Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1997 49 ,
FÓLK í FRÉTTUM
27. maí - 2. júní
HÁSKÓLABÍÓ
Állinn
(Unagi)
eftir Shohei Inamura
„ÉG HEF einstaklega mikinn
áhuga á fólki, eiginlega græðgisleg-
an áhuga á því,“ segir japanski leik-
stjórinn Inamura, en Állinn er
fímmtánda myndin hans á fjörtíu
ára ferli. Áður en hann byrjaði að
gera kvikmyndir vann hann með
nokkrum virtustu leikstjórum sem
Japan hefur átt, eins og Ozu og
Kawashima.
Inamura segir okkur nú söguna
af miðaldra Yamashita sem losnar
úr fangelsi eftir átta ára innisetu
fyrir að hafa drepið konu sína sem
hélt fram hjá honum. Hann opnar
rakarastofu og hefur þar í stórri
krukku ál sem hann eignaðist í
fangelsinu og varð sálufélagi hans.
Dag einn bjargar hann stúlku sem
reynir að fremja sjálfsmorð, en
stúlkan minnir hann samt óþægi-
lega mikið á eiginkonuna myrtu.
Þetta er saga af manni sem er að
reyna að byrja tilveruna upp á nýtt
með því að koma til móts við lífið,
fólkið og samfélagið eftir að hafa
útilokað það í átta ár.
Inamura sem er þekktastur fyrir
kvikmyndir sínar Skordýrakonuna
og Svart regn, fékk í fyrra Gullpál-
mann í Cannes fyrir Álinn. Hann
deildi verðlaununum með Ki-
arostami leikstjóra Keims af kirsu-
beri sem Háskólabíó sýndi á Vor-
vindum í síðustu viku. En hún
fjallaði einmitt líka um miðaldra
mann í tilvistarkreppu, en sá vildi
hins vegar enda líf sitt.
REGNBOGINN
Óskar og Lúsinda
eftir GiIIian Armstrong
„ÉG GRÉT, hló og varð yfir mig
ástfangin af þykka handritinu að
Oskari og Lúsindu þegar ég las það
fyrst, og varð strax ákveðin í því að
dag einn skyldi ég koma þessari
heillandi bók á hvíta tjaldið,“ segir
Gillian Armstrong um bókina eftir
Peter Carey sem handritið að kvik-
mynd hennar byggist á. „Þetta er
ekkert venjulegt períódudrama,
heldur einstaklega háðsk og næst-
um súrrealistík saga af ást og örlög-
um.“
Aðalsöguhetjurnar eru Óskar og
RALPH Fiennes í hlutverki prestsins í áströlsku kvikmyndinni
„Óskar og Lúsinda“.
KOJI Yakusho leikur aðalhlutverkið í japönsku
kvikmyndinni „Álnurn".
Lúsinda fædd hvort í sinni heims-
álfunni. Hann er fátækur prestur
með spilafíkn sem elskar Guð. Hún
er frjálslyndur og forríkur verk-
smiðjueigandi með spilafíkn og
elskar gler. En þau elska hvort
annað og saman byggja þau kirkju
úr gleri.
Armstrong hóf ferilinn í heima-
landi sínu Ástralíu, og gerði m.a.
myndina „The Last Days of Chez
Nous“. Hún fór til Hollywood og
gerði „Little Women“, en er nú aft-
ur komin heim til að gera mynd
eftir sögu eins sterkasta skálds
Ástrala. Hún hefur fengið til liðs
við sig úrval breskra og ástralskra
leikara og eru það Ralph Fiennes
og Cate Blanchett sem leika aðal-
hlutverkin.
7JffT0SHIBA sjónvarpstæki meo Super Black Line
L ® myndlampa, Nicam Stereo o.fl.
750
TOSHIBA 207 ProT)rum myndbandstæki með Long
Play (tvöfalt lengri upptaka / 4 klst á 2 tíma spólu)
Mgg Einar
MmM | Faresi
-------— — — Qm<oai>n'mi ?
Farestveit & Co. hf.
Borgartúni ?8 S: S62 2901 og 56? ?900
1lMi«
o
í blaðaukanum Húsinu og garðinum verður að finna ýmsan fróðleik um viðhald húsa
og garðrækt en nú fer í hönd mikill annatími hús- og garðeigenda.
ýj • Viðhald húsa
Z • Fjármögnun á endurbótum húsa
IU • Sumarbústaðir
^ • Heitir pottar
Q • Dúkkukofar og leiktæki
^ • Gróðurhús
• Þakefni og málning
• Lýsing við hús og í görðum
• Sólpallar og skjólgirðingar
• Hellulagnir
• Blóm, tré og annar garðagróður
• O.fl.
Skilafrestur auglýsingapantana er til
kl. 12 þriðjudaginn 2. júní
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga í síma 569 1139.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netíang: augl@mbl.is