Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 44
>44 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ SKRAUTNÁL (Lobularia maritina) stendur í blóma í 4-5 mánuði. Blómgunartími sumarblóma Sumarblóm í öllum regnbog- ans litum eru einmitt það sem við Islendingar þörfnumst eftir grámuggu vetrarins. Fjöldi sum- arblómategunda fer eflaust langt með að fylla hundraðið og þar af eru um 30 tegundir algengar í ræktun. Sameiginlegt einkenni sumarblóma er að þetta eru plöntur sem lifa einungis eitt sumar í íslenskum görðum þótt þær séu margar hverjar fjölærar í heimkynnum sínum. Snemma vors er sáð til þessara tegunda, missnemma eftir því um hvaða tegund er að ræða. Forræktun- artími, sá tími sem þarf að rækta plönt- urnar til að þær verði tilbúnar til útplönt- unar að vori, er mis- langur. Sumar teg- undir þurfa langan ræktunartíma, t.d. stjúpur, ljónsmunni, meyjarblómi og silf- urkambur, en ef vel á að vera þarf að sá þeim í lok janúar - byrjun febrúar. Aðrar tegundir, eins og skrautnál, morgunfrú og paradísarblóm, þurfa stutta forræktun, nóg er að sá til þeirra í byrjun apríl. Blómgunartími sumarblóma er mislangur. Með blómgunartíma er átt við tímann frá því fyrsta blómið lítur dagsins ljós þar til hinsta blómið er fallið. Flestir garðplöntuframleiðendur miða við að blóm sumarblómanna nái að standa seinni hluta sumars og fram á haustið. Helgast það af því að garðeigendur vilja síður horfa upp á útblómstruð sumar- blóm í görðum sínum um mitt sumar. Nauðsynlegt er að þekkja vel til sumarblómategundanna og blómgunartíma þeirra. Stjúpur og fjólur standa mjög lengi í blóma, þær eru með fyrstu sum- arblómunum sem byrja að blómstra á vorin og standa fram í frost á haustin. Þannig er blómg- unartími þeirra 4-5 mánuðir og við góð skilyrði getur hann orðið enn lengri. Ljónsmunni, sem sáð er til í byrjun febrúar, byrjar að blómstra upp úr miðjum júni og stendur fram í september. Skrautnál byrjar að blómstra í lok maí og stendur fram í frost. Morgunfrú, sem sáð er til í byrj- un apríl, byrjar ekki að blómstra fyrr en upp úr mánaðamótunum júní-júlí og stehdur þá fram í september. Blómgunartími henn- ar er um tveir mánuðir. Brúðar- auga blómstrar frá því snemma í júní og út ágúst. Blómgunartími brúð- arauga er því um þrír mánuðir. Meyjar- blómi er ein af þeim tegundum sem standa mjög lengi fram á haustið. Hann þarf langan forrækt- unartíma, fyrstu blómin láta sjá sig í lok júní-byrjun júlí og svo stendur hann álíka lengi og stjúp- umar fram á haustið. Oft er hægt að kaupa blómstrandi sumarblóm eins og hengi-brúðarauga, dalíur og tóbakshom upp úr miðjum apríl. Fyrir bráðláta sumardýrkendur eru þessar plöntur eins og vatn handa þyrst- um manni. Þegar vorveðrið er milt og gott er ekkert að því að setja þessar plöntur beint út í garð en þó ber að hafa varann á og kippa þeim inn fyrir ef kólnar snögglega. Eins ættu menn að hafa í huga að þar sem blómgun- artími plantna er ekki óendan- lega langur getur verið að þessar tegundir klári sinn blómgunar- tíma á miðju sumri. Þá er um að gera að endumýja í pottunum því fátt er sorglegri sjón en tómir blómapottar um hásumar. í stóram dráttum má skipta al- gengustu sumarblómum í flokka eftir blómgunartíma þannig: 4-5 mánuðir: Stjúpur, fjólur, meyjarblómi, skrautnál. 3-4 mánuðir: Brúðarauga, Ijónsmunni, flauelsblóm, tóbaks- horn, apablóm, daggarbrá. 2-3 mánuðir: Fiðrildablóm, paradísarblóm, jámurt, dalía, morgunfrú, hádegisblóm, korn- blóm, ilmskúfur. BLOM VIKUNMR 380. þáttur llmsjón Ágústa Björnsdóttir Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit cm. mbl.is/fasteignir VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Orlof húsmæðra NÝLEGA barst fyrirspum frá kjósanda í Reykjavík um orlof húsmæðra, um það hvort leggja ætti niður orlofið. Kristín, aðst.kona borgarstjóra, var svo vin- samleg að svara kjósanda, en svarið var ekki alveg rétt, því spurt var hvort leggja ætti niður orlofið. Hið rétta er að beiðni hefur borist til félagsmála- ráðherra Páls Péturssonar um að leggja niður orlof húsmæðra og mun á næsta haustþingi verða lagt íram frumvarp um það. Það er að vísu rétt hjá Kristínu, aðst.konu borgarstjóra, að orlofið er óbreytt í ár, en alls óvíst um framhaldið. Kvenfélagasamband Is- lands er með í gangi undir- skriftalista sem á að skila inn fyrir 15. júní nk., en þá verður Landsþing orlofs- nefnda. Dreift hefur verið bréfi til allra er að undir- skriftunum standa en það er svohljóðandi: „Þann 5. febrúar 1997 skipaði félagsmálaráð- herra nefnd til að endur- skoða lög um oriof húmæðra nr. 53/1972, með síðari breytingum. Nefnd- in hefur lokið störfum og leggur meirihluti hennar til að lögin um oriof húsmæðra verði felld úr gildi. Nefndin bendir á að kanna þurfi möguleika þeirra sem ekki njóta or- lofsréttar annars staðar (þ.e. heimavinnandi) með einhverjum hætti og legg- ur til að kannað verði hvort ekki megi rúma það verkfefni innan félagsþjón- ustu sveitarfélaga. Ekki vannst tími til að koma fram með frumvarp um ógildingu laganna í vor, en það verður að öllu óbreyttu lagt fram næsta haust. Rökstuðningur með nefndarálitinu eru þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa síðan lögin voru sett. Þorri kvenna vinnur launaða vinnu utan heimil- is og nýtur þar með orlofs- réttar. Það hefur einnig heyrst að húsmæðraorlofið stang- ist á við jafnréttislög, sem kveða á um jafnan rétt allra landsmanna og séu því forréttindi kvenna. I flestum starfsstéttum eru meðallaun kvenna 60% af meðallaunum karla. Mestur hluti þessa mis- munar er vegna miklu meiri yfirvinnu karla, og einnig hitt að fjöldi kvenna er í hlutastarfi. Þessi stað- reynd, lítil yfirvinna og hlutastarf kvenna, stað- festir að konur vinna eftir sem áður að mestu leyti heimihsstörfin ólaunað og án oriofsréttar. Starfsald- ur kvenna á vinnumarkaði er einnig styttri, þar sem margar starfa tímabundið eingöngu á heimili vegna umönnunar barna, aldraðra og sjúklinga, og enn er ekki farið að meta heimavinnu húsmæðra til gildis fyrir þjóðfélagið. Meðan jafnrétti í fram- kvæmd er ekki nær jafn- rétti í lögum er húsmæðra- oriofið alls ekki forréttindi, heldur má líta á það sem tilraun til að jafna kjör kynjanna. Kvenfélagasamband Is- lands hefur mótmælt nið- urfellingu laganna og vill halda orlofinu og fram- kvæmd þess óbreyttu.“ Ágætu húsmæður, þær ykkar sem vilja halda or- lofinu óbreyttu, vinsamleg- ast skráið nafn ykkar á lista sem liggur frammi á Hallveigarstöðum v/Tún- götu, 3. hæð, hjá Kven- félagasambandi Islands. Kristín B. Kristinsdóttir, varaforseti Kvenfélaga- sambands Islands. C-bekkur Kvennaskólans 1959 C-BEKKUR Kvenna- skólanema útskrifaðm- 1959 ætla að hittast í Viðeyjarstofu laugardag- inn 13. júní. Farið frá Sundahöfn kl. 11. Upplýs- ingar hjá Sigurbjörgu í síma 554 3774 eða Önnu í síma 587 7876. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu leð- urhulstri með klemmu týndust sl. þriðjudag á milli Freyjugötu og Faxa- fens. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 8252. Snyrtiveski týndist BRÚNT snyrtiveski með snyrtivörum og „köku- meiki“ frá Akademi týnd- ist í Þjóðleikhúskjallaran- um sl. laugardag. Skilvis finnandi hafi samband í síma 552 5867 eftir kl. 18. Budda í óskilum LITIL smellt budda með snyrtivörum fannst á Rauðarárstíg á móts við Búnaðarbankann á Hlemmi. Upplýsingar í síma 554 3469. Svört sólgleraugu týndust SVÖRT sólgleraugu með sjóngleri týndust annað hvort við bensínstöðina í Glæsibæ eða Laugardals- laugina í síðustu viku. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 562 1161, 561 0161 eða 552 2419. Köttur 1 óskilum KISAN á myndinni hefur sennilega villst að heiman fyrir a.m.k. tveimur mán- uðum. Kisan er fresskött- ur. Það má sjá far eftir ól á hárunum kringum hálsinn. Hann er búinn að eignast nýtt heimili en ef einhver kannast við kisuna vinsam- lega hafið samband í síma 551 7787 eftir kl. 19.30. SKAK Bmsjóii Margeir Pétursson Staðan kom upp á alþjóðamótinu í Madrid sem lauk nýlega. Indverj- inn Vyswanathan Anand (2.770) hafði hvítt og átti leik, en Julio Granda Zuniga (2.630) frá Perú var með svart. 36. Bxg5! - hxg5 37. Dxg5 - Dh7+ 38. Kg2 - He8 (Eða 38. - Hf8 39. De7 með vinnings- stöðu) 39. Df6 og svartur gafst upp. Anand sigraði örugglega á mót- inu, hlaut 6V4 vinn- ing af 9 möguleg- um. 2. Svidler, Rússlandi 5V4 v., 3.-4. Leko, Ung- veijalandi og San Segundo, Spáni 5 HVÍTUR leikur og vinnur v., 5.-7. Illeseas, Spáni, Krasenkov, Póllandi og Ad- ams, Englandi 4V4 v., 8. Yermolinsky, Bandaríkjun- um 4 v., 9. Beljavskí, Slóveníu 3 v., 10. Granda Zuniga, Perú 2 v. Þeir Aleksei Shirov, sem nú teflir fyrir Spán og Rússinn Vladímir Kramnik hafa lokið tveimur skákum í einvígi sínu um áskoran- arréttinn á Gary Kasparov í haust. Báðar skákirnar urðu jafntefli í rúmlega 20 leikjum. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er enn með hugann við kosningarnar um helgina. Ríkissjónvarpið eyddi miklu púðri í að kynna kosningasjónvarp og heilu fréttirnar fjölluðu um þá flug- eldasýningu, sem í vændum væri. Utsendingin stóð hins vegar ekki undir væntingum, var þunglamaleg og tölur fóru fyrir ofan garð og neð- an. Fyrstu tölur komu til dæmis frá Kópavogi, en Sjónvarpið einblíndi á Hafnarfjörð, sem var annar í röðinni. Þá missti Sjónvarpið af fyrstu tölum úr Reykjavík, sem sennilega hefur verið beðið með hvað mestri eftirvæntingu. Það hlýtur að vera lykilatriði að vera með á nótunum þegar fyrstu tölur koma í Reykja- vík, sérstaklega í ljósi þess að skoðanakannanir bentu til þess að mjög væri að draga saman með fylkingum D-lista og R-lista. Stöð 2 átti betri spretti en Sjón- varpið, en myndatökumaður henn- ar lenti hins vegar í ógöngum þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði kosningavöku R-listans. Var baksvipur gesta þá meira áber- andi en borgarstjórinn. Einnig lék grænn sófi stærra hlutverk en honum hefur verið ætlað þegar útsending Stöðvar 2 var skipulögð. I sófanum sátu Hall- dór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ásamt fréttamanni stöðvarinnar og fór ekki vel um þá. XXX EKKI hefur væst um höfuðborg- arbúa í sumarblíðunni undan- farna tvo daga. I veðri sem þessu fær ólíklegasta fólk þá flugu í höfuðið að draga sundfötin undan mölkúlunum, finna fimm fermetra handklæði og skunda á sundstað. Þegar komið er í afgreiðsluna kem- ur sumargjöf borgarinnar skemmtilega á óvart. I tilefni af sumri - og jafnvel kosningasigri R- listans? - hefur verið ákveðið að hækka sundgjaldið í 200 krónur úr 165 fyrir fullorðna. XXX HERBIE Hancoek, Benny Goodman, Stan Getz, Art Ens- emble of Chicago, Oscar Peterson, Lester Bowie - hingað til hefur jazzinn ekki verið undanskilinn á Listahátíð í Reykjavík. Mörg helstu stórmenni jazzins hafa lagt leið sína hingað og miðlað af galdri sínum, en í sumar bregður svo við að ekki einir einustu jazztónleikar eru á dagskrá Listahátíðar. Það er óskiljanlegt að eitt helsta tónlistar- form tuttugustu aldarinnar skuli vanrækt með þessum hætti á hátíðinni. XXX REYNDAR virðist fátt stór- viðburða á þessari Listahátíð, þótt þar sé vissulega ýmislegt for- vitnilegt að finna. Enginn dag- skrárliður er hins vegar þess eðlis að maður hugsi með sér að hér sé viðburður, sem ekki megi fyrir nokkra muni missa af og kosti það að aflýsa þurfi utanlandsferðum eða slá veislum á frest. Þetta hlýtur að teljast sérkenni- legt, einkum í ljósi þess að hátíðinni í ár hlýtur að vera ætlað að sýna hvers Reykjavík er megnug þegar jarðvegurinn er undirbúinn undir það að Listahátíð verði haldin þeg- ar hún verður ein af menningar- borgum Evrópu að tveimur áram liðnVum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.