Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 S........................ MORGUNBLAÐIÐ Ýlfur glataðr ar kynslóðar " „ Um daginn var ég að hlusta á snældu ’ með lestri Allens Ginsbergs. Eg hlust- aði enn á ný á hann lesa Howl. Gins- berg les á sinn ameríska hátt með fremur eintóna hætti. Það er líkast því sem hann sé að lesa skýrslu. “ BANDARISKA skáld- ið Allen Ginsberg sem lést í fyrra eftir viðburðaríka ævi í lífi og list, er sífellt umræðuefni og hátíðir eru enn haldnar honum til heiðurs. Næsta hátíð sem ég hef spurnir af verður í Central Park í New York 12. júní nk. Meðal þátttak- enda í henni verður skáldið Michael Pollock sem eftir að hafa búið lengi hér á landi er orðinn Islendingur. Ljóð eftir Pollock hafa birst í bókum og tímaritum vestra og víðar en hann tilheyrir þeim hópi skálda sem vinna nokkuð afskipt og koma ekki út VIÐHORF hjá stórum for- lögum. Þannig Eftir Jóhann Hjálmarsson byrjuðu líka Beat“ skáldin svonefhdu, en frægust þeirra ei*u Allen Gins- berg, Gregory Corso og Jack Kerouac og ekki langt undan menn eins og William S. Burroughs. Úr jarðvegi þeirra og lífsviðhorfum spratt hippa- 1 kynslóðin. Frægasta ljóðabók Allens Ginsbergs, Howl (Ýlfur), kom út 1956, lítið hefti með ljóðum. Fremst í flokki var magnað upp- gjör við kynslóð Ginsbergs, en það besta úr henni sagðist skáld- ið hafa séð eyðast í vitfírringu og taugaveiklun. Ljóðið er mælskt og ort í anda Walts Whitmans sem var meðal fyrirmynda Gins- bergs í ljóðagerð. Þannig vildi til að þegar Howl kom út og líka fyrstu bækur Corsos og félaga var staddur hér á landi bandarískur maður sem tók sér íslenska nafnið Kári Marðarson, að mig minnir. Hann færði mér og fleiri ungum skáld- um (meðal þeirra voru Þorsteinn frá Hamri, Ari Jósefsson og Dagur Sigurðarson) glænýjar bækur „Beat“ kynslóðarinnar. Ekki veit ég hvort þessi amerísku ljóð höfðu varanleg áhrif á okkur, en þau urðu að minnsta kosti til þess að ég skrifaði greinina Ginsberg og „Beat“ kynslóðin í Birting (4. h. 1960), en ég var þá í ritstjóm hans, og þýddi eitt ljóð eftir Ginsberg sem fjallar um sjálfsmorð landa hans, skáldsins Vachels Lindsays, 1931. Það byrjar svo: „Vachel, stjömurnar eru bmnnar/ rökkur fallið á Colorado veginn.“ Howl er í rauninni bara kver, 40 síður, en það seldist í fyrstu í 30.000 eintökum og selst enn vel ef það er einhver mælikvarði á skáldskap. Formála skrifaði sjálfur Willi- am Carlos Williams, eitt höfuðskálda Bandaríkjanna sem Árni Ibsen hefur þýtt á íslensku. Williams lýsir Ginsberg sem h'kamlega veikbyggðum og sálar- lega trafluðum og gefur í skyn að hann hafi oft íhugað að farga sér: „Hæfileiki hans til að lifa, ferðast og halda áfram að skrifa vakti undrun mína. Að hann hef- ur náð þroska og fullkomnun í list sinni gerir mig meira en lítið hissa.“ í greininni í Birtingi hef ég m.a. skrifað: ,,“Beat“ kynslóðin hefur hneykslað marga að von- um, enda lætur hún sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þetta er fólk sem heldur til á veitingahús- um, ræðir yfir kaffi, vínglasi eða kannski einhverju róttækara, áhugamál sín, svo sem bækur og jass og þá er ekki ónýtt ef ein- hver skyldi eiga Howl og vilja lesa upphátt meðan frelsisher jassleikaranna laðar fram tóna. Undirheimasögur Jacks Kerou- acs era líka í góðu gildi.“ Eitt af kunnustu ljóðum Gins- bergs er Ameríka sem Dagur Sigurðarson þýddi og birti í bók sinni Rógmálmur og grásilfur, 1971 og einnig kom það í heildar- safni Dags, Glíumuskjálfta, 1989. Ginsberg höfðaði beinna til Dags en mín, enda vora þeir á svipuðu róli. í upphafi ljóðsins gefur Ginsberg þá yfirlýsingu að hann hafi gefíð Ameríku allt og sé nú ekkert. Hann deilir hart á lífs- hætti, einkum efnishyggju landa sinna og endar á sjálfslýsingu: „Það er satt ég vil ekki gánga í herinn eða standa við/ færiband í varahlutaverksmiðju, ég er/ nær- sýnn og sálsjúkur hvorteðer.“ Ginsberg og „Beat“ skáldin lásu oft Ijóð sín við jassundirleik og er sú aðferð við að tengja saman ljóð og jass fengin frá þeim, en hún er enn við lýði víða og hefur verið iðkuð á Islandi um árabil. Um daginn var ég að hlusta á snældu með lestri Ginsbergs og er jass leikinn á hluta hennar. Ég hlustaði enn á ný á hann lesa Howl. Ginsberg les á sinn ameríska hátt með fremur ein- tóna hætti. Það er líkast því sem hann sé að lesa skýrslu, en þó er nokkurs virði að hlýða á hann, ekki síst þegar fer að færast meiri tilfmning í lesturinn og skáldið kannski búið að hressa sig nægilega til að geta lesið óþvingað. I Times Literary Supplement (15. maí sl.) er minnt á „Beat“ kynslóðina í spjallþætti ritstjóm- ar, einkum Jack Kerouac og ým- is þau eftirmál sem hafa orðið eftir lát hans. Spurt er hvað hafi orðið um þessa áhrifamiklu kynslóð eftir fjöratíu ár frá út- komu On the Road eftir Kerou- ac. Sagan er til í íslenskri þýðingu Ólafs Gunnarssonar. Þessi spurning vefst fyrir greinarhöfundi, ekki síður en orð Kerouacs sjálfs: „Hvert stefnir þú Ameríka, í gljávagni þínum í nóttinni?“ Helsta bókin um Ker- ouac er Memory Babe, 1983, eft- ir Gerald Nicosia. Hann vinnur nú að annarri og endurskoðaðri útgáfu en mætir vissu andófí og ekki er ljóst hvemig þeim mál- um lýkur. Nicosia þekkti dóttur Kerouacs sem nú er látin, en rit- höfundurinn lét allt sitt í hendur fjölskyldu síðustu eiginkonu sinnar, Stellu Sampas. Bréf mun þó vera til þar sem Kerouac minnist á blóðbönd í banalegu sinni. Um þetta geta orðið rétt- arhöld nái Nicosia að stofna til þeirra, en það er hans ósk. Um Ginsberg og Burroughs hefur Geir Svansson fjallað ítar- lega hér í blaðinu. AÐSENDAR GREINAR MIKIÐ var rætt og ritað nýlega um unga söngkonu og sigur henn- ar í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva og sýndist þar sitt hverjum um fortíð henn- ar og kynferði. Kynnir íslenska sjónvarpsins frá Evrópusöngva- keppninni tönnlaðist í sí- fellu á að hún væri „transa“. Hið sama gerði þáttagerðarkona á Rás 2. Fréttafólk á Stöð 2 lýsti yfir efasemdum um kynferði hennar og flestir fjölmiðlar kölluðu stúlkuna kynskipting. Þar sem flestar þessar umfjallanir voru fremur neikvæðar og eins og tilraun til að skapa hjá fólki einhverjar annai-legar hug- myndir um kynlífsóra, báru þær merki nánast algjörrar vanþekking- ar á málefnum söngkonunnar ungu og annars þess fólks sem átt hefur við kynáttunarvanda að stríða. Yil ég því gera tilraun til að útskýra þetta vandamál í fáeinum orðum. Kynáttunarvandi (Gender Identity Disorder) er það kallað þeg- ar manneskja telur sig tilheyra gagnstæðu kyni við hið líkamlega og að þessi tilfinning hafi verið til stað- ar frá bernsku. Þessi vandi er al- mennt talinn meðfæddur og fylgir manneskjunni óslitið þar til lækn- ingu er náð. Einasta lausnin á vandamálinu er fólgin í svokallaðri kynskiptiaðgerð sem felst í því að líkama viðkomandi manneskju er breytt til samræmis við hið ætlaða kynferði með hjálp hormóna og skurðaðgerða. Þetta vandamál er bæði til meðal kvenna sem karla og víða þar sem þróun rannsókna á þessu sviði er komin einna lengst, er það talið álíka algengt hjá báðum kynjum. Þetta er ekki talið kynlífsvandamál, heldur spurning um kynferði og tilfinning- ar. Þannig er rangt að blanda þessu saman við umræður um kynhneigð fyrr en að kynskiptum loknum auk þess sem töluvert er um að fólk sem búið hefur við þetta vandamál hefur valið að lifa lífi sínu án kynlífs. Um leið er þetta fátítt vandamál, en fjöldi þeirra sem fara í kynskiptiað- gerðir er talinn vera um 1:10.000 til 1:30.000 af fólksfjölda. Kynáttunar- vandi hefur verið þekkt vandamál frá aldaöðli. Þó var ekkert hægt að gera þessu fólki til hjálpar fyrr en á þessari öld. Eftir síðustu aldamót hóf Þjóðverjinn Magnus Hirschfeld rannsóknir á þessu vandamáli og átti þátt í að gerðar voru tilraunir til kynskiptiaðgerða um 1920. Síðar tók Bandaríkjamaðurinn Harry Benja- min við þessum rannsóknum og leiddi þær til dauðadags um 1970. Hann hóf m.a. tilraunir með hor- mónagjafir sem í dag eru algjör for- senda vel heppnaðra aðgerða á þessu sviði. Það var svo ekki fyrr en um miðja öldina sem farið var að gera vel heppnaðar kynskiptaað- gerðir, á Lauru Dillon sem varð Michael Dillon í Bretlandi 1948 og Ge- org Jörgensen sem varð Christine Jörgensen í Danmörku 1952. I dag eru kynskiptiaðgerðir framkvæmdar víða um heiminn, í Evrópu, N or ður-Ameríku, Suðaustur-Asíu og Ástralíu og nú síðast bættist Island við, en fyrsta kynskiptiað- gerðin var framkvæmd hér á landi á síðasta ári. í Vestur-Evrópu og víðar eru gerðar miklar kröfur til þess fólks sem ósk- ar kynskiptaaðgerðar. Úrskurður um kynáttunarvanda verður að vera óvefengjanlegur svo og kröfur um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Þá eru gerðar kröfur um líkamsvöxt sem hæfir nýju kynhlutverki, flekklausa fortíð svo að sérhver frambjóðandi til sveitastjórna mætti Kynáttunarvandi (Gender Indentity Dis- order) er það kallað, segir Anna K. Krist- jánsdóttir, þegar manneskja telur sig til- heyra gagnstæðu kyni við hið líkamlega. telja sig sæmdan af, auk ýmissa ann- arra krafna sem of langt mál yrði að telja upp hér. Einnig verður um- sækjandinn að lifa í minnst tvö ár í nýja kynhlutverkinu áður en hægt er að veita honum eða henni heimild til kynskiptaaðgerðar. Eftir að kyn- skiptaaðgerð er lokið og nafni og persónuskráningu breytt til sam- ræmis við kynferðið, telst viðkom- andi einstaklingur eðlilegur fulltrúi síns nýja kynferðis með þeim skyld- um og réttindum sem því fylgja. Eitt erfiðasta vandamálið sem bíð- ur þess fólks sem óskar kynskipta er sjálf breytingin á daglegu lífs- munstri í átt til hins óskaða hlut- verks. Þar veldur mestu hið neikvæða viðhorf almennings til breytinga á rígbundnum hefðum á kynhlutverkinu. Þetta hefur verið sérlega erfitt hér norður við Dumbs- haf þar sem vitrænar umræður um kynáttunarvanda hafa vart náð eyr- um þjóðai'innar fyrr en á allra síð- ustu árum og vart enn ef marka má síðustu dæmi úr fjölmiðlaheiminum. Þetta hefur m.a. valdið því að fólk sem þvingast hefur út í kynskipti hefur með aðeins einni undantekn- ingu flúið land og sest að erlendis til lengri tíma. Vegna þess má enn telja það fólk á fingrum annarrar handar sem lokið hefur aðgerð og valið sér búsetu hér á landi að kynskiptum loknum. Þó að öll sérfræðiþekking á þessu sviði sé til hér á landi og góður skOn- ingur á vandamálinu hjá heilbrigðis- yfirvöldum, vantar enn mikið á slíkt hið sama hjá almenningi. Þar ræður mestu æsifréttamennska fjölmiðla sem sér fréttamatið fólgið í háði og niðrandi athugasemdum og virðist ríkissjónvarpið hafa tekið forystu á þessu sviði með hinni opinberu kynn- ingu frá Evrópusöngvakeppninni og þátttöku „trönsukynnisins“ frá keppninni. Varðandi svokallaðar „trönsur“ sem Páli Oskari Hjálmtýssyni og Lísu Pálsdóttur varð svo tíðrætt um í tengslum við Evrópusöngvakeppnina ber þess að geta að almennt er átt við svokallaða klæðskiptinga (trans- vestite), þ.e. karlmenn, oftast gagn- kynhneigða, sem klæðast stundum kvenfatnaði til kynferðislegi’ar eða persónulegrar örvunar. Þetta ástand er oftast skilgreint sem af beinum kynferðislegum toga og á lítið skylt við kynáttunarvanda. Klæðskiptingai- óska ekki eftir kynskiptum, en í þeim tilfellum sem slikt gerist fá þeir höfn- un snúi þeir ekki sjálfir af brautinni áðm- en slíkt gerist. Þetta orð hefur einnig verið notað í einhveijum mæli um svokallaðar dragdrottningar jafn- vel af þeim sjálfum þó að vafí leiki á því hvort orðbragðið eigi þar við. Þetta orð er hinsvegar alrangt og jafnvel meiðandi þegar um konur er að ræða sem lifa samkvæmt sínu eðli- lega kynferði hvort sem kynferðið var eitthvað annað við fæðingu eður ei. Eins og gefur að skilja getur sú manneskja sem lokið hefur kyn- skiptaaðgerð ekki lengur talist kyn- skiptingur, enda lifir hún í samræmi við sitt nýja kynferði. Hún á þó kröfu á að teljast í hópi fólks af sama kyn- ferði og hið nýja án tillits til fordæm- ingar, vanþóknunar eða persónulegs álits fjölmiðlafólks á borð við Pál Óskar, Sigmund Erni, Eddu og Lísu. Ég held þó öfugmæli Páls ðskars séu byggð á vanþekkingu, enda hefí ég gott álit á honum sem fjörmiklum strák og góðum skemmtikrafti, en hann þarf að kynna sér vissa þætti tilverunnar áður en hann byrjar van- hugsaðar yfirlýsingar um þá. Að lokum vil ég geta mótmæla heittrúaðra gyðinga gegn tilveru söngkonunnar ungu sem sigraði söngvakeppnina. Mótmælin eru að sjálfsögðu tilefnislaus því eins og bent hefur verið á snúast þau að kynhneigð fólks en ekki kynferði. Því eiga fomar og úreltar fordæmingar Gamla testa- mentisins alls ekki við í þessu tilfelli þó að einstöku sértrúarhópai- vilji meina annað. Einnig má geta þess að tveir þekktustu frumherjarnir að rannsóknum á kynáttunarvanda, þeir tveir sem nefndir vora hér að ofan, vora báðir gyðingar og veit ég ekki til þess að rannsóknir þein-a hafi spillt fyrir þeim er þeir héldu á fund feðra sinna hjá almættinu. Höfundur er vélfræðingur og fv. fomiaður Samtaka um kynáttunar- vanda í Svíþjóð. Um söngkonu frá Israel Anna K. Kristjánsdóttir Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf AÐALFUNDUR Samtaka um kvennaathvarf verður haldinn í Litlu-Brekku, Bankastræti 2, fimmtudaginn 28. maí kl. 18. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður sagt frá Norvold, sem er norrænt samstarf um rannsóknir á ofbeldi og heilsufars- legum afleiðingum þess. NOR- VOLD er þriggja ára verkefni og stutt af Norrænu ráðherranefnd- inni. Foreldrar auki samskipti við börn AÐALFUNDUR Félags íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundafulltrúa sem haldinn var á Hornafirði 16. maí sl. sendi frá sér svohljóðandi ályktun um for- varnir: „Aðalfundur félagsins vill beina þeirai áskorun til foreldra og forráðamanna unglinga að þeir reyni eftir fremsta megni að auka samskipti sín við börn sín. Auknar samvistir unglinga og foreldra þeirra era án efa besta vörnin gegn neyslu vímuefna. Foreldrar era einnig hvattir til að styðja börn sín til heilbrigðr- ar iðju í sínum frítíma og vinna gegn óskipulegum útivistum. Yf- ir sumarið hafa unglingar jafnan meiri fjármuni milli handa og þá minnkar verulega það aðhald sem þeir njóta yfir veturinn í skóla og ýmsu félagsstarfi. Þetta leggur aukna ábyrgð á herðar foreldra. Skorað er á sveitarfélög að nota vel þennan vettvang sem vinnuskólar og önnur sumar- vinna fyrir ungt fólk getur verið til forvarnarstarfs. Einnig er lögreglan hvött til að vera vel á verði gagnvart þeim illu öflum sem gera unglinga að markhópi sínum við sölu vímuefna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.