Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður samræmdra prófa liggja fyrir Meðaleinkunn á samræmdum prófum eftir fræðsluumdæmum 1998 (1997) Einkunnir eru normaldreifðar á kvarðanum 1-9 Stærðfræði íslenska Danska Enska Umdæmi 1998 (1997) 1998 (1997) 1998 (1997) 1998 (1997) Reykjavík 5,4 (5,3) 5,4 (5,3) 5,3 (5,2) 5,4 (5,2) Nágr. Reykjav. 5,1 (5,3) 5,2 (5,3) 5,1 (5,2) 5,2 (5,2) Suðurnes 4,5 (4,3) 4,5 (4,2) 4,8 (4,6) 4,8 (4,6) Vesturland 4,8 (4,8) 4,7 (4,7) 4,7 (4,4) 4,6 (4,5) Vestfirðir 4,4 (4,4) 4,4 (4,3) 4,6 (4,3) 4,5 (4,4) Norðurl. vestra 4,7 (5,2) 4,4 (5,0) 4,6 (4,7) 4,2 (4,7) Norðurl. eystra 4,8 (4,7) 4,5 (4,6) 4,5 (4,5) 4,4 (4,6) Austurland 4,7 (4,8) 4,7 (4,7) 4,9 (5,0) 4,7 (4,7) Suðurland 4,7 (4,8) 4,7 (4,8) 4,9 (4,7) 4,6 (4,7) Landið allt 5,0 (5,0) 5,0 (5,0) 5,0 (5,0) 5,0 (5,0) Enskukunn- átta mjög mismunandi VESTFIRÐIRNIR komu betur út í samræmdum prófum 10. bekkjar grunnskólanna í ár en oft áður. Þetta kom fram í samtali Amalíu Björns- dóttur, deiidarstjóra hjá Rannsókn- arstofnun uppeldis- og menntamála, við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Niðurstöður prófanna voru sendar í skóiana á föstudag og gerðar opin- berar í gær. Amalía sagði hins vegar óvíst að allir nemendur hefðu fengið sínar einkunnir þar sem það væri skólanna að ákveða hvenær þær væru afhentar og sums staðar væri það geymt fram að skólaslitum. Meðaltöl samræmdra einkunna, sem miðaðar eru við stigafjölda á prófunum, voru 6,2 í stærðfræði, 6,6 í íslensku, 6,6 í dönsku og 6,8 í ensku. Normaldreifðar einkunnir (sjá töflu) eru hins vegar miðaðar við hópinn. „Fyrir utan dönsku eru allar ein- kunnir í hærri kantinum,“ sagði Amalía. „Stærðfræði er til dæmis í hærra lagi miðað við fjögur undan- farin ár og enskan er eins og oft áður tiltölulega há. Það er hins vegar meiri breidd í enskunni en öðrum fögum. Stór hópur af krökkum er mjög góður í ensku en svo er einnig ákveðinn hópur sem stendur þar mjög illa. Reykjavík kemur sterkust út Annars er þetta allt mjög hefðbundið og fátt sem kemur á óvart. Reykjavík kemur eins og alltaf sterkust út en meira en helm- ingur nemenda býr á höfuðborgar- svæðinu. Það er hins vegar mjög ánægjulegt að sjá að það virðist vera uppsveifla á Vestfjörðum." Amalía sagði viðbrögð nemenda, skólastjórnenda og foreldra við ein- kunnunum hafa verið upp og ofan. „Enda er varla hægt að búast við því að allir séu ánægðir þegar send eru út 4.100 próf,“ sagði hún. „Það hefur hins vegar verið óvenju rólegt í kring um þetta í ár og ekki mikið um kvartanir þó þeir sem fái 4,5 séu eðli- lega ekkert ánægðir. Þrátt fyrir að hér á landi sé ekki hægt að falla í grunnskóla og allir eigi rétt á inn- göngu í framhaldsskóla virðist það einhvem veginn innbyggt í þjóðar- sálina að það sé fímman sem fólk þurfí að ná.“ 7.672 kjósendur strikuðu Hrannar út YFIRKJÖRSTJÓRN í Reykjavík hefur farið nánar yfir breytta lista í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Niður- staðan er þó einungis gróf mynd af útkomunni því fara á nánar yfir seðlana og gera frekari útreikninga á breyttum seðlum. Sem kunnugt er var óvenju mikið um að strikað væri yfir nöfn á fram- boðslistum í ár og þá aðallega af Usta R-listans. Að sögn Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hrl. sem sæti á í yfirkjörstjórn í Reykjavík var mest strikað yfir tvö nöfn á R-list- anum, nöfn þeirra Hrannars B. Arnarsonar, sem nú hefur vikið sæti í borgarstjóm þar til rannsókn á fjármálum hans hefur farið fram, og Helga Hjörvars oddvita R-listans, en fjármál hans voru áberandi í kosningabaráttunni. Einnig var nokkuð um yfirstrikanir á D-lista en þar var ekki um neitt óeðlilegt að ræða og engin einstök nöfn þar áberandi, að sögn Jóns Steinars. Á annað þúsund strikuðu yfir Hrannar og Helga saman R-listinn fékk 84.251 atkvæði í kosningunum. Breyttir seðlar voru 8.398. Af þeim var strikað yfir nafn Hrannars B. Arnarsonar á 7.672 þeirra en á 1.867 seðlanna var strikað yfir nafn Helga Hjörvars. Á 5.108 seðlum var aðeins strikað yfir nafn Hrannars en á 2.264 var strikað yfir nafn Hrannars auk annarra nafna. í 1.125 tilfellum var strikað yfir nafn Helga Hjörvars eingöngu á seðlum en í 742 tilfell- um var strikað yfir nafn Helga auk nafns annarra frambjóðenda. Á 1.282 seðlum var strikað yfir nöfn þeirra Hrannars og Helga saman. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 28.932 atkvæði. Breyttir seðlar voru 1.316 og eins og áður sagði skar ekkert nafn einstakra fram- bjóðenda sig úr í þeim efnum. Enn sem komið er hefur aðeins verið farið yfir þá breytta seðla D-lista þai- sem strikað var yfir eitt nafn. Af þeim seðlum kom það fyrir á 242 seðlum að strikað væri yfir nafn Arna Sigfússonar oddvita listans. Um helmingur kjósenda einstakra lista þarf að strika yfir sama nafhið á listanum til að hafa áhrif á hann. Nokkuð var um að seðlar hafí verið gerðir ógildir þegar kjósendur krossuðu við nafn eins lista en strik- uðu út nafn á öðrum lista en þeim sem kosinn var. Aðeins má strika út nafn á þeim lista sem kosinn er og má þá strika út nánast að vild. 177P (CSC- íítrjd STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingur, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og formaður Umferðarráðs, á spjalli að fundi loknum. I I i i ) Nýr tækjabúnaður kynntur á 30 ára afmæli hægri umferðar á Islandi Skref í átt að betri umferðarmenningu ÞRJÁTÍU ár voru liðin í gær, 26. maí, frá H-deginum svokallaða, þegar Islendingar breyttu úr vinstri yfir í hægri umferð. Á þeim tímamótum bauð Umferðarráð til fundar þar sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra fjallaði um þróun umferðarmála á síðustu þremur áratugum. Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri og samstarfsmenn hans kynntu hraðamyndavélar og nýtt öndun- arsýnatæki, en þessi búnaður verður tekinn í notkun á næstu dögum. Hraðamyndavélarnar eru tvær, sín í hvorum bflnum, og í þeim þriðja er öndunarsýnatækið, sem mun að hluta til leysa tímafrekar og íyrirhafnarsamar blóðprufur af hólmi. Starfsmenn ríkislögreglu- stjóra munu framvegis verða á ferðinni um land allt með tækin, í samvinnu við embætti lögreglu- stjóra á hverjum stað og hafa þau þegar verið pöntuð sérstaklega á útihátíðir og ýmis mannamót í sum- ar. Kjarkur og áræði Dómsmálaráðherra rifjaði í ávarpi sínu upp þær miklu breyt- ingar sem urðu á umferð og um- ferðaröryggi hér á landi í kjölfar þess að landsmenn fóru að aka hægra megin á veginum. „Það hef- ur þurft nokkurt áræði og tals- verðan kjark til að taka ákvörðun um að koma fram svo umfangs- mikilli breytingu á umferðinni í landinu, ekki síst vegna þess að það var augljóst að hún kostaði mikla peninga og miklar skipu- lagsbreytingar." Hann benti enn- fremur á að í tengslum við breyt- inguna hefði farið fram mikil um- ferðarfræðsla, sem sannanlega hefði skilað árangri, því mjög hefði dregið úr slysum þar á eftir. „Á þessum tímamótum erum við að stíga enn eitt skref í átt að betri umferðarmenningu og bæta öryggi borgaranna á þessu sviði,“ sagði hann. Ráðherra minntist einnig á nýjar reglur um ökuleyfissviptingar og sektir, sem allar væru settar í þeim tilgangi að auka aðhald og herða eftirlit með þeim sem freistast til þess að ganga á svig við lögin, í þeim tilgangi að fæla menn frá því og auka öryggi í umferðinni. Á að auka umferðaröryggi og skilvirkni Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri kynnti hinn nýja tækja- búnað og minnti á að allur væri búnaðurinn til þess ætlaður að auka umferðaröryggi og skilvirkni í störfum lögreglunnar. Lögregla og vísindamenn hefðu gert nákvæmar athuganir á öryggi tækjanna, sem hafa verið notuð í tilraunaskyni á undanfórnum mánuðum, og í ljós hefur komið að öryggi þeirra er síst minna en við hefðbunánar aðferðir og hvergi slegið af kröfum. Morgunblaðið/Golli „ÞOLIR það ekki einn pilsner?" sagði Þorsteinn Pálsson dómsmál- aráðherra áður en hann steig inn í bílinn ásamt Bjarna Bogasyni að- stoðaryfirlögregluþjóni til þess að prófa nýja öndunarsýnatækið. Með hjálp tækisins er hægt að komast að því á aðeins sjö mínútum hvort ökumaður er undir áhrifum áfengis og hvert áfengismagnið er. A Forseti Rúmeníu á Islandi FORSETI Rúmeníu, Emil Con- stantinescu, lenti á Keflavíkur- flugvelli á sunnudag og staldraði þar við í rúma klukkustund. Forsetinn var á leið til Kanada í opinbera heimsókn og lenti Boeing 737 þota hans í Keflavík til að taka eldsneyti. Með honum í fór voru eiginkona hans og Andrei Plesu utanríkisráðherra Rúmeníu auk 40 til 50 manna fylgdarliðs, að sögn Gunnars Gunnarssonar sendiherra í utan- ríkisráðuneytinu, sem tók á móti forsetanum við komuna til lands- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.