Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 47
„A PERFECT Murder“ með Douglas og Paltrow er byggð á „Dial M for Murder“ með Grace Kelly.
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 47 -
ENDURTEKNINGIN er eitt
helsta einkenni Hollywoodmynd-
anna. Þar gildir máltækið: Góð
mynd er aldrei of oft kvikmynduð.
Endurgerðir og framhaldsmyndir
eru sagðar lýsa hugmyndafátækt í
kvikmyndaborginni og sjálfsagt er
heilmargt til í því. í stað þess að
búa til eitthvað nýtt, sem er alltaf
erfiðara, er leitað í það gamla og
reynt að gera eitthvað sem kannski
má kalla nýtt úr því. En þetta er
ekki einungis spurning um hug-
myndafátækt. Kvikmyndir vestra
eru iðnaðarvarningur og allt sem
þykir örugg vara í Hollywood er
góð vara. Þannig verða til fram-
haldsmyndir eftir að fyrsta myndin
hefur sýnt að hægt er að græða á
henni. Framhaldsmyndir renna yf-
irleitt sitt skeið og enda í einhverj-
um ósköpum eins og Batman og
Robin (sem vonandi er
síðasta Batmanmyndin) ef
frá er talin serían um
James Bond sem aldrei
ætlar að gefa neitt eftir.
Þrjátíu endurgerðir
„Sannleikurinn er sá að
það eru engar frumlegar
sögur eftir til að kvik-
mynda,“ er haft eftir leik-
aranum Dennis Quaid, sem
leikur í sumar í endurgerð
myndarinnar „The Parent
Trap“ með Natasha Ric-
hardson. Frumgerðin er
frá árinu 1961. Hvorki
meira né minna en þrjátíu
endurgerðir er nú í vinnslu
í Hollywood og bætast þær
í hóp þeirra sem þegar hafa
verið gerðar á undanföm-
um árum en þær eru ófáar.
Sú nýjasta er Englaborgin
eða „City of Angels“. Hún
gæti vel heitið Himinninn
yfir Los Angeles því hún er
endurgerð myndar eftir
þýska leikstjórann Wim
Wenders frá árinu 1988, sem heitir
Himinninn yfir Berlín. Henni hefur
gengið óvenjulega vel í miðasöl-
unni og tók inn um 50 milljón doll-
ara fyrstu þrjár vikurnar.
Nokkrar endurgerðir eru á
meðal sumarmyndanna í ár. Ein af
þeim er Fullkomið morð eða ,A
Perfect Murder" með Michael
Douglas og Gwyneth Paltrow í
aðalhlutverkum. Hún er að ein-
hverju leyti byggð á mynd Alfred
Hitchcocks, „Dial M for Murder“
með Grace Kelly og Anthony Daw-
son. Þá leikur Eddie Murphy í
nýrri útgáfu af Dagfinni dýralækni
sem talað getur við dýrin smá bæði
og há. Rex Harrison lék lækni
þennan fyrir meira en þremur ára-
tugum í fremm’ misheppnuðum
kvikmyndasöngleik. Þá má færa
rök fýrir því að hamfaramyndin
Godzilla sé nokkurs konar endur-
gerð á japönskum myndum um
sama fyrirbæri.
f haust bætist enn í hópinn þeg-
ar Sharon Stone leikur Gloríu í
samnefndri kvikmynd. Gena
Rowlands gerði Gloríu svo for-
kunnar góð skil hér um árið að Sto-
ne er eiginlega vorkunn; ekki er
horfin úr minni óspennandi endur-
gerð með Stone á frönsku mynd-
inni „Diabolique“. Einnig mun
„Mighty Joe Young“ verða fram-
sýnd í haust en hún er endurgerð á
Endur-
gerðafánð
Sannkallað endurgerðafár hefur gripið um
sig í Hollywood en um þrjátíu endurgerðir
gamalla bíómynda eru í undirbúningi
og framleiðslu í Hollywood, að sögn
Arnaldar Indriðasonar, sem kynnti sér
nokkrar af endurgerðunum.
EDDIE Murphy Ieikur Dagfinn dýralækni sem Rex Harrison lék áður.
SHARON Stone tekur við af Genu Rowlands í Gloríu.
samnefndri mynd og fara Bill
Paxton og Charlize Theron með
aðalhlutverkin.
Buster Keaton endurgerður
Og það verður ekki skortur á
endui’gerðum á næstunni. Meg
Ryan og Tom Hanks endurtaka
leikinn úr Svefnvana í Seattle í
nýrri rómantískri gamanmynd sem
ber heitið „You’ve Got Mail“,
nútímagerð myndar frá 1940 sem
var með James Stewart og Marg-
aret Sullavan í aðalhlutverkum. Sú
mynd hét Búðin handan við hornið
eða „The Shop Around the Com-
er“. Steve Martin og Goldie Hawn
leika saman í endurgerðinni „The
Out-of-Towners“, sem fyrst var
gerð árið 1970 og byggir á leikriti
eftir Neil Simon er fjallar um utan-
bæjarfólk á Manhattan.
Chris O’Donnell leikur einhleyp-
an mann sem hefur sólarhring til
þess að næla sér í kvonfang ef hon-
um á að hlotnast arfur að uppfylltu
þessu skilyrði í myndinni Pipar-
sveininum eða „The Bachelor“.
Engin takmörk virðast fyrir því
hversu langt aftur í tímann
Hollywoodframleiðendurnir leita
eftir endurgerðum því þessi mynd
er endurgerð Buster Keaton
myndar frá árinu 1925 sem hét
„Seven Chances“.
Leikstjórinn Robert Harling
sem gerði þá skelfing vondu mynd
„The Evening Star“ hefur lokið við
handrit sem hann byggir á farsa
um yfirnáttúruleg efni frá árinu
1942. Farsinn heitir Ég kvæntist
norneða „I Married a Witch“.
Kvikmyndafyrirtæki Tom Craise
hefur áhuga á að gera myndina en
ekki hefur verið rætt um hvort
hann og eiginkona hans, Nicole
Kidman, leiki í henni. Mun hún
byggja mikið á tæknibrellum.
,Arið 1942 var ekki um auðugan
garð að gi’esja í tæknibrellum," er
haft eftir Harling. „I dag getum við
gert allt sem við viljum.“
Það eru einmitt hinar nýju tölvu-
væddu tæknibrellur nútímans sem
hafa orðið til þess að svo mörgum
endurgerðum hefur skotið upp á
undanförnum árum. Þannig á t.d.
endurgerð eins og „The Nutty Pro-
fessor“ eða Klikkaði prófessorinn
með Eddie Murphy, allt sitt að
þakka skapandi tölvubrellum. Það
sama verður eflaust uppi á ten-
ingnum þegar Murphy sem Dag-
finnur dýralæknir fer að tala við
dýrin; þau verða sjálfsagt gerð í
tölvum. Godzilla er dæmi um end-
urgerð sem treystir á hina nýju
tölvutækni og James Cameron gat
sökkt Titanic, eins konar endur-
gerð „A Night to Rembember", á
þann hátt sem engan dreymdi um
að hægt væri að framkvæma áður.
Ein furðulegasta endurgerðin
sem frést hefur um í lengri tíma er
mynd sem leikstjórinn Gus Van
Sant, er síðast gerði „Good Will
Hunting", ætlar að filma og heitir
því fræga nafni Geggjun eða
„Psycho". Hann ætlar að nota upp-
ranalegt tökuhandrit Hitchcocks
frá 1960 og gera myndina nákvæm-
lega eins og meistarinn, ramma
fyrir ramma, með ungum óþekkt-
um leikuram.
Þá er ónefnd sú endurgerð sem
margir áhugamenn um vísinda-
skáldskap á hvíta tjaldinu bíða eftir
með óþreyju en það er Apaplánet-
an. Herma fregnir að James
Cameron sé að vinna handrit
myndarinnar og ætli sér að fram-
leiða hana en leikstjóri verður að
líkindum Oliver Stone, sem telur
sig þurfa á virkilega góðum sum-
arsmelli að halda til þess að
hressa upp á ferilinn. Það
sama má segja um Amold
Schwarzenegger, sem rætt
er um að fari með hlutverk
geimfarans, er Charlton
Heston gerði ódauðlegt í
fyi-ri myndinni.
Endurdreifing
er líka til
Hver er ástæðan fyrir
því að endurgerðir eru
svona vinsælar í
Hollywood? Það er visst
öryggi í því sem búið er að
prófa áður er haft eftir
leikstjóranum Nancy
Meyers. Hún ætti að vita
það. Hún gerir „The
Parent Trap“ en þar áður
stýrði hún endurgerðinni,
„The Father of the Bride“.
Aðrir hneykslast og segja
að menn eigi ekki að vera
að eiga við gömlu myndim-
ar og snúa útúr þeim og
matreiða fyrir nútímann.
Leikstjórinn Harling bend-
ir hins vegar réttilega á að það
besta við endurgerðir er að ef
manni líkar þær ekki getur maður
farið inn á næstu myndbandaleigu
og nælt sér í fmmmyndina.
Og reyndar era ófáar gamlar og
góðar myndir á leiðinni í kvik-
myndahús á ný. A hverfanda hveli
verður sett í endurdreifingu í
Bandaríkjunum í sumar en brátt
verða sextíu ár liðin frá gerð henn-
ar. Mynd Orson Welles, „Touch of
Evil“, frá 1958 á fertugsafmæli á
árinu og verður sett í endurdreif-
ingu og klippt og endursamsett
eins og talið er að Welles hafi viljað
hafa hana. Þá er „The Big Chill“
væntanleg aftur í bíó í tilefni
fimmtán ára afmælisins og bætir
leikstjórinn Lawrence Kasdan við
nokkrum atriðum sem hann áður
þurfti að klippa úr myndinni (það
furðulega er að hin frægu atriði
sem klippt vora úr myndinni með
Kevin Costner verða ekki í end-
urannu útgáfunni). Galdrakarlinn í
Oz með Judy Gai’land verður
einnig sett í bíódreifingu í tilefni
sextugsafmælis, Særingarmaður-
inn eftir William Friedkin á 25 ára
afmæli á árinu og verður myndin
hugsanlega sett í endurdreifingu
og loks má nefna að „Funny Girl“
með Barbra Streisand gæti hugs-
anlega verið sett í bíó innan
skamms en hún er þrítug.
í friðsælu og fögru
umhverfi Borgarfjarðar.
Veitingasala allan
daginn, alla daga.
Verið velkomin.
Afþrcying þín - okkar ánægja
Fosshótel Bifröst * 111 Borgarfjörður
Slmi: 435 0005 • Fax: 435 0020