Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vönduð og skemmtileg tónlist í veisluna. Tríó. dúett eða einleikur eftir þörfum Pálmar Ölason - planö, harmonikka, hljómb. Hrafnkell Pálmarsson - fiðla, gítar Sveinn Aki Sveinsson - kontra- og rafbassi Upplýsingar í s. 554-3866/899-0242 eða e-mail: hrafnkell@gardabaer.is — 1 Hvcrnig fyndist ykkui að heyra lagið ykkar sungið í brúðkaupinui Tck ;u> mcr cinsöng í brúökaupsvcislu m og athöfnum. Dargurlög. Klassík. Ias>>,.j ÍHrólfur S;cmundsson harítónsöngvari. Sími 552 1271. símboði 842 4925. CAPPUCCINO VÉLIN BRÚÐARGJÖFIN í ÁR! KAFFIVÉL SÆLKERANS! Pavoni kaffivélarnar hafa verið framleiddar fró 1905 og ætíð rómaðar fyrir gæði ogendingu. Þærfóstbæði úr stóli og kopor og með Pavoni í eldhúsinu heima getur þú lagað afbragðs te, espresso, súkkulaði og coppuccino hvenær sem er. KAFFIBOÐ ef Grettisgötu 64 ( Barónstígsmegin ) símor: 562 10 29/899 30 34 www.mbl l.is SINN er siður í landi hverju og það á líka við um brúðkaup. Á alnet- inu er að finna ýmsar upplýsingar um siði og venjur við slík tækifæri. Siður frá miðöldum Blóm eru snar þáttur í brúðkaupi. Frá miðöld- um er sá siður að brúðguminn beri í hnappagatinu blóm úr brúðarvendinum, en það var tákn ástúðar þegar maður bar lit sinnar heittelskuðu. Hver litur hefur sina merkingu. Appelsínu- gulur táknar hreinleika, trúfesti og ástarhug. Rauði liturinn segir ein- faidlega: Ég elska þig. Hrísgrjónin talin HÚN var fjórtán og hann sextán ára þegar þau fóru að leiðast um götur Hveragerðis og hvorugu datt þá í hug að átta árum síðar myndu þau ætla að ganga í hjónaband. Hinn 11. júlí næstkomandi verða Ása Kristín Óskarsdóttir og Halldór Sveinsson gefin saman í Hall- grímskirkju af sr. Maríu Ágústs- dóttur. „Á aðfangadag fyrir hálfu öðru ári fór ég á hnén í votta viður- vist og bað hana að giftast mér,“ segir Halldór þegar þau eru spurð hvenær þau hafi ákveðið að ganga í hjónaband. Ása segir bónorðið hafa komið sér á óvart því þau hafi í raun aldrei rætt um brúðkaup en hún þurfti ekkert að hugsa sig um og nú eru þau farin að huga að undirbúningi stóra dagsins. Títuprjónar um allt Ása segist strax hafa verið ákveðin í að sauma brúðarkjólinn sjálf. Hún lærði fatasaum í mennta- skóla og hefur gert töluvert af því að sauma á sig um árin og jafnvel á Halldór líka. „Ég er vanur því að hafa títuprjóna um allt hús,“ skýtur hann inn í og brosir. En hefur hann þá séð kjólinn? „Ég kemst ekki hjá því að sjá efnisbúta hér og hvar, þeir eru um allt hús. Ég hugsa að ég fái samt ekki að sjá hana í kjólnum fyrr en í kirkj- unni.“ Þau ætla að mestu leyti sjálf að sjá um veitingarnar með aðstoð ættingja og vina en alls verða um 170 gestir í veislunni, sem verður haldin í sal Ferðafélags íslands. Unnu ferð til Bali Þegar Ása og Halldór eru spurð hvort til standi að fara í brúðkaups- ferð kemur í Ijós að þau duttu al- deilis í lukkupottinn fyrir skömmu. „Ég skráði okkur í brúðkaupsleik á útvarpsstöðinni Matthildi og reyndar tveir vinir okkar líka,“ segir Ása og bætir við að þegar brúðhjón ársins hafi síðan verið dregin út í beinni útsendingu hafi þeirra nöfn komið upp úr pottinum. „Ég átti alls ekki von á að við yrðum dregin út“, segir Halldór. „Ég var nú samt að hlusta á þátt- inn og langaði að fylgjast með hverjir yrðu dregnir úr pottinum. í sama mund og á að fara að til- kynna úrslit þá hringir síminn. Ég lét símann bíða aðeins því ég vildi fyrst heyra úrslitin en þá var auðvitað verið að reyna að ná í mig vegna þess að okkar nöfn komu úr pottinum. Þetta var náttúrlega rosalega skemmtilegt, við unnum hálfs mánaðar brúðkaupsferö til Bali með öllu tilheyrandi, giftingarhring- ana, morgungjöfina, freyðivín fyrir hundrað manns, málverk, vegg- klukku, blómin, borðbúnað, fáum bíl að láni þennan dag, fáum Ijós- myndatöku og sængurverasett", seair Halldór. Ása segir að upphaflega hafi þau hugsað sér að fara til Ástralíu því þau voru með skiptinema það- an og ætluðu að heimsækja hann. „Það var hinsvegar svo dýrt að við ákváðum að láta það bíða aðeins. Við förum hins vegar til Balí og það er ekki annað hægt en að hlakka mikið til.“ Kynntust sem unglingar Finnskur siður er að telja hrísgrjónin í hári brúðarinnar eftir að hún hefur fengið skvettu af þeim yfir sig á leið úr kirkjunni. Fjöldi grjón- anna segir til um vænt- anlegan barnafjölda. Önnur leið til að ráða í frjósemina er að tengdamóðirin lætur undirskál á höfuð brúð- arinnar þegar hún stigur fyrsta dansinn með brúðgumanum. Undir- skálin fellur á gólfið og brotin eru vísbending um hve mörg afkvæmi hjónakomin eignast. Göng I veisluna f Armeníu þekkist það að brúðarmeyjar og - sveinar myndi tvær samhliða fylkingar sem skrúðgöng fyrir brúðhjónin á leið í veisl- una. Með mömnnu og pabba inn kirkjugólfiö Brúðir á Filippseyjum kjósa sumar að vera gefnar af báðum for- eldrum sínum. Þá geng- ur brúðurin með fööur og móður inn kirkjugólfið. enskur EINN fárra séríslenskra brúð- kaupssiða felst í því að konur skipi sér á bekk vinstra megin og karlar hægra megin við kirkju- brúðkaup. Siðurinn á rætur að rekja langt aftur í aldir eða frá því venja var að kirkjugestir kysstust í lok guðsþjónustu. Alls óviðeigandi þótti að karlar kappkostuðu að tylla sér á bekk með álitlegri konu í því skyni að stela frá henni kossi eftir að hlýtt hafði verið á guðsorð. Þess vegna var ákveðið að skipa svokallaðan kvennabekk vinstra megin ( kirkjunni og láta karlana sitja hægra megin. Siðurinn hefur verið aflagður við aðrar kirkjulegar athafnir en giftingar. LISTAVERK I BRUÐARGJOF Hvergi meira urval af íslenskri myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 og í Kringlunni, sími 568 0400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.