Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréf í Járnblendifélaginu skráð á verðbréfaþingi í gær Söluverðmæti á fyrsta degi nam 15 milljónum Unnið að sameiningu HÞ og Skála Stefnt að skráningu á VÞI á árinu STJÓRNENDUR Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar hf. stefna að skrán- ingu félagsins á Verðbréfaþingi Is- lands á síðari hluta ársins, eftir að lokið hefur verið við sameiningu út- gerðarfélagsins Skála hf. við Hraðfrystistöðina. Hraðfrystistöðin hefur verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum frá því í desember 1996. Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri HÞ, segir að við- skipti á Opna tilboðsmarkaðnum séu orðin lítil, hafí flust yfir á Verðbréfaþing. Hluthafar voru orðn- ir um 290 um síðustu áramót og félagið stækkar verulega við fyrir- hugaða sameiningu. Því segir Jóhann eðlilegt að skrá félagið á al- mennum hlutafjármarkaði, að loknu því sameiningarferli sem hafíð er. Unnið að samrunaáætlun Fyrir rúmu ári sameinaðist dótt- urfélagið Stakkar ehf. Hrað- frystistöðinni en það átti nótarskipið Júlla Dan sem selt var á síðasta ári. Þá hefur stjómin samþykkt samein- ingu við Hæng ehf. miðað við síðustu áramót. Unnið hefur verið að sam- einingu Skála ehf. og Hrað- frystistöðvarinnar á grundvelli hlut- hafasamkomulags. HÞ á 36% í Skál- um sem gera út nótarskipin Júpiter og Neptúnus. Fram kom á aðalfundi Hraðfrystistöðvarinnar á dögunum að sjónarmið hluthafa í Skálum hafi verið mismunandi varðandi forsend- ur sameiningar og óvíst hvort af sameiningu verði á grundvelli sam- komulagsins. Jóhann segir að unnið sé að sam- runaáætlun og verði sameiningu væntanlega lokið um mitt ár. Hún miðast þó við 1. janúar síðastliðinn. BÚ KRISTJÁNS Ó. Skagfjörð hf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars síðastliðinn, samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Frestdagur við skiptin, m.ö.o. upp- hafsdagur skipta sem hefur ýmis réttaráhrif við búskiptin, er 30. desember 1997. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út í lok HLUTABRÉF í íslenska Járn- blendifélaginu voru formlega skráð á verðbréfaþingi Islands í gær og seldust bréf að verðmæti 5 milljón- ir króna að nafnverði á fyrsta degi á meðalgengi nálægt 3,0, sem er júní, en skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfún á eignum og réttindum búsins verður haldinn á skrifstofu skiptastjóra föstudaginn 10. júlí 1998. Skrá yfír lýstar kröfur, þar sem fram kemur afstaða skipta- stjóra til þein-a, mun liggja þar frammi viku íyrir fundinn. Skipta- stjóri er Skúli Bjamason hdl. um 20% hækkun frá því í almenna útboðinu þar sem almenningi gafst kostur á að kaupa sér 100 þúsund króna hlut á genginu 2,5. Grípa þurfti til 20 þúsund króna skerðingar á bréfunum vegna mik- illar ásóknar, þannig að þegar upp var staðið nam einstaklingshlutur- inn 80 þúsund krónum að nafn- verði, sem færir hverjum hluthafa um 16 þúsund króna hagnað af fjárfestingunni miðað við þróun mála í gær. Uppistaða viðskipta gærdagsins vom aðallega einstak- lingshlutir á bilinu 80-240 þúsund krónur að nafnvirði. Gengið í jafnvægi nálægt 3,0 Davíð Bjömsson, forstöðumaður viðskiptastofu Landsbanka Is- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þegar í gærmorgun hafi verið Ijóst að gengi bréfanna myndi liggja nálægt þremur, þar sem fyrstu kauptilboðin buðu hæst 2,90 en lægstu sölutilboðin vora 3,05. Gengi bréfanna sveiflaðist nokkuð yfír daginn úr því að vera 2,90 í byrjun dags, í það að verða hæst 3,05 síðdegis en við lokun var gengið 2,98. Hann sagði þau miklu viðskipti sem áttu sér stað með bréfin ekki koma sér á óvart í ljósi þess að 2.700 einstaklingar ættu hlut í félaginu og kvaðst því frekar reikna með líflegum viðskiptum með hlutabréfin á næstu vikum. Aðspurður um gengisþróunina næstu daga, sagði Davíð að útlit væri fyrir að gengi bréfanna í dag væri í jafnvægi við þau sem seld vora með tilboðsfyrirkomulagi í út- boðinu á meðalgenginu 3,02. Davíð sagði einnig ljóst að stærri hluthafamir færa fram á mun hærri ávöxtun af sínum hluta held- ur en þeir sem keyptu í einstak- lingsútboðinu. Þannig hafi borist eitt sölutilboð upp á fimm milljónir króna að nafnvirði á genginu 3,5 sem seldist ekki FBA vaktar þýska markið FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. tilkynnti í gær að hann hefði hafið viðskiptavakt á þýsku marki gagnvart íslensku krónunni, með sama hætti og Bandaríkjadal. Agnar Hansson hjá markaðsviðskiptum FBA segir stefnt að því að hefja síðar við- skiptavakt með sterlingspund og japanskt jen. FBA mun upplýsa aðra aðila á millibankamarkaði um kaup og sölutilboð í þýskum mörkum og að öðra leyti standa að þessari vakt með sama hætti og nú tíðkast í við- skiptavakt með Bandaríkjadal. Stöðluð upphæð skal vera ein millj- ón marka. Með þessu vill FBA leggja sitt af mörkum við að auka dýpt og stöðugleika millibankamarkaðar- ins, að því er fram kemur í tilkynn- ingu FBA, og þannig stuðla að skil- virkari verðmyndun. Agnar segir sjálfgefið að við- skiptavakt með þýskt mark yfir- færist á evrana þegar hún verður tekin í notkun í byrjun næsta árs. --------------------- ABC vill 50 millj. dala fyrir WTN London. Reuters. SJÓNVARPSFRÉTTASTOFAN Worldwide Television News (WTN) í London vill ekkert segja um þá frétt að bandaríska sjón- varpið ABC hyggist selja fyrir- tækið fyrir að minnsta kosti 50 milljónir dollara. Financial Times hermdi að ABC News, eign Walt Disney Co., hygðist selja WTN og að helzti keppinauturinn væri fréttastofan Associated Press. WTN er keppinautur Reuters- sjónvarpsins og hefur mætt vax- andi samkeppni síðan AP hleypti sjónvarpsfréttastofu sinni af stokk- unum 1994. ABC á 80% í WTN, en ITN- sjónvarpsfréttastofan í Bretlandi (Independent Television News) og Channel Nine rásin í Ástralíu eiga 10% hvor í fyrirtækinu. ITN er í eigu United News & Media Plc, Carlton Commun- ications Plc, Daily Mail & General Trast Plc, Granada Group Plc og Reuters. Kristján O. Skag- fjörð gjaldþrota i DkkaTopp EPOXY MALNING Iðnaðarmálning á gólf og veggi • Án lífrænna leysiefna • Slitsterkt • Stenst háþrýstiþvott • Áralöng reynsla • Góð viðloðun IÐNAÐABGÓLF' Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 / / Afram tap hjá Arnesi hf. Umsvif aukin með því að hefja bolfískvinnslu NYR framkvæmdastjóri Árness hf. í Þorlákshöfn vinnur að því að stöðva taprekstur félagsins og kynnti áform sín á aðalfundi félagsins íyrir skömmu. Þar kom fram að reiknað er með áframhaldandi tapi á þessu ári. Árni Vilhjálmsson, stjómarfor- maður Granda, tók við stjórnarfor- mennsku á aðalfundinum. Árnes hf. var rekið með 150 millj- óna kr. tapi á síðasta ári, eins og komið hefur fram. Lúðvík Börkur Jónsson sem tók við stöðu fram- kvæmdastjóra um áramót hefur ver- ið að vinna að breytingum á rekstr- inum. Félagið hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu flatfisks. Lúðvík segir að vegna samdráttar í veiðum hafi félagið staðið frammi fyrir því að draga verulega úr allri sinni starfsemi. Sú leið hafi verið farin að auka fremur starfsemina á öðram sviðum. Nú væri hafin bolfiskvinnsla og keypti félagið sjálft allan afla af sínum skipum en bolfískurinn fór áður á markað. Þurfti að endur- semja við áhafnir allra skipanna til að gera það mögulegt. Lúðvík Börkur segir að sami taptaktur hafi verið hjá Árnesi fyrstu þrjá mánuði ársins og á síðasta ári, meðal annars vegna verkfalla og lélegrar loðnuvertíðar. Því hafi orðið verulegt tap af rekstr- inum. Hins vegar vonast hann til að hagnaður verði það sem eftir er af árinu og að það lagi stöðuna þannig að tap ársins verði ekki meira en um það bil 23 milljónir kr. Frekari breytingar Hann boðar frekari breytingar á rekstri fyrirtækisins í framtíðinni. Bendir á að skip félagsins séu orðin gömul og henti illa breyttum áhersl- um í rekstri. Þurfi að endurnýja skipin og fækka um eitt. Hann bend- ir á að félagið eigi mikið af illa nýtt- um fasteignum. Þurfi að vinna að því að selja þær, leigja eða koma þar upp einhverjum rekstri. Og í síðasta lagi nefnir hann að endurskipuleggja þurfí fjármál félagsins og vinna að lækkun fjármagnskostnaðar. Á aðalfundinum gaf Jón Sigurðar- son ekki kost á sér áfram sem stjórnarformaður og var Árni Vil- hjálmsson, stjórnarformaður Granda hf., kosinn formaður í hans stað. Jón tók hins vegar sæti Árna sem varaformaður. Með þeim í stjórn eru Eyþór Björgvinsson, Sig- urður Einarsson og Guðmundur Birgisson. Samþykkt var tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 125 milljónir kr. að nafnvirði með sölu nýrra hluta. I L I 1 » I \ l h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.