Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Meistarafélag bólstrara 70 ára Á FYRRI öldum var það að sjálfsögðu aðeins á færi fárra, þ.e. aðalsmanna, kóngafólks, embættis- manna og ríkra kaupmanna, að halda heimili og hallir sem rúmuðu falleg og vönduð húsgöng af öllum gerðum ásamt tilheyrandi gólf- teppum, gluggatjöldum og listmun- um á veggjum og á gólfum. Þessi hópur stækkaði eftir iðnbyltinguna þegar hin svo kallaða millistétt efnaðist og kom þar einnig til sög- unnar. Og þróun í húsnæði og hús- búnaði fyrir almenning frá aldamótunum 1900 til þessa dags er öllum kunn. Bólstrun var fyrr á öldum flokkuð með hefðbundnum iðngreinum þar sem ákveðnar kröfur voru gerðar um kunnáttu og ábyrgð meistarans. Og má til- greina nokkrar svo sem: húsgagna- smíði, söðlasmíði, klæðaskurð, gull- smíði, skósmíði og úrsmíði sem skipuðu álíka sess. I gegnum ald- irnar voru hin viðurkenndu vinnu- brögð í kennslu þau að sá sem var meistari í viðkomandi iðngrein mátti útskrifa lærlinga sem eftir það vpru nefndir sveinar í grein- inni. I raun er þetta framkvæmt svona enn í dag að hluta enda besta leiðin til að viðhalda faginu að staf- andi fagfólk í viðkomandi iðngrein beri lokaábyrgð á kunnáttu nem- ans og votti það. Góðir skólar geta unnið gott undirbúningsstarf, bæði verklegt og bóklegt, en sá sem er viður- kenndur og eftirsóttur af hinum vandlátu viðskiptavinum vegna fæmi sinnar og áreiðanleika er lyk- ilmaður næstu kynslóðar og fag- mennsku. Auk þess þarf að varðveita vinnuaðferðir þær sem áður voru brúkaðar en eru að hverfa smám saman og verkk- unátta hverrar þjóðar ber vott um menningu hennar. Frábærir sagnfræðingar hafa á síðustu árum ritað atvinnusögu Bólstrarar minnast þess um þessar mundir að sjötíu ár eru liðin frá stofnun félags þeirra sem nú heitir Meist- arafélag bólstrara. Bjarni Guðmundsson rekur sögu þessarar gamalgrónu iðngreinar. þessarar þjóðar á tilgreindum tímaskeiðum og má sjá af lestri þessara bóka að það er ekki fyrr en um aldamótin 1900 að húsgagna- inaður á borð við bólstrun gat orðið alvöru atvinnugrein á Islandi sjálfu þó svo að hinar gömlu þjóðir Evr- ópu hefðu lengi búið að greininni. Vönduð innflutt húsgögn voru þó alltaf til á betri heimilum. En tími íslands var kominn og fagþekking kom með útlendum iðnmeisturum sem hér settust að. Árið 1904 setti fyrsti erlendi meistarinn í bólstrun upp vinnu- stofu í Reykjavík með íslenskan markað í huga. Hann tók nema á samning og rak verkstæði á sama hátt og gert var í Evrópu á þeim tíma. Þetta var Daninn Áxel Main- holt. Fleiri meistar fylgdu á eftir og íslenskir lærlingar tóku að út- skrifast sem sveinar í bólstrun. Sá Islendingur sem fyrstur fékk sveinsnafnbót var Kristinn Sveins- son árið 1908 en hann hóf nám árið 1904 ásamt Jóhanni Jóhannssyni hjá Axel. Kristinn Sveinsson fékk meistar- aréttindi fyrstur Islendinga árið 1912. Fagið var orðið löggilt sem atvinnugrein á Islandi. Meistarafélag bólstrara sem hét í fyrstu Húsgagnasmíðafélag Reykjavíkur var stofnað 20. apríl árið 1928 í því húsnæði þar sem nú er veitingastaðurinn Sólon Is- landus en þar var þá til húsa vinnu- stofa Kristins Sveinssonar. Krist- inn gegndi fyrstur manna for- mennsku í Meistarafélagi bólstr- ara, en sá sem lengst hefur gegnt stöðu formanns er Ásgrímur P. Lúðvíksson. Hann var samfellt for- maður félagsins í 14 ár. Segja má að á fyrstu fímmtíu ár- um aldarinnar hafi vinnubrögðin í faginu verið þau sömu og lengi höfðu tíðkast þ.e. fjaðrabinding og stoppað upp með blori og ull. Öll negling var þá með blásaumi. Húsgögn frá þessum tíma eru mikilsmetin í dag enda sígild að gerð og mörg með fagurlega handútskornum örmum og fótum. Þau efni og áhöld sem seinna Stiga Bio-Chip kurlari 1400W Stiga Turbo sláttuvél með grashirðipoka \ Góð fyrir heimili Stiga rafmagnsorf 450W Stiga Tornado 1 sláttuvél með drifi Fyrir sumarbústaða- eigendur, bæjarfélög og stofnanir Stiga rafmagns- ’ limgerðisklippur 360W Stiga EL33 rafmagns- sláttuvél 1000W Fyrir litla garða Stiga Garden aksturssláttuvél Einstök fyrir sumarbústaðaeigendur og stofnanir. __ _ Stiga mosatætari 325W Sölustaðir um allt land VETRARSOL HAMRABORG 1-3, NORÐANMEGIN • KOPAVOGI • SIMI 564 1864 • FAX 564 1894 /’TIGPk ®4TTÖ triLJUt. íd J 4R f ÚRVALI auí _r_\ Wk"\ l \ rj , HLUTI stjórnar Meistarafélags bólstrara við nýjan hátíðarfána félags- ins sem handsaumaður var af nunnum Karmelklausturs í Hafnarfirði. Formaðurinn, Hafsteinn Sigurbjarnarson, er lengst til vinstri, þá Elfn- borg Jónsdóttir og Hafsteinn Gunnarsson. Á myndina vantar Grétar Árnason og Kristján Thorarensen. Fáninn var kynntur í afmælis- fagnaðinum sem haldinn var á Sóloni Islandusi, sömu húsakynnum og félagið var stofnað í fyrir sjötfu árum. komu juku síðan á fjölbreytnina auk þess að verðið lækkaði á hús- gögnum og hægt var að koma við fjöldaframleiðslu líkt og við tréverk. En nauðsyn á góðri fagkunnáttu hvarf ekki og í dag er vakning hjá fólki fyrir því að eign- ast sígild húsgögn unninn á fagleg- an máta úr þeim efnum sem viður- kennd eru sem góð efni. í septembermánuði mun Meist- arafélag bólstrara halda sýningu og kynna fagið í nútíð og fortíð. Félagsmenn eru nú 27. Aðrir ból- strarar með réttindi en utan félagsins starfa víða hjá húsgagna- fyrirtækjum sem og í óskyldum störfum. Núverandi foi-maður í Meistarafélagi bólstrara er Haf- steinn Sigurbjamarson. Höfundur er bólstrari og formaður afmælisnefndar félagsins.. Stöndum vörð um Sjúkrahús Þingeyinga VIÐ sem búum á Húsavík og nágrenni höfum búið við góða heilbrigðisþjónustu í áratugi. Nú á síðustu ámm höfum við fengið að kenna á niðurskurði til heilbrigðismála ekki síður en aðrir þar sem deildum hefur verið lokað tímabundið og álag á starfsfólk aukið. Við höfum verið ánægð með Sjúkra- húsið okkar og stolt af þeirri þjónustu sem þar hefur verið veitt. Sjúkrahúsið var á sínum tíma byggt af framsýni og stórhug og það styrkti búsetu í héraðinu og veitti öryggi fyrir ungt fólk með böm að búa nærri góðri heilbrigðisþjónustu. Fæðingadeild- in þótti á sínum tíma einstaklega vel útbúin, en kvenfélögin í sýsl- unni sameinuðust um að kaupa til hennar eins fullkomin tæki og hægt var á þeim tíma. Nú er fæðingadeildin lokuð hluta úr sumri og heyrst hafa raddir um að réttast væri að leggja hana niður í spamaðarskyni. Konur eigi að fara suður til Reykjavíkur eða inn á Ak- ureyri til að fæða. En sé ófært bæði í lofti og á landi þegar þær kenna sín eiga þær bara að hætta við eða bíða þangað til fært verður. Hún er kannski ekki að verða svo sérlega fyndin þessi gamla saga af bóndanum sem spurði konuna sína hvort hún gæti ekki beðið til morguns þeg- ar hún tók léttasóttina að kvöldlagi í stórhríð- arveðri og vegurinn var alveg ófær. Konan gat ekki beðið og málið var leyst með snjóbíl og konan komst í tæka tíð á Sjúkrahúsið, en ég er hrædd um að allt hefði ekki gengið svo vel upp hefði hún þurft að fara til Akureyrar eða Reykjavíkur. Öll önnur þjónusta sem fram fer á Sjúkrahúsinu er okkur Þingeyingum bráðnauðsyn- leg og sparar allt í senn sársauka, tíma og peninga fyrir íbúana og því getum við engan veginn sætt okkur við að dregið verði úr þjónustu nú á tímum tækni og framfara. Við viljum ekki að Sjúkrahúsinu sem við höfum verið stolt af verði breytt í hjúkrunarheimili eða lang- legustofnun og að öll þjónusta sem ekki getur farið fram á Heilsugæslustöðinni verði færð burt úr sýslunni. Eg get ekki ímyndað mér að vel menntaðir læknar fáist að heilsugæslustöðvunum úti á landi í framtíðinni ef þar eru ekki einfóld- ustu tæki til rannsókna og ef þar er ekki aðstaða til eins eða neins svo senda þurfi alla sjúklina í burtu Sara Hólm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.