Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján AUÐUR Jónsdóttir, níu ára blómarós frá Akureyri, sem dró út vinningshafana í spurningaleiknum. Dregið í spurningaleik Daglegs lífs GÍFURLEG þátttaka var í spurningaleik sem Morgunblaðið stóð fyrir í bás sínum á vöru- og þjónustusýningunni Daglegt líf í Iþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Töluvert á annað þúsund manns tók þátt í leiknum og voru vinningshafar sem hér segir: Kvöldverð fyrir tvo á Fiðlar- anum á þakinu hlaut: Hermann Lýður Ragnarsson, Eiðsvallagötu 6. Flíshúfur frá Morgunblaðinu hlutu: Arnljótur Bjarki Bergsson, Háa- lundi 6, Anna Ó. Guðmarsdóttir, Keilu- síðu 11 d, Tinna Eik Jóhannesdóttir, Skarðshlíð 26b, Sunna Rut Þórisdóttir, Skólastíg 23 Eydís Eva Ólafsdóttir, Hjalla- lundi 13a, Pétur Bjamason, Vanabyggð 6f, Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir, Núpasíðu, Jónas Þór Sveinsson, Brekkulæk, Salome G. Sævarsdóttir, Eiðsvallagötu 18 Bakpoka frá Morgunblaðinu hlutu: Bryndís Kristjánsdóttir, Munkaþverárstræti 14, Hafdís Kristinsdóttir, Vallargötu 17, Sandgerði, Jana Rut Friðriksdóttir, Áshlíð 7, Kolbeinn Arason, Langholti 16, Sigurgeir Halldórsson, Aðal- stræti 50, Eva Þórunn Vignisdóttir, Heið- arlundi 3c, Berglind Pálsdóttir, Reykjasíðu , 18, Iris Egilsdóttir, Drekagili 6, Anna Sigríður Pálsdóttir, Munkaþverárstræti 31. Vekjaraklukku frá Morgun- blaðinu hlutu: Oddur Andri Hrafnsson, Móa- síðu 4c, Guðjón Ragnarsson, Vanabyggð 2h, Erla Hrönn Júlíusdóttir, Miðholti 2, Kristlaug Svavarsdóttir, Hjalla- lundi 9d, Kristinn Vigfússon, Ránargötu 23, Rut Pálsdóttir, Skarðshlíð 9c, Hjörtur Þór Bjamason, Kringlu- mýri 6, Sólveig Asa Tryggadóttir, Stapasíðu 1, Sverrir B, Höfða, Skagaströnd. Morgunblaðið/Kristján Vel heppnuð stórslysa- æfing STÓRSLYSAÆFING sem Flug- niálastjórn efndi til á Akureyr- arflugvelli um helgina tókst vel. Æfingin gekk út á að flugvél með fimmtíu manns innanborðs hafí farist í lendingu, sumir farþeganna hafi látist, aðrir slasast misalvarlega og aðrir sloppið ómeiddir. Sjálfboðaliðar léku farþegana og voru þeir farðaðir og búin til á þá þau sár sem greiningar- sveit Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyrar átti að fínna og úr- skurða til frekari flutnings á sjúkrahús. Á myndunum má sjá björgun- arsveitarmenn flytja einn farþegann úr „flugvélabrak- inu“, en það var meðal annars útbúið úr gámi og þá þurfti að leita víða um völlinn að hinum slösuðu, en þeir lágu á víð og dreif umhverfís hann. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Árfell, lægstbjóðandi í byggingu Dalvíkurskóla, sækir fast að fá verkið Kannað hvort bærinn sé bóta- skyldur verði tilboð hundsað FORSVARSME NN Árfells ehf. á Dalvík, sem átti lægsta tilboð í bygg- ingu 3. áfanga Dalvíkurskóla, munu sækja það fast að fá verkið og telja sig eiga á því allan rétt, en bæjar- stjóm Dalvíkur samþykkti með fimm atkvæðum gegn tveimur í liðinni viku að semja við Tréverk ehf. um verkið. Tilboð Árfells var upp á rúmar 143,4 milljónir króna eða 90,68% af áætluðum bygginga- kostnaði, Tréverk bauð rúmar 145,3 milljónir króna og Tréver í Olafsfirði bauð rúmar 145,5 milljónir króna. Skömmu eftir að tilboð vom opn- uð óskaði Tréverk eftir að gera leiðréttingu á einingarverði í glugga vegna meintrar villu, en ekki var á það fallist af hálfu tæknilegra trúnaðarmanna bæjarins, Arki- tekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri og bent á það í svarbréfi að slíkt væri lögbrot. í greinargerð frá Arfelli kemur fram að það hljóti að vera einkennilegt að í álitsgerð til bæjarstjórnar taki Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks það fram að verði samið við Tréverk muni fyrir- tækið væntanlega lækka tilboð sitt um tæpar 2,8 milljónir vegna meintrar villu, en þar með leggi tæknilegir ráðgjafar bæjarins til að lög verði brotin. Bent er á að trúnaðarmaður bæjarins hafi átt veruleg viðskipti við Tréverk, m.a. hannað og teiknað nánast allar íbúðabyggingar sem Tréverk hefur byggt á síðastliðnum árum. Fram kemur að tæknilegur trúnaðarmaður bæjarins telji Arfell of lítið fyrirtæki til að ráða við um- rætt verk. Fyrirtækið hefur lagt fram greinargerð um fjárhagsstöðu sína, fullar tryggingar og boðið að leggja fram tvöfaldar tryggingar verði þess óskað auk þess sem lagð- ur hefur verið fram listi um undir- verktaka og samstarfsaðila þar sem fram komi að fyrirtækið hafi yfir að ráða nægum mannskap, tækjum og búnaði til að vinna verkið. Árfell hefur og gert samkomulag við Tréver í Ólafsfirði um samstarf við verkefnið. Allir sitji við sama borð í álitsgerð lögmanns bæjarins kemur fram að lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að semja við lægst- bjóðanda verði nægar tryggingar lagðar fram, en hann leggur til að samið verði við Tréverk, enda sé ástæða til að ætla að fyrirtækið muni lækka samningsverð sitt vegna meintrar viilu. Daníel Hilmarsson framkvæmda- stjóri Árfells sagði að málinu væri ekki lokið, hann væri að kanna rétt- arstöðu þess og hugsanlega bóta- ábyrgð bæjarins. Segist hann hafa haft það á tilfinningunni frá því til- boð voru opnuð að ákveðnir aðilar hjá Dalvíkurbæ og ráðgjafar þeirra hafi viija stýra málinu í þann farveg að sniðganga tilboð Árfells en semja við Tréverk. Hilmar Daníelsson stjómarformaður Árfells og aðal- eigandi Fiskmiðlunar Norðurlands er sama sinnis. Hann segist íhuga það í fullri alvöm hvort Dalvík sé hentugur staður til atvinnurekstrar endurskoði bæjarstjórn ekki af- stöðu sína. Atvinnurekendur verði að geta treyst því að sveitarfélög virði eðlilegar samkeppnisreglur og láti alla sitja við sama borð, en þá reglu hafi meirihluti bæjarstjórnar nú brotið. Gönguferð í gróðrarskúr GRÓÐURINN er að taka við sér norðanlands og kærkomin gróðrarskúr á sunnudag gerði gott. Þessar vinkonur voru á ferðinni í Álfabyggð einmitt þegar hvað mest rigndi en héldu för sinni áfram ótrauðar þrátt fyrir skúrina. Síðustu sýning- ar á Söngvaseiði SÍÐUSTU sýningar Leikfélags Ak- ureyrar á Söngvaseiði verða á miðvikudagskvöld, 20. maí, fimmtu- dagskvöldið 21. maí, laugardags- kvöldið 23. maí og sunnudagskvöldið 24. maí. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30 og eru enn til miðar á þær. Nú þegar hafa verið 34 sýningar á verkinu og sýningargestir komnir vel á sjöunda þúsundið. AKSJÓN Þriðjudagur 19. maí 21.00 ^Fundurer settur Fundur í bæjarstjórn Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.