Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 59

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 59-*? Hvíti Ameríku- maðurinn Við þurfum að miða allan akstur við aðstæður Frá Porsteini Guðjónssyni: AF Kennewick-manninum band- aríska - 9.300 ára gömlum - slíkt megna vísindin nú að ákvarða, fer nú fleiri sögum en ég bjóst við í bráð, þegar ég minntist á þennan frum- byggja í Norður-Ameríku í bréfí til Mbl., sem birt var 12. okt. 1997. Örstutt upprifjun: Strákar voru að vaða í á og ráku þá tærnar í hauskúpu; létu vita; heil beinagrind kom upp, með öll einkenni hvíts manns; héldu menn vera myrtan mann frá 19. öld. En svo kom í ljós, að aldurinn var 9.300 ár. Þá þóttust rauðskinnar eiga hann, þó að það gæti alls ekki staðist eftir líkamsein- kennum. Þeir settu bann við frekari rannsóknum, og ætluðu að helga sér beinin endanlega. Mannfræðingar fengu engu um ráðið. En þá gerðist hið óvænta. Ásatrúarfélag kom á vettvang og krafðist þess að fá að halda sína helgiathöfn yfir menjum hins hvíta manns, og rökstuddu rétt sinn mannfræðilega og tráarsögu- lega. Þessu var ekki hægt að hnekkja, og varð það úr, að báðir frömdu þarna athafnir sínar, hvor í sínu lagi. Steve McNallen tók í höndina á Umatilla-indíánanum yfir beinunum 27.8. 1997, til marks um vinsamlegan anda - en það eru hin vísindalegu rök sem unnið hafa á jafnt og þétt síðan. Lengra vissi ég ekki um þessi mál, þegar ég skrifaði greinina, í október sl. Nú hafa mér borist nánari fréttir, sem vert væri að segja frá, og sleppi ég þó alveg trúarlegum þáttum þeirra; einnig því sem segir af grát- hlægilegum (tragikómískum) til- burðum „verkfræðingasveitar hers- ins“ (,Jlrmy Corps of Engineers"), sem ætlar að fleygja stórgrýti úr þyrlum yfir fundarstaðinn; þekja síðan með mottum úr kókostrefjum - allt til þess að vernda þennan stað! o.s.frv. Hvað um það, upp úr villunni kemur stundum vit, og það kann að gerast í þetta sinn. Það er komið fram lagafrumvarp á Band- aríkjaþingi sem mælir svo fjrir, að allar beinagrindur, sem ekki eru þegar helgaðar einhverjum trúbrögðum, skuli sæta rannsókn. - jtá IV JIÍ itS' 4 ii > Stdrhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Lögin eiga að verða afturvirk til 1990, en það mundi þýða að mann- fræðingar fengju frjálsan aðgang að Kennewick-beinunum til rannsókn- ar. Fróðlegt verður að frétta af framgangi þessa máls á því þingi. Það er stórkostleg tilhugsun að fornmenn vorii' ævafornir (Indó- 'germanar) skuli hafa verið komnir nokkuð á veg með að nema Norður- Ameríku iyrir 9.000 árum - hvort sem það hefur nú gerst með því að fara þjóðleiðina um Beringssund eða með því að fylgja ísröndinni þvert um Norður-Atlantshaf. Reyndar munu sumir mannfræðingar hafa talið, áður en þetta gerðist, að eitt og annað benti í þessa átt, en líklegt er að „vitnisburður beinagrindarinn- ar“ frá Kennewick eigi eftir að skipta sköpum. Það er að vísu dálítið furðulegt, að í lok 20. aldar skuli enn vera reynt að hindra stór-þýðingarmiklar rannsóknir í nafni trúarbragða, enda leit um tíma út fyi-ir að Kenn- ewiek-málið yrði þannig endanlega þaggað niður. En nú er komið yfir þann hjalla. Steve McNallen, hinn greindi for- maður ásatrúarfélagsins (AFA) á þessum slóðum, á heiður skilinn fyr- ir einarðlega framgöngu í þessu máli. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. EVO-STIK Skýrslutækniféiag íslands í samvinnu við RUT-nefnd og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Ráðstefna íslenska upplýsingasamfélagið Framkvæmd stefnu ríkisstjórnar íslands Hótel Saga, Súlnasalur, miðvikudaginn 20. mars kl. 13:00 13:00 Skráning og móttaka fundargagna 13:10 Setning Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 13:20 íslenska upplýsingasamfélagið Guðbjörg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti 13:50 Tölvulæsi Pétur Ásgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti 14:10 Ný innkaupahandbók um upplýsingatækni Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri i fjármálaráðuneyti 14:40 Kaffi 15:10 Samræming í tölvupóstmálum ríkisstofnana Laufey Ása Bjarnadóttir, varaformaður RUT-nefndar 15:30 Stjórnarráðsvefurinn - Upplýsingaveita fyrir almenning og fyrirtæki Kristján Andri Stefánsson, deildarstjóri í forsætisráðuneyti 15:50 Tölvueign og Internetnotkun íslendinga Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Gallup 16:10 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Þátttökugjald kr. 3.300 Þátttaka tilkynnist Skýrslutæknifélagi íslands í síðasta lagi 19. maí. Simi 551 8820. Netfang sky@sky.is. Heimasíða www.sky.is LÉLEGIR hjólbarðar geta valdið stór- slysi eins og hér gerðist. Frá hópum 57 á Ólafsvík og 58, Rvík. ímars 1998: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í febrúar. Við fjölluðum sérstaklega um akstur ut- an þéttbýlis og hjólbarða. Við viljum deila nokkrum punktum með þér. Akstur utan þéttbýlis Gefum okkur góðan tíma ef við ætlum að fara á milli staða og miðum alltaf hraða við aðstæður. Mikilvægt er að fylgjast vel með öllum merkj- um og sýna varúð þar sem búast má við búfé við vegi. Þá þurfum við að sýna aðgæslu við einbreiðar brýr og fara sérstaklega varlega á malaiweg- um, meðal annars vegna lausamalar. Við skulum draga úr hraða þegar við mætum bílum og sýna öðrum ök- umönnum tillitssemi. Við þurfum að miða allan akstur við aðstæður á hverjum tíma. Hægja á bílnum í kröppum beygjum, fara gætilega í framúrakstur og aka aldrei framúr á blindhæðum. Þá er nauð- synlegt að athuga með veður, færð og akstursskilyrði áður en farið er af stað. Síðast en ekki síst, munum að spenna beltin alltaf - allir í bílnum. Hjólbarðar Allir ættu að vita hve mikilvægt það er að vera með góða hjólbarða en það er að ýmsu að huga við þá: Góð mynsturdýpt skal ávallt vera í hjólbörðum. Grófir vetrar- hjólbarðar og eftir atvikum negldir skulu vera undir bílnum í snjó og hálku. Við verðum að tjöruhreinsa hjól- barðana á veturna þegar hálka er. Munum að lélegir hjólbarðar geta verið lífs- hættulegir. Það á ekki aðeins við í hálku, heldur einnig í mikilli rigningu þeg- ar mikil blejúa er á vegi. Þá er hætt við að bíllinn geti „flotið". Loftþrýstingur þarf að vera hæfilegur. Það getur skipt máli fyrii' öryggi og stöðugleika. Það getur líka haft áhrif á hemlun bifreiðar og síðast en ekki síst á elds- neytiseyðslu. Einnig er nauðsynlegt að Jafnvægis- stilla“ hjólin. Hjólbarðar á lítið notuðum bifreiðum geta reynst fúnir og þjóna þar af leiðandi ekki tilgangi sínum eins og ráð er fyrii' gert. Þurfum við að nauðhemla á miklum hraða, geta dekkin eyðilagst. Við getum reiknað með að fari hraðinn yfír 70 km/klst., verði dekkin það köntuð eftir hemlun að bíllinn verði ókeyr- andi. Við megum ekki vera með mis- munandi dekk á sama ás bílsins og síðast en ekki síst, þá verðum við að muna eftir varadekkinu, ekki bara að það sé með, heldur að athuga öðru hverju hvort það sé í lagi. Munum að dekkin eru eina snert- ing bílsins við veginn og veggripið er mjög háð dekkjunum. Fyrir hönd hópa 57 á Ólafsvík og 58 - Reykjavík í mars 1998. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltm Sjóvár-Almennra. ■ NYR SENDIBILL KœiisKápctr á ótrúlegu werði í miMu úrwaii!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.