Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjartan Gunnarsson segir umfjöllun um Lind einhliða án greinargerðar bankaráðs Landsbankans Vill opinbera sakamálsrannsókn á málefnum Lindar KJARTAN Gunnarsson, sem situr í bankaráði Landsbanka íslands, sagði í gær að hann hygðist leggja til á bankaráðsfundi á morgun að Landsbankinn óski þess að fram fari opinber sakamálsrannsókn á því hvort framkvæmdastjóri eignar- leigufyrirtækisins Lindar, stjórnar- menn í fyrirtækinu og aðrir starfs- menn þess kunni að hafa bakað sér ábyrgð að lögum með einhverjum at- höfnum sínum eða athafnaleysi með- an þeir störfuðu við fyrirtækið. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, lagði á blaðamanna- fundi í gær fram gögn ráðuneytisins í málinu, meðal annars bréf þar sem hann vísar ábyrgð á málefnum Lind- ar til bankaráðs Landsbankans. Vissi ekki að Finnur hygðist birta gögn Kjartan kvaðst í gærkvöld ekki hafa vitað til þess að Finnur hefði ætlað að gera gögn viðskiptaráðu- neytisins um málefni Lindar opinber á blaðamannafundi í gær. „Það var ekkert samráð um það, enda út af fyrir sig engin ástæða til þess af hálfu ráðherrans," sagði hann. „Hann þarf ekkert samráð að hafa við mig eða aðra um það hvað hann ákveður að gera. Hins vegar tel ég að það hefði verið heppilegra að eftir því hefði verið leitað áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt að á um leið hefði verið birt sú grein- argerð, sem bankaráðið sendi Ríkisendurskoðun í framhaldi af at- hugun hennar." Hann sagði að með því að birta aðeins skýrslu Ríkisendurskoðunar væri gefin mjög einhliða mynd af málinu, ekki síst í ljósi þess að eftir að bankaráðið gerði Ríkisendur- skoðun grein fyrir málinu af sinni hálfu hefði það verið samdóma álit að aðhafast ekki frekar í málinu nema nýjar upplýsingar kæmu fram. Ríkisendurskoðun vann greinar- gerð um málefni Lindar og Lands- bankans að ósk bankaráðsins og er hún dagsett 29. mai-s 1996. Kjartan, sem þá var formaður bankaráðs, sagði að í framhaldi af athugun Ríkisendurskoðunar hefði bankaráðið sent stofnuninni greinar- gerð dagsetta 26. september 1996. „I þeirri greinai-gerð gerir bankaráðið ítarlega grein fýrir viðhorfum sínum til Lindarmálsins og þeirra álitaefna, sem fram koma vegna Lindarmálsins í skýrslu Ríkisendurskoðunar,“ sagði Kjartan. „Eins og viðskiptai’áðherra hefur upplýst sendi bankaráð Landsbank- ans honum greinargerð Ríkisendur- skoðunar með ítarlegu bréfi 19. apríl 1996. í því bréfi koma fram ýmsar upplýsingar varðandi fyrirtækið Lind, meðal annars að tapað sé mun meh’a en þær fjögur hundruð millj- ónir króna, sem talið var að hefðu KJARTAN Gunnarsson við heimili sitt í gærkvöld. tapast þegar fyrirtækinu var lokað 1994.“ í bréfi Kjartans til Finns er gerð gi’ein fyrir skýrslu Ríkisendur- skoðunar og kemur þar fram að bankaráðið hafi enga ákvörðun tekið að svo komnu máli um frekari að- gerðir, en vilji að höfðu samráði við bankastjórn senda skýrsluna til við- skiptaráðherra með ósk um samráð um framhald málsins með vísan til ákvæðis bankalaga um yfirstjórn ríkisviðskiptabanka. „Það sem næst gerist í þessu máli er það að 3. júní 1996 fóru fram um- ræður um Lindarmálið á Alþingi og höfðu þar orðaskipti núverandi við- skiptaráðheiTa og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður,“ sagði hann. „14. júní berst bankaráðinu síðan bréf frá viðskiptaráðherra þar sem hann er að svara þessari ósk bankaráðsins um samráð við við- skiptaráðherra." Samráð við ráðherra alla tíð tíðkast Kjartan sagði að það hefði alla tíð tíðkast að haft væri samráð milli for- ustumanna í bankaráði, bankastjóra og bankamálaráðherra um margvís- leg efni, sem tengdust bönkunum. Til dæmis væru til bréf frá við- skiptaráðherrum um það að samráð sé haft um launa- og kjaraákvarðanh- bankastjóra og það hefði verið gert. Þá hefði viðskiptaráðherra til dæmis verið kynnt hvaða leið ætti að fara í uppgjöri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Sá sem sæti í bankaráði gengi ekki gruflandi að því, hvort sem hann væri fulltrúi stjórnar- meirihluta eða minnihluta, að honum bæri að hafa eðlilegt samráð við við- skiptaráðherra og viðskiptaráðu- neyti vegna þess að eigandafoiTæði ríkisviðskiptabankanna væri þar. „I bréfi viðskiptaráðherra kemur ekkert fram um það hvort hann telji ástæðu til frekari rannsóknar á þessu máli eða ekki,“ sagði Kjai-tan. „En í framhaldi af því bréfi tekur bankaráðið sína ákvörðun og sendir Ríkisendurskoðun svar sitt og ég mun óska eftir því við bankaráðið að þetta svar verði birt því að þar kem- ur fram rökstuðningur þess fyrir því að það taldi að svo komnu máli ekki ástæðu til að efna til opinberrar sakamálsrannsóknar á störfum og starfsháttum Þórðar Yngva Guð- mundssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lindar hf.“ Hann sagði að í þessu bréfi til Ríkisendurskoðunar væru ýmsar hugleiðingar bankai’áðsins um Lind- armálið, en það biði þess að bréfið yrði birt að frekari grein yrði gerð fyrir því. Höfuðviðfangsefni að slíkt endurtæki sig ekki „En það sem margir töldu að hefði misfarist alvarlega í sambandi við Lind á sínum tíma vai’ að upplýs- ingagjöf bæði til stjórnar félagsins og til bankai-áðs Landsbankans út af Lind hefði verið í molum og alvarleg- ar brotalamir á henni,“ sagði Kjart- Finnur Ingólfsson vísaði máli Lindar alfarið til bankaráðs Landsbankans í júní 1996 Miðað við að ráðherra færi ekki tít fyrir sín mörk FINNUR Ingólfsson við- skiptaráðherra boðaði til blaða- mannafundar í gær og sagði að til- efnið væra umi-æður á þingi í kjölfar svars hans við fyrirspurn Astu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþing- ismanns um málefni fjármögnunar- leigufyrirtækisins Lindar hf. og Landsbanka íslands. Á fundinum lagði hann meðal annars fram bréf sitt frá 1996 til Kjartans Gunnars- sonar, sem þá var formaður bankaráðs Landsbankans, þess efnis að hann myndi ekki hafa frekari af- skipti af málefnum Lindar og það væri bankaráðsins að ákveða hvort frekari rannsókn færi fram á fyrir- tækinu. Finnur kvaðst hafa tekið ákvörðun um að leggja fram öll gögn við- skiptaráðuneytisins um þau mál frá því hann varð viðskiptaráðherra. Hann kvaðst um leið vilja undir- strika að starfsemi Lindar hefði ver- ið hætt í nóvember 1994 og fyrir- tækið sameinað Landsbankanum samkvæmt ákvörðun forvera síns í starfi. Finnur benti í upphafi á bréf til sín frá formanni bankaráðs Landsbank- ans, Kjartani Gunnarssyni, dagsett 19. apríl 1996 og sagði að því hefði fyigt skýrsla ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, dagsett 29. mars 1996. í þriðja lagi var birt bréf Finns til bankaráðsins dagsett 14. júní 1996. Að auki fylgdi greinargerð frá bankaeftirliti Seðlabanka íslands dagsett 25. maí á þessu ári. Finnur sagði að í skýrslu ríkisend- urskoðanda segði að árið 1994 hefði Landsbankinn ábyrgst 200 milljónir króna til viðbótar við ábyrgð frá 31. desember 1993, sem var 200 milljón- ir, en það hefði ekki komið fram í árshlutauppgjöri Lindar. Þetta ábyrgðarloforð hefði verið gefið með „óformlegum hætti“, en samtals hefðu ábyrgðaryfirlýsingar Lands- bankans numið 400 milljónum króna þegar endurskoðað árshlutauppgjör pr. 31. ágúst 1994 hefði legið fyrir. í kjölfarið hefði Lind verið sameinuð Landsbankanum þar sem félagið hefði ekki lengur uppfyllt ákvæði laga um eigið fé. Ráðherrann tiltók einnig að Ríkisendurskoðun hefði í lok skýrsl- unnar tiltekið að hún teldi brýnt að bankaráð Landsbankans léti rann- saka nánar þá þætti, sem gerðar hefðu verið athugasemdir við, og ákvörðun um framhald málsins myndi byggjast á slíkri rannsókn. Fyrst og fremst skoðað út frá lagalegum forsendum „Eg lét skoða þessi mál hér í ráðu- neytinu fyrst og fremst út frá laga- legum forsendum," sagði Finnur. „Hvert væri í raun og veru hlutverk viðskiptaráðherra í þessu máli og hvemig samráðið við bankaráðið gæti orðið þannig að gætt væri að lögunum um viðskiptabanka og sparisjóði og þar færi við- skiptaráðherra ekki út fyrir sín mörk.“ Hann kvaðst hafa sent Kjartani Gunnarssyni, formanni bankaráðs, bréf 14. júní 1996 þar sem segði að bankaráð hefði yfirumsjón með starfsemi viðskiptabanka, eftirlit með rekstri þeirra og tæki ákvarð- anir um veigamikil atriði í stjórn og rekstri þeirra. Það væri því hlutverk bankaráðs að taka ákvörðun um að- gerðir í málinu og teldi það ástæðu til sérstakra aðgerða væri rétt að leita til þeirra aðila, sem færu með opinbert vald í hverju tilviki. Bent var á að mat á skuldbindingum bankans vegna Lindar og áhrifum þeirra á fjárhagsstöðu hans heyrði lögum samkvæmt undir bankaeftirlit Seðlabankans. Ábyrgðin sett í hendur bankaráðs Finnur sagði að með þessu bréfi hefði ábyrgðin verið sett yfir í hend- ur bankaráðs og ekki verið fylgst nánar með því í ráðuneytinu. Ráðherrann bætti því við að upp á síðkastið hefðu verið deilur um valdsvið og verkaskiptingu milli við- skiptaráðherra og bankaráðs, sem á þeim tíma hefði verið kjörið af Alþingi. Því hefði hann farið fram á Morgunblaðið/Golli FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, svarar spurningum blaðamanna í Arn- arhváli í gær. það fyrr í þessum mánuði að fá álit bankaeftirlitsins á því hvert væri hlutverk viðskiptaráðherra gagnvart yfirstjórn ríldsviðskiptabankanna. Þar segði að yfirstjórn ríkisvið- skiptabanka væri í höndum við- skiptaráðherra og bankaráðs svo sem fyrir væri mælt í lögum um við- skiptabanka og sparisjóði. Síðan væri gerð grein fyrir því nákvæm- lega af hálfu bankaeftirlits hvert væri hlutverk viðskiptaráðherra og hvert hlutverk bankaráðs á grund- velli laganna. „Samkvæmt framangreindu er megin niðurstaða bankaeftirlitsins sú að viðskiptaráðherra ber almenna stjómarfarslega ábyrgð á fram- kvæmd laga nr. 113/1996 [um við- skiptabanka og sparisjóði],“ segir í niðurstöðum bankaeftirlitsins frá 25. maí. „Hins vegar hlýtur ábyrgð hans að takmarkast af því að bankaráð ber ekki ábyrgð gagnvart honum þai- sem það er þingkjörið og ráðherra hefur ekki boðvald yfir þvi. Auk þess eru viðskiptaráðherra í 1. mgr. 27. gr. laganna falin tiltekin verkefni, sem að mati bankaeftirlitsins helgast fyrst og fremst af því að ríkisvið- skiptabankarnir eru sérstakar ríkis- stofnanir og viðskiptaráðherra fer með málefni þeÚTa fyrir hönd ríkis- ins. Hvað einstaka rekstrarþætti rík- isviðskiptabanka áhrærir hefur við- skiptaráðherra ekkert með þá að gera. Reksturinn er í höndum bankaráðs og bankastjómar. Heim- ildarákvæðið í 28. gr. um að ráðherra geti hvenær sem er krafið bankaráð upplýsinga um rekstur og hag hlutaðeigandi banka er til ítrekunar á þeim rétti hans sem áður var ólög- festur, sbr. það sem greint er frá hér að framan og gefur honum ekki sjálf- stæðan íhlutunarrétt í skjóli þess ákvæðis." Síðan segir að bankaráð fari með yfirumsjón og hafi almennt eftirlits- hlutverk með starfsemi ríkisvið- skiptabanka og beri ábyrgð gagn- vart Alþingi, enda kosið af því. Bankastjórar beri ábyrgð gagnvai-t bankaráði, enda ráðnir af því. Bankaráðið geti vikið bankastjórn eða einstökum bankastjórum úr starfi, en viðskiptaráðherra geti ekki vikið bankaráði, einstökum bankaráðsmönnum, bankastjórn eða bankastjóra frá. „Þannig að þetta er alveg skýrt,“ sagði Finnur, „og í samræmi við það sem við komumst að í okkar könnun hér þegar við mátum hvemig átti að taka á þeirri skýrslu, sem þarna lá fyi’ir." Finnur sagði að í umræðu um störf Alþingis I gærmorgun hefði einn þingmaður stigið í pontu og talið að hann hefði ekki gefið réttar upplýsingar í óundirbúnum fyrir- spurnartíma 3. júní 1996, en skýrsla ríkisendurskoðanda er dagsett 29. mars sama ár. I fyrirspumartímanum spurði Ásta Ragnheiður Jóhannesdótth- alþingismaður hvort rétt væri að tap Landsbankans vegna Lindar hefði verið milli sex og sjö hundmð millj- ónir króna og ef svo væri hvernig bankanum væri ætlað að ráða við þetta mikla tap miðað við erfiða fjár- hagsstöðu bankans. Þessu svaraði Finnur þannig: „Þær upplýsingar, sem háttvirtur þingmaður er með um tap Lands- bankans á einstökum eignarfyrir- tækjum bankans eða einstökum við- skiptamönnum bankans, þekki ég ekki.“ Kannaðist ekki við upplýsingar um sex til sjö hundruð milljónir „Ástæðan fyrir þessu svari er sú að ég kannaðist ekki við þessar upp- lýsingar um sex til sjö hundrað millj- óna ki-óna tap,“ sagði Finnur á blaðamannafundinum og vitnaði til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem ekkert kæmi fram um það hvert heildartap Landsbankans hefði verið á Lind hf. Einvörðungu væri sagt að bankinn gengi í ábyrgð fyrir 400 milljónum ki’óna. „Hefði ég sagt á þessum tíma í þinginu að það væri ekki rétt sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefði, að bankinn hefði tapað sex til sjö hundruð milljónum króna á Lind heldur 400 milljónum miðað við ábyrgðarveitingamar, sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þá væri ég ásakaður í dag fyrir að gefa rangai- upplýsingar í þessum fyrirspumartíma,“ sagði Finnur. „Og það kemur skýi’t fram hjá mér síðar í þessum fyrirspurnum að á grundvelli þess að ég er ekki með nein gögn í þinginu - þetta var óund- irbúin fyrirspurn - treysti ég mér ekki til þess að kveða upp úr um það hvert hið raunverulega tap bankans á Lind væri.“ Ekki sitt hlutverk að upplýsa þing um skýrslu Ríkisendur- skoðunar Hann sagði að það hefði ekki verið sitt hlutverk að upplýsa þingið um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.