Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1997 25
LISTIR
N orræna kvenna-
bókmenntasagan
Fjórða bindi Norrænu kvennabókmennta-
sögunnar er nýkomið út og nær yfir tíma-
bilið 1960-90. Orn Olafsson segir þetta
bindi stórum betra en næsta á undan.
ÞETTA bindi er nær 600 bls.,
nær yfir tímabilið 1960-90, og
er þar með þessari frásögn
lokið, en 5. bindi mun eiga að
rúma skrár og ævisögur
skáldkvenna. Ártölin merkja
að höfundarverkið liggi að
mestu innan þessa tímara-
mma, en auðvitað er einnig
fjallað um þau rit þess sem
birtust fyrir og eftir þessi
ártöl, allt til síðustu ára.
Bindinu lýkur á 20 bls. sam-
antekt um grænlenskar og
samískar skáldkonur síðustu
áratuga. Þetta bindi er eins
og hin fyrri, smekklega
hannað og fagurlega mynd-
skreytt, oftast listaverkum
kvenna sem varða umrædd
bókmenntaverk.
Þetta bindi er að því leyti stórum
betra en næsta á undan, að hér er
meira fjallað í samfellu um skyld
skáld. Þannig er það sami fræðimað-
ur sem fjallar um ljóð norskra
kvenna allt þetta tímabil, og þá fæst
góð yfirsýn, enda þótt henni sé skipt
á þrjá hluta. Enda er þessi
fræðimaður, Unni Langás, með
bestu höfundum bókarinnar, fjallar
alhliða um bókmenntaverkin, og er
ekkert feimin við að bera þau saman
við verk karlmanna. En þetta bindi
er afar ójafnt að gæðum, stundum er
ekki talað um neitt annað en efni
skáldsagna. Þannig sýnir umfjöllun
sjálfs aðahútstjórans um Suzanne
Brpgger ekki á nokkum hátt að hún
aðskilji sig frá þeim tugum kvenna
sem fjölluðu umbúðalítið um eigið líf.
Það var einn meginstraumur tíma-
bilsins uppúr 1970, að sýna hvernig
hið einkalega sé í rauninni almennt.
Auk þess var mikill straumur af-
hjúpana á því hvernig karlrembusvín
misbuðu viðkvæmum konum, og oft
fór það út í baráttusögur til fyrir-
myndar, hvernig konur sigruðust á
slæmum aðstæðum. Hér er einnig
fjallað um afþreyingarbókmenntir
svo sem ísfólkið - vegna þess að þar
birtist losti frá sjónarmiði kvenna,
skilst mér. Hinsvegar er ekki fjallað
um gamalstaðlaða fjöldaframleiðslu
svo sem Rauðu ástarsögurnar. Enda
hefur kvennahreyfingin alltaf litið á
slíkar sögur sem eitt helsta tækið til
að kúga konur.
Alls kyns bókmenntir
Hér segir frá mörgum skáldum
sem virðast mjög spennandi. Og
heildarniðurstaðan verður sú, að
Suzanne
Bregger
Vilborg
Dagbjartsdóttir
konur hafi skrifað allskyns bók-
menntir á þessu tímabili. Því er ekki
hægt að tala um sérstaka „kvenlega
sýn“ eða kvenlegan rithátt. En er
það ekki það sem til stóð? Að draga
það fram, að konur geti allt sem
karlar geta, og að listaverk þeirra
séu ekki síður einstaklingsbundin en
karla. I samanburði við það skiptir
minnstu máli hvaða tískustraumar
mótuðu þær ófrumlegi’i. Hér kemur
og fram, að á síðustu árum mynda
skáld blandaða hópa karla og
kvenna, sem eiga þá sameiginlega
skáldskaparstefnu eða bakgrunn.
Þessi kvennabókmenntasaga sannar
þá að mínu mati, að ekki er nein
ástæða til að tala um sérstakar
kvennabókmenntir.
Islenski hlutinn
Islenski hlutinn er eftir Dagnýju
Kristjánsdóttur, Soffíu Auði Birgis-
dóttur, Sigríði Albertsdóttur, Ragn-
hildi Richter og Ulfhildi Dagsdóttur,
rúmar 40 síður alls. Hér er m.a.
fjallað um íslensku skáldin Svövu
Jakobsdóttur, Jakobínu og Fríðu
Sigurðardætur, Nínu Björk Arna-
dóttur, Málfríði Einarsdóttur, Ingi-
björgu Haraldsdóttur, Þóru Jóns-
dóttur og Þuríði Guðmundsdóttur.
Ekki get ég fundið að efnisvali,
annað en það, að ekki skuli minnst á
Kristínu Omarsdóttur né Rögnu Sig-
urðardóttur. Að vísu skal ég ekki
hrósa bókum Rristínar seinni árin,
en hún byrjaði vel, og hefur alla tíð
hrifið marga lesendur, ekki síður en
Auður Haralds, Magnea Matthías-
dóttir, Vigdís Grímsdóttir og Asa
Sólveig, sem allar fá hér umfjöllun.
Skyldi Kristínu sleppt vegna þess að
hún er ekki kennimannleg, eins og
ýmsar sem hér er um fjallað? Ragna
Sigurðardóttir hefði mörgum fremur
verðskuldað umfjöllun um sín vönd-
uðu og sérkennilegu skáldverk.
Ýmsar konur hafa og gefið út ljóð á
undanförnum árum, og þótt þær hafi
ekki getið sér frægð, þá er margt af
þessu athyglisvert, og hefði a.m.k.
mátt nefna það. Því verður að
segjast, að þessi bók gerir
hlut íslenskra skáldkvenna
minni en efni stóðu til.
Umfjöllunin er raunar
helsti mikið bundin við efnis-
atriði, oftast nær. Um annað
koma undarlegir sleggjudóm-
ar, einsog að kalla Vilborgu
Dagbjartsdóttur módernista,
röksemdalaust. Ljóð hennar
eru ótvírætt af andstæðu tagi,
opin Ijóð öðrum fremur, og
síst verri fyrir það. Orðið
módernismi er ekki neinn
gæðastimpill. Víða í ritinu er
þó módernismi skilgreindur á
venjulegan hátt, sem rofin,
sundurlaus framsetning, t.d. í
kafla Úlfhildar Dagsdóttur
um verk Steinunnar Sigurðar-
dóttur, en það er að mínu viti besti
hluti íslensku kaflanna. Þó er undar-
legt, að Úlfhildur skuli ekki minnast
á þá breytingu sem varð með
skáldsögu Steinunnar Hjartastað, en
hún er a.m.k. þrefalt lengri en fyrri
sögur Steinunnar, enda ríkja þar
langdregnar endurtekningar, líkt og
í sögum Vigdísar Grímsdóttur. Og
fráleit er sú kenning Úlfhildar að
söguhetjur Steinunnar verði æ
hetjulegri, þegar hugsað er til tusk-
unnar sem er í sögumiðju
Hjartastaðar, og hún borin saman
við Öldu í Tímaþjófinum, 1986.
Vissulega er Alda ofurseld ástar-
sorg, en það er vegna þess að hún
tekur áfallinu, vill ekki smækka það,
þvi það væri að smækka sjálfa sig.
Hvaða gagn má nú helst hafa af
þessu bindi bókmenntasögunnar?
Þar gildir það sama og um verkið í
heild; yfirlit er ekki að fá, enda um
afar marga og sundurleita höfunda
að ræða. Enn versnar þetta við það,
að gæðamat virðist að mestu bannað,
og ekki gert upp á milli höfunda
nema í textalengd. Það finnst mér
gróf móðgun við raunveruleg skáld,
og þá einkum við skáldkonur. Ritið
er svo yfirgripsmikið, að fáir munu
lesa það til að finna forvitnilega
höfunda, til þess þyrfti að semja
[stutt] yfirlitsrit úr þessu. Þá stend-
ur það efth-, að vilji fólk vita eitthvað
um tiltekna bókmenntagrein í til-
teknu landi á ákveðnum tíma, eða
um tiltekinn höfund, sem það hefur
séð nefndan, þá er hægt að fletta
upp á þessu í efnisyfirliti, og stund-
um má finna góða umfjöllun, sem
segir hvaða verk séu athyglisverð og
hvernig. Alveg eins má þó búast við
tómum efnisútdráttum.
Leikfélag Akureyrar
Markúsar-
guðspjall
í Bústaða-
kirkju
LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir í tví-
gang Markúsarguðspjallið í Bústaða-
kirkju í Reylgavík um hvítasunnuna.
Fyrri sýningin verður á hvítasunnu-
dag kl. 20 og sú síðari annan í hvíta-
sunnu á sama tíma. Sýningin er ein-
leikur Aðalsteins Bergdal og var hún
frumsýnd nyrðra á Renniverk-
stæðinu við Strandgötu um páskana.
Sýning Leikfélags Akureyrar var
frumsýning Markúsarguðspjalls hér-
lendis en á undanförnum árum hafa
nokkrir erlendh- leikarar spreytt sig
á því að flytja fagnaðarerindi
Markúsar guðspjallamannsins á
leiksviði.
í sýningu á Markúsarguðspjalli
flytur Aðalsteinn Bergdal texta guð-
spjallsins nokkuð styttan. Felldir
voru úr guðspjallinu kaflar, einstök
vers og setningar þar sem örlar á
endurtekningu en þess gætt að halda
meginefni frásagnarinnar til haga.
Textinn í sýningunni er einkum sótt-
ur í útgáfu Hins íslenska biblíufélags
á Nýja testamentinu frá árinu 1994,
en á stöku stað var valið orðalag úr
eldri útgáfu frá árinu 1967.
Leikstjóri sýningarinnar er
Trausti Olafsson, leikhússtjóri Leik-
félags Akureyrar.
Miðasala verður við innganginn en
unnt er að panta miða í miðasölu
Leikfélags Akureyrar.
----------------
Kvikmynd um
Max Ernst í
Listasafni
Islands
í TILEFNI af sýningu á verkum
þýsk-franska listamannsins Max
Emsts í Listasafni Islands verður
sýnd í safninu kvikmynd eftir Peter
Schamoni um listamanninn á laugar-
dögum og sunnudögum, meðan á sýn-
ingunni stendur eða til 28. júm'.
Að mati höfundar kvikmyndarinnar
spannar saga Max Emsts sögu hins
óhefta ímyndunarafls í Evrópu um
margra áratuga skeið. í myndinni
lætui' hann listamanninn rekja
viðburðarríka ævi sína með frásögn-
um af þátttöku sinni í uppreisn Dada-
hópsins í Köln gegn viðteknum list-
gildum skömmu eftir fyira stríð og
starfi súrrealistinna í París á 3. ára-
tugnum, enn fremur flótta til Band-
aríkjanna í síðari heimsstyjöldinni og
dvöl í Arizona og loks endurdkomunn-
ar til Evrópu nokkru eftir að stríðinu
lauk.
Myndin um Max Emst er 100
mínútna löng og hefjast sýningar á
henni kl. 12 og kl. 15. Talið í myndinni
er á ensku.
Vortilboð
á alpina
Léttir gönguskór sem henta
vel í stuttar gönguferðir.
Tilboðsverð kr. 5.900
Léttir gönguskór við
allra hæfi.
Tilboðsverð kr. 8.900
Leðurskór/núbúk leður, veltisól-
ar, frábærir í allar gönguferðir.
Tilboðsverð kr. 9.900
Leðurskór, veltisóli. Hörku-
gönguskór. Einn með öllu.
Tilboðsverð kr. 13.900
Gullfallegir leðurskór
með vibransóla.
kr. 14.900
25% afsláttur
af legghlffum og
FoxRiver varmasokkum
m/gönguskóm.
r 1
skkum JHT
JP
Persónuleg og fagleg þjónusta
'LEIG ANl
ÚTIVISTABÚÐIN
http://www.mmedia.is/sportleigan
www.mbl l.is