Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1997 21
Ungur róttæklingur breyt-
ist í miðaldra landsföður
Reuters
VIKTOR Orban, leiðlogi Fidesz-flokksins í Ungverjalandi, kyssir flokkssystur sína
á kosningaskrifstofu í Búdapest.
Þegar Viktor Orban
stofnaði Ungverska
borgaraflokkinn Fidesz
fyrir áratug var hann
síðhærður, skeggjaður
og vinstrisinnaður laga-
nemi og setti þá reglu
að fólk eldra en 35 ára
mætti ekki ganga í
flokkinn, þar sem því
væri ekki treystandi.
NÚ ÞEGAR Orban er sjálfur á
35. aldursári hefur hann breyst í
hægrimann og verður að öllum
líkindum yngsti forsætisráðherr-
ann sem kemst til valda í
lýðræðislegum kosningum í Ung-
verjalandi á öldinni.
Fidesz-flokkurinn fékk flest
þingsæti í kosningunum á sunnu-
dag, 148 sæti af 386, og bar sigur-
orð af Sósíalistaflokknum, arftaka
ungverska kommúnistaflokksins,
sem fékk 134 þingmenn. Búist er
við að Orban verði falið að mynda
stjórn síðar í vikunni og verði næ-
styngsti forsætisráðherra lands-
ins á öldinni, en Andras Hegedus
var 32 ára þegar forsætisnefnd
ungverska kommúnistaflokksins
skipaði hann forsætisráðherra
árið 1956.
Orban vakti fyrst athygli á mót-
mælafundi árið 1989 þegar Ung-
verjar minntust uppreisnarinnar
gegn kommúnistum 1956. Hann
stóð þá upp og lýsti því yfir að
tímabært væri að sovésku her-
sveitirnar í Ungverjalandi
hypjuðu sig á brott og ári síðar
voru þær farnar.
Orban og fleiri vinstrisinnaðir
Ungverjar á þrítugsaldri stofnuðu
Fidesz árið 1988, en nafnið er
myndað af fyrstu stöfunum í ung-
versku heiti hreyfingarinnar
Bandalag ungra demókrata og
líkist latneska orðinu „trú“. Síðan
þá hefur flokkurinn tekið stakka-
skiptum og breyst í borgaralegan
mið- og hægriflokk sem höfðar ti)
kjósenda á öllum aldri. Miðaldra
fólki er nú leyft að ganga í flokk-
inn, enda er Orban sjálfur
ískyggilega nálægt þeim aldri.
Foringinn hefur losað sig við
hárlubbann, skeggið og gallabux-
urnar og klæðist jakkafötum eins
og sönnum landsföður sæmir.
Sakaður um hentistefnu
Orban fæddist í þorpinu
Alesutdoboz og er kominn af ung-
verskum bændum. Hann hélt til
Búdapest árið 1982 til að nema
lögfræði og sumarið 1989 var
hann fulltrúi Fidesz í viðræðum
stjórnarandstöðunnar og
verkalýðshreyfingarinnar við
kommúnistastjórnina um nýja
stjórnarskrá og lýðræði. Skömmu
síðar fékk hann styrk frá auðkýf-
ingnum George Soros, sem fædd-
ist í Ungverjalandi, til að nema
enska stjórnmálaheimspeki í Ox-
ford.
Hann sneri þó aftur til Ung-
verjalands eftir þriggja mánaða
nám í Oxford til að undirbúa
kosningarnar árið 1990. Flokkur-
inn fékk þá 22 þingsæti en íhalds-
maðurinn Jozsef Antall, sem
myndaði samsteypustjórn eftir
kosningarnar, hafnaði samstarfi
við Fidesz þar sem hann taldi
flokkinn of frjálslyndan.
Orban ákvað að slíta samstarfi
við Frjálsa demókrata, flokk
frjálslyndra Ungverja, til að færa
flokk sinn nær Lýðræðisvett-
vangnum, flokki Antalls. Sú
ákvörðun mæltist illa fyrir meðal
margra flokksbræðra Orbans,
sem gengu til liðs við Frjálsa
demókrata í mótmælaskyni.
Margir töldu að ákvörðun Orbans
væri ekki til marks um stefnu-
breytingu og markmið hans væri
aðeins að auka líkurnar á því að
flokkurinn kæmist í stjórn. Antall
var þó ekki þeirrar skoðunar og
hermt er að hann hafi rætt við
Orban í desember 1993, þegar
forsætisráðherrann fyrrverandi lá
banaleguna, og sagst líta á hann
sem rétta manninn til að fara fyr-
ir mið- og hægriflokkunum.
Orban varð því fyrir miklum
vonbrigðum þegar flokkur hans
fékk aðeins 5% þingsætanna í
kosningunum árið 1994. Þegar úr-
slitin voru tilkynnt kaus hann að
horfa á ísknattleik í sjónvarpi
fremur en að ræða við frétta-
menn.
Eftir þennan ósigur komst
Orban að þeirri niðurstöðu að til
að komast til valda þyrfti hann að
afnema aldursmörkin í flokknum,
höfða til kjósenda á öllum aldri og
auka samstarfið við Lýðræðis-
vettvanginn og miðflokkinn
Kristilega demókrata.
Orban var sakaður um henti-
stefnu á þessum tíma en hann sá
að þörf var á flokki sem höfðaði
bæði til nýrrar stéttar sjálfstæðra
atvinnurekenda og hefðbundinna
hægrimanna sem voru orðnir
þreyttir á hinum flokkunum.
Loforðin sögð óraunsæ
Fyrir kosningarnar á sunnudag
lagði Orban áherslu á hefðbundin
fjölskyldugildi og lofaði að gera
gangskör að því að draga úr glæp-
um og spillingu í landinu. Hann
kvaðst í gær ætla að óska eftir því
að skattaeftirlitið hæfi rannsókn á
skattamálum hans sjálfs og síðan
allra ráðherranna í stjórn hans.
„Fyrr getum við ekki hafið að-
gerðir gegn öðrum í skattamál-
um,“ sagði hann.
Orban gaf mörg loforð í kosn-
ingabaráttunni og talið er nánast
útilokað að hann geti efnt sum
þeirra. Hann kynnti meðal annars
efnahagsáætlun þar sem stefnt
var að því að auka hagvöxtinn úr
4% í 7% til að draga úr atvinnu-
leysinu en vestrænir hagfræðing-
ar töldu það óraunsætt markmið.
Hann boðaði ennfremur breyting-
ar á samningum um sölu ríkisfyr-
irtækja, lofaði að hækka félagsleg-
ar bætur og afnema háskólagjöld.
Margir hagfræðingar óttast að
verðbólgan fari úr böndunum og
fjárlagahallinn aukist standi
Orban við öll loforðin. Orban
reyndi þó að sefa hagfræðingana i
gær og sagði að engar verulegar
breytingar yrðu gerðar í efna-
hagsmálum eftir stjórnarskiptin.
00 DAEWOO ^
VERKVER
Smágröfur
770-4950 kg
4. geröir
Hjólagröfur
4900-19400 kg
4. geröir
Hjólaskóflur
9850-21700 kg
4. geröir
Beltagröfur
6800-44500 kg 8. geröir
Smiðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • “S 567 6620 • Fax 567 6627 • verkver@itn.is