Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 5

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 5 PRESTURINN skellihlæjandi þegar brúðhjónin kyssast. BIRNA og Gestur með synina Guðjón og Egil á Ljósmyndastofu Suðurtands. í SUÐUR-NÝJABÆ í Þykkvabæ búa ný- gift hjón, þau Birna Guðjónsdóttir og Gestur Ágústsson. Þau voru gefin saman eftir níu ára sambúð 18. apríl sl. í Þykkvabæjarkirkju. Þau eiga tvo syni, Guðjón 7 ára og Egil 5 ára. Svo skemmtilega vildi til að móðir Birnu varð sextug og foreldrar Gests áttu 42 ára trúlofunarafmæli sama dag. Að sögn Bimu voru þau búin að ganga með þetta í magan- um í tvö ár, en endan- leg ákvörðun var tek- in um síðustu áramót. „Sennilega var þetta orðinn hæfilegur reynslutími og tími kominn til að taka skrefið, ég held að það verði erfiðara hjá fólki eftir því sem lengra líður á sambúðina. Mig hefur alltaf dreymt um að gifta mig í kirkju að viðstöddu fjölmenni og hafa svolítið umstang, en Gestur vildi í upphafi bara láta þetta fara leynt," segir Birna. „Ég féllst þó á að fara Birnu leið og sé aldeilis ekki eftir því, þetta var fallegur dagur og næst á eftir fæðingu sona okkar það eftirminnilegasta í lífi rnínu," bætir Gestur við. Ákveðið öryggi Þau voru sammála að það væri góð tilfinning að vera gift og þvi fylgdi ákveðið öryggi, „ekki síst fyr- ir syni okkar, þá Egil og Guðjón. Það var reyndar um- stangsins virði að fylgjast með þeim við undirbúninginn og í at- höfninni sjálfri, þetta var mikil upplifun og ekki síður stór dagur fyrir þá eins og okkur. Við höfðum strax mótað okkur hugmyndir um hvernig að málum skyldi staðið, ég vildi helst fá að gera sem mest sjálf og með hjálp fjölskyldu og vina feng- um við útkomu sem við erum hæstánægð með. Ég bakaði sjálf ásamt móður minni og systur, en keypti reyndar brúðartertuna í Kökuvali á Hellu. Veislan var í sam- komuhúsinu í Þykkvabæ og ég skreytti salinn kvöldið áður.“ Ræðan vakti kátínu Að morgni brúðkaupsdagsins fór ég í förðun og hárgreiðslu á Hellu og að því loknu ókum við á Selfoss með drengina í myndatöku á Ljósmyndastofu Suðurlands. Yngsta systir mín söng einsöng í athöfninni, systir Gests, Sigríður, var veislustjóri, og flutti hún okkur kveðju i bundnu máli. Faðir minn kom með bílinn sinn skreyttan borðum og þannig var mest allt heimafengið nema reyndar fatnað- urinn, hann leigðum við hjá Brúð- arkjólaleigu Katrínar," sagði Birna. Það sem stendur þó uppúr að þeirra sögn er athöfnin sjálf í kirkj- unni, en sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir gaf þau saman. „Hún Auður hefur lag á að láta manni líða svo vel hérna í kirkjunni okkar, og ræð- an vakti almenna kátínu. Það var svo létt yfir öllu og heimilislegt yfir- bragð að eftir var tekið. Og til að kóróna allt var tónlistin frábær, kirkjukór Þykkvabæjarkirkju söng við undirleik organistans okkar, Nínu Morávek, Anna Kristín systir min söng einsöng, lagið „Brúðkaupið" sem Ellý Vilhjálms gerði vinsælt og Helga Árnadóttir frá Hellu lék á þverflautu. Systur okkar beggja ein systurdóttir Gests lásu ritningarorð, þannig að fjölmargir fjölskyldu- meðlimir og aðrir lögðu sitt af mörkum til að gera okkur daginn ánægjulegan." „Eftir athöfnina var gestunum, rúmlega eitt hundrað manns, boðið til veislu í samkomuhúsinu á staðnum. Síðar um kvöldið átt- um við rólega stund heima með örfáum nánum ættingjum og kus- um svo að eyða brúðkaupsnótt- inni í okkar eigin hjónarúmi sem var reyndar fullt af hrísgrjónum sem einhver ónefndur ættingi hafði laumað undir sængina," sögðu þau Birna og Gestur að lokum. Eiqðu bjarta framlíá meSSERTA. V HÚSGAGNAHÖLUN Bfldshöföi 20 -112 Rvfk - S:510 8000 h h .ft. L- l^eqar pu q itTir piq .. ver vera r a a id. om

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.