Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 23 ÚR VERINU Fyrrverandi starfsmenn á Kamchatka höfða mál á hendur ÍS * Agreiningur er um með- höndlun dagpeninga Morgunblaðið/J6n Svavarsson ORN Gunnlaugsson, talsmaöur starfsmannahópsins, kynnti fyrir- hugaðar aðgerðir fyrir fyrrum starfsmönnum IS á Kamchatka á fundi sl. sunnudag. Fulltrúar frá ÍS og rfkisskattstjóra, sem sérstak- lega hafði verið boðið, mættu ekki. HÁTT í þrjátíu fyrrverandi starfs- menn íslenskra sjávarafurða hf. á Kamehatka hafa ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum á hendur fyrir- tækinu vegna blekkinga og vanefnda á loforðum um kaup og kjör. Sigurð- ur G. Guðjónsson hæstaréttarlög- maður hefur tekið málið að sér fyrir hönd starfsmannanna. Að sögn Arn- ar Gunnlaugssonar, talsmanns starfsmannahópsins, gengur ákvörðun ríkisskattstjóra um skatta- lega meðhöndlun dagpeninga- greiðslna, sem starfsmenn nutu, þvert á fullyrðingar, sem yfirmenn IS gáfu á þeim tíma, sem vinnurétt- arsambandi var komið á milli vinnu- veitanda og starfsmanna. Starfsmönnunum hafi þá verið gert ljóst að ef ágreiningur risi út af skattalegri meðhöndlun dagpeninga, myndi ÍS sjá um að leysa þann hnút. 15% undanþegið skatti Embætti ríkisskattstjóra hefur nú sent skattstjórum allra umdæma bréf þar sem farið er fram á að um- ræddar dagpeningagreiðslur verði meðhöndlaðar í skattalegu tilliti eins og um tekjur sé að ræða. Þó skuli 15% af þessum dagpeningagreiðslum verða undanskilin tekjuskatti sem hæfilegt er talið til frádráttar á móti kostnaði, sem starfsmenn hafi orðið fyrir á ferðum sínum. Málshöfðun- inni er ætlað að tryggja að starfs- menn njóti umræddra dagpeninga óskertra í samræmi við yfirlýsingar yfirmanna IS sem greiddir voru starfsmönnum af IS í nafni IS vegna seinni hluta ársins 1995 og á árinu 1996. Sýndarfyrirtæki á Kýpur „Hér er hinsvegar ekki um að ræða dagpeninga, sem greiddir voru af íslenskum sjávarafurðum hf., Samvinnulífeyrissjóðnum eða öðrum aðilum eftir launaseðlum merktum sýndarfyrirtækjum ÍS á Kýpur, ISI Consulting, ISI Operations og ISI Services. Starfsmenn geta átt von á öðrum glaðningi frá skattyfirvöldum vegna þessara greiðslna síðar á þessu ári. Meðferð dagpeninga- greiðslna undir því yfirskyni að launagreiðandi hafi verið kýpversk- ur mun væntanlega verða með öðr- um hætti, en væntanlega mun úr- skurður skattyfirvalda varðandi þau atriði líta dagsins ljós á næstu miss- erum. Því er ekki tímabært að fjalla um þær greiðslur nú. Eins og starfs- menn þekkja, þá töldu Islenskar sjávarafurðir hf. sig hafa samið sig frá skyldum sínum gagnvart skattyf- irvöldum með ráðningarsamningum sem lagðfr voru fram í lok árs 1996. Starfsmenn skrifuðu reyndar ekki allfr undir þessa samninga. Rétt er að benda á að ekki er hægt að semja sig undan landslögum og því verður að skoða þessi ákvæði í ráðningar- samningum Islenskra sjávarafurða hf. sem gilda áttu frá 1. des. 1996 ógild.“ Að mati Arnar falla gjörðir Is- lenskra sjávarafurða hf. í máli þessu undir skjalafals þar sem erlent fyrir- tæki, sem hefði framkvæmdastjórn sitjandi á íslandi, væri háð lögum um tekju- og eignaskatt á íslandi. ÍS hafi á hinn bóginn ákveðið í árslok 1996 að stofna þrjú dótturfyrirtæki á Kýpur og ákváðu upp á sitt eindæmi að borga mönnum laun í nafni þess- ara fyrirtækja, sem voru án starfs- manna, en höfðu aðsetur í litlum pósthólfum. Starfsmennirnir ætla að sækja um það til ríkisins að innheimtuaðgerð- um vegna opinberra gjalda af dag- peningagreiðslum til þeirra starfs- manna, sem taka þátt í umræddum málarekstri gegn ÍS, verði frestað þar til endanleg niðurstaða hefur fengist hjá dómstólum um umrædd- ar greiðslur. Langt í jafnræðið Að mati starfsmannanna njóta þefr ekki jafnræðis á við ýmsa aðra hópa í þjóðfélaginu. „Flugliðar, sem vinna í Evrópufluginu, fara út að morgni og koma heim að kvöldi með sömu vél. Þefr fá greidda dagpen- inga vegna annars en gistingar, en skv. rökum skattstjóra eiga dagpen- ingar aðeins við í ferðalögum á veg- um launagreiðenda og aðeins utan venjulegs vinnustaðar. Flugliðai- era ráðnir til starfa um borð í flugvélun- um og þar af leiðandi eru flugvélarn- ar þeirra vinnustaður," sagði Öm og varpaði fram þeirri spumingu af hverju strætisvagnabílstjórar nytu ekki sömu kjara þar sem eðli starf- anna væri svipað. „Það er ekkert merkilegra að stjórna flugvél heldur en að stjórna strætó.“ „Komið hefur fram í sjónvarps- viðtali við Sigurð Þórðarson, ríkisendurskoðanda, að æðstu menn þjóðarinnar hafí verið að fara í ferð- ir til útlanda sem vinnuveitandi hef- ur greidd allan kostnað ásamt því að greiða fulla dagpeninga vegna viðkomandi einstaklings og hálfa dagpeninga fyrir maka. Hafa verið gerðar athugasemdir við þessa aðila í gegnum tiðina? Ekki mér vitan- lega. Komið hefur fram að fyrrverandi bankastjóri hjá Landsbanka íslands átti skv. sínum ráðningarkjörum rétt á að fara í tvær oriofsferðir til útlanda á kostnað vinnuveitanda. Það má skilja það á umfjöllun um málið að hann hafi fengið dagpen- inga á þessum ferðum sem viður- kenndir hafa verið frádráttarbærir til skatts af skattayfirvöldum. Eiga menn rétt á þvi að fá dagpeninga á meðan þeir eru í orlofi? Ef svo er, vil ég benda stéttarfélögum í landinu á það að lækka venjulegar launa- greiðslur og borga mönnum í staðinn í formi utanlandsferða. Þannig gætu menn haft aðeins betur út úr sinni vinnu,“ segh' Örn. Ósnertanlegir skattstjórar Örn segir að búið sé að kanna til hvaða aðgerða hægt sé að grípa gagnvart skattayfirvöldum og hafi sú athugun leitt í ljós að aðgerðir dygðu skammt. Því miður virtist sem ríkisskattstjóri og skattstjórar ein- stakra umdæma væru ósnertanlegir. „Til að fara fram á rannsókn Ríkisendurskoðunar á embætti ríkis- skattstjóra, var mér tjáð það hjá fjármálaráðuneytinu að sem venju- legur borgari gæti ég ekki farið fram á slíka rannsókn, en ég myndi t.d. gjarnan vilja að það yrði upplýst með hvaða hætti valin eru úr mál tO að athuga hvort talið er rétt fram. Búið er að benda á ákveðna hópa bæði 1 fjölmiðlum og með fundum hjá ríkisskattstjóra sem fá að stunda hér skattsvik óáreittir. I þessu er ekkert gert og enginn áhugi til að breyta neinu.“ Það ræðst á þessum manni hvort Mosfellsbæ verður stjórnað af samhentum hópi Pétur U. Fenger hefur tekið virkan þátt í bæjarmálum Mosfellsbæjar á undanförnum árum. Hann skipar nú 4. sætið, baráttusætið, á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Pétur var bæjarritari Mosfellsbæjar í 5 ár og situr nú í veitu- og umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Pétur U. Fenger er góður fulltrúi fyrir þá þekkingu og reynslu af málefnum bæjarins sem íbúum Mosfellsbæjar stendur til boða, þegar þeir kjósa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ: Þverholt3,2. hæð. Sími: 566 8911-12-13-14. Fax: 566 8915. Veffang: this.is/moso

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.