Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 55 ______BRÉF TIL BLAÐSINS__ R-listinn og aldraðir MIKIÐ ÚRVAL AF UNGLINGAFATANÐI r w Frá Karli Ormssyni: ÞEGAR kosningabarátta R-listans vorið 1994 var í algleymingi var það sérstaklega tekið fyrir af R-listanum að heimsækja öll heim- ili aldraðra. Um að gera að koma nógu oft og með allskonar uppá- komum. Kjörtímabilið áður en R-listinn komst til valda í borginni höfðu sjálfstæðismenn byggt hjúkrunarrými fyrir öldrunarsjúk- linga. Mér telst til að það hafi verið um 130-140 hjúkrunarrými og þótti það nokkuð gott á einu kjör- tímabili. Það fannst R-listanum ekkert til að hæla sér af, útrýma ætti öllum biðlistum,og það í hvelli. Hjá R-listanum er ástandið þó orðið svo alvarlegt að hundruð aldraðra sem ekki geta verið heima hjá sér bíða eftir plássi. R-listinn mun sennilega rausnast við að byggja rúmlega 60 rými þetta kjör- tímabil. Biðlistar fyrir þetta aldr- aða fólk hafa aldrei verið lengri. Og skora ég á þetta aldraða fólk að launa R-listanum heimsóknir hans fyrir síðustu kosningar réttilega í kjörklefanum í vor. Sem betur fer er öldruðum alltaf að fjölga og þá verður að bregðast við því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lofað að bregðast þeim ekki með því að halda áfram að stjóma borg- inni af sama skörungsskap og hann gerði áður. Ekkert af því sem R-listinn lofaði hefur hefur verið efnt. Allskonar skattahækkanir og gjöld af ýmsum toga hafa aldraðir mátt þola af R-listanum. Innritunargjald á stofnanir, strætófargjöld sem hækkuðu um 100%, sundstaðagjöld og margt fleira. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völd hér í borginni létti hann öldruðum skapið með alls- konar ferðum sem hann bauð þeim í og greiddi að hluta. Allt slíkt tók R-listinn af. Tómstundir, fótsnyrt- ingar, hárgreiðsla og allt slíkt kost- ar fé sem eldri borgarar gi-eiða nú að fullu. Síðan kórónar R-listinn skömmina með því að bjóða öldruð- um að lána þeim fasteignagjöldin með veði í eignum þeirra. Slíkt hlýtur að flokkast beint undir eignaupptöku. Líkur era á því að R-listinn verði búinn að hækka skuldir borg- arinnar um nær þrjá milljarða á þessu eina kjörtímabili. Þetta er fyrir utan alls konar plokk, svo sem stöðumæla og svoleiðis smotterí, sem fáir taka eftir þar sem um svo smáar upphæðir í einu er að ræða. i&Útihurðir i**gluggar 05678 100 Fax 567 9080 Bíldshöfða 18 Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is „Dropinn holar steininn“ segir ein- hvers staðar og þetta dregur sig saman þegar allt er tínt til. Eitt er víst, að allt þetta er fjarri því að vera sú stefna sem R-listinn boð- aði. Og hræddur er ég um að marg- ur vildi að hann hefði ljáð öðram atkvæði sitt ef hann hefði granað þetta á vordögum 1994. Ég byrjaði að telja upp þau svik R-listans við aldraða fólkið og það er við hæfi, þar sem aldraðir hafa alið upp þá kynslóð sem nú kýs að kalla sig R-listafólk. Sjálfstæðis- menn þurfa ekkert að fela, þeir segjast ætla að stjórna eins og þeir stjórnuðu síðast og borgin ber merki um. Eitt er það fremur öðra sem Sjálfstæðisflokkurinn er með á hreinu og það er að hann ætlar að gera vel við aldraða nái hann völd- um 23. maí í vor. KARL ORMSSON fv. deildarfulltrúi. Kanebo KYNNING íiHrfihlrf m 1111111118111 ÍSb FRA 12 TIL 16 ARA BESTSELLER-HÚSINU, Laugavegi 95—97, sími 552 1444 Núerréttitímmn til að kaupa útsæðið Við seljum allar tegundir af útsæðiskartöflum í hentugum umbúðum. Verið velkomin til okkar! Vagnhöfða 13-15 112 Reykjavík. Sími 577 4747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.