Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 FRETTIR AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Stúdentaútskrift frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Morgunblaðið/Jón Svavarsson NEMENDUR Menntaskólans við Hamrahlíð setja upp stúdentshúfuna. Brjóstmynd af fyrsta rektornum afhjúpuð SÍÐASTLIÐINN laugardag útskrifuðust 134 stúdent- ar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar af 105 úr dagskólanum og 29 úr öldungadeild. Dux scholae var Kristbjörg Heiður Olsen sem útskrifaðist af náttúru- fræðibraut. Tveir nemendur luku stúdentsprófi með yfir 200 námseiningum, Hildur Jónsdóttir, stúdent af tónlistar- og eðlisfræðibrautum og Daði Sverrisson, stúdent af tónlistar- og náttúrufræðibrautum. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng við athöfn- ina. Wincie Jóhannsdóttir rektor notaði tækifærið í ræðu sinni til að óska kórnum til hamingju með 30 ára afmælið og þakka Þorgerði Ingólfsdóttur stjórn- anda fyrir starf sitt en kórinn hefur verið glæsilegur fulltrúi nemenda skólans, aðstandenda og skólans sjálfs innan lands og utan á ferli sinum. Rektor minnt- ist einnig Sverris Einarssonar, kennara og rektors við skólann, sem féll frá í apríl síðastliðnum. Að vanda bárust skólanum gjafir frá eldri stúdent- um. 25 ára stúdentar gróðursettu tijáplöntur á lóð WINCIE Jóhannsdóttir rektor og Ragnhildur Stefánsdóttir listamaður við brjóstmynd af Guð- mundi Arnlaugssyni eftir þá síðarnefndu. skólans og árgangarnir sem útskrifuðust 1976, 1977 og 1978 afhentu skólanum bijóstmynd af Guðmundi Arnlaugssyni, fyrsta rektor skólans. Bijóstmyndin var gerð af Ragnhildi Stefánsdóttur sem varð stúdent frá skólanum 1977. Tónlist við athöfnina var flutt af kórnum og nem- endum skólans. ÖU verkin voru eftir íslensk tónskáld, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Jón Þórar- insson. Fjölbrautaskólinn við Armúla Morgunblaðið/J6n Svavarsson SÖLVI Sveinsson skólameistari afhendir Irisi Traustadóttur dux scholae viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. BRAUTSKRÁNING nemenda úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla fór fram siðastliðinn laugardag í Langholtskirkju. Sölvi Sveinsson skólameistari setti athöfnina og stjómaði henni. Alls útskrifuðust 123 nem- endur. Þar af útskrifuðust 53 með stúdentspróf, 54 af starfs- menntabrautum og 16 starfandi sjúkraliðar luku einnar annar framhaldsnámi i hjúkrun aldraðra og félagslegri liðveislu. Dux scholae var Iris Traustadótt- ir og hlaut hún fjölda viðurkenn- inga fyrir góðan námsárangur. Bogi Ingimarsson aðstoðar- skólameistari gerði grein fyrir 123 nem- endur út- skrifaðir skólastarfí vorannar. í máli hans kom m.a. fram að tæplega 800 manns stunduðu nám við Fjöl- brautaskólann við Ármúla á vorönn þar af flestir á félags- fræðibrautum. Bogi greindi frá því að framkvæmdir við bygg- ingu 600 fm glerhýsis á lóð skól- ans hefjast innan tíðar en bygg- ing þessi mun bæta mjög aðstöðu nemenda og skólans alls. Bogi ræddi einnig tillögur um nýja aðalnámsskrá fyrir framhalds- skóla og áhrif fyrirhugaðra breytinga á námsframboði í framhaldsskólum. Ágúst Þór Sigurjónsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og Tryggvi Friðjónsson fram- kvæmdastjóri fyrir hönd 20 ára stúdenta. Nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík sungu og léku við at- höfnina og félagar úr kór Fjöl- brautaskólans við Ármúla leiddu fjöldasöng. Heilsugæslustöðin á Akureyri \ Frjómæling- ar hafnar FRJÓTALNINGAR og frjómæl- ingar hófust nýlega á Akureyri, en slíkar mælingar hafa verið stundað- ar um árabil í Reykjavík. Þær hafa mikla þýðingu fyrir þá sem hafa frjóofnæmi, en þær veita upplýsing- ar um það tímabil sem frjókorn eru í lofti og ennfremur hvaða tegund er um að ræða á hverjum tíma. Fyr- ir þessa einstaklinga er gagnlegt að hafa upplýsingar um frjókom í lofti og verður þeim upplýsingum komið til almennings. Rannsóknir á bráðaofnæmi á Norðurlandi hafa sýnt að langal- gengasta orsök þess er ofnæmi fyr- ir frjókornum. Frjógildru, sem safnar sýnum úr andrúmslofti hefur t verið komið fyrir í bænum og mun Náttúrufræðistofnun Islands, Reykjavíkursetur vinna úr þeim og senda niðurstöður vikulega. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og reyndist vera um að ræða víði, lyng, elftingu og ösp en það eru nokkuð dæmigerð frjó í lofti að vorlagi. Heilsugæslustöðin á Akureyri átti frumkvæði að uppsetningu frjó- gildrunnar, en nýtur aðstoðar | Náttúrufræðistofnunar Islands sem k hefur umsjón með tækjabúnaði og eins og áður sagði Náttúrufræði- stofnun íslands, Reykjavíkursetur sem sér um úrvinnslu frjókorna- sýna. Þá hefur ofnæmisdeild Vífils- staðaspítala sýnt málinu stuðning. i I i Morgunblaðið/Kristj án HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, og Pétur Þór Jónasson, sveit- arsljóri Eyjafjarðarsveitar, fóru fyrir hópnum í upphafl ferðar. Fyrir aftan þá eru Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Sigfús Helgason, formaður Léttis. Styttist í Landsmót hestamanna Oformleg vígsla á nýrn HESTAMENN í Eyjafirði undir- búa af fullum krafti Landsmót hestamanna sem fram fer á Mel- gerðismelum í byrjun júlí í sumar. Gífurleg uppbygging hefur átt sér stað á mótssvæðinu en einnig hefur verið unnið að því að bæta reið- leiðina frá Akureyri og suður á Mel- gerðismela. Fyrir skömmu fór fram formleg vígsla á nýrri reiðbrú yfír Eyjafjarðará og yfir á mótssvæðið. Fyrir helgina var svo óformleg vígsla á nýjum reiðvegi á bökkum Eyjafjarðarár að austan. Sveitar- stjóm Eyjafjarðarsveitar bauð Halldóri Blöndal, samgöng- uráðherra, Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra á Akureyri, Franz Árnasyni, hitaveitustjóra á Akur- eyri, formönnum hestamannafélag- anna á Akureyri og í Eyjafjarðar- sveit, þeim Sigfúsi Helgasyni og Ar- manni Ólafssyni og fleiri góðum gestum í reiðtúr suður frá enda reiðleið | flugbrautarinnar á Akureyri. Hóp- urinn reið eftir nýjum reiðvegi suð- ur að hitaveituröri og áfram eftir svokölluðum hitaveituvegi, sem verður notaður alla vega fyrst um sinn. Gott samstarf undirstrikað „Við vildum með þessu undir- I strika gott samstarf sem náðst hef- | ur við forsvarsmenn hestamanna á svæðinu. Einnig hafa bæjarstjóri og hitaveitustjóri á Akureyri, svo og samgönguráðherra lagt málinu lið og hjálpað okkur að leysa það og fyrir það vildum við þakka,“ sagði Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Pétur Þór sagði að ferðin hafí [ gengið mjög vel, enginn dottið af baki og veðrið leikið við ferðalang- r ana. Ferðin endaði svo við Islands- | bæinn við Vín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.