Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 11
FRÉTTIR
an. „Bankaráðið taldi náttúrulega
höfuðviðfangsefni sitt að koma í veg
fyrir að svona atburðarás gæti end-
urtekið sig og óskaði af því tilefni
eftir því við Ríkisendurskoðun að
hún gerði ákveðnar athuganir fyrir
bankaráðið á upplýsingakerfum í
bankanum og því hvort upplýsinga-
gjöf til bankaráðsins væri fullnægj-
andi.“
Hann sagði að Ríkisendurskoðun
hefði fallist á að gera þetta. Afrakst-
urinn hefði verið greinargerð, sem lá
fyi'h' í apríl 1997, og hefði hún verið
gagnleg fyrir bankaráðið. Þar væri
hins vegar eingöngu um kerfíslæga
athugun að ræða, en ekki úttekt á
einstökum málum.
„Þegar Ríkisendurskoðun tók að
sér að framkvæma þessa athugun
var það gert með bréfi, sem var svar
við greinargerð bankaráðsins," sagði
Kjartan. ,A.ð fengnu því svari taldi
bankaráðið að komnar væru ákveðn-
ar lyktir í þetta mál.“
Einhugur í bankaráði
Kjartan sagði að einhugur hefði
verið í bankaráðinu um að ljúka mál-
inu með þessum hætti. Hins vegar
væri það rétt, sem kæmi fram í
skýrslu Ríkisendurskoðunar, að það
væru mörg mjög alvarleg álitaefni,
sem tengdust stjórnendum og stjórn
Lindar hf. Það hefði hins vegar verið
niðurstaða bankaráðsins á þeim tíma
eftir að formlegt svar barst frá við-
skiptaráðherra varðandi ósk
bankaráðsins um samráð um fram-
hald málsins að ekki væri ástæða til
þess að efna til opinberrar sakamáls-
rannsóknar út af málinu að svo
komnu máli.
„Það var talið að málið væri út af
fyrir sig fullupplýst innan bankans,“
sagði Kjartan. „Það var niðurstaða
þeirra sem um það fjölluðu, bæði
endurskoðenda og annarra, að þetta
hefði fyrst og fremst orsakast af
mjög alvarlegum brotalömum í
framkvæmdastjórn fyrirtækisins."
Landsbankinn eignaðist hlut í
Lind þegar hann keypti Samvinnu-
bankann í upphafi árs 1990 og varð
eini eigandi fyrirtækisins árið 1992.
Lind hætti rekstri og sameinaðist
Landsbankanum í ágúst 1994.
Kjartan rakti að þegar fyrirtækið
hefði hafið starfsemi hefðu verið
uppgangstímar í efnahagslífinu, en
síðan hefði komið efnahagslægð á
tímanum 1991 til 1992.
Viðkvæm starfsemi
„Þessi starfsemi var ákaflega
viðkvæm fyrh- því,“ sagði hann.
„Þetta var starfsemi, sem byggði á
því að lánað var til kaupa á vélum,
fasteignum og fleiru og ekki tekin
önnur veð eða aðrar tryggingar en
viðkomandi hlutur sjálfur.“
Reksturinn hefði verið áhættu-
samur og því hefði þurft að vanda
mjög til vals á stjómendum. Þarna
hefði verið mikið og alvarlegt tap.
Þegar bankaráðið hefði ákveðið að
leggja fyrirtækið niður hefði verið
mælt fyrir um að halda öllum af-
skriftum aðskOdum í bókhaldi bank-
ans þannig að það væri auðvelt að
fylgjast með því hvemig fyrirtækinu
endanlega reiddi af.
Kjartan sagði að í skýrslu
Ríkisendurskoðunar hefði verið mik-
ið gert úr fjárhagslegum ábyrgðum
Landsbankans gagnvart Lind hf. og
gerðar athugasemdir við þær, en hjá
bankaráðinu hefði komið fram að
Ijóst væri af þess hálfu að annað
hefði ekki komið til greina eftir að
bankinn var orðinn eigandi að öllu
hlutafé Lindar en að hann bæri
ábyrgð á skuldbindingum fyrirtækis-
ins.
skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það
hefði fremur verið bankaráðsins því
að á þeim tíma hefði það heyrt undir
þingið. Hann sagði að í fyrirspurn-
inni á þingi hefði hann verið spurður
um heildartapið og í skýrslu
ríkisendurskoðanda hefði ekkert
komið fram um það.
Samkvæmt svari Finns við fyrir-
spurn Ástu Ragnheiðar um málið á
þessu þingi var tapið 707 milljónir
króna vegna afskrifta og afskriftar-
samninga út af Lind og 16 milljónir
vegna sölutaps af rekstrarleigutekj-
um.
Finnur sagði að sennilega hefði
örlagaríkasta ákvörðunin í þessu
máli verið tekin þegar ákveðið hefði
verið að sameina Lind Landsbank-
anum, en það hefði verið gert í tíð
forvera síns í ráðuneytinu.
„Ég kem að málinu 19. apríl 1996
þegar bréf formanns bankaráðs
Landsbankans kom til mín með
skýrslu Ríkisendurskoðunar,“ sagði
Finnur.
Hafði upplýsingar um að tap
væri meira en 400 milljónir
Finni var bent á það á blaða-
mannafundinum að í bréfi formanns
bankaráðs frá 1996 segði að Ijóst
hefði verið 1994 að Landsbankinn
þyrfti að taka á sig a.m.k. 400 millj-
ónir króna vegna afskrifta á
útistandandi kröfum Lindar, en síð-
an hefði komið í Ijós að um enn hærri
fjárhæðir væri að ræða.
Finnur sagði að ráðuneytið hefði
ekki spurst fyrir um þetta atriði
vegna þess að það hefði ekki talið að
það væri hlutverk þess að kveða upp
úr í málinu hvernig með það skyldi
farið á grundvelli laganna um við-
skiptabanka og sparisjóði. Því hefði
hann hins vegar ítrekað að teldi
bankaráðið að ástæða væri til sér-
stakra aðgerða í málinu væri rétt að
leita til þeirra aðila, sem færu með
opinbert vald í hverju tilviki.
„Það er auðvitað útilokað að vera
með öll þau fyrirtæki, sem undir það
heyra hverju sinni, í bókhaldslegri
gjörgæslu innan ráðuneytisins,"
sagði hann. „Mitt mat á þessum tíma
var að ábyrgðin yrði að vera
bankaráðsins í málinu og þess vegna
vísaði ég þessu til þess á grundvelli
laganna."
Finnur var spurður hvort það væri
rétt skilið að hann hafnaði allri
ábyrgð, hafnaði samráði við
bankaráðið um það hvað bæri að
gera í kjölfar skýrslunnar frá
Ríkisendurskoðun og hvernig hann
mæti niðurstöðu bankaráðsins.
„Um leið og ég svara bankaráðinu
með því að telja að þeir beri
ábyrgðina er ég að setja ábyrgðina
yfir á það,“ sagði Finnur. „Þeii- taka
sína ákvörðun og ég ætla ekki núna
eftir á að meta hvort þeirra ráðstöf-
un hafi verið rétt eða röng. Ég tel að
þeir hafi tekið ákvörðun á grundvelli
þess sem þeir töldu vera skynsam-
legt.“ Hann kvaðst ekki ætla að
leggja mat á það hvort bankaráðið
hefði brugðist og hann hefði aðeins
þau gögn, sem hann hefði lagt fram á
fundinum, í höndum og til að svara
með öðrum hætti yrði hann að hafa
frekari gögn í höndum.
„Við erum með bankaeftirlit til að
fylgjast með þessum fyrirtækjum á
fjármagnsmarkaði, við erum með
ríkisendurskoðun, innri endur-
skoðanda bankans, við erum með
bankaráð," sagði Finnur. „Þetta eru
allt saman eftirlitsaðilar gagnvart
þessum fyrirtækjum og það getur
ekki verið að ráðuneyti geti lagt mat
á þessi atriði ef þessir aðilar treysta
sér ekki til þess. Ráðuneytið hefur
ekki mannskap til þess.“
Gagnrýni á framkvæmdastjóra
Lindar
Finnur var spurður um þau hörðu
orð, sem fram kæmu í skýrslu
Ríkisendurskoðunar um fram-
kvæmdastjóra Lindar, Þórð Yngva
Guðmundsson, og gagnrýni á starfs-
lokasamning þann, sem við hann var
gerður þegar Lind var sameinuð
bankanum.
„Framkvæmdastjórinn var látinn
fai'a úr starfi fyrir mína tíð, en það
var auðvitað stjórnar og bankaráðs-
ins að ganga frá [starfslokum fram-
kvæmdastjórans],“ sagði Finnur.
„En það var allt saman fyrir mína tíð
og það var ekki heldur íyrrverandi
ráðherra, sem gerði það. Það ver
stjórn Lindar eða bankaráð."
Finnur var spurður hver bæri
endanlega ábyrgð þegar litið væri til
taps Landsbankans í heild um leið
og bent var á að þeim sem færi
svona með heimilisbókhaldið hjá sér
yrði hent út á götuna.
„Ef maður færi svona með heimil-
isbókhaldið yrði manni kastað út,“
sagði ráðherrann. „Hins vegar er
það svo að bankaráðið bar ábyrgðina
á rekstri bankans gagnvart Alþingi
meðan þetta var rekið sem ríkisvið-
skiptabanki, en bankastjórarnir bera
ábyrgð á rekstri bankans. Það er
enginn vafi. Abyrgðin er alveg skýr í
lögunum."
„Þegar þetta var orðið var Lind í
raun bara deild í Landsbankanum,"
sagði hann. „Það hefði skaðað svo
viðskiptahagsmuni bankans og verið
svo fráleitt að hlaupa frá þeim skuld-
bindingum að það kom ekki til um-
ræðu, hvorki af hálfu bankastjóra né
bankaráðs."
Kjaitan vildi koma því á framfæri
að tapið vegna Lindar væri 707 millj-
ónir, en ekki milljarður eins og
einnig hefði verið haldið fram. Tapað
hlutafé væri vitaskuld inni í afskrift-
artölunni, sem gefin hefði verið upp í
svarinu við fyrirspurn Astu Ragn-
heiðar og 707 milljónir væru því
lokatalan.
Kjartan vitnaði til þeirra orða
viðskiptaráðherra á blaðamanna-
fundinum að eðlilegt hefði verið að
bankaráðið skilaði skýrslu
Ríkisendurskoðunar til Alþingis
vegna þess að það kysi ráðið og
kvaðst aldrei hafa vitað til þess að
svona stofnanir skiluðu skýrslum
beint til Alþingis nema það væri
sérstaklega ákveðið í lögum. Sam-
skipti ríkisbankanna við Alþingi
færu jafnan fram fyrir milligöngu
ráðuneytis bankamála.
Bankaráð Landsbankans kemur
saman á morgun og kvaðst Kjartan
telja fullvíst að þá yrði brugðist við
atburðum gærdagsins með einhverj-
um hætti.
„Ég mun í fyrsta lagi leggja til að
sérstaklega verði kannað hvort ekki
sé rétt að óska eftir því að heimilað
verði að birta greinargerðina til
Ríkisendurskoðun og væntanlega í
samráði við ríkisendurskoðanda,"
sagði hann. „Síðan mun ég á þeim
fundi leggja til að bankaráðið
samþykki að óska eftir því að það
verði leitað til þeirra aðila, sem fara
með opinbert vald í hverju tilviki,
eins og segir í bréfi við-
skiptaráðherra frá 14. júní 1996 og
Landsbankinn óski þess að fram fari
opinber sakamálsrannsókn á því
hvort framkvæmdastjóri Lindar,
stjórnarmenn í fyrirtækinu og aðrir
starfsmenn þess kunni að hafa bak-
að sér ábyrgð að lögum með ein-
hverjum athöfnum sínum eða at-
hafnaleysi meðan þeir störfuðu við
fyrirtækið."
Hann sagði eðlilegt að líta til at-
riða í greinargerð Ríkisendur-
skoðunar, þar sem nefnd væru ýmis
athugunarefni, til dæmis umboðs-
svik, óeðlilegar lánveitingar og
fleira. Meðal annars gæti hafa verið
um að ræða brot á almennum hegn-
ingarlögum ef um væri að ræða
auðgunartilgang eða misnotkun
aðstöðu og brot á lögum um reikn-
ingsskil og bókhald.
Kemur til greina að bankinn
kæri tiltekna einstaklinga
„Einnig kemur til athugunar að
bankinn kæri tiltekna einstaklinga á
grundvelli þess gruns, sem kann að
hafa vaknað um saknæmt athæfi
þeirra,“ sagði hann. „Það er ekki síst
ástæða til þess að framkvæma
rannsókn af þessu tagi þegar í ljós
kemur að milli bankaráðs og annarra
ábyrgðaraðila bankans kann að hafa
ríkt einhver misskilningur um hver
væri eðlileg afgreiðsla þessa máls.“
Kjartan sagði að auk þessarar
ástæðu væru tvennar umræður á
Alþingi, annars vegar í júní 1996 og
hins vegar núna, einnig ábending til
bankaráðsins. Þá hefði við-
skiptaráðherra nú ákveðið á grund-
velli upplýsingalaga að opinbera
skýrslu Ríkisendurskoðunar til
bankaráðsins og í umræðum í fram-
haldi af því hefði komið í ljós að ýmis
athugunarefni væru í málinu. Að sín-
um dómi væri því best að opna málið
í heild á nýjan leik, en ekki hluta
þess og þá væri vart önnur leið fær
en sú að óska atbeina þeirra, sem
fara með opinbert rannsóknar- og
ákæruvald í landinu.
SIOCKHOLM
* Timaritid HEIMSMYND og BROADWAY kynna: ¥
i Fegurðarsamkeppni Islands i
1998
sem haldin verbur á Broadway, föstudaginn 29. maí.
22 stúlkur taka þátt í keppninni.
SKEMMTIATRIÐI:
Yfirskrift keppninnar i ár er „Glamour" og skemmtiatribi öll i þeim anda.
Stúlkurnar koma þrisvar fram og eru þær að sjálfsögbu i abalhlutverkinu á
úrslitakvöldinu. Þær verba í Mary Sol babfötum, í tískusýningu í fötum frá
Cosmo og svo í glæsilegum síbkjólum, sem undirstrikar glæsileika kvöldsins.
Danspör frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna Ballroom- og Latin dansa.
Harold Burr, söngvari The Platters mun ylja matargestum meb Ijúfum
tónum við undirleik Þóris Úlfarssonar. Hann mun svo koma aftur fram meb
hinni ungu og skemmtilegu „ABBA" söngkonu, Huldu Gestdóttur. Hljómsveitin
Svartur ís skemmtir á dansleik til kl. 03:00.
Kynnar kvöldsins: Unnur Steinsson og Bjarni Olafur Guðmundsson.
NYJUNG I KEPPNINNI, NETSTULKA ARSINS!
Skobabu vefinn okkar. Hægt er ab kjósa Netstúlku ársins
í Fegurbarsamkeppni Islands og takib svo þátt
í LUKKU-LEIKNUM á Netinu. Fínir vinningar!
Slóbin er: www.broadway.is
I Eftirtaldir aðilar styrkja Fequrðarsamkeppni íslands 1998: I
ISUiMDSFWe
KUiTURA
C L Æ S \ B /€
EffCO
(rítftrvc jv
Tæknlval
Canon
ÍÍwftlfRHk
FACE
aass
KARL K.
KARLSSONHE
COMPAlL
Miöasala oq
borða-
brcrdvm
pantamr:
Daaleaa frá
kl. 13-17
á Broadway.
HÓTEL ÍSLANDI
Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. i
Verð 5.900, matur og sýning. 2.200, á skemmtiatriöin og keppnina
Hu*a>>$srUtaSar
mm,
"gur
jtUulaðifi