Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 43^
Dýraglens
Ferdinand
Það er heljarstór krókódíll að „Aprflgabb!" Fyrsti aprfl er löngu Ég var að hugsa um það í alla
læðast aftan að þér... liðinn... nótt...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Furðuleg umræða
Frá Jóhanni Jónssyni:
MIG hefur oftlega furðað sú umræða
sem er í gangi um sjávarútveg hér á
landi, út úr hverju skúmaskoti koma
allra handa aðilar sem láta ljós sitt
skína. Það er jú þannig að á þessari
grein atvinnulífsins hafa allir vit og
mikla þekkingu, og umræðan oft i
æsifréttastíl. Talað er um
kvótakónga og flatmagandi útgerð-
armenn sem fara víst þúsundum
saman til sólarstranda eins og
sölutölur ferðaskrifstofa gefa til
kynna og láta stórgróða kvóta-
brasksins berast þangað suður eftir
svo þeir geti nú lifað nógu praktug-
lega. En er þetta svona í rauninni?
Einhvem veginn efast ég stórlega
um það, auðvitað fara útgerðarmenn
eins og margir aðrir landsmenn um
víðan heim en einhverra hluta vegna
þá vekja aðrir ferðalangar ekki eins
mikla athygli og umtal.
Best er að byrja á því að ég er
ekki talsmaður kvótakerfisins og
ætla ekki að halda uppi réttlætingu á
þvi, en ég hef oft furðað mig á lang-
lundargeði sægreifanna svokölluðu
að sitja undir þeim áburði sem á
þeim hefur dunið. Nú er það svo að
útgerðamaður er eins og hver annar
atvinnurekandi og oft eru þetta
menn sem hafa unnið hörðum hönd-
um, verið skipstjórar og vélstjórar á
sínum skipum og með útsjónarsemi
og dugnaði náð að koma undir sig
fótunum, vonandi öllum til heilla.
Margir þessara aðila hafa starfað í
greininni til margi-a áratuga og hafa
víða lagt atvinnulífinu til mikla orku,
í kringum þessa grein skapast mörg
hliðarstörf sem öll eru mikilvæg
hvert á sinn hátt og stuðla að bættri
velmegun í þessu landi, því er sárt
hve oft er fast skotið. Ef menn ætla
sér að breyta því sem nú er, þá verð-
ur að gera þá lágmarkskröfu að
menn ræði þetta án gífuryrða og
fullyrðinga sem lítill fótur er fyrir,
koma verður umræðunni á vits-
munahærra stig. Mér hefur sýnst að
gott væri að byrja á að skilgreina
orðið brask því í sjávarútvegi er það
mikið notað í neikvæðri merkingu en
í öðrum atvinnugreinum kallast
þetta víst bissnis og er bara af hinu
góða. Tökum dæmi, eitt af dagblöð-
um landsins sá ástæðu til að gera að
umfjöllunarefni að framkvæmda-
stjóri eins af stærri sjávarútvegsfyr-
irtækjum landsins hefði keypt sér
fasteign í höfuðstaðnum og átti þetta
að sýna stöðu greinarinnar en á
svipuðum tíma voru aðrar eignir að
seljast í Reykjavík á umtalsvert
hærra verði en þar sem þeir sem
voru að kaupa voru annarskonar
bissnismenn þá þykir það ekkert
fréttnæmt, reka kannski verslun eða
stunda innflutning og þar með í allt
öðrum gæðaflokki heldur en einhver
sem er að dröslast í einni af undir-
stöðuatvinnugrein útflutnings Is-
lendinga. Hvaða tilgangi þjóna svona
skrif? Ekki eru þau umræðunni til
góða.
Eitt af því sem einkennir um-
ræðuna er hræðsla við að kvótinn
safnist á örfáar hendur, mér finnst
þessi hræðsla eðlileg og óttast hana
eins og flestir aðrir, en ég sé ekki ef
stanslaust er verið að væna þá allt of
fáu sjálfstæðu útgerðir sem eftir eru
um svindl og svik að nokkur aðili
endist til að sitja undir þessum
áburði og menn hreinlega gefast upp
og snúa sér að betri bissnis eða
hreinlega hætta öllum afskiptum af
atvinnulífinu. Hvaða munur er á að
selja nokkuiTa ára fyrirtæki á fjár-
málasviði og græða tugi milljóna eða
að selja útgerðaríyrirtæki jafnvel
gamalgróið og græða líka tugi millj-
óna? Ef menn borga sína skatta af
söluhagnaði þá er enginn munur á .
þessu tvennu. Menn mega ekki
gleyma því að áður en kvótakerfið
kom voru seld útgerðarfyrirtæki og
þá græddu sumir líka. Það sem hefur
breyst er að verðgildi hefur færst til,
áður keyptu menn skip langt yfir
tryggingamati og þar með tækifærið
til að sækja fisk í sjó, en núna hefur
verðgildið flust af skipinu yfir á
óveiddan fisk í sjónum, skipin ein og
sér lítils virði en kvótinn orðinn aðal-
verðmætið, gaman væri ef saman-
burður yrði gerður með framreikn-
ingi á verðmætagildi skips sem var
selt áður en kvótinn kom og síðan
eftir. Talað er um að sægreifum hafi
verið afhentir milljarðar í formi
kvóta og rétt sé að breyta þessu, en
mér er spum, útgerðarmaður sem
fékk úthlutað X tonnum 1983 og hef-
ur sótt þessi X tonn á hverju ári og
ekki selt kíló, hverju fékk hann út-
hlutað? Jú, hann fékk leyfi til að
sækja þessi kg á báti sem hann átti
og gera sér úr þeim þau sömu
verðmæti og hann hafði áður en
enga milljarða, það hafa nefnilega
ekki allir tekið þátt í Hrunadansin-
um og þar með má ekki stimpla heila
stétt manna og láta líta út fyrir að
allir útgerðarmenn séu ribbaldar.
JÓHANN JÓNSSON,
atvinnurekandi, Vestmannaeyjum.
Kæri lesandi
Frá Snorra Birgissyni:
STUNDUM erum við að taka af-
stöðu í einhverju sem við höfum ekki
hugmynd um. Einhverju sem við
höfum ekki hugmynd um að eigi eftir
að hafa einhver áhrif á einhvern. Við
getum tekið sem gott dæmi dóm-
greind fullorðinna gagnvart ungling-
um í dag. Maður er alltaf að heyra
einhverjar kjaftasögur af unglingum
frá eldra fólki. Þessar kjaftasögur
breytast oft í stórfrétt um leið og
þær berast. En fólkið reynir ekki
einu sinni að hugsa út í hvað það er
að tala um, það vill bara vera fyrst
með fréttina um leið og hún berst.
En fullorðnir hafa ekki eina einustu
hugmynd hvað það er að vera ung-
lingur í dag þrátt fyrir að þeir hafi
verið á þessu æviskeiði fyrir
nokkrum árum. En samt á þessum
árum þá hefur margt breyst innan
samfélagsins og unglingarnir eru
ekki þeir somu og þeir sem áður
voru. Afhverju eru unglingar svo
niðurlægðir af eldra fólki fyrir það
hvernig lifnaðarháttur þeirra er?
Tökum sem dæmi fötin, þetta eru
víðar buxur sem oftast eru niður að
hælum og peysurnar eru oftast
þykkar hettupeysur með einhverju
listaverki á, þetta finnst flestu fólki
sem komið er yfir þrítugt vera til
skammar. Þrátt fyrir að ég sé ekki
einn af þessum „skoppurum" þá veit
ég vel hvemig það er að vera ung-
lingur í dag og ég verð bara að segja
eins og er, það er meiriháttar.
SNORRI BIRGISSON
e-mail snorribi@isholf.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fýrirvari hér að lútandi.