Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn GUÐRÚN Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar, Margrét Þórhildur, Hinrik prins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri virða fyrir sér vasa, sem borgarstjóri færði drottningu að gjöf. Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Hjörleifur Sveinbjörnsson buðu Margréti Þórhildi, Hinriki prinsi, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur til kvöldverðar í Höfða á sunnudagskvöld. FIMM daga heimsókn Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar og Hinriks prins til Islands lauk í gærmorgun. Meðal þeirra sem kvöddu drottninguna og mann hennar á Reykjavíkurflugvelli voru forsetahjónin Olafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. í ávarpi sínu á Bessastöðum sagði Danadrottning það mikla ögrun að vera beðin um að sýna kirkjuklæði á íslandi, þar sem hér væri að finna klæði, sem ættu fáa sína líka í Danmörku. Síðdegis á laugardag var opnuð í Þjóðminjasafninu sýning Margrétar Þórhildar á kirkjulist. Um kvöldið var boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs drottningu og Hinriki prins. I ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta íslands við það tækifæri þakkaði hann drottningunni sérstaklega fyrir hennar framlag til Listahátíðar í Reykjavík. Sagði hann að í aðdraganda hátíðar á Þingvöllum til að minnast þúsund ára kristni í landinu væri það íslendingum gleðiefni að njóta sýning- arinnar á kirkjuklæðum drottningar. „Hlutur Danmerk- ur, danskrar kirkju, menningar og lista í kristnisögu ís- Heimsókn Margrétar Danadrottningar lokið • • Ogrun að sýna á Islandi lands er margbrotinn og efnisríkur," sagði hann. „Þjóð mín geymir í minningum sínum frásagnir af framgöngu ættar yðar hátignar til að efla kristna trú á Islandi. Alt- aristaflan sem langalangamma yðar gaf litlu þorpskirkj- unni á Eyrarbakka og þér sáuð í gærkvöldi er sem tákn- mynd um langa sameiginlega arfleifð.“ Hann vék síðar að sýningu drottningar og sagði að hún væri nýr kafli í sameiginlegri kristnisögu, vitnis- burður ekki aðeins um list drottningar, trúarhita og hugsun heldur einnig gleðilegur forleikur að kristnihátíð þjóðarinnar, staðfestingu þess að saman muni fslending- ar og Danir spinna vef trúar, sögu og menningar á nýrri öld. Hrærð yfir móttökunum Margrét Þórhildur Danadrottning þakkaði hlýjar móttökur sem hún og maður hennar höfðu fengið á Is- landi. „Ég er hrærð yfir þeim móttökum sem við höfum fengið,“ sagði hún. Það hefði verið skemmtileg upplifun að koma til Vestfjarða. Þangað hefðu þau lijónin ekki komið áður. „Að vera beðin um að sýna nokkur verka minna gladdi mig einnig og var mikil ögrun, þar sem ég veit að á Islandi er að flnna sjaldgæf kirkjuklæði, sem eiga fáa sína líka í Danmörku," sagði hún. Drottningin sagði að vinna við kirkjuklæðin hefði mikla þýðingu fyr- ir sig og að það gleddi sig sérstaklega þegar aðrir sýndu vinnu hennar áhuga. Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti íslands og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir buðu til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu og Hinriki prinsi. Morgunblaðið/Kristinn HINRIK prins, Margrét Þórhildur Danadrottning, Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir og Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands voru meðal gesta á hátfð- arkvöldi í Þjóðleikhúsinu að kvöldi sunnudags. Morgunblaðið/Kristinn Á SUNNUDAG sóttu Danadrottning, Hinrik prins og forsetahjónin dansk-ís- lenska guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem biskup íslands og dómprófastur Kaupmannahafnar predikuðu. Morgunblaðið/Golli AÐ LOKINNI skoðunarferð í Ráðhúsið héldu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Margrét Þórhildur og Hinrik prins ásamt forsetahjónunum og fylgdarliði til móttöku í Iðnó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.