Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ r * 'i HÁSKÓLABÍÓ scÆlttBti amlttH MMlttH saallHHti MalttWii NÝTT OG BETRA^ S4T ' Álfabakka 8, 8900 og 587 8905 a«U ýnd kl. 5, 7 og 9. Kl. 5, 7, 9 og 11 www.samfilm.is Titill Síðasla vika 1. (-.) Godzilla 3.996 m.kr. 2. (1.) Deep Impact 1.368 m.kr. 3. (2.) The Horse Whisperer 958m.kr. 4. (31.) Bulworth 763m.kr. 5. (3.) The Quest for Camelot 410m.kr. 6. (-.) Fear and Loathing in Las Vegas 302m.kr. 7. (6.) Titanic 266m.kr. 8. (4.) City of Angels 223m.kr. 9. (5.) HeGotGame 115m.kr. 10.^7/77j Sliding Doors og Woo 94 m.kr. 55.5 m.$ 19,0 m.$ 13,3 m.$ 10.6 m.$ 5.7 m.$ 4.2 m.$ 3.7 m.$ 3,1 m.$ 1.6 m.$ 1.3 m.$ 55.5 m.$ 98.5 m.$ 32,3 m.$ 10.6 m.$ 13,2 m.$ 4,2 m.$ 577,0 m.$ 70,0 m.$ 19,0 m.$ 8,0/6,6 Af góðum og slæmum myndum STÓRMYNDIN Godzilla var heimsfrumsýnd á lokadegi Kvik- myndahátíðarinnar í Cannes og var franski leikarinn Jean Reno viðstaddur. Þótt myndin fái misjafna gagnrýni í fjölmiðlum er ljóst að þetta verður ein af risamyndum sumarsins hvað aðsókn varðar. Enda hefur myndin verið auglýst undir yfirskriftinni „Stærðin skiptir máli“. Þegar Reno var spurður á blaðamanna- fundi hvort það ætti við rök að styðjast svaraði hann stuttlega: „Vissulega skiptir stærð áhorfendahópsins máli og einnig að maður hafi stórt hjarta.“ Joe Leydon, gagnrýnandi Variety, heldur því fram í gagnrýni um myndina sem birtist í síðustu viku að það vanti einmitt hjartað í myndina. Þess vegna eigi Godzilla ekki eftir að verða eins stór og Titanic (eins og það sé eitthvað viðmið). Hann segir þó að hún sé alveg nógu áhrifamikil til þess að draga hvaða 12 ára strák sem er í öllum heiminum í bíó og það oftar en einu sinni. John Boorman, leikstjóri „The General", var ómyrkur í máli við blaðamenn á sunnudag þegar hann var spurður hvort evróp- skar myndir gætu keppt við stórmyndir á borð við Godzillu. „Þær geta það engan veginn," svaraði hann. „Það er athyglisvert að skoða þá þróun sem orðið hefur. Á átt- unda áratugnum voru leikstjór- ar við stjórnvölinn í kvikmynd- um. Nú eru það kvikmyndastjörn- ur og framleiðendur. Augljósasta dæmið um það er Godzilla; í nýlegri gagnrýni sem ég las sagði gagnrýnand- inn að hann hefði haldið að kvikmyndir í Hollywood gætu ekki orðið vitlausari - en þá hefði Godzilla komið til sögunnar. í samanburði við hana væri „Independence Day“ í ætt \ið Henry James. Það verður æ ljós- ara að kvikmyndaiðnaðurinn snýst um peninga. Cannes er í raun eitt síðasta vígi þeirra kvikmyndagerðarmanna sem hafa listræn- an metnað - þar sem myndir eru metnar að verðleikum." Marc Levin, leikstjóri „Slam“, blandaði sér inn í umræðuna og sagði: „Jafnvel þótt stærðin skipti máli hefur komið í ljós hér í Cannes að frumleiki og sannleikur skiptir einnig máli. „Dogma“- myndirnar og mynd Ken Loach eru afbragðs dæmi um að það er vettvangur íyrir aðrar myndir en þær sem koma frá stóru kvik- myndaverunum þar sem fólk týnist í tæknibrellum og risastórri umgjörð. Fólk þyrstir í sannar persónur og sannar tilfinningar.“ „Ég myndi nú ekki alhæfa svona,“ svaraði Boorman. „Auðvitað má líka finna sannar tilfinningar í stórum myndum. Eini greinar- munurinn sem mér finnst eiga rétt á sér eru góðar og slæmar myndir.“ Theo Angelopoulos, leikstjóri, tók undir þetta. „Öll höf- um við lifað mörg af bestu augnablikum ævinnar í kvikmynda- húsurn," sagði hann. „Það er engin leið að flokka þær myndir sem við höfum séð niður í gamanmyndir, dramatískar myndir, stórmyndir eða litlar myndir. Eini mælikvarðinn sem til er eru góðar og slæmar myndir.“ SKRIMSLIÐ „Godzilla" gerir innrás í stórborgina New York með hrikalegum afleiðingum. Skrímsli sumars- ins á toppinn STÓRMYNDIN „Godzilla" náði toppsæti kvikmyndalist- ans með því að þéna rúmar J' 55 milljónir dollara um helg- ina. Það eru nokkur von- brigði fyrir framleiðendur myndarinnar sem búist höfðu við enn betri aðsókn en metið fyrir þessa tilteknu helgi á myndin „The Lost World: Jurassic Park“ sem tók rúmar 90 milljónir f kassann í fyrra. Kostnaður við gerð „GodziIla“ var 125 milljónir dollara en talið er að markaðssetning myndai'inn- . ar í Bandaríkjunum einum nemi um 50 milljónum doll- ara. Slagorðið „Stærðin skiptir máli“ hefur verið á öllum auglýsingaspjöldum, 1 sjónvarpi, dagblöðum og greinilegt að mikið er langt undir í markaðssetningunni. Loftsteinamyndin „Deep Impact“ féll niður í annað sætið og nýjasta mynd Ro- berts Redfords „The Horse Whisperer“ fór niður í það þriðja. Mynd Warren Beatty „Bulworth“ var tekin til sýn- inga á landsvísu og klifraði upp í ijórða sæti listans. Ut- an „Godzilla" er ein önnur ný mynd á lista en það er ferða- lag þeirra Johnny Depp og Benicio Del Toro í „Fear and Loathing in Las Vegas.“ Hún fékk afar misjafna dóma í Cannes og þykir mjög hneykslanleg. JEAN Reno og Matthew Broderick leika aðalhlut- verkin í „Godzilla." AÐSÓKN iaríkjunum BIOAÐSOKN í Bandaríkjunum BIOAÐSOKN í Bandaríkjunum BI0AÐ! í Bandarí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.