Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Það sem náttúran gefur Djúpsteiktir fíflar ÞEGAR vorar fer hún Ilildur Há- konardóttir, forstöðumaður lista- safns Ámesinga, út í náttúmna og tínir jurtir í matargerðina. „Eg tíni fíflablöð fram að Jóns- messu og yfirleitt nota ég villi- jurtirnar þegar þær eru ungar. Mér finnst allt grænt á vorin gefa mat ferskleika, en auðvitað þurfa blöðin að fera óskemmd og þvegin. Vorsalatið mitt sam- anstendur oft af ferskum fífla- blöðum, kerfilblöðum og gras- lauk. Auk þess sem ég nota blöðin í salat tek ég gula fífla- hausana og dýfi þeim í gott deig eins og pönnuköku- eða vöfflu- deig og djúpsteiki þá siðan í óh'fuoli'u. Þetta er himneskur forréttur sem ég ber fram með sojasósu. Hildur segir að ekki sé ráðlegt að nota jómfrúarolíuna til að steikja upp úr heldur aðra teg- und af vandaðri ólífuolíu. Smáfíflar með rót Þegar ég sting upp maljurtag- arðinn minn tíni ég smáfíflana sem sá sér gjaman í mat- jurtagörðum. Eg brylja þá smátt niður með rótinni eftir að ég hef hreinsað þá vel og steiki si'ðan á pönnu í góðri olíu eða jafnvel smjöri. Eg bæti sojasósu á pönn- una og jafnvel örlitlu vatni ef þannig liggur á mér. Þegar þetta er orðið meyrt bæti ég ijóma út á. Þetta er herramannsmatur með hveiju sem er.“ Hildur segir að fíflar séu sagð- ir góðir fyrir Iifrarstarfsemina og því segir hún að seyði úr fífl- um sé afar gott þegar menn hafí ofkeyrt sig á annarri drykkju. Stönglarnir góðir Þegar búið er að taka blómin af fíflunum og leggja í deig til að djúpsteikja þá tekur Hildur fjóra væna stöngla og leggur saman. „Stönglana borða ég en verð að byija ofan frá, þannig bragðast þeir best.“ Kerfíllinn í uppáhaldi „Kerfílblöðin eru uppistaðan í salati hjá Hildi á vorin og eins uotar hún kerfílinn i súpur eins og t.d. grænmetis- og kjúklinga- súpu. Kerfílblómin sjálf em hvít og áður en þau springa alveg út set- ur hún þau í djúpsteikingardeig og steikir síðan. „Hvannarblöð nota ég aðeins en það er varasamt að nota mikið af þeim því þau era bæði bragð- sterk og sérstök.“ Hildur mælir líka með njóla- blöðum í salatið en í litlu magni. „Ef fólk er ekki hrifið af beiska bragðinu má byija á því að nota blöðin í heitan, hvítan jafning. Sá réttur er íslenskur og var al- gengur hér áður fyrr með físki. Morgunfrúarlauf í salatið Hildur notar laufín af morgun- frú í salat og einnig blöð af þrílitri fjólu sem hún segir að sé komin upp þar sem skjólsælt er. Ábyrgðarmenn fá réttarbót Aukin upplýsingaskylda fj ármálastofnana MÖRG dæmi eru um að þeir sem ábyrgjast lán fyrir aðra þurfí á end- anum að borga skuldirnar því lántakar eiga ekki fyrir þeim. Um- ræða um reglur til að bæta réttar- stöðu ábyrgðarmanna hefur staðið lengi. Nú í maí tók gildi samkomulag um sjálf- skuldarábyrgðir sem felur í sér að þeir sem gangast í ábyrgðir fyrir greiðendur lána eiga rétt á upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um greiðslugetu greiðenda. Þeir sem eiga aðild að þessu samkomulagi eru sparisjóðimir, bankarn- ir, greiðslukortafyrir- tækin, viðskipta- og félagsmálaráðuneytin og N eytandasamtökin. Að sögn Sigríðar Am- ardóttur lögfræðings Neytenda- samtakanna felur samkomulagið í sér miklar breytingar á stöðu ábyrgðarmanna m.a. vegna skyldu fjármálafyrirtækja til að upplýsa ábyrgðarmann um hvað það þýðir að gangast í ábyrgð og eiga fjár- málafyrirtæki að láta ábyrgðar- mann fá upplýsingabækling um ábyrgðir sem hann staðfestir skrif- lega að hafa fengið. „Samkomulagið er fyrir alla þá sem gangast í sjálfskuldarábyrgð, einfalda ábyrgð og þá sem leyfa veðsetningu á fasteign sinni til að tryggja skuldir annars aðila.“ - Hvað er sjálfskuldarábyrgð? „Sjálfskuldarábyrgð er þegar ein- staklingur gengur í ábyrgð fyrir annan greiðanda, til að tryggja fjár- hagslega skuldbindingu hans, til dæmis vegna láns sem hann tekur. Abyrgðarmaður ábyrgist þar með að greiða skuldina, vexti, dráttar- vexti og annan kostnað eins og hann væri sjálfur greiðandi lánsins, ef greiðandi greiðir ekki skuld sína.“ - Hvaða rétt öðlast ábyrgðarmað- ur samkvæmt samkomulaginu? „Ábyrgðarmaður getur alltaf óskað eftir því áður en hann gengst í ábyrgð að fjármálafyrirtæki meti greiðslugetu greiðanda lánsins. Ábyrgðarmaður getur því fengið upplýsingar um hver sé fjárhagsleg geta greiðandans og þannig metið Morgunblaðið/Þorkell þá áhættu sem hann tekur með stofhanir veiti í auknum mæli lán út á eigin tryggingar. Með því að greiðandi láns veiti heildarupplýsingar um fjárhag sinn getur hann jafnframt í mörgum til- vikum gert kröfu til þess að fá lán út á eigin tryggingu." Sigríður segir að í samkomulaginu sé tekið fyrir ábyrgðir án til- greindrar fjárhæðar. „Það þýðir að ábyrgðar- maður ábyrgist aðeins ákveðna fjárhæð sem má ekki hækka án hans samþykkis, til dæmis þegar yfirdráttur er hækkaður." Þá segir hún að notkun greiðslu- korts skuli stöðvuð ef gjaldfallin úttekt er ekki greidd við næsta gjald- daga þar á eftir og ekki frekari notkun kortsins ábyrgð sinni. Sigríður hvetur ábyrgðarmenn til að nýta sér þenn- an rétt sinn annars geta þeir ekki metið þá áhættu sem þeir eru að taka á sig. Ef upphæðin sem um ræðir er hærri en ein milljón króna þarf ekki að óska eftir greiðslumati þar sem fjármálafyrirtæki er þá skylt að greiðslumeta greiðanda." - Hvað gerist ef greiðandinn er ekki talinn borgunarmaður fyrir væntanlegu láni? „Fjármálafyrirtæki verður að upplýsa ábyrgðarmann um það ef niðurstaða greiðslumats bendir til að greiðandi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Til að fjár- málafyrirtæki geti metið greiðslu- getu greiðanda með fullnægjandi hætti verða þau að fá heildarupp- lýsingar um fjárhag hans. Því munu fjármálafyrirtæki koma á fót kerfi til að miðla upplýsingum um fjárhag greiðenda og verður það gert fyrir 1. desember næstkom- andi. „ - Verða ábyrgðir þá ekki óþarfar þegar greiðslumat liggur fyrir? „Það má gera ráð fyrir að lána- má leyfa nema skriflegt samþykki ábyrgðar- manns komi til. Sigríður bendir á að ef ábyrgðar- maður telur að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum sem koma fram í samkomulaginu eða telur að fjár- málafyrirtækið hafí brotið á sér rétt getur hann borið ágreiningsefnið undir Urskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Nefndin hefur aðsetur í Austur- stræti 5 í Reykjavík og bæði Neyt- endasamtökin og Samband ís- lenskra viðskiptabanka veita um hana upplýsingar, segir Sigríður að lokum. Morgunblaðið/Kristinn „Múffur“ frá Vilkó NÝLEGA var farið að selja „múff- ur“ frá Vilkó. Um er að ræða app- elsínu- og súkkulaðikökur sem bak- aðar eru í litlum formum. I hverjum pakka er efni í 18 muffur. í fréttatilkynningu frá Ó. John- son & Kaaber kemur fram að ein- ungis þurfí að blanda vatni saman við duftið frá Vilkó og baka kökum- ar síðan í ofni í nokkrar mínútur. Kemur upp um lacoste þinn góoa smekk! fiertu GARÐURINN -klæðirþigvel KRINGLUNNI OG LAUGAVEGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.