Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1997 23
LISTIR
Gapið svarta
RÉTTARHöLDIN. Sviðsmynd/Innsetning, 1994.
Föt, plast og tré. 4,5 x 8 m.
SKÓGARBRÚN, 1996. Vax á pappír, 62 x 88 cm.
MYMILIST
Listasafn Akureyrar
MYNDVERK/SVIÐSMYND
Opið alla daga frá 14-18. Lokað
mánudaga. Til 10. júní. Aðgangur
ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur.
ÞAÐ sem af er árinu hefur næsta
lítið farið fyrir Listasafni Akureyr-
ar, og hafa verið í gangi ýmsar
bollaleggingar um ástæðuna. Helst
álitu menn sunnan heiða það vegna
aðkallandi endurbóta á húsnæðinu,
sem staðið hefur hálfkarað frá upp-
hafi, en nú er komið á daginn að það
mun vera vegna aðhaldssemi. Sýn-
ingar verða færri og standa mun
lengur, en hins vegar situr við samt
um ládeyðu og metnaðarleysi um
framhald framkvæmda. Um frekar
dýran og séríslenzkan sparnað að
ræða, og leikur mörgum forvitni á
að vita hvort til séu áætlanir um
verklok, því hér virðist eftir öllum
sólarmerkjum takmarkaður stór-
hugur ráða för. Fullbyggt og vel
rekið yki safnið til muna ris höfuð-
borgar Norðurlandsins og um leið
aðsókn á sýningar og aðrar fram-
kvæmdir innan veggja þess, skapar
að auk margs konar óbeinar tekjur
sem skila sér einnig eftir krókaleið-
um í sjóði bæjarfélagsins. Væri ráð
að nýkjörnir bæjarfulltrúar kynntu
sér hvernig staðið er að fjármögnun
safnabygginga erlendis og rekstur
þeirra, og er það vissa mín að margt
óvænt kæmi þá upp úr kafinu, sum-
ir verði aldeilis hlessa, því þar er
ekki um afgangsverkefni að ræða.
Hins vegar býr meiri metnaður að
baki fyrstu markverðu framkvæmd
ársins en oftast áður, þótt helst sé
vegna þess að um samstarfsverkefni
er að ræða, sem hófst í listasafninu í
Hjörring í Danmörku og endar í
Norræna húsinu.
Um er að ræða mikla og vel
skipulagða kynningu á sænska lista-
manninum Roj Friberg, sem vinnur
á breiðu tæknisviði málverks,
grafíklista og innsetninga. Eigin-
lega eru allar gerðir hans á lista-
sviði eins konar sviðsmyndir í rými,
bornar uppi af mjög afmörkuðu en
margslungnu tæknisviði með mann-
inn og tilvistarspuminguna sem
leiðarstef.
Listamaðurinn reynir að þrengja
sér inn að innsta kjarna hlutanna og
afhjúpa eðli þeirra, lífið sjálft,
blekkinguna, lífslygina og marklitla
vegferð manneskjunnar í tímalausu
rými þar sem allt er dæmt til
tortímingar, að leysast upp í frum-
eindir sínar. Myrkrið og dauðinn
alltaf nærri. Memento mori.
Hér er skáldskapur Kafka næsta
áþreifanlegur ásamt drungalegri
framtíðarsýn Orwells. Borgarinn
brotinn niður og þögul fórnarlömb
sitja fyrir dómi stýrivaldsins, sem
bjarglaus peð, strengjabrúður sem
tíndar hafa verið upp á langri og
dapurlegri vegferð þeirra í ógnvæn-
legum heimi sem engu eirir. Óper-
sónulegt alræðið hefur tekið völdin
og ekkert eftir nema orkan frá gap-
inu svarta.
Menn hafa líkt myndheimi Fri-
bergs við hið fræga málverk sviss-
neska málarans Arnolds Böcklins
(1827-1901), Dauðaeyjan, sem
hann málaði í fyrstu útgáfu 1880.
En það er ekki nema hálfur sann-
leikur, því málverk Böcklins er
meira skynrænn og huglægur
draumur um eitthvað handan alls
sem er, en hrá skírskotun til veru-
leikafirringar og nálægrar ógnar.
Vekur upp allt aðrar og sértækari
kenndir goðsögu, fortíðarþrár og
saknaðar þegar maður stendur
frammi fyrir útgáfunni í Þjóðlista-
safninu í Berlín en myndum Fri-
bergs, sem búa yfir beinni
þjóðfélagsádeilu, þótt vitundin um
forgengileikann, endalokin og eilífð-
argapið sé nærri í báðum tilvikum.
Sjálfur talar listamaðurinn um
listina sem „úthverfuna, siðferði-
legan kraft í þróun samfélagsins -
um möguleika hins einstæða ímynd-
unarafls til að skapa og breyta
heiminum. Hún er hvorki eitt af
frumefnum jarðarinnar né heldur
ein af lofttegundum hjúpsins; hún
er það sem handhafar skilgreining-
anna á hverjum tíma ákveða að hún
sé, en hugmyndir hans sjálfs eru
aðrar.“
Hvort sem myndefnið er maður-
inn einn og sér, hópur manna/og
eða manndýra, forhlið húss, inni-
mynd eða landslag, framber útkom-
an leikrænar vísanir þar sem lista-
maðurinn er leikstjórinn sem magn-
ar upp stemmningu og áhrif sem
eiga að skila sér til skoðandans.
Þetta gerir hann með aðstoð mjög
þróaðs tæknisviðs, þar sem ljós-
myndin virðist oftar en ekki nærri,
þó svo að útfærslan sé gerð með
blýanti á pappír eða vaxi á filmu eða
pappír. Tæknisviðið virðist mjög
persónulegt, þótt misjafnlega sann-
færandi sé og hafi stundum yfir sér
fráhrindandi slikju. Á staðnum virk-
ar sjálf sviðsmyndin „Réttarhöldin"
heilust og upprunalegust, hefur
magnþrungnustu skírskotunina,
þarnæst landslagsmyndirnar sem
virðast hafa mál í stemmningarík-
um einmanaleika sínum. Hins vegar
þarf skoðandinn að rýna mun leng-
ur í smámyndirnar til að átta sig á
þeim til fulls, en þær búa margar
hverjar yfir öflugum vísunum, en
verða sem utangátta í hinu hráa
ljósföla rými.
Hvað sem öðru líður er Roj Fri-
berg drjúgur listamaður sem geng-
ur að list sinni með mikilli alvöru og
rífur í heilabú skoðandans. Lista-
safnið hefur sóma af sýningunni,
kemst á blað fyrir metnaðarfulla og
áhugaverða framkvæmd.
Gefin hefur verið út vegleg sýn-
ingarskrá sem Marianne Ilkjær frá
listasafninu í Hjörring hefur rit-
stýrt og ritar hún jafnframt for-
mála, en listamaðurinn hefur annast
útlitshönnun, sem minnir ekki svo
lítið á mánaðarrit um bókmenntir
og listir. Hún er prýdd mörgum lit-
myndum og í henni eru tvær upp-
lýsandi ritgerðir eftir þá Lars-Erik
Stephansen og Poul Áncher Bech,
og að auk ein stutt í lokin um hug-
takið list eftir Roj Friberg sjálfan.
Sem sagt gott, og meira af slíku ...
Bragi Ásgeirsson
Tónlistarskólinn
í Reykjavík
Tónleikar
Strengja-
sveitar
STRENGJASVEIT Tónlistar-
skólans í Reykjavík heldur tón-
leika í Grensáskirkju fimmtu-
daginn 28. maí og hefjast þeir
kl. 20.30.
Á efnisskrá eru Salzburt, sin-
fónía í D-dúr eftir W.A. Mozart.
Tvö lög eftir J. Svendseri, Erot-
ic eftir E. Grieg og Verklárte
Nacht op. 4 eftir Schönberg.
Stjórnandi er Mark Reed-
man.
í kvöld er dregið
í Víkingalottóinu um
tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
CATH! AS
ei ns
kr. röðinj