Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hverra hagsmuna er
Dagsbrún að gæta?
Á SÍÐUSTU misser-
um hafa fjölmargir fé-
lagsmenn í Dagsbrún
verið fluttir í önnur
stéttarfélög að þeim
forspurðum. Nokkuð
fór að bera á þessu í
framhaldi af verkfallsá-
tökum síðasta árs þar
sem í ljós kom að hægt
var að draga úr áhrif-
um verkfallsins t.d. hjá
olíufélögunum með því
að hafa hluta starfs-
stöðva þeirra opna á
þeirri forsendu að
starfsfólk væri ekki í
Dagsbrún heldur í öðru
stéttarfélagi. Þróunin
hefur síðan orðið sú að það er í æ
ríkara mæli sett í hendur atvinnu-
rekenda að ákveða að hvaða stétt-
arfélagi starfsfólk þeirra skuli eiga
aðild og um leið geti atvinnurek-
endur fært starfsfólkið úr einu fé-
laginu í annað. Þetta hefur gert það
að verkum að samstaða verkafólks
hefur veikst. Hverra hagsmuna
skyldi það þjóna?
Hvers vegna er valdið sett í
hendur atvinnurekenda?
Ekki eina en þó ágætt dæmi um
framsal stéttarfélags á ákvörðunar-
valdi um félagsaðild til vinnuveit-
anda er mál verkafólks hjá ISAL,
sem hefur sumt hvað í áratugi verið
félagsmenn í Dagsbrún.
Atburðarásin hófst með því að í
nóvember sl. ákvað Halldór Björns-
son, formaður Dagsbrúnar, með
einhliða bréfi að segja
upp félagsaðild Dags-
brúnarfélaga hjá ISAL.
Starfsmönnum ISAL
og þá sérstaklega þeim
sem gegnt höfðu trún-
aðarstörfum fyrir
Dagsbrún var að von-
um brugðið en í bréfinu
veltir Halldór upp
þeirri spurningu hvort
ekki væri rétt að starfs-
menn ISAL gerðust fé-
lagsmenn í Hlíf þar
sem vinnuveitandi
þeiiTa greiddi gjöld
jjeirra til Hlífar.
En víkjum nánar að
bréfi Halldórs en þar
segir m.a. orðrétt: },Á síðasta þingi
Alþýðusambands Islands haustið
1996 var sú breyting gerð á fé-
lagsaðild að verkalýðsfélagi að
ekki gildir lengur sú i'egla að lög-
heimili ráði félagsaðild. Nú gildir
sú regla að greiðsla gjalda ræður
félagsaðild.“ Einnig segir í bréf-
inu: „Þú mátt ekki taka það
þannig að við séum að meina þér
að vera félagsmaður hjá okkur
áfram en við sjáum ekki alveg
hvernig má láta það ganga upp
þar sem greiðslur af þér, bæði í fé-
lagssjóð og aðra sjóði skapar þér
rétt hjá félaginu en ekki lögheimili
eins og var áður.“
Starfsmenn ÍSAL voru að von-
um ósáttir við bréf Halldórs og
kærðu uppsögn félagsaðildarinnar
til ASÍ. Miðstjórn ASÍ gerði alvar-
Breytinga er þörf,
segir Bjarki Már
Magnússon, og
innleiða þarf nýjan
hugsunarhátt.
legar athugasemdir við bréf Hall-
dórs en í bréfi miðstjórnarinnar
kemur fram að ummæli í bréfinu
um að ASI hafi breytt lögum sínum
á þann veg að Dagsbrún hafi ekki
verið heimilt að hafa hina
brottreknu lengur í félaginu feli í
sér misskilning. Þessa stöðu harm-
ar miðstjórnin og „telur brýnt að
tafarlaust verði leyst úr þeim
vandamálum sem uppi eru varð-
andi félagsaðild verkamanna hjá
ISAL og raunar almennt varðandi
skilin milli Vmf. Dagsbrúnar og
Vmf. Hlífar. Miðstjórnin beinir því
til félaganna beggja að taka upp
samstarf sín á milli um leiðréttingu
á þessari stöðu“.
Eg velti fyrir mér hvað gerir það
að verkum að formaður Dagsbrún-
ar sendir umrætt bréf um einhliða
uppsögn til fjölmargra félagsmanna
sem auk þess er byggt á misskiln-
ingi. Bréfið er ódagsett og er ekki
stutt neinum ákvörðunum félags-
fundar eða annarra stofnana félags-
ins sem lögum samkvæmt eiga að
taka slíkt stói-mál fyrir.
Dagsbrún og Hlíf eru með sama
samningssvið á höfuðborgarsvæð-
inu og þurfa því að hafa góða sam-
vinnu sín á milli um málefni félags-
manna. Osamstaða þessara verka-
lýðsfélaga kemur skiljanlega ein-
göngu niður á félagsmönnum
þeirra.
Hvernig verða verkfóll næstu ára
ef sú þróun heldur áfram að at-
vinnurekendur ráða í auknum mæli
félagsaðild?
Munu verkfóllin einkennast af
ósamstöðu, skipulagðri af atvinnu-
rekendum?
Höfuðborgarsvæðið er löngu orð-
ið viðurkennt sem eitt starfssvæði
og nokkur fyiirtæki eru með starf-
FESTINGAJÁRN
pi ■ ■ OG KAMBSAUMUR
Þýsk gæðavara — traustari festing
HVERGI MEIRA URVAL
Ármúla 29-108 Reykjavik - símar 553 8640 og 568 6100
Bjarki Már
Magnússon
engri
opnunartími
-aukin biónusta í Krinqlunni 5
Afgreiðsla SPRON í Kringlunni 5, húsi Sjóvá-Almennra, verður nú
opin frá kl. 9.15 til 16 alla virka daga. Þetta er liður í bættri þjónustu
SPRON við viðskiptavini sína en sífellt fleiri hafa sótt okkur heim á
síðustu mánuðum og fært sér þjónustu okkar í nyt.
Komdu við hjá okkur og kynntu þér þær fjölmörgu nýjungar sem við
höfum fram að færa. Nýir viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega
velkomnir. Við munum kappkosta að veita þeim öll þau fríðindi sem
þeir hafa áunnið sér í fyrri bankaviðskiptum sínum og gera þeim
yfirfærsluna fyrirhafnarlausa.
%/J
B SPARIS
ron
SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Afgreiðsla SPRON, Kringlunni5,s(mi568 6310
semi sína dreifða innan þessa svæð-
is. Fyrirtækjunum er heimilt að
senda starfsfólk sitt á milli starfs-
stöðva sinna innan þess svæðis. En
hver er staða starfsmannsins?
Getur atvinnurekandinn greitt
félagsgjöld viðkomandi starfs-
manns í það stéttarfélag sem at-
vinnurekandanum þóknast og um
leið (ómeðvitað) stuðlað að því að
starfsmaðurinn glatar áunnum
réttindum í kjölfar breyttrar fé-
lagsaðildar viðkomandi starfs-
manns?
Getur atvinnurekandinn flutt
trúnaðarmann verkalýðsfélags á
aðra starfsstöð og hætt að greiða
félagsgjöld trúnaðarmannsins til
Dagsbrúnar en þess í stað byrjað
að greiða félagsgjald hans í annað
stéttarfélag, t.d. Hlíf?
Verði sú skipun mála algeng í
framtíðinni getur atvinnurekand-
inn allt að því losað sig við óþægan
trúnaðarmann með því að borga fé-
lagsgjöld hans í nýtt stéttarfélag,
en sem bein afleiðing gæti trúnað-
armaðurinn ekki lengur starfað
sem trúnaðarmaður fyrir sitt
gamla félag. Halldór Björnsson
hefur látið það álit sitt í ljós að það
geti gerst.
Hver er hagur verkafólks af
framsali á slíkri ákvarðanatöku til
atvinnurekenda? Er hér ekki að
verða grundvallarbreyting á stöðu
verkafólks?
Það er fáheyrður viðburður í
verkalýðsfélagi að mönnum sé í
tugatali vikið úr félagi sem þeir
hafa verið aðilar að í áratugi líkt og
gerðist með starfsmenn ISAL.
Slíkt ber merki þess að breytinga
sé þörf og innleiða þurfi nýjan
hugsanahátt hjá forustu verkalýðs-
félagsins.
Höfundur er verkamaður.
Athugasemd frá
stjórn Aðventsafnað-
arins í Hafnarfirði
í FRÉTT Morgunblaðsins 13. marz
sl. segir að yfirstjórn Aðventsafn-
aðarins hafi vikið presti safnaðarins
í Hafnarfirði úr starfi vegna sam-
starfsörðugleika. I tilefni þeirrar
fréttar hefur Morgunblaðið verið
beðið að birta eftirfarandi sam-
þykkt stjórnar safnaðarins í Hafn-
arfirði - sem og ályktun almenns
safnaðarfundar Aðventsafnaðarins
í Hafnarfirði frá 19. marz sl.:
„Við lýstum yfir megnri óánægju
með uppsögn prestsins okkar,
Steinþórs Þórðarsonar. Okkur
finnst að í svo mikilvægu máli hefði
átt að hafa samráð við stjóm Hafn-
arfjarðarsafnaðar áður en til upp-
sagnar kom. Við mótmæltum kröft-
uglega þessari uppsögn.
Samskipti safnaðar og prests
hafa frá upphafi verið mjög góð.
Söfnuðurinn hefur unnið hörðum
höndum að byggingu safnaðar-
heimilis og boðun fagnaðarerindis-
ins samtímis því sem unnið var
mikið sjálfboðastarf til fjáröflunar.
Samheldni og kærleikur hefur
einkennt allt safnaðarstarf. Söfnuð-
urinn hefur verið í stöðugum vexti
eins og sjá má af því að tala safnað-
armeðlima hefur meira en tvöfald-
ast á þeim sex árum sem liðin eru
síðan söfnuðurinn var stofnaður.
Safnaðarstarf hefur verið lifandi
og virkt sem hefur t.d. komið fram í
ýmsum nýjungum. Það má t.d.
nefna miðnæturmessu á aðfanga-
dagskvöld, samkomu á nýársdag,
nýársfagnað og upprisuhátíð.
Þar sem nýr söfnuður er að vaxa,
ávextir andans sýnilegir, flestir
meðlimir nýir og á hverjum hvfld-
ardegi þó nokkrir gestir, getum við
ekki séð af hverju presturinn okkar
er látinn fara. Við erum ávextir
þessa starfs. Við sjáum fram á
verulega erfiðleika vegna brott-
vikningar prestsins okkar og
hvernig hana bar að. Börnin okkar
eru niðurbrotin, við erum niður-
brotin, gestir okkar og meira að
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl.is
segja fólk sem hefur verið á nám-
skeiðum hringir og skilur ekki neitt
í neinu. Við spyi'jum: Er þetta
starfi Guðs til framdráttar? Viljum
við vinna svona?
Steinþór er einn reyndasti út-
breiðsluprédikari okkar. Að okkar
dómi hefur hann staðið sig frábær-
lega vel. Þátttakendur á námskeið-
um sem hann hefur haldið hafa
skipt hundruðum.
Við spyrjum:
1. Hvers vegna fékk presturinn
ekki skriflega aðvöi-un áður en hon-
um var sagt upp?
2. Af hverju var ekki haft sam-
band við stjórn Hafnarfjarðarsafn-
aðar áður en til uppsagnar kom?
Ekki hefur komið fram að Stein-
þór hafi brotið af sér í starfi. Með
ákvörðun þessari er unninn mikill
skaði á útbreiðslu- og boðunarstarfi
Aðventhreyfingarinnar hér á landi.
Við samþykkjum ekki að ástæður
þær sem taldar eru upp í uppsagn-
arbréfi séu nægjanlegar til að taka
prestinn frá okkur.
Við krefjumst endurskoðunar á
þessu máli á þann hátt að viðunandi
lausn fáist fyrir söfnuðinn okkar og
prest.“
Ályktun safnaðarfundar
„Við, meðlimir í Aðventsöfnuðin-
um í Hafnarfirði, lýsum yfir hryggð
og undrun á þeim vanhugsuðu
ákvörðun stjórnar samtakanna að
segja fyrirvaralaust upp presti okk-
ar, Steinþóri Þórðarsyni, þar sem
hann hefur ekki brotið af sér í
starfi. Við mótmælum þessu harð-
lega. Við mælumst eindregið til
þess að ákvörðun þessi verði dregin
til baka.
Lýsum við því yfir að það er vilji
okkar að stjórn safnaðarins skjóti
máli þessu að öðrum kosti til æðri
stjórnstiga (sbr. safnaðarhandbók,
bls. 48, ensk útgáfa), með það fyrir
augum að ákvörðun þessari verði
hnekkt eða önnur viðunandi lausn
fundin í samvinnu við Hafnarfjarð-
arsöfnuð.