Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flóttagöng fundust við skálann á Keldum á Rangárvöllum Morgunblaðið/Þorkell RAGNHEIÐUR Traustadóttir og Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar virða fyrir sér teikningu af uppgreftrinum ásamt Drífu Hjartardóttur, húsfreyju á Keldum. BJÖRN Stefánsson fornleifafræðingur inni í jarðgöngunum. Elsta hús landsins gert upp Á KELDUM í Rangárvallasýslu stendur elsta hús landsins. Það er sá hluti gamla bæjarins sem kall- ast skáli og mun hann vera frá miðöldum. Viðgerð bæjarins hófst í síðustu viku en stefnt er að því að gera hann upp á næstu tveimur árum. „Markmiðið með viðgerðinni er að varðveita bygginguna sem sögulega heimild,“ segir Þór Hjaltalín sagnfræðingur sem hefur umsjón með verkinu. „Við ætlum okkur ekki að færa byggingar- stigið til baka til þess „upprunalega" heldur halda bænum við eins og skilið var við hann þegar Þjóðminjasafnið tók við honum árið 1947.“ Ásamt Þóri vinna fornleifafræðingarnir Ragn- heiður Traustadóttir, Guðrún Sveinbjarnardóttir og Bjöm Stefánsson að verkinu. Fomleifafræðing- amir sjá um uppgröftinn á staðnum en Þór hefur yfirumsjón með endurgerðinni. Hann hefur kynnt sér þær heimildir sem tii era um húsið og nýtir þær. Þar er fyrst og fremst um að ræða dagbækur og viðgerðarannál Skúla Guðmundssonar (1862-1946) sem var síðasti ábúandinn á gamla bænum. „Færslur hans era með eindæmum nákvæmar enda kallaði hann viðgerðarannálinn Smæsta smátt.“ Annað sem hefur nýst er t.d. kvik- myndin Saga Borgarættarinnar sem fest var á filmu árið 1915. Hún nýttist við endurgerð hjallsins sem er austasti hluti bæjarins og var aðallega notaður til að þumka fót. Flóttagöng frá skálanum að Keldnalæk Þegar farið vai- að grafa við skálann var komið niður á göng sem liggja frá skálanum að ánni sunn- an við bæinn. Göngin eru að öllum líkindum 13. ald- ar smíð og hafa verið ætluð sem flóttagöng. Engar ritaðar heimildir era þó til um notkun ganganna. Reyndar var vitað að göngin lægju þarna því að árið 1932 þegar verið var að búa til þró á hlaðinu komu menn niður á göngin og endurgerðu þau eftir bestu vissu frá þrónni og að ánni. Nú er stefnt að því að finna út úr þvi hvernig göngin lágu uppruna- lega og verður grafið þversnið í jarðveginn við skál- ann tO að sjá hvemig þau hafa legið og hvemig þau komu upp í skálanum. Það hefur ekki verið gert áð- ur á Islandi og þar sem þessi hluti ganganna er óhreyfður gefur uppgröfturinn möguleika á nákvæmri aldursgreiningu þeirra. Mikil vinna býr að baki endurgerðinni og þarf t.d. að endurhlaða álla veggi en því verki stýrir Víglund- ur Kristjánsson hleðslumaður. Þórhallur Hólm- geirsson smiður sér svo um viðgerð á hurðum og stoðum og öðra tréverki. „Það má segja að fátæktin hafi bjargað ýmsum minjum að því leyti að tiltölu- lega lítið var um endumýjun," segir Þórhallur. Að framkvæmdum loknum er stefnt að þvi að hafa bæinn til sýnis eins og hann hefur reyndar verið frá þvi að hann komst í eigu Þjóðminjasafns- ins árið 1942. „Það var kominn tími til að bærinn yrði tekinn í gegn og við eram auðvitað himinlifandi yfir þessu hér,“ segir Drífa Hjartardóttir, húsfreyja á staðnum. Viðræðuslit B- og D-lista í Borgarbyggð og Isafjarðarbæ UM HÁDEGI í gær lentu viðræður sjálfstæðismanna og framsóknar- manna í Borgarbyggð í hnút, og var hætt, að minnsta kosti í bili. í gærkvöld ætluðu sjálfstæðismenn að ræða óformlega við fulltrúa L-lista, Borgarbyggðarlistans. í ísafjarðarbæ hófust viðræður milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna en upp úr þeim slitnaði. í gær ræddust sjálfstæðis- menn og K-listamenn Bæjar- málafélags Isafjarðar við og munu halda því áfram. Framsóknarflokkur og G-listi Alþýðuflokks, Aiþýðubandalags og Kvennalista í Mosfellsbæ hafa samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um áframhaldandi sam- starf. Jónas Sigurðsson, oddviti G- lista, segir að ekki hafi annað komið til tals en að Jóhann Sigurjónsson verði bæjarstjóri áfram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Kópavogi lögðu í gærkvöldi fyrir fulltrúaráðsfund tillögu um áfram- haldandi samstarf við Framsóknar- flokk og samsvarandi viðræður fóra fram hjá framsóknarmönnum. Á Akranesi standa enn viðræður milli Framsóknarflokks og Kríunn- ar, lista Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista, og er búist við niðurstöðu á föstudag eða laug- ardag. Á Siglufirði ákváðu sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn í fyrra- dag að ganga til samstarfs. Að sögn Hauks Omarssonar, oddvita sjálf- stæðismanna, hefur Guðmundur Guðlaugsson samþykkt að gegna áfram stöðu bæjarstjóra. Skarp- héðinn Guðmundsson, oddviti framsóknarmanna, verður forseti bæjarstjórnar en Haukur verður formaður bæjarráðs. Framsóknarmenn og Sameining í samstarfi á Dalvik Samkomulag náðist síðdegis í gær milli framsóknarmanna og S- lista Sameiningar á Dalvík um sam- starf. S-listamaður mun gegna stöðu forseta sveitarstjómar, framsóknarmaður verður formaður byggðaráðs og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson verður beðinn um að gegna áfram stöðu bæjarstjóra. I Austurhéraði hafa fulltrúar Framsóknarflokks og F-lista „Félagshyggju við Fljótið" rætt saman síðastliðna tvo daga. Broddi Bjami Bjamason, oddviti framsóknarmanna, sagði í gær að línur myndu skýrast með kvöldinu um hvort af samstarfi yrði. Fulltrúar H-lista Kríunnar í Homafjarðarbæ ákváðu á fundi í gærkvöldi að ganga til formlegra viðræðna við sjálfstæðismenn. Gísli Sverrir Ámason, oddviti Kríunnar, segir ljóst að Sturlaugur Þorsteins- son verði beðinn um að sitja áfram í bæjarstjórastól. Samkomulag tókst í fyrrakvöld um meirihlutasamstarf Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks í Ár- borg. Karl Bjömsson, fyrrum bæjarstjóri Selfoss, hefur verið beðinn um að taka að sér embætti sveitarstjóra í hinu sameinaða sveit- arfélagi. Ingunn Guðmundsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, verður forseti bæjarstjórnar og Kristján Einarsson, oddviti framsóknar- manna, formaður bæjarráðs út árið. í Grindavík ætla framsóknar- menn og sjálfstæðismenn að halda áfram samstarfi. Ákveðið hefur ver- ið að biðja Jón Gunnar Stefánsson um að gegna stöðu bæjarstjóra í eitt ár í viðbót en að því loknu verð- ur auglýst eftir manni í embættið. í Reykjanesbæ náðist seint í fyrrakvöld samkomulag um áfram- haldandi meirihlutasamstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknai-flokks. Ellert Eiríksson, oddviti sjálf- stæðismanna, verður áfram bæjar- stjóri en Skúli Þ. Skúlason, oddviti framsóknarmanna, verður forseti bæjarstjómar. Embætti formanns bæjarráðs kemur í hlut Sjálfstæðis- flokks. Hlutabréf > hækka við aukningu kvóta TALSVERT bar á viðskipt- um með hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækjum á Verðbréfaþingi Islands í gær í kjölfar frétta af tillögum Hafrannsóknastofnunar um 32 þúsund tonna hækkun á aflahámarki í þorski á næsta fiskveiðiári. Heildarviðskipti dagsins voru upp á 1.486 milljónir króna, þar af námu viðskipti með hlutabréf alls 118 m.kr. Mest var verslað með bréf í Samherja eða fyrir 34 m.kr. Tuttugu milljóna króna við- skipti áttu sér stað með hluta- bréf í Granda og 13 milljónir í bréfum Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Nokkur hækkun varð á verði hlutabréfa sjávarút- vegsfyrirtækja. Mest hækkun varð á hlutabréfum Síldar- vinnslunnar og Granda hf. eða 6% en bréf í Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar og Samherja hækkuðu um rúm 4%. Vísitala sjávarútvegs hækk- aði um 3,09%. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Göngu- garpar heim á ný Keflavík. Morgunblaðið. KONURNAR fjórar sem gengu yfir Grænlandsjökul komu til landsins í gær. Þær sögðust vera vel á sig komnar og ferðin hefði gengið framar óskum. Alls gengu þær 530 kílómetra og þar af voru 500 á jökli. Þegar þær komu niður af jöklinum urðu þær að ganga um 25 kflómetra í mikl- um aur sem hafði myndast þegar frost fór úr jörðu. Alls tók ferða- lagið 23 daga. Sérblöð í dag m m®mi ► AFLAHORFUR á næsta fiskveiðiári eru m.a. til umfjöllunar í Verinu í dag. Sömuleiðis segir frá aukn- um áhuga á gulllaxi og gengi í humar- og síldveiðum og ijallað er um vaxandi vægi neytenda á mörkuðum. 4SÍDUR 4 Tuttugu leikmenn í bann B1 Bjarki má fara fiá Molde B2 Korda og Agassi úr leik B3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.