Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
PRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 47 C
1
í
3
]
I
I
í
!
í
i
!
I
4
í
I
J
•)
<
I
í
•1
I
Reiðskólinn
Hrauni, Grímsnesi.
S. 567 1631, 897 1992
BIODROGA
snyrtivörur
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
TÓNLISTARHÚS er enn
óbyggt. Spuming er hvort það er
enn aðeins fjarlægur draumur.
Enginn efast um einlægan vilja
núverandi menntamálaráðherra í
að koma byggingu af stað og
margar nefndir hafa verið skipað-
ar og lærð álit keypt.
Núverandi forsætisráðherra,
Davíð Oddsson, beitti sér fyrir
tæpum fimmtán árum fyrir því að
Samtök um byggingu tónlistar-
húss fengju úthlutað lóð í Laugar-
dal. Með því lagði hann fram
merkan skerf til þess að byggingin
mætti rísa.
Af stórhug var haldin norræn
samkeppni um hönnun hússins
árið 1985. Öllum að óvörum vann
hana íslenskur arkitekt, en alþjóð-
leg dómnefnd, skipuð afburða
arkitektum, var einhuga um að til-
laga hans skaraði fram úr nær 100
Er ekki lag, spyr Ár-
mann Örn Armanns-
son, til að byggja tón-
listarhúsið, sem Guð-
mundur Jónsson, arki-
tekt, hannaðií
Laugardal?
ágætum tiliögum. Frá sjónarhóli
byggingarlistar og bygging-
ariðnaðarins ber að sjálfsögðu að
sameinast um að byggja eftir þess-
ari teikningu. Ekkert hefur komið
fram á þeim tíma sem úreldir til-
löguna, enda eru tónlistarhús
byggð til að standa um aldir.
Hljómburðarráðgjafi var einnig ís-
lenskur, Stefán Einarsson (bróðir
Vilhjálms þrístökkvara og skóla-
meistara) en hann hefur getið sér
frábært orð á Norðurlöndum þar
sem hann hefur starfað alla tíð.
Fyrir 35 árum var reynt að sam-
eina kvikmyndahús og tónleikahús.
Allir tónleikagestir, sem hafa
kynnst Háskólabíói, vita hvernig
það tókst til. Nú hafa verið uppi
síðustu misseri sjónarmið um að
sameina ráðstefhumiðstöð og tón-
hstarhús og nefndir skilað áhti um
skynsemi þess. Það mun meira að
segja teljast nauðsynlegt að hafa
innangengt í hótel úr húsinu. Mig
langar að geta þess að um árabil,
þegar ég var formaður Verktaka-
smbands íslands, sótti ég árlega
ársþing Evrópusambands verk-
takaiðnaðar og þar voru setningar-
athafnir oftar en ekki í tónhstar-
höllum viðkomandi borga, s.s.
Amsterdam, Feneyja, Aþenu og
Nice. Ekkert þessara tónlistarhúsa
var byggt með ráðstefnuhald að
meginmarkmiði, né hafði hótel
www.mbl.is
Tónlistarhús
á Islandi?
byggt við. Þó það séu um tíu ár síð-
an hafa tímar ekki breyst svo mikið
á þessu sviði. Það sama var viðhaft
þegar ársþingið var haldið hér
1992. Þá var setningarathöfnin í
Háskólabíói, en enginn hinna er-
lendu gesta hafði orð á að þetta
væri fallegt hús, enda bjuggumst
við ekki við því.
Síðan uppdrættir af tónlistar-
húsinu í Laugardal voru lagðir fyr-
ir byggingamefnd 1989, hafa öll
möguleg hús verið byggð á íslandi
í kreppunni.
Lokið hefur verið við Þjóðarbók-
hlöðu, Listasafn ís-
lands, Þjóðleikhús ver-
ið endurbyggt og Iðnó,
mörg íþróttahús og
skautahöll, Hæstarétt-
arhús og Ráðhús svo
örfá dæmi séu nefnd.
Nú er góðæri til
lands og sjávar.
Er nú ekki lag til að
sameinast um að
byggja það hús, sem
tónlistarflutningi á Is-
landi getur verið sómi
að og er verðugur
minnisvarði um ís-
lenska byggingarlist
eins og hún gerist best
á okkar tímum?
Hún, sem hefur að höfuðmark-
miði að vera verðugur vinnustað-
ur fyrir Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og vettvangur fyrir tónlist-
arflutning af öllu tagi. Það er hús
það, sem Guðmundur
Jónsson arkitekt
hannaði í Laugardal
og vann verðlaun
1985. Er ekki kominn
tími til þess að
Reykjavík geti staðið
undir nafni sem
menningarborg? Fyr-
ir nákvæmlega
fimmtán árum ritaði
ég grein í Morgun-
blaðið hinn 15. maí
1983, sem varð kveikj-
an að Samtökum um
byggingu tónlistar-
húss. Húsið hefur enn
ekki verið byggt og
menn hafa færst af
leið. Ég trúi þvi ekki að það sé ís-
landi ómögulegt að byggja tónlist-
arhús.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Ármannsfells hf.
Ármann Örn
Armannsson
FRA USA
C4KLGIN
...er glæsilegri
og fullkomnari
en nokkru sinni fyrr
£ > ... .. ' W,. k’r
í'Jfe ’ ift .
TREK 800 SPORT, KVENREIÐHJOL
Ein af fjölmörgum gerðum fjallahjóla fyrir
alla aldurshópa með ævilangri ábyrgð
á stelli og gaffli.
Öll varahluta- og verkstæðisþjónusta
ALLAR GOTUR SIÐAN 1925
SKEIFUNN111, SÍMI 588-9890
Helstu útsölustaðir: Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiöistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfiröi, Stapafell Keflavík, Pípó Akranesi, Olíufélag útvegsmanna (safirði, Hegri
Sauöárkróki, Sportver Akureyri, KÞ Húsavík, Króm & Hvítt Höfn, Klakkur Vík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Birgir Oddsteinssson Hverageröi, Hjólabær Selfossi.
Hl
r
4..
*