Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 72

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 72
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sverrir Hermannsson krefst endurupptöku Allt starfslið ríkisend- urskoðanda víki sæti ÁSGEIR Þór Árnason, lögmaður Sverris Hermannssonar, fyrrver- andi bankastjóra, hefur ki-afist þess að greinargerð Ríkisendurskoðunar frá því í agríl sl. til bankaráðs Landsbanka Islands hf. um kostnað bankans vegna veiðiferða, risnu o.fl. verði endurupptekin. Krafist er ít- arlegri rannsóknar, annarra efn- istaka og að ákveðnar breytingar verði gerðar á greinargerðinni, en jafnframt að núverandi ríkisendur- skoðandi og starfslið hans allt víki sæti við meðferð málsins, annars ^f^vegar þegar ákvörðun verður tekin um hvort við endurupptökubeiðn- inni verði orðið og hins vegar við efnislega meðferð endurupptöku- kröfunnar. Krafan er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, en þar kem- ur m.a. fram að farið er fram á að kafli í greinargerðinni um skrán- ingu og frágang bókhaldsgagna sem tengjast risnukostnaði verði endurskrifaður og sérstaklega til- greint að Ríkisendurskoðun hafi aldrei áður vakið athygli á að frá- gangi fylgiskjala kynni að vera ábótavant en hafi þó allan starfstíma Sverris haft með endur- skoðun bankans að gera. Þá er þess einnig krafist að frá því verði greint að fram til þessa hafi Ríkisendurskoðun ekki vakið athygli bankastjómar á því að eitt- hvað hafi verið athugavert við kostnaðarliði þá sem greinargerðin fjallar um og að það hafi verið and- stætt góðri endurskoðunarvenju að láta það hjá líða. I endurupptökukröfunni segir að greinargerðina beri að endurupp- taka af þeirri ástæðu að núverandi ríkisendurskoðandi hafi frá upphafi verið vanhæfur til þess að vinna að henni, en það helgist af þeirri laga- skyldu hans að vera annar tveggja endurskoðenda Landsbankans og þar með hafi störf hans að greinar- gerðinni óhjákvæmilega lotið að því að rannsaka eigin þátttöku í endur- skoðun bankans og varði hann því sjálfan verulega. Þá segir að lög- fræðingur embættisins, Láms Ög- mundsson, hafi verið vanhæfur við meðferð málsins, þar sem sambýlis- kona hans sé systir Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismanns, sem hafi aðilastöðu í málinu sem upp- hafsmaður þess. ■ Krafa um/12 Myndað í stúkunni BÆÐI Stöð 2 og Ríkissjónvarpið sýndu í gærkvöld kafla úr leik Þróttar og Iþróttabandalags Vestmannaeyja í efstu deild karla í knattspyrnu á Laugar- dalsvelli þótt ekki hefðu náðst samningar um sýningar frá leikj- um í deildinni við þýska fyrir- tækið UFA. íslandsmótið hófst af krafti og náðu nýliðarnir í deild- inni að knýja fram 3-3 jafntefli gegn núverandi fslandsmeistur- um. Kvikmyndatökumaður Ríkissjónvarpsins myndaði í upp- hafi neðst í stúkunni á Laugar- dalsvellinum, en kom sér síðar fyrir á sínum hefðbundna stað undir þaki hennar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð aldrei til að Knattspyrnusam- band íslands, sem samdi við UFA um sýningarréttinn frá deildinni, meinaði tökumönnum sjónvarps- stöðvanna aðgöngu að vellinum. ■ Sýnt í fréttum/C5 Samkomulag um störf Alþingis Hlé fram yfír kosn- ingar SAMKOMULAG hefur náðst milli þingflokka um störf Alþingis og þinglok í sumar. Að sögn Ólafs G. Einai-ssonar for- seta Alþingis er stefnt að því að ljúka þingi 5. júní nk. og af- greiða hálendisfrumvörpin þrjú og húsnæðisfrumvarpið um miðja næstu viku. Þá hefur orðið að samkomu- lagi að gera hlé á þingstörfum síðdegis í dag og hefja þau að nýju eftir sveitarstjómarkosn- ingarnar eða næstkomandi mánudag. I næstu viku hefjast síðan viðræður milh þingflokk- anna um það hvaða þingmál, sem nú bíði afgreiðslu, eigi að afgreiða á þessu þingi og hver megi bíða haustsins. ■ Samstaða hefur/10 Svartfugls- eggin komin „ELDRA fólkið bíður eftir eggjunum, þau eru viss vor- boði,“ segir Júlfus Jónsson kaupmaður um svartfugls- eggin, en fyrsta sending vorsins, 4.500 egg norðan af Langanesi, úr Skálavíkur- bjargi, kom í verslanir Nóatúns í gær. „Þau eru heldur í fyrra fallinu núna. I fyrra fengum við þau t.d. ekki fyrr en 24. maí.“ Morgimblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís Ekki hefur enn verið gengið frá irýjum kjarasamningi við ljósmæður YFIR 65% ljósmæðra á kvenna- deild Landspítalans, eða 103 af um 150, hafa sagt upp störfum sínum frá síðustu mánaðamótum og verð- ur síðasti starfsdagur þeÚTa því 31. júlí næstkomandi. Stafa uppsagn- irnar af óánægju með launakjör. Sólveig Friðbjarnardóttir, ljósmóðir á kvennadeildinni, segir að margar ljósmæðranna hafi þegar ráðið sig til annarra starfa. Misjafnt er eftir sviðum innan kvennadeildarinnar hversu margar ljósmæður hafa sagt upp; á sónar- og glasafrjóvgunardeildum er hlut- fall þeirra sem sagt hafa upp nálægt 100%. Þá hafa allmargar Ijósmæður sem starfa sem hjúkrunarfræðingar á ýmsum öðrum deildum spítalans sagt upp, enda eru flestar ljósmæð- ur einnig hjúkrunarfræðingar. „Þetta er vegna óánægju með Yfír 65% ljós- mæðra á kvenna- deild segja upp laun og við erum líka óánægðar með að ekki skuli hafa verið lokið samn- ingum við okkur,“ sagði Sólveig. „Eftir síðustu samninga var gert ráð fyrir starfsmati og að okkur yrði raðað í launaramma, en eftir eitt og hálft ár hefur ekkert gerst í því. Við fáum því enn greitt eftir gömlu samningunum frá því fyrir fjórum og hálfu ári og höfum aðeins fengið 4,5% og 1,5% hækkanir á þann samning," segir Sólveig enn- fremur. Hún segir undarlegt að ríkið skuli geta gengið frá þessum málum við svo til allar aðrar stéttir á stofn- unum sínum en hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. „Við teljum að við höfum verið hunsaðar þennan tíma. Við erum orðnar sárar og svekktar yfir þessu og það er alveg á tæru að talsvert margar þeirra ljósmæðra, sem hafa sagt upp, eru búnar að fá vinnu annars staðar og munu ekki snúa aftur. Það mun því verða hér ófremdarástand." Enginn karl í ljós- mæðrastétt Enginn kar-i er í stétt ljósmæðra og segir Sólveig það kannski ein- hverja skýringu á lélegum kjörum Ijósmæðra. „Við bíðum eftir að fá karlmann í stéttina, það verður kannski ef við fáum launahækkanir og verður kannski stéttinni til fram- dráttar ef við fengjum karla í þessi störf.“ Þær ljósmæður sem ekki segja upp störfum segir Sólveig einkum vera þær sem nálgast eftirlaunaald- ur, og þær sem eru í skóla. Gjöf Norðmanna á kristnitökuafmæli “ Stafkirkja til Vest- mannaeyja EFTIRLÍKING af norskri staf- kirkju verður væntanlega reist í Vestmannaeyjum í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu árið 2000. Norska ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja til við Stórþing- ið að kirkjan verði þjóðargjöf Norð- manna tii íslendinga á þessum timamótum. Þannig á að minnast þess að Ólafur konungur Tryggva- — son gaf kirkju til Islands þegar þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti komu hingað árið 1000 til þess að kristna Islendinga og skyldi kirkjan reist þai- sem þeir kæmu fyrst að landi á leið sinni til Þingvalla, en það var einmitt í Vestmannaeyjum. ■ Eftirlfldng/4 <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.