Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fótbolta- vefur opnaður MORGUNBLAÐIÐ opnaði í gær fótboltavef sem er ný þjónusta fyrir lesendur Morg- unblaðsins á Netinu. Þar verð- ur hægt að fylgjast með helstu atburðum í sumar er varða knattspymu. Byrjað verður á því að fjalla um Landssíma- deildina sem hófst í gær og í framhaldi af því verða heims- meistarakeppninni gerð svipuð skil, en hún hefst 10. júní nk. Nánari lýsingu á vefnum og virkni hans má finna á síðu C5 í íþróttablaðinu. Hægt er að nálgast Fót- boltavefinn með því að slá inn slóðina www.mbl.is/boltinn eða velja hann innan Fréttavefjar- ins úr glugganum Aðrir vefir blaðsins. Kosningavefur Morgunblaðsins Spurt og svar- að á Netinu NOTENDUM Kosningavefjar Morgunblaðsins á Netinu gefst kostur á að senda umsjónar- manni vefjarins í tölvupósti spumingar til framboðslista í einstökum sveitarfélögum um allt land. Spumingunum er komið áfram til framboðanna og svörin birt á Kosningavefn- um jafnskjótt og þau berast. Forsenda þess að hægt sé að veita þessa þjónustu er að viðkomandi framboð hafi búnað til að taka við spuming- unum og svara þeim í tölvupósti. Forsvarsmenn framboðslista era hvattir til að senda Kosningavefnum upp- lýsingar um netfang sitt. Net- fang Kosningavefjarins er kosning@mbl.is. Netnotendur, sem senda vilja framboðslistum fyrir- spum, velja síðuna „Spurt og svarað" á Kosningavefnum, smella á hnappinn „Ert þú með spumingu?“ og fylla út fyrir- spumarform, sem þá birtist á tölvuskjánum. Kosningavefn- um má tengjast frá Fréttavef Morgunblaðsins eða með því að slá inn slóðina http://www.mbl.iii/kosningar/. Fjórtán ára velti bíl FJÓRTÁN ára drengur slapp ómeiddur þegar hann velti bíl í Dýrafirði í gær. Drengurinn var einn á ferð, ak- andi gömlum fólksbíl í eigu fjöl- skyldu sinnar. Til móts við Brekkudal í Dýrafirði valt bíllinn og er talinn ónýtur eftir. Öku- manninn sakaði ekki, að sögn lög- reglunnar á ísafirði. FRETTIR Héraðsdómur ógildir áminn- ingu til flugumferðarstjóra HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi áminningu þá sem flugmálastjóri veitti flugum- ferðarstjóra í ágúst sl. fyrir brot á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rfldsins og er flug- málastjóra gert að greiða flugum- ferðarstjóranum 150 þúsund krónur í málskostnað. Flugumferðarstjórinn neitaði flugvélum um flugheimild að morgni 12. júlí þegar fimm af sex flugumferðarstjórum höfðu boðað veikindi þann dag, en umræddur Formaður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra fagnar niðurstöðunni flugumferðarstjóri var þá að Ijúka næturvakt sinni. Veikindi flugum- ferðarstjóranna á þessum tíma hlutu talsverða umfjöllun í fjölmiðl- um og var látið í veðri vaka að þau væru liður í kjarabaráttu. Enginn þeirra var þó látinn sæta agaviður- lögum, þrátt fyrir rannsókn, með þeim rökum að örðugt væri að sanna að um samantekin ráð hefði verið að ræða eða að þeir hefðu ekki verið veikir. Dómarinn, Allan Vagn Magnús- son, kemst að þeirri niðurstöðu að áminning flugmálastjóra skuli felld úr gildi, ekki sé sýnt fram á að flug- umferðarstjórinn hafi brotið gegn starfsskyldum sínum og flugmála- stjóri skuli greiða honum 150.000 krónur í málskostnað. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir starfsbræður sína mjög ánægða með þessa niðurstöðu Héraðsdóms. „Reyndar er þetta niðurstaða sem við reiknuðum með, við töldum að hún gæti eiginlega ekki orðið önnur, enda ljóst að flug- umferðarstjórinn hafði eingöngu öryggið að leiðarljósi," segir hann. Morgunblaðið/Kristinn FLUGUMFERÐ um Reykjavíkurflugvöll er nú stjórnað úr stjórn- stöðvarbíl Flugbjörgunarsveitarinnar meðan unnið er að gagngerum endurbótum á tækjabúnaði og innréttingum í flugturninum. Flugturn á hjólum FLUGUMFERÐARSTJÓRAR í flugturninum á Reykjavíkurflug- velli fluttu sig um set í gær, þegar hafist var handa við gagngerar endurbætur á tækjabúnaði og inn- réttingum í turninum, en allt er það komið til ára sinna, að sögn Hail- gríms Sigurðssonar, forstöðumanns rekstrardeildar Flugmálastjórnar. Flugumferðarstjórarnir sitja nú í stjómstöðvarbíl Flugbjörgunar- sveitarinnar, sem lagt hefúr verið á miðjum flugvellinum, en bíllinn verður vinnustaður þeirra næstu tvær til þijár vikurnar. „Nú er verið að endurnýja tækjakost og allar innréttingar í turninum, leggja nýtt tölvugólf, endurnýja allar raf- og tölvulagnir og fjarskiptasambönd. I rauninni þurfti að hreinsa alveg út úr tum- inum og á meðan varð að flytja starfsemina annað þar sem gott útsýni er yfir flugvöllinn," segir hann. „Þröngt mega sáttir sitja,“ segir Hallgrímur og bætir við að starfs- mennirnir hafí sýnt því mikinn skilning að grípa þurfi til þessara óvenjulegu aðgerða." Að sögn Hallgríms er ekki gert ráð fyrir að þessi tfmabundnu vistaskipti flugumferðarstjórnar um Reykjavíkurflugvöll muni hafa vemleg áhrif á flug, þar sem yfir- leitt sé bjart og góð skilyrði til flugs á þessum árstíma. Þó sé hugsanlegt að einhveijar takmark- anir verði á flugumferð og þá helst í einkaflugi og lendingaræfingum. FLUGUMFERÐARSTJÓRAR að störfum í bráðabirgðaflugturniimm sem er gulur og á fjórum hjólum. Útflutningsráð Verslunin á fulltrúa í stjórn „ÞAÐ er rétt að samkvæmt lögum um Útflutningsráð á að endurskoða lögin í ár. Fari sú endurskoðun ekki fram á innheimta markaðsgjalds að falla niður. Það er hins vegar ekki verið að leggja niður markaðsgjald- ið, aðeins verið að knýja á um að lög- in verði tekin til endurskoðunar,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs, sem hafnar þeirri gagnrýni forsvarsmanna Sam- taka verslunarinnar að Útflutnings- ráð sé gríðarlega dýrt í rekstri. Hann segir það rangt að verslunin eigi _ekki fulltrúa í stjóm ráðsins. „Ég geri mér vonir um að utan- rfldsráðherra skipi vinnuhóp í sumar til að undirbúa tillögu að endui- skoðun laga um Útflutningsráð og að starfsemi þess haldi áfram sem fyrr,“ segir Jón. Jón segir að gagnrýni forsvars- manna Samtaka verslunarinnar leiði ef til vill helst í ljós að Útflutnings- ráð hafi ekld komið því nægilega vel til skila hvaða starfsemi hafí farið fram á þess vegum. „Gagnrýni er gjöf og ég lít á athugasemdimar meira í því Ijósi. Við þuifum að huga að því að koma frá okkur skilaboðum um það sem við vinnum að,“ segir Jón. Hann segir það rangt að verslunin eigi ekki fulltrúa í stjóm Útflutn- ingsráðs. Verslunarráðið tilnefnir einn mann í stjóm samkvæmt lögun- um, Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi tilnefna þrjá menn í stjóm, Samtök iðnaðarins einnig þrjá og Ferðamálaráð tilnefnir einn. Fjórir fulltrúar frá hinu opinbera sitja í stjóminni. „Það þarf m.a. að skoða hvemig stjómin er skipuð við endurskoðun laganna,“ segir Jón. ♦ ♦♦ Verslunin greiðir 53% af markaðsgjaldinu Hann segir rétt að margt í starf- seminni kosti peninga en þar með sé ekld sagt að þeim sé illa varið. Markaðsgjaldið er byggt á virðis- aukaskattskyldri veltu íyrirtælga. Verslun og þjónusta greiðir 53% af heildargjaldinu, fiskvinnsla og iðnað- ur rám 33%, fiskveiðar 9% og sam- göngur 5%. Greiðendur eru lögaðilar og einstaklingar, alls 27 þúsund aðil- ar. Markaðsgjaldið skilaði Útflutn- ingsráði 111 milljónum kr. í fyrra. „Það má alltaf deila um hvemig eigi að fjái-magna svona rekstur. Þetta er leið hins opinbera til þess að fjármagna þessa þjónustu og er skattur sem er lagður á samkvæmt lögum,“ segir Jón. Innbrot hja Islendingum í Cannes í FJÓRIR íslendingar á kvikmynda- hátíðinni í Cannes urðu fyrir því að brotist var inn hjá þeim aðfaranótt mánudags á meðan þeir vora sof- andi í húsi sem þeir leigja í Antibes. Þetta vora annars vegar Ingvar Þórðarson og Baltasar Kormákur, sem staddir eru í Cannes til að kynna myndimar Popp í Reykjavík sem framsýnd verður í september og 101 Reykjavík sem tekin verður upp í vetur og hins vegar Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist sem eru að vinna að Fíaskó. „Stolið var frá okkur þremur tölvum og þremur farsímum og svo var ýmislegt fleira tekið eins og föt og skór,“ sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. „Húsið var læst þannig að þjófamir hafa kunnað sitt fag.“ Hann áætlaði að verðmæti þýfis- ins væri um 1 milljón króna. Ingvar kvað lögreglu hafa sagt þeim að það væri mildi að þeir hefðu ekki vaknað við umgang þjóf- anna vegna þess að þá hefðu þeir sennilega ekki sloppið ómeiddir. IR ► í NÝRRI skipulagstillögu fyrir Þorlákshöfn er gert ráð fyrir svokölluðum Suðurstrandarvegi, sem á að liggja til vesturs út frá bænum og fylgja sfðan strönd- inni um Selvog allt til Grindavfkur. Við byggjum tönlistarhús Áfram llafnfirðing- at - allir *em einn vk* AÐSENDAR QREINAR Þróttur og ÍBV skildu jöfn, 3:3, í fjörugum leik / C5 Þórður Guðjónsson bikar- meistari í Belgíu / C3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.