Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 3S; ATVINNUAUGLÝSINGA Bæjarstjóri á Húsavík Starf bæjarstjóra á Húsavík er laust til umsókn- ar. Bæjarstjóri erframkvæmdastjóri bæjarins. Hann situr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétti og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur. Hann er prókúruhafi bæjarsjóðs og æðsti yfirmaður annars starfsliðs bæjarfélagsins. Nýs bæjarstjóra bíða mörg spennandi verkefni við uppbyggingu bæjarins og að samstarfs- verkefnum með öðrum sveitarfélögum í hérað- inu. Áskilin er góð menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfinu. Starfskjör bæjarstjóra verða ákveðin í ráðning- arsamningi. Aðstoð verðurveitt við húsnæðis- öflun. Ráðningartími bæjarstjóra er sá sami og kjör- tímabil bæjarstjórnar, eða 4 ár. Húsavík er bæjarfélag með u.þ.b. 2.500 íbúa. Atvinnulíf erfjölbreytilegt. Ástaðnum er góð þjónusta, m.a. leikskóli, grunnskóli, framhalds- skóli, íþróttahús, sundlaug, söfn, sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, hótel og hitaveita. Sam- göngur við Húsavík eru góðar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Ásgeirsson í símum 464-1204 heima og 464- 2303 á vinnutíma. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Umsóknirskulu sendar Bæjarskrifstofu Húsa- víkur, c/o Kristján Ásgeirsson, Ketilsbraut 9, 640 Húsavík. Kennarar Lausar stöður við Stórutjarnaskóla Stöður grunnskólakennara: Okkur vantar kennara til að kenna dönsku, ensku, handmennt, íþróttir, stærðfræði í eldri bekkjum og til að sjá um tölvufræðslu. Við leitum að áreiðanlegum, fjölhæfum og áhugasömum starfsmönnum. Staða tónlistarkennara: Okkur vantar einnig tónlistarkennara til að sjá um hljóðfærakennslu við tónlistardeild skólans og til að kenna tónmennt. Við leitum að áreiðanlegum, fjölhæfum og áhugasömum starfsmanni. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu. 40 km eru til Akureyrar og 50 km til Húsavíkur. Skólinn er við þjóðveg nr. 1 og samgöngur greiðar til allra átta. Yfir sumartímann er rekið Edduhótel á Stórutjörnum. í skólanum eru milli 50 og 60 nemendur f 1. til 10. bekk. Við Stórutjarnaskóla er starfrækttónlistardeild (tónlist- arskóli). Öllum nemendum er ekið til skóla og þeir fá morgunmat og hádegismat í skólanum. Skóladagur nemenda er frá kl. 8.30 til 15.30 og Ijúka þeir öllu námi sínu (líka tónlistarnámi) á þeim tíma. Stórutjarnaskóli er fámennur samkennsluskóli og bera starfshættir hans þess vitni. Kennarar þurfa að vera færir um að kenna margar námsgreinarog þeirþurfa aðveratilbúniraðtileinka sérsam- kennsluaðferðir. Starfsfólki er ætlað að hafa hag nemenda og skóla- starfsins í fyrirrúmi og það þarf að vera lipurt i mannlegum samskipt- um. Öll aðstaða í skólanum er ágæt og vinnuaðstaða kennara sérlega góð. Ódýrt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk. Umsóknarfrestur framlengist til 10. júní. Nánari upplýsingar veita Ólafur Amgríms- son, skólastjóri, í síma 464 3220 og 464 3356 og Þórhallur Bragason, aðstoð- arskólastjóri, í síma 464 3221 og 464 3308. Viltu vinna í Noregi? Solstrand AS skipasmíðastöð í Tomrefjord, 70 km frá Álasundi, leitar eftir starfsmönnum vegna aukinna verkefna. Okkur vantar suðu- menn, plötusmiði, vélvirkja og rnenn vana röralögnum. Við verðum á Hótel íslandi í mót- tökunni í dag, miðvikudag 27. maí og fimmtu- dag 28. maí, milli kl. 18.00 og 20.00 báða dag- ana og veitum upplýsingar um störfin. Þeir sem eru áhugasamir komi og ræði við okk- ur. Pétur Brynjarsson segir ykkur hvernig er að búa og starfa í Noregi. Einnig er hægt að hafa samband í síma 922 55719 á þessum tíma. Langar þig <AUR? OKKUR BRÁÐVANTAR TVO STARFSKRAFTA: Vefsmið sem annist nýsmiði og viðhald vefja og Bókara (gjaldkera) sem einnig mundi hafa umsjón með verkefnum. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi starf á góðum vinnustað þar sem andinn og útsýnið er frábært. Við leitum helst að einstaklingi sem: » er ferskur » er lipur i samskiptum M er skipulagöur » er sjálfstæður » er metnaðargjarn » er hress og kátur » er reyklaus Nánari upplýsingar veitir Halla í síma 580 8022 á skrifstofutíma. Umsóknir berist fyrir 3. júní nk. á Tunguháls 19, 110 Reykjavík, merktar „AUR - Atvinna". Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. AíxgíýAÍngaAtofa. Ricijfya vilzur Grunnskólinn í Stykkishólmi Frá og með 1. ágúst nk. vantar okkur kennara í eftirtalin störf: Dönskukennslu — íþróttir — sérkennslu. Um er að ræða alla dönskukennslu við skólann auk kennslu í framhaldsdeild. Sérkennara bíðurað skipuleggja sérkennslu við skólann og hafa umsjón með nýstofnaðri sérdeild fyrirfatlaða nemendur. Aðstaðatil íþróttaiðkunar er mjög góð í Stykkishólmi og í haust verðurtekin í notkun við íþróttamið- stöðina ný aðstaða með inni- og útisundlaug. íþróttakennara stendur líka til boða þjálfunar- starf hjá Umf. Snæfelli. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Allar nánari upplýsingar gefa Gunnar Svan- laugsson, skólastjóri, vs. 438 1377, hs. 438 1376, og Eyþór Benediktsson, aðstoðar- skólastjóri, vs. 438 1377, hs. 438 1041. SNÆFELLSBÆR Kennarar óskast Við Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ eru lausartil umsóknar 2—3 kennarastöður. Kennslugrein- ar, auk almennrar kennslu eru: íþróttir, mynd- mennt, handmennt, vélritun, heimilisfræði og sérkennsla. Skólinn er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nem- endur eru rúmlega 40 í 1. —10. bekk. Umsóknarfrestur er til 3. júní og skulu umsókn- irsendartil skólastjóra, Guðmundar Sigur- monssonar, sem einnig veitir allar nánari upp- lýsingar í vs. 435 6830, hs. 435 6698. ffanom Matreiðslumaður/ nemi óskast óskar eftir að ráða matreiðslumann, ásamt matreiðslunema fyrir Carpe Diem Bistro. Upplýsingar í síma 552 4555 (Hjörtur). Einnig óskum við eftir að ráða í sumar mat- reiðslumann fyrir FOSSHÓTEL Hallormsstað. Upplýsingar í síma 471 2142/1705 (Sigga) Fosshótel starfar í samræmi við skattalög. Kjötiðnaðarmenn- kjötvinnsla Hvolsvelli Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmenn eða aðila vana kjötskurði til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli. Um er að ræða framtíðarstörf í einni fullkomn- ustu og stærstu kjötvinnslustöð hérlendis. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Fosshálsi 1, Reykjavík og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575 6000 og verksmiðjustjóri á Hvols- velli í síma 487 8392. Atvinna í Noregi Stórt svínabú í Noregi vantartvo starfskrafta, einn í svínahirðingu og annan í fóðurfram- leiðslu. Við bjóðum upp á huggulega nýmóð- ins íbúð nálægt vinnustað í nýlegu og snyrti- legu hverfi. Okkur vantar par eða ungt fólk milli 20 og 30 ára sem er samvinnufúst og getur unnið sjálf- stætt. Góð laun eftir samkomulagi fyrir duglegt og reglusamt fólk. Nánari upplýsingar: Hringið eða skrifiðtil Therese Kiserud, Eng, 1591 Sperrebotn, Norge. Sími: 0047 6928 7145 Fax: 0047 6928 7307 eða hringið í Ormsstaði í síma 486 4455. Lögreglumenn Neðangreindar stöður hjá lögreglunni í Hafnarfirði eru lausar til umsóknar: Staða varðstjóra. Staða rannsóknarlögreglumanns. Umsækjendur skulu hafa lokið námi í Lög- regluskóla ríkisins. Umsóknarfresturertil 12. júní nk. og skal um- sóknum skilað til sýslumannsins í Hafnarfirði, Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir yfirlögregluþjónn. Hafnarfirði, 25. maí 1998. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Sumarafleysingar hjá SVR Fyrirtækið vill ráða fólk í eftirtalin störf í sumar: 1. Afgreiðsla af varahlutalager ásamt akstri sendibíls. 2. Viðhald og þrif á biðskýlum. 3. Starf á þvottastöð (vaktavinna). Viðkomandi þarf í öllumtilvikum ökuréttindi en að auki rútupróf vegna vinnu á þvottastöð. Jafnt konur sem karlar eru hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar í síma 581 2533. Andakílsskóli — Hvanneyri Kleppjárnsreykjaskóli — Reykholtsdal Eigi síðar en strax! Enn vantar kennara í almenna bekkjarkennslu, sérkennslu, handmennt, dönsku, heimilisfræði og tónmennt. Umsóknarfresturerframlengdurtil og með 29. maí. Upplýsingar gefa Þórfríður í síma 437 0009 og Guðlaugur í síma 435 1171. Matreiðslumaður Matreiðslumeistari óskast á veitingahúsið Bing Dao á Akureyri. Upplýsingar í síma 461 1617. Starfskraft vantar í fataverslun. Reyklaus vinnustaður. Uppl. í síma 554 4433 frá kl. 10.00-14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.