Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 31 Andatrú og apadans JEAN-BABTISTE Thierrée og Victoria Chaplin eru Ósýnilegi hringurinn. Ósýnilegi hringurinn í Þjóðleikhúsinu Handfylli af ímyndun TOJVLIST Itorgarleikhúsid Vesturafrísk tónlist og dans. Amlima flokkurinn frá Tógó undir leikstjórn Beatriz Camargo. Stjórnandi og danshöfundur: Simon Lawson. Borg- arleikhúsinu, laugardaginn 16. maí kl. 20. ,APADANS“ er eitt af þessum kostulegu nýyrðum frá fi-umbýl- ingsárum æðri tónlistar á íslandi; gott ef ekki runnið frá Jóni Ófeigssyni og haft um jitterbug eða eitthvað álíka. Það var víst líka hann sem kom með orðið „harksöng" fyrir jass. Hvorugt mun notað lengur í fúlustu alvöru. En þó að sveifla Ellingtons og eftiiTenn- ara sé sannanlega með rætur í svört- ustu Afríku, er hún samt all- frábrugðin því sem gestir Borgarleik- hússins fengu að berja skilningarvit- um á laugardagskvöldið var. Því þar var - skv. sýningarskrá - m.a. ekta „apadans“ á dagskrá, og „harksöngur- inn“ úr regnskógum hinnar fyiTum þýzku nýlendu var hrár, kraftmikill og sannfærandi. Það vill stundum gleymast, að upp- haf módernisma í mynd- og tónlist spratt að miklu leyti við kynnin af „frumstæðri" list frá Afh'ku og aust- urlöndum fjær á hinni rómuðu heims- sýningu í París um síðustu aldamót. A sama hátt hvai-flaði að manni nú, að þeir lærdóms- og listamenn okkar sem uppiskroppa þykjast í bili með heimildir um heiðna norræna siði, trú og list, gætu kannski fengið nýjan inn- blástur af sýningu sem þessari. Undir öllum kringumstæðum ber að þakka verkefnaveljendum Listahátíðar fyrir að opna okkur sjaldfengna innsýn í fi'amandi heim, þótt raunar sé í takt við almennt vaxandi áhuga Evrópu- búa á tóniist fjarlægi’a heimshluta, eins og sést af sölu hljómdiska hin seinni ár með svokallaðri heimstónlist. TONLIST Þjóðleikhúsi-ð Verk eftir Bent Sorensen, Hauk Tómasson (frumfl.), Jorgen Jersild, Per Norgárd, Jón Ásgeirsson o.fl. norræna höfunda. Sigrún Eðvalds- dóttir, fiðla; Caput undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Kam- merkór danska ríkisútvarpsins; stjórnandi Stefan Parkman. Hátíð- artónleikar til heiðurs Margréti II Danadrottningu í Þjóðleikhúsinu, sunnudaginn 17. maí. HVERT sæti var skipað í Þjóðleik- húsi íslendinga á sunnudagskvöldið var, þegar ísienzki hljómlistarhópur- inn CAPUT og Kammerkór danska Ríkisútvarpsins fluttu hátíðardag- skrá til heiðurs Danadrottningu að viðstöddum þjóðhöfðingjum beggja landa. Var tónleikunum jafnframt sjónvai'pað í beinni útsendingu hér og útvarpað til Danmerkur. Við sama tækifæri var frumfluttur fiðlukonsert eftir Hauk Tómasson, pantaður af Listahátíð ‘98 í fyrra. Tónleikarnir voru skipulagðir í samvinnu Lista- hátíðar og danska sendiráðsins í Reykjavík. Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari og CAPUT eru meðal þess fremsta sem íslenzkt tónlistarlíf hefur að bjóða í dag, og sízt fer minna orð af danska útvarpskórnum og hinum dugmikla sænska stjói'nanda hans, Stefan Parkman, sem hér stigu á stokk í fyrsta sinn í sögu Listahátíðar í Reykjavík. Það mátti því búast við miklu, og er óhætt að segja að sú von brást ekki, því allur flutningur var í úrvalsflokki þetta eftirminnilega kvöld. Ef að líkum iætur stendur Amlima hópurinn ögn nær alþýðlegum rótum í heimalandinu en „ómenntuðu söngvararnir úr næstu sveitaþorp- um“ sem franskur plötuútgefandi gerði heimsfræga í byi’jun 9. áratug- ar undir fyrirsögninni „Undur búlgarskra mannsradda" og reynd- ust vera Ríkisútvarpskórinn í Sofíu. Amlima hefur þegar starfað í á annan áratug, ferðazt víða um heim og er nú búsettur í Köln. Það mátti enda á ýmsu sjá, að hliðsjón væri höfð af evrópskum smekk og (oftast nær) þreytuþröskuldi. Hin liðlega 20 atriði Amlima hóps- ins voru ýmist einleikur, dansar, helgiathafnir, þ. á m. úr vúdútrú, og fimleikaatriði eins og eldát og stultu- gangur - ef ekki sambland af öllu í senn. Var glæfralegt sprang fjöguira ungra karla á ríflega mannsháum stultum við dynjandi trumbuslátt meðal tilkomumestu atriða hópsins. Flytjendur voru alls 12 talsins, og þó að hljóðfærin væru flest af bumbuætt - auk slagverks komu aðeins endablásin ílauta og lítil marimba búin graskeraendurómur- um við sögu - var tónlistin í heild furðu fjölbreytt, þó að hlustendur á fremstu bekkjum hafí sjálfsagt sumir fengið hellu fyrir eyrum þegar mest lét, þvi hér var sannarlega ekkert gefið eftir. Hefði verið einkar fróð- legt að fá lýsingu á hljóðfæra- búnaðinum í tónleikaskrá, því hér gat að heyra margt fáséð ásláttaram- boðið á íslenzkum hljómleikapöllum, eins og handslegna ferhymda trommu sem setið var á og breytt um tónhæð með hælunum, en því var ekki að heilsa. Söngur og þó sérstaklega bumbu- siáttur Tógómanna var kröftugur og sérlega vel samstilltur. Þó að dans- sporin virtust sjaidan mjög flókin miðað við iðandi hrynmynztrin, voru búningar litríkir og sumir harla óvæntir, eins og hinar lifandi „heysátur“ í vúdú-atriðinu. I heild var sýningin frumlegt, bráðskemmti- legt og örvandi framiag til nýhafinn- ar Listahátíðar. Ríkarður Ö. Pálsson Það liggur í hlutarins eðli, að ný og framsækin tónlist er háðari góð- um flutningi en eldri, kunnari og hefðbundnari verk, og kom það vel fram í Minnelieder - Zweites Minn- ewater eftir danska tónskáldið Bent Sorensen, sem samdi verkið fyrir CAPUT 1994. Var það býsna áhrifa- mikið þrátt fyrir þvoglukennd vinnu- brögð, þar sem aðeins greinast stefjabrot á stangli úr si-iðandi tónakös. Minnti tilfinningahliðin meir á sálfræðilega hrollvekju en „mansöng" titilsins, og hefði verkið verið kvikmyndatónlist hefði það fallið ágætlega að lýsingu lokaðrar deildar geðsjúkrahúss, ellegar því sem fíkniefnaruglarar kalla slæmt sýi-utripp. Hætt er við að slíkt verk standi og falli með flutningsgæðum, og verður vonandi ekki kennt við þjóðarrembing að telja að íslenzku kammersveitinni hafi með innlifaðri túlkun sinni tekizt að gera meira en efni stóðu til. Hinn 25 mínútna langi nýi Fiðlu- konsert Hauks Tómassonar var frumfluttur með glitrandi tilþrifum af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og CAPUT-hópnum. Verkið er í íjórum samliggjandi þáttum, og mæddi mik- ið á einleiksfiðlunni, sem var í sviðsijósinu mestallan tímann. Verkið hófst á ógnvænlegu urri dýpst úr iðrum jarðar, er rofið var með leiftursnöggum einleiksinnskot- um, en brátt tók tónlistin að verða FYRSTA sýning sirkussins Le Circle Invisible, eða Ósýnilega hringsins, á Listahátíð í Reykjavík verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 20. Tveir listamenn mynda sh'kusinn, Victoria Chaplin, dóttir Charlies heitins, og Jean-Babtiste Thierrée, og hafa þau fengið hlýjar móttökur og góða dóma fyrir sýningar sínar víða um lönd. Bregða þau sér í allra kvikinda líki með töfrabrögðum, lát- bragði, loftfimleikum, leiklist og búningaskiptum. Þeim til aðstoðar eru dúfur, endur og kanínur sem láta sig hverfa. „Það er mjög einfalt að kynna Osýnilega hringinn - hver áhorfandi ætti að fá í hendurnar óskrifað blað,“ segja þau og bæta við að sýningar meira líðandi, og tær og litrík or- kestrun Hauks sýndi þegar á leið, að fáir hérlendir höfundar standa hon- um á sporði í þeim efnum. Þættinum iauk með svipmikilli einleikska- denzu. Annar kaflinn var ofurlítið mínímaiískt en sérlega skemmtilegt sextánduparta „moto perpetuo" með sífæranlegum áherzlum sem vógu salt við undirliggjandi púlsrytma. Liggur við að það þarfaþing sé útlægt úr flestri nútímatónlist og því kærkomnara hlustendum þá sjaldan sem tónskáldin láta það eftir sér. Mætti Haukur að ósekju gera meira af slíku, því hér tókst tónlistin bein- línis á loft. I 3. kafla bar mest á draumkenndri kyrrð í lágværum titurlausum strengjahljómum, og hljómsveitar- blærinn brá upp líðandi tímalausum tilbrigðum um ímyndaða vatna- veröld, meðan fiðlan rifjaði upp end: urminningabrot úr 1. kafla. í lokakaflanum voru aftur tekin upp hrynræn vinnubrögð, en í það skipti var púlsinn dulinn iðandi krossryt- mum, er gátu minnt á tápmikla dans- rytma Balkanbúa. Einleiksstrófur Sigi-únar fengu þar að glampa í stíl sem var skemmtilegt sambland af nútíma framsækni og bravúru-tilþrif- um sígaunafiðlara fyrri tíma. Þó að e.t.v. mætti grisja ofurlítið í síðari helmingi verksins, einkum hvað lengd varðar, var hinn frábærlega þeirra verði til mjög, mjög hægt. Á tuttugu árum hafa þau aðeins sett saman tvær sýningar enda „var ekk- ert auðveldara en að halda áfram að sýna Le Cirque Imaginaire [fyrri sýningin] endalaust um allan heim“. Segjast þau ófær um að útskýra hvernig Ósýnilegi hringurinn varð til. Tilurð hans tengist sögum af yfir- náttúrulegum umbreytingarki-afti. „En á einfaldari hátt getum við sagt að Ósýnilegi hringurinn er skemmt- un - handfylli af ímyndun - stuttum draumum - birtu og myrkri.“ Ósýnilegi hringurinn kemur alls fimm sinnum fram í Þjóðleikhúsinu. Hinar sýningarnar verða 20. maí kl. 20, 21. maí kl. 15 og 20 og 22. maí kl. 20. flutti nýi konsert í heild hinn áheyri- legasti og verðmæt viðbót í bráðum álitlega flóru íslenzkra fiðlukonserta. Eftir hlé gekk hinn 30 manna danski útvarpskammerkór á svið og söng fyrst Tvo rómantíska kórsöngva eftir Jorgen Jersild, síðan „3 Hymniske ansatser" eftir Per Norgárd og loks blómsveig noirænna hefðbundinna kórlaga. Þegar í upphafí vakti danski kórinn eftirtekt fyrir hljómfegurð, fyllingu og gífurlega dýnamíska breidd, sem gat verið ýmist snörp eða mjúk, auk öfundarverðs jafnvægis milli radda, og var engin furða að kórinn hefur á seinni árum náð heimsathygli með fáguðum söng sínum. Meðal smæm atriða vakti og athygli undiiritaðs, að hin danska söngframburðarhefð, sem löngum hefur verið svo fjarri eðlilegu mæltu máli að nálgist tilgerð í eyrum flestra annarra en innfæddra, virtist hér tempruð eðlilegi'i máiamiðlun, væntanlega þökk sé hinum slynga stjómanda sem hafði greinilega öll ráð í hendi sér, stór sem smá. Var sönn unun að öllum söngatrið- um kórsins, og jafnvel stafnbúi framúrstefnu eins og Norgárd komst í þessum snilldarflutningi ekki hjá því að verða áheyrilegur. Erfítt er að gera upp á milli lýtalausra túlkunar- atriða, en eflaust snurtu hjörtu flestra tónleikagesta þjóðlegu kórlög- in norrænu, eins og Det var en ipr- dag aften og Ut i vár hage. í þeirri syrpu var Vorvísa Jóns Ásgehssonar sungin lauflétt og látlaust á íslenzku, sem kórstjórinn viðurkenndi að væri söngfólkinu að visu ótöm, en mætti í meðferð þess kannski virða á betri veg sem „sérkennilega mállýzku". Var sannarlega fengur að þessari höfðinglegu heimsókn. Verður þess vonandi ekki allt of iangt að bíða að hún verði endurtekin. Ríkarður Ö. Pálsson Flögð og fóg- ur skinn SÝNINGIN Flögð og fógur skinn var opnuð í gær á vegum Islensku menningarsamsteypunnar art.is í Nýlistasafninu við Vatnsstíg og í búðargluggum við Laugaveg. Vemd- ari er Björk Guðmundsdóttir. Sýn- ingin stendur til 7. júní nk. Fjórir erlendir gestalistamenn taka þátt í verkefninu; Louise Bour- geois og Barbara Kniger sem verk eiga á sýningunni í Nýhstasafninu, Matthew Barney en kvikmynd hans, Cremaster 4, verður sýnd í Regnbog- anum og franska listakonan Orlan sem verður með fyi'irlestur í Norræna húsinu 27. maí. Nýlistasafnið Sýnendur í Nýlistarsafninu eru Aðalsteinn Stefánsson, Ai'ngunnur Ýr Gylfadóttir, Bjarni Sigurbjörns- son, Björg Ingadóttir, Bi-ynhildur Þorgeirsdóttir, Daníel Þorkell Magnússon, DJ T-ina, Egill Sæ- bjömsson, Filippía Elísdóttir, Finn- bogi Pétursson, Finnur Arnar Arn- arsson, Francette Pacteau, Gjörn- ingaklúbburinn, Gabríela Friðriks- dóttir, Guðjón Bjamason, Guðrún Vera Hjartardóttir, Gunnar Karls- son, Halldór Valdimarsson, Hall- gn'mur Helgason, Haraldur Jónsson, Hiín Gylfadótth, Hulda Hákon, Inga Svala Þórsdótth, Jón Óskar, Jóhann Lúðvík Torfason, Katrín Sigurðar- dótth, Linda Björg Ámadótth, Linda Pétursdótth, Lena Paaske, Lucky People Center, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdótth, Ragnheiður Jónsdótth, Sara Björnsdóttir, Serge Comte, Spessi, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Særún Stefánsdótt- h, Úlfur Grönvold, Ulf Freyhoff, Val- gerður Guðlaugsdótth, Valgerður Torfadóttir, Viðar Hákon Gíslason, Þoi-ri Hringsson, Þorvaldur Þor- steinsson og Þóroddur Bjarnason. Nýlistasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14-22 og föstudaga til sunnudaga kl. 14-23.30 (lokað fimmtudaginn 21. maí frá kl. 20 og fimmtudaginn 28. maí frá kl. 20). Listagluggar Listagluggar verða á Laugavegi 19. maí til 7. júní 1988 í samvinnu við Þróunarfélag Reykjavíkur: Hilmar Bjarnason: Trygginga- stofnun Ríkisins, Laugavegi 114; Sól- veig Þorbergsdótth: Skífan, Lauga- vegi 96; Ari Alexander Magnússon: Book’s, Laugavegi 61; Hekla Guð- mundsdóttir: Hagkaup, Laugavegi 59; Helgi sk. Friðjónsson: Levi’s, Laugavegi 37; Ilmur Stefánsdótth: Hár-Expo, Laugavegi 33; Ólafur Árni Ólafsson og Libia Perez de Siles de Castro: Kh'kjuhúsið, Laugavegi 31; Ómar Stefánsson: Brynja, Lauga- vegi 29; Helga Kristi-ún Hjálmars- dótth: Hygea, Laugavegi 23; Hlynur Helgason: Mál og menning, Lauga- vegi 18; Svanur Ki-istbergsson: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16; Þóra Þórisdóttir: Lífstykkjabúðin, Laugavegi 4; Ragnhildur Stefáns- dótth: Sævar Karl Ólason, Bankastræti; 7 Nína Magnúsdóttir: Regnboginn, Hverfisgötu 54. Leiðsögn Safnaleiðsögn verður um sýning- arnar í Nýlistasafninu og efth Laugavegi. Leiðsögumaður Anna S. Einarsdótth listfræðingur hjá Þróunarfélagi Reykjavíkur. Leiðsögn hefst fyrh utan Nýlistasafnið. Pant- anh í síma 562 0555. Verkefnið er unnið í samvinnu art.is við Listahátíð í Reykjavík, Nýlistasafnið, Epdurmenntunar- stofnun Háskóla Islands, Þróun- arfélag Reykjavíkm-, Listasafnið á Akureyri, Norræna húsið, Hitt húsið, Eskimo Models, Regnbogann, franska sendháðið, Félagsstarf eldri borgai-a í Gerðubergi, Vinnumiðlun skólafólks, Gym 80, Sláturfélag Suð- urlands, Astro, Karl. K. Karlsson ehf., Þjóðbraut Bylgjunnai', Stöð 2, Fróða, Saga Film, margvíslegar verslanh og fjölda lista- og fræði- manna. Höfðingleg heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.