Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ég fæddist fyrst svo að ég Ég fæddist næst svo að ég Heppinn er ég að við fæ gullmedalíuna fæ silfrið áttum aldrei hund ... BREF TIL BLAÐSINS Kriuglan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sögupersónur sagnfræði- ritanna nýju Frá Tryggva V. Líndal: NÚ ÞEGAR ýmiss konar yfirlitsrit um fortíðina gerast æ algengari; svo sem iðnsögur og listasögur; fer vart hjá því að fólk velti því fyrir sér, hverjum þær muni hampa; öðrum fremur: Því eina vonin til að minn- ing einhvers lifi eftir að hann og samtíðarmenn hans eru látnir, er að sagnfræðingar framtíðarinnar sjái ástæðu til að geta tilvistar hans að ráði. Ég held að slíkt gerist helst með þeim hætti að þeir verði útvaldir sem hafi náð að setja persónulegt mark sitt á einhvern þann mála- flokk sem almenningur lætur sig varða; eða þá að þeir lendi í fámenn- um hópi sem er skilgreindur út frá sérstöðu sinni. Dæmi um þetta er iðnsaga Is- lands. Þar er rúm fyrir að rekja verk svo sem eins vísindamanns sem varð frumherji, í hverri iðn- grein. Væri þá líklega um að ræða vísindamann af hagnýtara taginu, svo sem verkfræðing; af því slíkir menn eru líklegastir til að geta markað frumlegustu sporin í iðn- greinasögunni; með uppfyndingum sínum. (Hér er mér óneitanlega of- arlega í huga faðir minn heitinn; Baldur Líndal, efnaverkfræðingur). Flestra annarra tegunda af vís- indamönnum verður því miður vart minnst í iðnsögunni, eða í öðrum al- mennum sagnfræðiritum, nema sem lítt aðgreindra hópa einstak- linga. Á þetta t.d. við um flesta háskólakennara; hvort sem er í raunvísindum, félagsvísindum eða hugvísindum. Hvað snertir stjórnmálasöguna, eru fáir einstaklingar sem munu standa upp nú, nema sem úrtök úr hópi fólks sem var að ýta á eftir sama málstað, eða sem stikkorð fyr- ir tímabil. Fáir þeirra munu hafa gagngera persónulega sérstöðu; ólíkt Jóni Sigurðssyni forseta; sem gat orðið boðberi framtíðarinnar, bæði í stjómmálum og stjórnmála- fræðum. Þegar kemur að bókmenntasög- unni, verður erfitt að draga fram nöfn rithöfunda og skálda; annarra en þeirra sem bám af í gæðum eða vinsældum. Þó munu fleiri persónur bætast við, ef reynt er að benda á sérstöðu lítilla hópa. Dæmi: a. Þá sem voru nýbúar á Islandi. Þá má svo flokka nánar eftir upp- runaríki. (Ég nefni sem dæmi móð- ur mína heitnu; Amalíu Líndal; frá Bandaríkjunum). b. Þá sem skrifuðu á öðram mál- um en íslensku. (T.d. Amalíu Lín- dal; sem skrifaði allt á ensku). c. Þá sem voru búsettir erlendis mikinn hluta rithöfundaferils síns. (T.d. Amalía Líndal). d. Þá sem áttu foreldri sem var rithöfundur líka. (T.d undirritaður). e. Þá sem áttu nýbúa að foreldri sem var rithöfundur. (T.d. undir- ritaður). f. Þá sem höfðu einhverja sér- menntun sem endurspeglaðist í skáldskap þeirra. (t.d. undirritaður, með mannfræðimenntun sína). g. Þá sem nýttu miðla aðra en bækur sem sitt helsta birtingar- form; svo sem dagblöð, útvarp, sjónvarp, kvikmyndir eða Intemet- ið (T.d. undirritaður er varðar dag- blöðin). h. Þá sem urðu fyrir áhrifum af bókmenntastefnum sem ekki voru algengar þá. (T.d. undirritaður; með áhrif í ljóðum sínum frá forn-grísk- um bókmenntum.) i. Þá sem lögðu sérstakan metnað í jafnan metnaðarlítið form, svo sem blaðagreinar, sendibréf eða dagbækur. (T.d. undirritaður; í blaðagreinum.) Einnig mætti nálgast aðrar listir og þjóðfélagsfyrirbæri með líkum hætti. Ég leyfi mér að festa þessar hug- leiðingar á blað, vegna þess að ég held að þær bergmáli þanka margra þeirra sem eru líkt og ég, komnir á miðjan aldur. Einnig þó vegna þess að nú þegar Morgunblaðið er komið á Internet- ið, þar sem hægt er að fletta hlutum upp; flokkuðum eftir nöfnum og at- riðisorðum; jafnvel þeim sem koma fyrir inni í greinunum; verða slíkar hugleiðingar um fræði og listir til- valdar uppsprettur upplýsinga og hugmynda fyrir sagnfræðinga (og bókmenntasögufræðinga) framtíð- arinnar. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. s V Parqcolor býður uppá nýja vídd í klæðningu á stigum NÝTT Á ÍSLáNDI ABET GROUP HPL PARKET VALHNOTA HPL PAKKiiT BEIKI HPL PARKET EIK HPL TRÖPPUNEF VA1.HNOTA HPL TRÖPPUNEF BEIKI HPL TRÖPPUNEF EIK 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5m BYGGINGAVÖRUR Þ. ÞORGRÍMSSON & CO I ÁRMÚLA 29 - SÍMI 553 8640 - 568 6100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.