Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ í 1 i 1 Í i 1 1 4 i 1 i 4 4 i i Í Í 4 4 4 1 4 4 J 4 4 DAGBJÖRT LOVÍSA ÁRNADÓTTIR + Dagbjört Lovísa Árnadóttir var fædd á Áslaugar- stöðum í Vopnafirði 28. mars 1922. Hún lést á Landspítalan- um hinn 7. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Árni Árna- son, bóndi, fyrst á Breiðumýri og síð- ar á Áslaugarstöð- um, og Hóimfríður Jóhannesdóttir hús- freyja. Systkini Dagbjartar voru Ármann, Jóna, Guðni, Kristín, Jóhanna, Pétur og Þórarinn. Dagbjört hóf sambúð með Arvid Tillman, f. 5.4 1921, og eignuðust þau tvær dætur. Þau slitu síðar samvistir. Dætur þeirra: 1) Linda, f. 19.5 1948. Börn hennar eru Guðbjartur Þór og Linda Kristín, í sambúð með Vikt- ori Steinarssyni, barn þeirra er Andri Steinarr. 2) Inga Elísabet, f. 25.5 1949. Börn hennar eru Hilmar, Guðrún Birna, Ingi- mar Örn og Arnar Már. Barnabörn hennar eru fjögur. Utför Dagbjartar fór fram frá Háteigskirkju 14. maí. Elsku amma mín, nú kveð ég þig í bili með sáran söknuð í hjarta. Eg þakka fyrir allar samverustundir okkar og hugga mig við þær góðu minningar sem ég á um þig í hjarta mínu. Þú varst eins og ég kalla það al- veg ekta amma. Helst vildir þú stjana í kringum alla og sjá til þess að allir færu vel mettir út úr Ut- hlíðinni. Alltaf var jafngott að koma til þín í heimsókn því að hjá þér ríkti friður og ró sem maður fann hvergi annars staðar. Það virtist vera sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt sem þú gerðir, hvort sem það var tengt matargerð eða hannyrðum, lék í höndum þér. Stóran hluta ævi þinnar starfaðir þú sem matráðskona í mötuneyti Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þar sinntir þú starfi þínu með miklum dugnaði og sóma og fannst mér alltaf að þú hefðir átt að fá heiður- sorðu fyrir vel unnin störf þar. Þú varst ein heiðarlegasta og dugleg- asta manneskja sem að ég hef kynnst þó oft hafir þú verið einum of hörð við sjálfan þig. Eins og margir af þinni kynslóð kunnir þú ekki að kvarta ef eitthvað bjátaði á. Þess vegna byrjaði mig að gruna fyrir nokkru síðan að eitthvað alvarlegt væri að hjá þér þó svo að þú reyndir að láta ekki á neinu bera. Á síðasta ári stækkaði fjölskyldan okkar. Langömmustrákurinn þinn hann Andri Steinarr fæddist rétt fyrir afmælið þitt í fytra og er ég ótrúlega þakklát fyiir að þú fékkst að kynnast honum. Hann var litli sólargeisli þinn síðasta árið þitt á meðal okkar. Þú veittir mér mikla hjálp með hann enda var hann al- gjör ömmu löngu strákur. Andlit hans ljómaði þegar hann sá þig og ekki sparaði hann brosin til þín þeg- ar við mættum í heimsókn. Þið höfðuð svo gaman hvort af öðru. Þú þurftir ekki annað en að hósta til þess að fá hann til að hlæja. Eins gast þú hlegið mikið að honum en sérstaklega hafðir þú gaman af því r —i LEGSTEINAR þegar hann stóð fyrir framan út- varpið þitt og dillaði sér í takt við tónlistina. Við áttum góðar og skemmtilegar stundir saman á síðasta ári með litlu dekurdúllunni okkar. Fyrir hálfu ári ákváðuð þú og mamma að láta gamlan draum ræt- ast sem var að kaupa húsnæði þar sem þið byggjuð undir sama þaki. Það varð að raunveruleika en rétt áður en þið ætluðuð að flytja inn lagðist þú inn á Landspítalann þar sem þú varst seinustu sjö vikurnar þínar á deild 13 A. Þar reyndist starfsfólkið þér og okkur fjölskyld- unni alveg ótrúlega vel og á það miklar þakkir skilið. Það var okkur mikið áfall að fá þig ekki heim því það var búið að vera draumur okkar allra lengi að búa saman. Elsku amma, ég trúi því varla ennþá að ég eigi aldrei eftir að sitja við eldhúsborðið hjá þér og spjalla við þig um lífið og tilveruna. Til- hugsunin um næstu jól án þín er þungbær. Síðan ég man eftir mér hefur þessi litla fjölskylda, ég, þú, mamma og Guðbjartur, verið saman hvert einasta aðfangadagskvöld í Uthlíðinni hjá þér. Elsku besta amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, ég bið Guð um að vemda þig og vona að þér líði sem allra best. Það er ótrúlega sárt og erfitt að þurfa að kveðja þig en ég hugga mig við það að nú hefur þú fengið hvíldina og ert laus við allar þjáningar. Eg bið Guð að gefa okkur mömmu og Guðbjarti styrk á þessum erfiða tíma. Við kveðjum þig nú í bili og sendum þér þúsund kossa og faðm- lög. Takk fyrir allt elsku amma og amma langa. Guð blessi minningu þína og gefi þér styrk á leið þinni. Ástarkveðjur, þín Kristín og Andri Steinarr. MIRRÍKGAE ÖG TÆKIPÆíUSKÖRT ug þinn um leið lætur gott af þér 4400 lci6a uiuuflðnwM Qvnnít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SlMI: 565 2707 FAX: 565 2629 t Viðarkrossar á leiði Vönduð smíði, fúavarið og hvítmálað sem endist mjög vel. Varanlegir krossar. Upplýsingar í símum 553 5929 og 553 5735 yLimiiiiijy H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ lixxixxxtiitI ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 49* MINNINGAR RAGNAR GÍSLASON + Ragnar Gíslason fæddist í Ytra- holti í Svarfaðardal 28. október 1918. Hann lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Guðna- dóttir og Gísli Jóhannesson, d. 22.6. 1924. Yngri systir Ragnars er Áuður og býr liún í Reykjavík. Seinni maður Halldóru var Sölvi Sigurðsson og eignuðust þau einn son, Jóhann- es Gísla, sem búsettur er í Band- aríkjunum. Ragnar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Mariu Guð- mundsdóttur, 19.10. 1942. Þeim varð sex bama auðið. Börn þeirra em: 1) Halldóra Guðlaug, f. 1944. Maki Frímann Gústafsson. Börn: Guðmundur, Guðlaug, Hrafnhild- ur og Sigþór. 2) Ólöf Hafdís, f. 1946, d. 18.6. 1995. Maki Einar Júlíusson. Böra: Vilborg, Hall- dóra, María Ragna og Ólöf Hafdís. 3) María Lillý, f. 1950. Maki Haukur Jóns- son. Börn: Rakel Guðlaug, S. Guðrún, Ragnar Haukur, Pétur Steinn, Jón Rúnar og Aron Haukur. 4) Guðmundur, f. 1953. Maki Herdís Sæmundar- dóttir. Böm: Steindór, Sæ- mundur og Ása María. _5) Kristín, f. 1956. Maki Jón Ás- geirsson. Böm: Haukur og María Lillý. 6) Ragnar, f. 1957, ókvæntur. Utför Ragnars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. færa þér, góði vinur, þakkir fyrir samstarfið þessi ár, tryggð þína og trúmennsku fyrir félagið og vináttu okkar í gegnum árin. Ragnar stundaði útgerð á sínum^ eigin bátum, lengst af á Kára SI173. Ragnar var einn af þessum mönnum sem eru sívinnandi. Hann lagði sig fram um að vinna heimili sínu og fjölskyldu allt sem hann gat. Meira verður ekki krafist af neinum. Hinn 19. maí verður Ragnar lagð- ur til hinstu hvflu í kirkjugarðinum austan fjarðar þar sem sér vel til Hólshyrnu að sunnan og Nesnúps og Strákafjalls að norðan og sér vel til allra ferða að og frá firðinum. Ragn- ari voru vel kunn öll þessi kennileiti allt frá unga aldri, bæði í blíðu og stríðu. Öllum ættingjum Ragnars færi ég samúðarkveðjur, börnum, tengda- börnum, barnabömum og sérstakar kveðjur til eiginkonu. Að lokum kveð ég Ragnar með Ijóðlínum eftir Þórarin Hjálmarsson: Und lífsins oki lengur enginn stynur, sem leystur er frá sínum æviþrautum. Svo bið ég guð að vera hjá þér, vinur, og vemda þig á nýjum ævibrautum. Hvfl í friðar faðmi. Ólafur Jóhannsson. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæi og sæt og sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson.) Elsku pabbi, nú kveð ég þig með söknuði. Það er sama hversu viðbúin við teljum okkm- vera dauðanum, alltaf er hann eins og reiðarslag. Minningamar þjóta í gegnum hug- ann og ég brosi við mörgum þeirra. Nú líður þér vonandi vel pabbi minn og getur gengið um á bryggjunum eins og þér fannst svo gaman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Eg lýk þessum fátæklegu kveðju- orðum með orðum Einars Bene- diktssonar: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Hvfl í friði, elsku pabbi. Þín LiIIý. Ragnar Gíslason var fæddur í Ytraholti í Svarfaðardal. Gísli Jóhannesson, faðir hans, bóndi í Ytraholti, dó árið 1924 frá eiginkonu og tveimur ungum börnum, Ragnari og Auði. Ragnai' ólst upp með móð- ur sinni, Halldóru Guðnadóttur, en árið 1929 giftist hún Sölva Sigurðs- , ( v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 <v '4? £ % ¥ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn syni og fóru þau hjón að búa á Und- hóli í Óslandshlíð í Skagafjarðar- sýslu. Ragnar fór snemma að vinna fyrir sér, bæði til sjós og lands. Árið 1942 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Maríu Guðmundsdóttur og hófu þau búskap hér í Siglufirði og bjuggu alla stund hér. Þeim hjónum varð sex barna auðið, sem upp komust og hafa þau öll stofnað sín eigin heimfli og eiga afkomendur nema Ragnar, sem er yngstur og hefm' lengst af starfað með fóður sínum á sjónum og tók svo við út- gerðinni fyrir nokkrum ái-um, eftir að faðir hans var farinn að kenna sér meins, sem lokaði lífsbók hans 11. maí sl. Ragnai' átti kindur til fi-amfærslu fjölskyldu sinni eins og við margir aðrir Siglfirðingar hér fyrr á árum. Meðan Sameignarfélag fjáreigenda starfaði var Ragnar starfsmaður þess félags öll árin og sá einnig um frystivélarnar yfir veturinn á meðan eitthvað vai- í geymslunum. Ég vil Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld líl kl. 22 - cinnig um helgar. Skrcytingar fyrir öll iilcfni. Gjafavömr. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarrson, útfararstjóri útfararstjðri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. T041UÍI1 DD OkkyJl OD ÍJfl 001 anMVflKJUfl 41ÓTÍL flOflC iíiiíiiyiii • oiíi Upplýsingar í s: 551 1247 Krossar á íeiði Ryðfrítt stáf - varaníegt efnt Krossamir eru framíeiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáíi. Minnisvarði sem enáist um ókomna tíð. Sóíkross (túknar eiííft Cíf) Hœð 100 sm jra jörðu. Hef36unííinn ftross m/munstruðum erufum. Hœð 100 sm jrá jörðu. Hringiö í síma 431-1075 og fáið litabækling. \ BUKKVERKf Dalbraut 2, 300 Akranesi. Simi 431 -1075, fax 431 -3076
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.