, ein og
sér, að kraftaverk heyi-ðu ekki lið-
inni tíð. Olíkt flestum öðram
Freeportföram hvarf Lilli ekki til
árdagastarfa eftir endurfæðinguna
vestra. Hann hafði upplifað þján-
inguna, vissi á hverjum eldurinn
brann heitast - hvar þörfin var
mest. Nú bretti hann upp ermar.
Vestra hafði hann kynnst áfanga-
heimilum; lausn sem hafði reyndar
hvarflað að honum meðan hann
lifði utan þjóðfélagsins og verið
var að reyna að rétta honum og
öðram hjálparhönd með sjúkra-
húsvist, afvötnun og smá uppbygg-
ingu. Það var ekki að neinu að
hverfa þegar þessu fólki var vísað
út í kuldann að viku liðinni; ekkert
starf, ekkert heimili eða athvarf.
Lilli fékk nokkra Freeportfara til
liðs við sig, tryggði sér stuðning
æskuvinar úr fótboltanum áður,
Alberts heitins Guðmundssonar,
sem þá sat í borgarstjórn, og leit-
aði fylgis Birgis ísleifs borgar-
stjóra og Sveins Ragnarssonar fé-
lagsmálastjóra - og brátt fóru
hjólin að snúast. Á vordögum 1976
sá Líknarfélagið Skjöldur dagsins
ljós.
Áfangaheimilið á Ránargötu 6 -
en það hús var keypt undir starf-
semina þetta vor - var í raun ís-
brjótur þess starfs sem á eftir
fylgdi. Menn sáu dæmið ganga
upp undir öruggri handleiðslu
Lilla - og eftirleikurinn varð allur
auðveldari. Heimilið óx að húsum
og virðingu - og ólíklegustu menn
hafa gengið þaðan út í þjóðfélagið;
ábyrgir skattborgarar, engum
skuldugir nema sjálfum sér.
Þótt Lilli helgaði rekstri Ránar-
götuheimilisins síðustu tvo áratugi
ævi sinnar - og tveimur árum bet-
ur - kom hann víðar við í áfengis-
málum þessara ára. Hann sat und-
irbúningshópinn að stofnun SÁA
ásamt nokkram þungavigtarmönn-
um; sat í aðalstjórn samtakanna í
fjölda ára - og lagði öllum góðum
málum það lið hann mátti. Hann
var stjórnarformaður félags sem
lagðist í víking og setti upp stór-
huga meðferðarstöð á Lálandi hjá
Dönskum. Röng tímasetning, vond
fjárhagsráðgjöf og enn verri fjöl-
miðlaumfjöllun gekk af þessari til-
raun dauðri, en líkið reis upp úr
rústunum sem vítamínsprauta fyr-
ir AA starf í Danmörku - svo ekki
var siglt til einskis. Enda stóð Lilli
jafnkeikur sem fyrr - lífið er jú
bara skóli.
Freeportfélagar sakna í dag
vinar í stað. Við Þórann teljum
okkur ríkari af vináttunni við
Ewald Berndsen síðustu tvo ára-
tugi; einstakan persónuleika sem
var raunverulegt krydd í íslensku
þjóðlífi á seinni hluta þessarar ald-
ar, sem brátt er gengin eins og
hann. Hugur okkar allra er þó hjá
Huldu. Hennar er missirinn mest-
ur.
Tómas Agnar Tómasson.
Þá er hann Lilli horfinn frá okk-
ur, enn einn framkvöðullinn fallinn.
Lilli Bemdsen var einn af þeim
sem stóðu í fylkingarbrjósti og
börðust fyrir stofnun SÁA fyrir
rúmum 20 árum. Hann var dreng-
ur góður, stoð og stytta þeirra sem
til hans leituðu. Lilh átti m.a. hug-
myndina að því að stofna athvarf
fyrir alkóhóhsta undir merkjum
Líknarfélagsins Skjaldar. Yfir
heimHinu á Ránargötu ríkti hann
síðan sem vemdari og hjálpaði
fjölda manns að ná aftur tökum á
tilverunni eftir langa baráttu við
Bakkus. Þeir era ófáir Islending-
amir sem geta þakkað Lilla endur-
heimta hamingju. Hann var sá
bróðir sem allir þurfa á að halda
þegar erfiðleikar steðja að. En þó
að Lilli sé farinn mun hann lifa í
þeim verkum sem hann vann,
minnisvörðum um manngæsku og
bræðralag. Baráttunni við Bakkus
er ekki lokið en Lilli átti þátt í að
styrkja þá baráttu með ötulu starfi
í þágu SÁA. Vertu sæll bróðir, verk
þín munu halda áfram að hjálpa
þeim sem þjást.
Samtök áhugafólks um
áfengis- og vímuefnavandann.
Hann var margmenni og allir
vora þeir í einum og sama líkam-
anumu og enginn öðram Hkur.
Hann var glæsimennið sem átti
engan sinn líka, hann var íþrótta-
maðurinn sem allir strákar öfund-
uðu um leið og þeir Htu upp til
hans, hann var bissnessmaðurinn
sem ferðaðist um veröldina í leit
að fé og fagnaði, hann var bóka-
maðurinn sem gat þulið hið magn-
aða leikrit Pétur Gaut á norsku,
hann var róninn í strætinu sem
manni stóð ógn af þegar þannig lá
á honum, hann var sá umbreytti
sem vakti stóra furðu því enginn
hefði eytt fimmkalli í að veðja á að
hann yrði edrú. Hann var síðan í
gríni kallaður Nestor fyllibyttn-
anna en það var ekkert grín, hann
var eiginlega kominn beint úr
grískum goðsögnum um foringja
Pýlosmanna í umsátrinu um Troju
og endaði auðvitað sem vitur öld-
ungur.
Ewald Berndsen kallaður Lilli
lék á okkur alla því hann er nú dá-
inn en við héldum að hann yrði ei-
lífur. Hann gerði kraftaverk á
mönnum götunnar með því að
vera til fyrirmyndar og taka í
hönd þeirra og sleppa ekki, hann
vissi hvað þeim kom og hann
hlustaði ekki á bullið í þeim því
hann hafði sjálfur verið maður
götunnar og var kominn með alla
viskuna sem menn öðlast í návígi
við rykið í ræsinu, kuldann í kjall-
aratröppum húsa eða frostrósir á
þóftum báta sem voru þak yfir
höfðum þeirra manna sem áttu
hvergi heima.
Hann var maður þagnarinnar
um sjálfan sig og alla sína reynslu,
hann var löngu hættur að vera
hissa en átti nóg af brosi til að
milda sársauka þeirra sem vora
enn steinhissa.
Hann var óhræddur síðustu
dagana en kannski dálítið byrjað-
ur að spyrja sjálfan sig um fram-
tíð þegar stritið og þessi síðasta
barátta við grimman sjúkdóm
tæki enda. Eg sagði honum að
hvernig sem leikar færu mundi
hann sigra, rétt eins og hann
hefði alltaf gert í fjölsnúnum
leikjum lífsins. Hann brosti þegar