Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 59-*? Hvíti Ameríku- maðurinn Við þurfum að miða allan akstur við aðstæður Frá Porsteini Guðjónssyni: AF Kennewick-manninum band- aríska - 9.300 ára gömlum - slíkt megna vísindin nú að ákvarða, fer nú fleiri sögum en ég bjóst við í bráð, þegar ég minntist á þennan frum- byggja í Norður-Ameríku í bréfí til Mbl., sem birt var 12. okt. 1997. Örstutt upprifjun: Strákar voru að vaða í á og ráku þá tærnar í hauskúpu; létu vita; heil beinagrind kom upp, með öll einkenni hvíts manns; héldu menn vera myrtan mann frá 19. öld. En svo kom í ljós, að aldurinn var 9.300 ár. Þá þóttust rauðskinnar eiga hann, þó að það gæti alls ekki staðist eftir líkamsein- kennum. Þeir settu bann við frekari rannsóknum, og ætluðu að helga sér beinin endanlega. Mannfræðingar fengu engu um ráðið. En þá gerðist hið óvænta. Ásatrúarfélag kom á vettvang og krafðist þess að fá að halda sína helgiathöfn yfir menjum hins hvíta manns, og rökstuddu rétt sinn mannfræðilega og tráarsögu- lega. Þessu var ekki hægt að hnekkja, og varð það úr, að báðir frömdu þarna athafnir sínar, hvor í sínu lagi. Steve McNallen tók í höndina á Umatilla-indíánanum yfir beinunum 27.8. 1997, til marks um vinsamlegan anda - en það eru hin vísindalegu rök sem unnið hafa á jafnt og þétt síðan. Lengra vissi ég ekki um þessi mál, þegar ég skrifaði greinina, í október sl. Nú hafa mér borist nánari fréttir, sem vert væri að segja frá, og sleppi ég þó alveg trúarlegum þáttum þeirra; einnig því sem segir af grát- hlægilegum (tragikómískum) til- burðum „verkfræðingasveitar hers- ins“ (,Jlrmy Corps of Engineers"), sem ætlar að fleygja stórgrýti úr þyrlum yfir fundarstaðinn; þekja síðan með mottum úr kókostrefjum - allt til þess að vernda þennan stað! o.s.frv. Hvað um það, upp úr villunni kemur stundum vit, og það kann að gerast í þetta sinn. Það er komið fram lagafrumvarp á Band- aríkjaþingi sem mælir svo fjrir, að allar beinagrindur, sem ekki eru þegar helgaðar einhverjum trúbrögðum, skuli sæta rannsókn. - jtá IV JIÍ itS' 4 ii > Stdrhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Lögin eiga að verða afturvirk til 1990, en það mundi þýða að mann- fræðingar fengju frjálsan aðgang að Kennewick-beinunum til rannsókn- ar. Fróðlegt verður að frétta af framgangi þessa máls á því þingi. Það er stórkostleg tilhugsun að fornmenn vorii' ævafornir (Indó- 'germanar) skuli hafa verið komnir nokkuð á veg með að nema Norður- Ameríku iyrir 9.000 árum - hvort sem það hefur nú gerst með því að fara þjóðleiðina um Beringssund eða með því að fylgja ísröndinni þvert um Norður-Atlantshaf. Reyndar munu sumir mannfræðingar hafa talið, áður en þetta gerðist, að eitt og annað benti í þessa átt, en líklegt er að „vitnisburður beinagrindarinn- ar“ frá Kennewick eigi eftir að skipta sköpum. Það er að vísu dálítið furðulegt, að í lok 20. aldar skuli enn vera reynt að hindra stór-þýðingarmiklar rannsóknir í nafni trúarbragða, enda leit um tíma út fyi-ir að Kenn- ewiek-málið yrði þannig endanlega þaggað niður. En nú er komið yfir þann hjalla. Steve McNallen, hinn greindi for- maður ásatrúarfélagsins (AFA) á þessum slóðum, á heiður skilinn fyr- ir einarðlega framgöngu í þessu máli. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. EVO-STIK Skýrslutækniféiag íslands í samvinnu við RUT-nefnd og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Ráðstefna íslenska upplýsingasamfélagið Framkvæmd stefnu ríkisstjórnar íslands Hótel Saga, Súlnasalur, miðvikudaginn 20. mars kl. 13:00 13:00 Skráning og móttaka fundargagna 13:10 Setning Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 13:20 íslenska upplýsingasamfélagið Guðbjörg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti 13:50 Tölvulæsi Pétur Ásgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti 14:10 Ný innkaupahandbók um upplýsingatækni Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri i fjármálaráðuneyti 14:40 Kaffi 15:10 Samræming í tölvupóstmálum ríkisstofnana Laufey Ása Bjarnadóttir, varaformaður RUT-nefndar 15:30 Stjórnarráðsvefurinn - Upplýsingaveita fyrir almenning og fyrirtæki Kristján Andri Stefánsson, deildarstjóri í forsætisráðuneyti 15:50 Tölvueign og Internetnotkun íslendinga Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Gallup 16:10 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Þátttökugjald kr. 3.300 Þátttaka tilkynnist Skýrslutæknifélagi íslands í síðasta lagi 19. maí. Simi 551 8820. Netfang sky@sky.is. Heimasíða www.sky.is LÉLEGIR hjólbarðar geta valdið stór- slysi eins og hér gerðist. Frá hópum 57 á Ólafsvík og 58, Rvík. ímars 1998: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í febrúar. Við fjölluðum sérstaklega um akstur ut- an þéttbýlis og hjólbarða. Við viljum deila nokkrum punktum með þér. Akstur utan þéttbýlis Gefum okkur góðan tíma ef við ætlum að fara á milli staða og miðum alltaf hraða við aðstæður. Mikilvægt er að fylgjast vel með öllum merkj- um og sýna varúð þar sem búast má við búfé við vegi. Þá þurfum við að sýna aðgæslu við einbreiðar brýr og fara sérstaklega varlega á malaiweg- um, meðal annars vegna lausamalar. Við skulum draga úr hraða þegar við mætum bílum og sýna öðrum ök- umönnum tillitssemi. Við þurfum að miða allan akstur við aðstæður á hverjum tíma. Hægja á bílnum í kröppum beygjum, fara gætilega í framúrakstur og aka aldrei framúr á blindhæðum. Þá er nauð- synlegt að athuga með veður, færð og akstursskilyrði áður en farið er af stað. Síðast en ekki síst, munum að spenna beltin alltaf - allir í bílnum. Hjólbarðar Allir ættu að vita hve mikilvægt það er að vera með góða hjólbarða en það er að ýmsu að huga við þá: Góð mynsturdýpt skal ávallt vera í hjólbörðum. Grófir vetrar- hjólbarðar og eftir atvikum negldir skulu vera undir bílnum í snjó og hálku. Við verðum að tjöruhreinsa hjól- barðana á veturna þegar hálka er. Munum að lélegir hjólbarðar geta verið lífs- hættulegir. Það á ekki aðeins við í hálku, heldur einnig í mikilli rigningu þeg- ar mikil blejúa er á vegi. Þá er hætt við að bíllinn geti „flotið". Loftþrýstingur þarf að vera hæfilegur. Það getur skipt máli fyrii' öryggi og stöðugleika. Það getur líka haft áhrif á hemlun bifreiðar og síðast en ekki síst á elds- neytiseyðslu. Einnig er nauðsynlegt að Jafnvægis- stilla“ hjólin. Hjólbarðar á lítið notuðum bifreiðum geta reynst fúnir og þjóna þar af leiðandi ekki tilgangi sínum eins og ráð er fyrii' gert. Þurfum við að nauðhemla á miklum hraða, geta dekkin eyðilagst. Við getum reiknað með að fari hraðinn yfír 70 km/klst., verði dekkin það köntuð eftir hemlun að bíllinn verði ókeyr- andi. Við megum ekki vera með mis- munandi dekk á sama ás bílsins og síðast en ekki síst, þá verðum við að muna eftir varadekkinu, ekki bara að það sé með, heldur að athuga öðru hverju hvort það sé í lagi. Munum að dekkin eru eina snert- ing bílsins við veginn og veggripið er mjög háð dekkjunum. Fyrir hönd hópa 57 á Ólafsvík og 58 - Reykjavík í mars 1998. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltm Sjóvár-Almennra. ■ NYR SENDIBILL KœiisKápctr á ótrúlegu werði í miMu úrwaii!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.